Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 12
Skáldskapurinn og hinir dimmu tónar Um spænska skáldið FEDERICO GARCÍA LORCA í tilefni þess að Þjóðleikhúsið flytur nú eitt frægasta leikrit hans, YERMA, í þýðingu Karls Guðmundssonar leikara EFTIR HAFLIÐA ARN GRÍMSSON Eg elska jörðina ... og finn að þar liggja ræt- ur tilfinninga minna. Fyrstu æskuminningar mínar bera keim af mold. Moldin og akrarnir hafa mikil áhrif haft á líf mitt. Skepnur jarðar- innar, dýrin og bændurnir geisla af einhverri fegurð, sem fáir kunna að meðtaka og skilja. Þessi ást mín til jarðarinnar var undir- staða fyrstu verka minna . .. Fyrstu hughrif mín eru tengd moldinni og vinnunni á akrin- um. Þess vegna er líf mitt einhvers konar landbúnaðarkomplex, eins og sálfræðingar myndu kalla það. Án þessarar ástar á mold- inni hefði ég hvorki getað skrifað leikrit mitt „Blóðbrúðkaup" né byijað á næsta verki mínu „Yerma". Andalúsíumaður Federico García Lorca ólst upp á sól- brenndri jörð Andalúsíu. Fæddist 1898, í litlu sveitaþorpi nálægt borginni Granada á Suður-Spáni. „Alla æsku mína átti ég í þorpinu Fuente Vaqueros. Hjarðir, akrar, himinn, einsemd. Með öðrum orðum: Ein- faldleiki. Ég undraðist mjög þegar menn halda að það sem birtist í verkum mínum séu hæpnar hugdettur mínar, eins konar skáldaleyfi. Nei, nei. Allt eru þetta hlutir sem eru til og virðast óvenjulegir, vegna þess að það er sjaldgæft að maður nálgist lífið af þannig einfaldleika, aðeins hlust- andi, aðeins sjáandi. Svo einfalt er það!“ Líklega er García Lorca þekktasta skáld millistríðsáranna á Spáni. Hann var í hópi ungra listamanna, sem reyndu að lifa glað- væru lífi þrátt fyrir myrka fortíð þjóðarinn- ar. Flestir þeirra flýðu land eða voru myrtir af fasistum, mönnum Francos, í upphafí borgarastyijaldarinnar á Spáni. Lorca var ljóðskáld, listmálari, tónskáld, leikhúsmaður og ekki síst heillandi fyrirles- ari. Utan Spánar er hann þekktastur fyrir Spænskt plakat í tilefni sýningar á Yermu eftir Lorca. leikritin og þá fyrst og fremst fyrir harmleik- ina: „Blóðbrúðkaup", „Yerma" og „Hús Bemörðu Alba“. „Hnífurinn smýgur djúpt inn í hjartað eins og egghvasst plógjámið í ósáinn akurinn." YERMA eftir Frederico Garcia Lorca Aðalpersónur, leikendur og aðrir sem hlut eiga að máli við sýningu Þjóðleikhússins Þýðing: Karl Guðmundsson Tónlist: Hjálmar H. Ragnars- son Lýsing: Páll Ragnarsson Leikmynd og búningar: Sigur- jón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir Yerma: Tinna Gunnlaugsdóttir Jóhann: Amar Jónsson María: Guðný Ragnarsdóttir Viktor: Pálmi Gestsson Sú gamla guðlausa: Guðrún Þ. Step- hensen Dolores: Kristbjörg Kjeld Fyrsta mágkona: Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir Önnur mágkona: Anna Kristín Am- grímsdóttir Ung kona 1: Guðlaug María Bjama- dóttir Ung kona 2: Vilborg Halldórsdóttir Bam: Þorleifur Öm Amarson Einsöngur: Signý Sæmundsdóttir Þar að auki eru 15 konur við þvott, 5 konur heima hjá Dolores, karlvera og kvenvera. <3 O i3 r> i) l; |5 (5 13 U l) i) 13 ,3 0 '3 U ^ 0 „ „ ■) o " 13 13 0 >3 '311 ,3 o 13 o 0 nn 17 13 >> i) D 1? Federico García Lorca. Mynd eftir spænskan listamann, José Moreno Villa, 1938. Lorca hefur af sumum