Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Page 8
Birtan á bak við Þorbjöm Vilhjálmur í vinnustofu sinni. í Þýzkalandi sýnir hann undir nafninu Bergsson. með því að leigja þeim rúmgóðar vinnustof- ur á mjög lágum taxta, 4 þúsund ísl. kr. á mánuði. Þessar vinnustofur eru í úthverfa- skólum, sem orðið hefur að leggja af vegna þess að bömum og unglingum fer fækk- andi. Þama hefur Vilhjálmur 95 fermetra vinnustofu og 150 aðrir listamenn hafa fengið samskonar aðstöðu, þar á meðal myndhöggvarar, ljósmyndarar og kvik- myndagerðarmenn. Vilhjálmur kveðst hafa tamið sér reglu- bundinn vinnutíma. Ekki kannski nákvæm- lega frá 9-5, en oftast er hann kominn tímanlega til vinnu þótt vinnustofan sé tals- vert fjarri heimili hans. Ekki hefur hann gert samning við gallerí, en leggur þess í stað áherzlu á þátttöku í sýningum á vegum opinberra aðila og kvartar að minnsta kosti ekki yfir afkomunni. Verð á myndum er verulega miklu hærra en á íslandi, segir hann. Nýlega hefur hann fengið boð frá Kunsthalle um að sýna og fá með sér fleiri íslenzka listamenn. Ennþá er óráðið, hverjir verða með í því, en hér er um óvenjulega glæsilegt sýningartækifæri að ræða. Raunar kvaðst Vilhjálmur vita, að þessi sýningar- staður, sem hann telur að sé sá bezti í Þýzkalandi og kannski sá bezti í Evrópu allri, hafi eitt sinn haft hug á að koma upp íslenzkri myndlistarsýningu og boð þar um verið látið ganga til íslenzka sendiráðsins í Bonn, þar sem því var stungið undir stól. Það er ekki ónýtt að eiga slík sendiráð að. Um myndlist í Þýzkalandi sagði Vilhjálm- ur, að nýja málverkið frá því um og eftir 1980 heyrði nú sögunni til, nema hvað ein- staka menn sem náðu frægð og frama út á þessa stefnu, halda sínu óbreytta striki; menn eins og Baselitz, Kiefer og Immend- orf. En meginstraumurinn er kominn í allt aðra átt og einkennist miklu fremur af fínlegri vinnubrögðum og svo eru talsvert margir í einhverskonar geómetrísku af- strakt-málverki. Ekkert af því sést þó á þeirri frægu yfirlitssýningu, Documenta í Kassel, sem þykir mjög misheppnuð í þetta sinn og lítið áhugaverð með óskiljanlega áherzlu á konseptlist, sem flestir telja gaml- ar og leiðinlegar lummur. Sýning Vilhjálms hefur staðið í Norræna Húsinu frá 5. þessa mánaðar og henni lýk- ur á morgun. Þar sést, að Vilkhjálmur er ennþá sér á parti og ræktar sinn sérstaka garð. Myndefnið er ekki auðvelt að skii- greina. Það kann að virðast nokkuð „speis- að“ eins og stundum er sagt með tilvísun til einhvers, sem á sér stað í geimnum. En þessi undarlegu form gætu eins verið smá- sjárathuganir á lífverum. Málarinn sjálfur lítur þó á þau sem formræn fyrirbæri eins og vera ber; þetta er ekki frásagnarleg myndlist af neinu tagi, en umfram allt hug- ræn og andlegs eðlis. Þjóðvetjar kalla það Denkbilden, sem er vitaskuld það sama og þeir tala um „biotíska synthesu" sem reynt hefur verið að kalla „samlífrænar víddir" á íslenzku og er jafn óskiljanlegt. Þesskonar orðaleppar eru alveg óþarfir. Auðvelt er að njóta mynda Vilhjálms Bergs- sonar án þeirra. Þótt hann sé seztur að í Þýzkalandi, ætlar hann að halda góðu sam- bandi við föðurlandið. Raunar finnst honum nauðsynlegt að koma hingað árlega. Og þá fer hann suður til Grindavíkur, þar sem hann finnur fyrir uppruna sínum og rótum. Hann var nýlega kominn þaðan, þegar fund- um okkar bar saman. En þá var tekið að hausta og enga vorbirtu að sjá að bak við Þorbjöm. GÍSLI SlGURÐSSON Ein af myndum Vilhjáms Bergssonar í Norræna Húsinu, olía á striga, 1986. Isamtölum eru listamenn stundum spurðir um barn- æsku sína og þá hvort myndlistaráhuginnn hafi vaknað snemma. Undantekningalítið virðast þeir hafa fæðst með þessa áráttu og þeir minnast þess, að hún hafi komið í ljós snemma á barnsaldri. Vil- hjálmur Bergsson er einn af þeim. Hann er fæddur í Grindavík síðast á kreppuárun- um og ólst þar upp. Hann minnist þess að hafa heyrt þess getið, að þá er hann var of ungur til að geta teiknað, reyndi hann að búa til myndir úr kökum með því að bíta í þær eins og með þurfti. Það má segja, að snemma hefur krókurinn beygst. Síðar varð honum flest að myndefni í plássinu, þar sem Gunnlaugur Scheving dvaldi hjá tónskáldinu og lækninum Kaldal- óns og hefur skilið okkur eftir hrífandi heimildir um Grindavík kreppuáranna. Vil- hjálmur teiknaði bárujárnshúsin, hraun- hólana í kring en framar öðru hreifst hann af birtunni á vorin, þegar sólin settist á bak við fjallið Þorbjöm, sem myndaði skarpan skugga og miklar andstæður við fegurð himinsins. Drengurinn hafði orð á því við móður sína, að það væri gaman að geta málað þessa sjón, en móðirin var gáfuð kona með nægilega mikið innsæi til að geta sagt syni sínum, að þessa fegurð gæti hann aldrei málað. Vilhjálmur minntist þessa atviks úr bersku sinni, þegar við horfðum á eina af myndum hans, sem sýnir einhverskonar náttúruform, sem þó er hálf abstrakt; klett eða fijall, kannski brot úr sundruðum hnetti úti í geimnum - og á bak við er einhverskon- ar himnesk birta. „Hver veit nema þessi hugmynd eigi upp- runa sinn í hrifningunni á birtingunni á bak við Þorbjöm," sagði Vilhjálmur og brosti á sinn hógværa og prúðmannlega hátt. Hann er ekki einn af þeim sem gera í því að skera sig úr með sundurgerð í klæðaburði né öðru, sem listamenn taka stundum uppá til að vera öðruvísi. Þessi hógværi maður, sem kominn var frá Þýzkalandi til að sýna mynd- ir sínar í Norræna húsinu, hefði alveg eins getað verið lögfræðiprófessor úr Háskólan- um eða fulltrúi úr Landsbankanum. Sem sagt; Vilhjálmur Bergsson fluttist utan til Þýzkalands fyrir fjórum árum, hef- ur búið þar síðan og ætlar að búa þar áfram. Hann kaus að setjast að í Dússeldorf, sem hann telur eina af þremur eða fjórum þýð- ingarmestu borgum Þýzkalands fyrir myndlist. Þar er Kunsthalle, einn virtasti sýningarstaður landsins og veruleg sala á myndlist, bæði til opinberra stofnana, safna og auðugra einkasafnara. Borgin kemur á myndarlegan hátt til móts við listamenn Stutt spjall við VILHJÁLM BERGSSONí tilefni sýningar hans í Norræna húsinu, sem lýkur á sunnudagskvöld

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.