Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1987, Blaðsíða 15
 I H 0 R F 1 r Á I H E M 1 N N EFTIR GABRIEL LAUB Það sem karl- ar mega elska Nýlega sendi bandarískt kvennablað út spurn- ingalista til að kanna hvað það væri sem karl- amir mætu einna mest í fari eiginkvenna sinna. Útkoman varð sú að ofar öllu mátu þeir ást konunnar. 81 af hverjum hundrað þátttak- endum lét þess getið. Þarnæst kom gamansemin, hana nefndu 67 af hundraði. Þá gáfumar með 64 og sjálfstraust kvenna sinna nefndu 56 af hundraði. Fallegur vöxt- ur kom ekki fyrren neðar á listanum með 40 af hveiju hundraði, fríðleiki með 33 og bijóstamálið nefndu 16 af hundraði. Skynsemin virðist ráða því áherslan er öll á þær eigindir sem treysta og viðhalda góðu hjónabandi. En það hefur varla þurft að senda út spumingalista til að komast að þeim almennu sannindum að fólk vill láta elska sig. Nægir í því sambandi að rifja upp mín eigin spakmæli: „Hástig eigingim- innar er ástin. Við elskum semsé ekki makann heldur elskum við hæfileika mak- ans til að elska okkur." Þá er heldur ekki gott að vita hvaða lærdóma má draga af því að 81 prósent skuli nefna ástina. Er það karlagrobbið sem gerir það að verkum að þeir virðast halda það upp til hópa að konumar elski þá? Þörf- in einber? Og hvað um þessi 19 prósent sem ekki nefna ástina — vilja þeir ekkert með hana hafa? Enda hefur þetta vinsæla svar litla merk- ingu nema það sé tengt hinum svörunum, UNDUR NÁTTÚRUNNAR Gamall gluggi verður að spegli, í rigningunni, þar sem stórt, tígulegt blóm horfir á sj'álft sig án þess þó að sjá því móða er á speglinum nýja, í rigningunni. Lítið blóm sér stóra blómið og reynir að ná í litríka knappa þess sem teygja sig í allar áttir, hátt upp, svo fagrir, í svo sterkum litum en það er svo erfitt að ná þeim því bæði blómin eru rótföst. Einn dag þó, í rigningunni, náði litla bómið í einn knapp svo einkennilega litan og rígningin sem áður var svo drungaleg varð kannski eilítið rómantísk. einu eða fleirum. Ekki veitir það mikla ánægju þó mannvera sem er gjörsamlega húmorlaus, rúin skynsemi og sjálfstrausti, illa vaxin og forljót sé að elska mann — eða hvað? Bijóstamálin læt ég liggja milli hluta fyrst þau em óviðkomandi fegurð og alúð- leika konunnar. Karlmaður sem lætur þess getið að hann meti ást konu sinnar meir en nokkuð annað í fari hennar gæti hugs^ð þetta sem ástar- játningu með þökkum, eins gætu svona ummæli verið nauðvöm manns sem ekki man í svipinn eftir neinum öðmm kostum hennar til að flagga með. Annars hefur þessi spurningalisti kvennablaðsins einn voðalegan agnúa: Það em konurnar sjálfar sem em að spyija mennina að þessu. Með það í huga væri kannski nær að leita svars í niðurstöðunum um hitt: hvemig em konur þeirra manna sem spurðir hafa verið og hvemig ber þær að skoða? Þannig séð er vafalaust rétt að leggja megináherslu á gamansemi þeirra og vits- muni, sem afturámóti bendir til þess að fegurð sé ekki þeirra sterka hlið, enda væri hún þá ofar á vinsældalistanum. Pabbi gamli, sem gekk í hjónaband í þeim dögum þegar samningar og ráðabmgg foreldranna réðu kvonfanginu, sagði einhvemtíma við mig: „Verði þér ráðlagt að eiga stúlku og það látið