Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Qupperneq 3
N LESBOK @ @ H ® M ® 0 E 0 ® Sl LjJ ll*J l*J Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Harafdur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjómarfulitr.: Gísli SigurÖ88on. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjóm: Aöalstrœti 6. Sími 691100. Forsíðan á myndinni er Magnús Kjartansson myndlistarmaður ásamt nýju málverki hans, sem verður ásamt fleiri verk- um Magnúsar á sýningu í nýju sýningarhúsnæði Gallerís Borgar í Austurstæti (þar sem Torgið var áðurtil húsa) en eftir sem áður mun Gallerí Borg starfa í Pósthús- stræti. Sýning Magnúsar Kjartanssonar verður opnuð í dag. Lesbók/Árni Sæberg Lauga- vegurinn er einskonar hrygglengja í miðbæ Reykjavíkur og hefur lengi verið mikilvæg verzlanagata. Eins og nærri má geta er mikil saga orðin af þessari götu og hefur Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur verið að glugga í hana og er greinin hér sú fyrsta í röð um Laugaveginn, sem birtast mun á næstunni. Lorca er á dagskrá vegna þess að Þjóðleikhúsið tekur nú til sýninga Yerma eftir Lorca og hefur Karl Guðmundsson leikari þýtt verkið. Af þessu tilefni hefur Lesbókin feng- ið Hafliða Amgrímssson leikhúsfræðing til þess að gera hinu spænska stórskáldi skil; einnig eru birt nokkur ljóð eftir Lorca í þýðingu Berglindar Gunnarsdóttur. JÓN HELGASON Vordagur Hve skín, þar sem spornarðu flugstígu himna, þitt fax, ó fákur, sem glóbjartur dregur hið lýsandi hjól! æ hærra þú stefnir, unz allt það sem örbjarga kól er umvafið hlýju frá geislum hins vorlanga dags. Hve vanmegna drúpir nú vetrarins hrímkalda sax, hve vesalleg reynast um síðir hans pyndingatól, er óðfluga brunar um loftið hin signaða sól, við sigurför hennar þau sljóvgast og bráðna sem vax. Lát streymast úr brunnum hjarta míns, Ijóðsins lind, í léttstígum kliði sem falli við þíðunnar söngl Þú aflþrota kvistur sem áður lást krepptur í þröng, rís upp til að seilast í bláhvolfsins Ijós og vind! Og reika þú, vordís, um hugar míns hallargöng! Eg heyri þitt skóhljóð og sé þína Ijúfu mynd. Jón Helgason fæddist i Rauðsgili í Borgarfirði 1899 og lézt i Kaup- mannahöfn i fyrra, þar sem hann hafði lengst af alið aldur sinn, verið prófessor og forstöðumaöur Árna Magnússonar stofnunar. Ljóðasafn Jóns, Úr landsuöri, sem út kom 1939, skipaöi honum þá þegar á bekk með öndvegisskáldum. Að spá í veðrið Kaldur vetur mæðir mig, mold og keldur frjósa. Þá er betra að bæla sig við brjóstin á þér Rósa. í fyrstu viku sumars sýnist kannski óeðli- legt að hafa yfir þennan gamla og harðindalega hús- gang, sem sýnir hvar helzt þótti yl að hafa. En það er heldur ekki eðlilegt að vorið beri uppá janúar og febrúar og síðan verði að þreyja þorrann og góuna í apríl. En svona er íslenzk veðrátta; fátt er víst eins óútreikn- anlegt. í þetta sinn var veturinn með þeim mildari; 15 vetur á öldinni teljast þó hlýrri og í raun gerði veturinn fyrst vart við sig fyrir alvöru í aprílbyijun með stórhríð um Norðurland. Sumir voru farnir að halda, að hin margumræddu gróðurhúsaáhrif vegna koltvíildis í andrúmsloftinu, væru heldur betur orðin augsýnileg. En þegar litið er á norðurhjarann í heild er fátt, sem bendir til breytingar; í Síberíu gerði einmitt nú í vet- ur eitthvert grimmasta frost, sem mælst hefur þar. í mínu ungdæmi, - segja menn sem komn- ir eru til vits og ára, - var veðrið allt öðruvísi en nú er orðið. Þá minnir, nei afsak- ið, þeir muna uppá hár, að þá gerði almennilegar stórhríðar, sem stóðu sleitu- laust dögum saman, jafnvel heila viku. Og loks þegar hríðinni slotaði, voru öll hús svo kaffennt, að menn urðu að komast út um strompinn. En eftir þessi ósköp komu líka almennileg sumur, sólskin og hiti vikum saman. Þegar farið er að athuga málið nánar, kemur í ljós, að fólk man óglöggt eftir veðr- inu í fyrra, hvað þá marga áratugi aftur í tímann. Minnið er svikult og læðir einatt að manni einhveiju, sem reynist á skjön við raunveruleikann. Það er þá helzt, að rétt sé eftir munað, þegar eitthvað fullkomlega óvenjulegt á sér stað eins og vorhretið 9. apríl 1963, sem nefnt var eftir skógræktar- stjóranum, sem þá var og kallað Hákonar- bylur. A fáum klukkustundum féll hitinn úr 10 eða 12 stigum niður í 10 stiga frost, með afleiðingum, sem Hákon segir núna, að hafi verið ágæt lexía fyrir okkur. Þegar miðað er við frostaveturinn 1918, virðast öll kuldaköst léttvæg. Þó er það svo, að köldustu ár aldarinnar eru nýlega liðin og kannski eru þau ekki mjög minnis- stæð núna. Samkvæmt upplýsingum úr Veðrinu, timariti, sem Veðurstofan gefur út, var 1979 langsamlega kaldasta ár