verið nefndur skáld dauðans því í flestum verka hans er dauðinn hinn mikli sigurvegari. Blóðið, hnífurinn, máninn. Allt eru þetta tákn dauðans í skáld- skap Lorca. En hann, eins og aðrir Spán- veijar, lítur dauðann öðrum augum en aðrir menn. Alls staðar er dauðinn endalok: Hann kemur og tjaldið fellur. Nema á Spáni. Þar lyftist það. Þá koma Spánverjar út í sólina. Dauður maður á Spáni er meira lifandi dauð- ur en í nokkm öðru landi jarðarinnar. Og í Granada, borg Lorca, ríkir dauðinn: „Hve sælt að dvelja með þér, dauðinn minn, í dag sem aðra daga. Einsamall í ljúfum andblæ Granada." Don Pedro Soto de Rojas, skáld í Granada á 17. öld, lýsti borginni sem „Paradís lokuð mörgum; garðar opnir fáum“. Lorca talar um borgina sína af flngerðu næmi: „Granada er borg einfar- ans, borg hugleiðinga og hugmyndaflugs, þar sem hinn ástfangni skrifar betur en annars staðar nafn ástar sinnar í jörðina. Þar er tíminn lengri og hreinni en í nokk- urri annarri borg . . . Maður fer til Granada til að vera einn; til að njóta einverunnar, eða til að vera með ástinni sinni og sjá hvemig vorið hríslast um trén ... og hvem- ig gular sítrónumar klifra upp eftir fjárstíg- unum og hrekja snjóinn á undan sér.. . Landslagið er óvenjulegt, en Granadabúinn kýs að skoða það út um gluggann sinn ... Hann hafnar þægindum og stórborgar- lífl . . . dregur sig í hlé og skreytir garðinn sinn. Ástin á hinu smágerða, hinum fínni blæbrigðum, hefur alla tíð verið fegursti ávöxtur, hinn sérstaki tónn listamanna Granada. Þessi ást er ekki árangur þolgæð- is heldur tímans. Árangur hreinnar og tærrar kunnáttu og kærleika ... sem sprott- in eru upp úr jörðinni." Hér lýsir Lorca grundvelli Iistarinnar, sem hann og Anda- lúsíumenn kalla „duende", lífsorka, sem falin er í þungum slætti blóðsins. Leyndar- dómsfullt afl, sem allir fínna til en enginn heimspekingur fær útskýrt. Eða eins og Manuel de Falla lýsti því: „Allt sem hefur dimma tóna hefur þetta seiðmagn lífsins. Dimmu tónamir em leyndardómurinn." ÁVALLT ER DAUÐINN NÆRRI Þeir sem þekktu Lorca lýsa honum sem glaðsinna og afar skemmtilegum manni. Geislandi af hugmyndaflugi og sköpunar- þörf, órólegum og á stöðugum ferðalögum. Raunar speglast þessi óróleiki í listrænum verkum hans, í ljóðunum, tónlistinni, leikrit- unum 0g teikningum. Hann var í stöðugri leit. Hann vann með alþýðlegar hefðir og gerði tilraunir í súrrealískum stíl. í leik- húsinu vann hann með brúðuleiki, ærslaleiki, gamanleiki og síðar það sem hann kallaði harmleiki, fyrst í bundnu máli og síðar í prósa að mestu. Harmleikirnir, eins og reyndar flest verk Lorca, eru býsna ólíkir innbyrðis en þó má sjá viss sameiginleg ein- kenni: Hann lýsir gjarnan átökum ólíkra krafta, kúgunar og frelsis, eðlishvata og strangra reglna samfélagsins. Persónumar eru á valdi magnaðra tilfinninga, hinnar óskiljanlegu óspilltu ástar, og ávallt er dauð- inn nærri. Aðalpersónur Lorca eru kúgaðar og ofsóttar: Fátækur negri í Harlem, ein- mana sígauni í Andalúsíu eða spönsk alþýðukona í sveit. „Ég held að það sé vegna þess að ég kem frá Granada að ég hef til- Sjálfsmynd í New York heitirþessi teikning eftir Lorca.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.