fylgja með að hún sé bráðgáfuð þá skaltu ekki leggja eym við því tali — eins víst að sú stúlka sé ekki falleg. Þá hefði það verið nefnt fyrst. Menn eiga sko að gjftast fallegum konum — einsog henni mömmu þinni — annars fer þeim að lítast BRÉF TIL DIONYSUSAR VOR Dionysus, þú skalt ekki voga þér að reyna við mig, þó ég sé orðin tvítug. Því ég þekki þinn tvöfalda hug. Þó þú kyssir bak við eyran og kitlir undir iljunum, hlægir þau og sért með englaandlit, þá blekkir þú mig ekki. Því ég þekki þitt satansandlit. Þú, sem raddist inn í bamshuga minn, hrærðir í ótta mínum og drakkst upp öryggi mitt. Þú, sem hentir mér út í kuldann, meðan þú sast einn að fjársjóðum mínum. Ég gleymi því ekki, þó ég hafi ekki séð þig lengi. Eg ætla aldrei að fyrirgefa þér. Ég ætla aldrei að tala við þig. Þessvegna þýðir ekki að reyna við mig, þó ég sé orðin tvítug, aldrei, að eilífu, Gréta. HAUST ... smá daður er kannski í lagi... alltof vel á hinar allar...“. Og hræddur er ég um að flestar konur séu honum föður sínum sammála um það í hvaða röð eigi að nefna fegurð og greind kvenna. Einkanlega þær sem mesta áhersluna leggja á gáfumar og vilja ekki heyra minnst á fegurðarmatið. Ekki kemur kynþokki neitt við sögu í þessari einkunnagjöf. Líklega var þetta íjarska siðsamt kvennablað sem útdeildi spurningalistunum. En þar er heldur hvergi minnst á tryggðina — minnsta kosti var hún þá neðarlega á blaði — hvemig ber að skilja það? En eru þessi 19 prósent að væflast fyrir mér — bæði mennimir og síspyijandi konur þeirra — ég á við þá sem ekki nefndu ást- ina. Voru þetta ofurhugamir sem horfa beint í augun á konum sínum og segjast ekki elska þær, eða kæra sig kollótta um ást þeirra? Eða kannski rolumar sem aldrei voga að telja sig neinnar ástar verða? Vora þetta eiginmenn kvenna sem telja það bera vott um karlrembusvínshátt að vilja ást þeirra? Nema þetta séu einmitt þau hjón sem hlusta ekki á froðusnakk um hluti einsog ást og halda sig við áþreifanlegri mannkosti? ANDRÉSGUÐNASON í minningu Péturs Ólafssonar Lyftu hug hærra Ijóðfákur minn svo ég sjái sólina skína á fjallið, sem svo margir hafa klifíð, en svo fáir lagt að fótum sér. Sýndu mér Eldhuga gleði, vonar og trúar á réttlæti og bræðralag. Og hvernig hann ræktar garð sinn, án þyma í birtunni meðan dagur endist. Spyr ég þig vegfarandi: Komdu við hjá öðlingnum, sem eflaust hefði sagt við þig: Vertu hollur meðbræðrum þínum og heiðarlegur gagnvart sjálfum þér. Og ennfremur: Byggðu upp en rífðu ekki niður. Lifí sú túnga, sem svo talar. Lifí sá andi, sem heyrði þennan boðskap og varðveitti hann. Höfundurinn er ung stúlka í Reykjavík. Höfundurinn er stórkaupmaöur í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. MAÍ 1987 15 VETUR Um vetur, um hávetur, nútíminn svo óstöðugur, allt svo dimmt. Enginn sér framhaldið nema í þoku. Um vetur, um hávetur, einmana hjarta hendist til og frá, vant vondum veðrum, ennþá svolítið saklaust grætur utan í þokumúrínn sem ekki skilur. Um vetur, um hávetur, sólin brýst út, sleikir tár hjartans, horfir góðlátlega yfír allt, brýtur þokumúrinn með brosi og teygir úr sér. GUÐRÚN ÞURA KRISTJÁNSDÓTTIR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.