aldar- innar; hitinn var þá 2,1 gráðu undir meðaltali áranna 1931-1960. Næst koma fímm ár, sem eru nokkumvegin jafn köld, 1,5 gráðu undir þessu sama meðaltali. Af þeim eru næst okkur í tímanum árin 1983 og 81, síðan 69 og tvö ár fyrr á öldinni, 1918 og loks 1917, sem ekki hafa þó farið neinar sérstakar sögur af. í marzbyijun nú í vetur var engu líkara en vorið væri komið; sumir mnnar voru á góðri leið með að laufgast og grasblettir hér á Reykjavíkursvæðinu voru algrænir, grasið jafnvel farið að spretta. Ekki er slík gæðatíð á miðjum vetri neitt einsdæmi; aft- ur á móti hefur frá ómunatíð ríkt ótrú á blíðugjafir náttúrunnar á þessum tíma. Menn töldu, að forsjónin mundi hefna fyrir veðurgæðin með magnaðri ótíð og ekki sízt hafís. Langvarandi logn og stillur þóttu vita á eld. Þótt nútíma veðurfræði harðneiti öll- um slíkum tengslum, var þetta viðhorf áreiðanlega mjög rótgróið fyrr á tíð og jafn- vel framá þessa öld. Mér er í bamsminni öldmð einsetukona í Biskupstungum, sem hafði á unga aldri flutzt með sínu fólki austan úr Skaftafellssýslu út í Tungur. Hún var afar svartsýn og tautaði þá fyrir munni sér, þegar tíð var góð; talaði oft um að fyrir þetta mundi nú hefnast, en tók svo gleði sína þegar lagðist í ótíð, því það var eðlilegt ástand og engar hefndir að óttast. Það væri fróðlegt rannsóknarefni, hvern- ig vor hafa orðið eftir óvenju snjólétta og hlýja vetur líkt og þann, sem nú er allur samkvæmt almanakinu. Aldraðir menn sem muna allt aftur til 1910, vitna gjarnan til vetrarins 1929 í þessu sambandi. Hann var að minnsta kosti hér á Suðurlandi allur ámóta hlýr og þá er bezt var í janúar og febrúar í vetur. Sem sagt; enginn vetur. Grasspretta hófst í apríl, páskahretið fórst fyrir og í maíbyijun var engu líkara en sumarið væri komið. En þá brast hann á. Þann 4. maímánaðar gerði stórhríð með gaddi um allt land. Sá snjór stóð langt fram á vor, kæfði og drap þann gróður sem kom- inn var og um sumarið varð grasleysi og lítill heyfengur, enda var þá tilbúinn áburð- ur ekki kominn til skjalanna. Þetta er ugglaust harðasta vorhret aldar- innar. Það er merkilegt, en kannski tóm tilviljun, að tveimur árum síðar hófst það hlýindaskeið, sem sker sig talsvert úr og stóð fram til 1965. Frá því skeiði man ég sérstaklega eftir vetrinum 1947, sem ereinn sá hlýasti á öldinni. Fyrir þá árgæzku þurfti forsjónin ekki einu sinni að hefna með hörðu vorhreti. Það virðist sem sagt engin regla vera til, sem hægt væri að teysta á. Einn af heimildarmönnum mínum um harðindi, Bjöm Egilsson frá Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, telur að veturinn 1920 sé sá snjóþyngsti á öldinni. Þá brast á með óvenjulegri fannkomu á jólaföstu og brá loks til hins betra rétt fyrir páska. En um hátíðina var hnykkt á harðindunum með nokkurra daga stórhríð. Samt varð gras- spretta góð um sumarið, segir Björn. Hann minntist líka á veturinn 1949, sem líklega er sá snjóþyngsti hér syðra á öldinni. Þann vetur var ég í skóla á Laugarvatni og minnist þess, að þegar þeirri vist lauk í maíbyijun, var ekki farið að sjást í birki- skóginn, sem þar klæðir hlíðarnar. Og um svipað leyti voru nær mannhæðar djúpar traðir sumstaðar á leiðinni yfir Hellisheiði. Það hefði mátt ímynda sér að gerði gott og sólríkt sumar eftir þau ósköp. En það var öðru nær. Þá fengu Sunnlendingar rign- ingasumar eins og þau gerast verst, en sjálfsagt er það farið að fyrnast, - einhver man þó kannski eftir landsmóti ungmenna- félaganna, sem haldið var í Hveragerði það sumarið í samfelldu úrhelli. Sem sagt; í ljósi reynslunnar virðist fátt, sem bendir til þess að góður vetur sé fortaks- laust ávísun á vorharðindi og leiðindasumar. Harður vetur virðist heldur ekki geta gefið minnstu tryggingu fyrir sólríku sumri. Ekki virðist stoð í neinni kenningu, þegar íslenzkt veðurfar er annarsvegar, nema kannski þeirri, að sjávarhitinn sé áhrifamikill. Samt höldum við áfram að spá í veðrið: „Allir eru sífellt að. tala um það, en gera samt ekki neitt til að breyta því“ svo vitnað sé í enskt orðatiltæki. Það var kuldalegt um að litast við Faxa- flóa fyrsta dag maímánaðar; allt snævi þakið. Samt mátti heyra í einstaka lóu til að minna á, að þetta var vor þrátt fyrir allt, íslenzkt vor. Nákvæmlega eins og Þor- geir Sveinbjarnarson orti um í ljóð sínu, Maíhreti: Vor spáði landið búið í klaka með kuldatrefil um hálsinn. Vor fullyrti Ijósið og Iæddist krókloppið um hráslagann. Vor stamaði lambagrasið. En norðannæðingurinn sagði því að þegja. Það var ekkert vor. GfSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MAÍ 1987 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.