Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1987, Page 4
Námur og nýsköpun Merkilegt að engum skyldi koma þetta til hugar fyrr: Að fá ljóðskáld til að yrkja, tón- skáld til að semja tónverk við kvæðið, söngvara til að syngja það og málara til þess að túlka kvæðið í mynd. Allt þetta er Dagurinn 5. desember næstkomandi mun marka þáttaskil hjá ÍSLENZKU HLJÓMSVEITINNI, því þá verður fluttur fyrsti hlutinn af Námum hljómsveitarinnar, sem svo hafa verið nefndar og er bæði nýmæli og listrænt stórátak að gerast með því metnaðarfulla átaki Is- lenzku hljómsveitarinnar, sem opinberast eftir eina viku, þann 5. desember á hljóm- leikum hljómsveitarinnar í Hallgrímskirkju. Það verður raunar aðeins byijunin á mikilli tónleikaröð, sem fjalla mun um tiltekin skeið úr íslandssögunni. Hér er svo stór áætlun á ferðinni, að taka mun árabil, en alda- mótaárið 2000 er fyrirhugað að endurflytja alla tónleikana jafnframt því að tónlistin verður gefin út á plötum og sýnd verða þá samtímis öll listaverkin, sem verða munu í eigu íslenzku hljómsveitarinnar. Hugmyndina átti Guðmundur Ernilsson, stjómandi og stjómarformaður Islenzku hljómsveitarinnar. Hann hefur barizt fyrir lífi hljómsveitarinnar og sú barátta hefur vægast sagt verið erfið á köflum. Enginn lifir til lengdar á bjartsýnisverðlaunum Bröstes, þótt sú viðurkenning kæmi sér vel. Það var engu síður viðurkenning og uppörvun hvemig listamenn tóku í hug- myndina, þótt hljómsveitin gæti ekki greitt háa þóknun. Menn hrifust með af kjarki og bjartsýni Guðmundar og sjálfur var hann svo viss um, að hér væri verið að vinna tíma- mótaverk , að hann ræddi við undirritaðan síðatliðið vor og bað um ljósmyndara til að taka heimildarmynd af fyrsta fundi sínum með ljóðskáldi, tónskáldi og listmálara. í upphafí var orðið, segir í kunnri bók. Einnig hér markaði orðið upphaf, eða öllu Ljósm.Lesb/Árni Sæberg Gunnar Örn við málverk sitt um landnámið: - Sjáðu jökulinn maður - Sigurður Pálsson lauk við ljóðið í ágúst: - Já loksins fast Iand undir fótum - Guðmundur Emilsson og Kristján Jóhannsson. heldur: Orðsins list, sjálft ljóðið. Yrkisefni fyrstu tónleikanna skyldi vera LANDNÁM- IÐ og Sigurður Pálsson ljóðskáld fékk það hlutverk að yrkja ljóð. Þorkell Sigurbjöms- son tók að sér að semja lag við ljóðið og Kristján Jóhannsson lofaði að koma til Is- lands og syngja í Hallgrímskirkju þann 28. nóvember, en vegna þeirra samninga, sem Kristján gerði síðar við Scala, varð að fresta tónleikunum um eina viku. Þeir Sigurður og Þorkell mættu á fýrmefndan fund í mai sl. og þar var einnig Gunnar Orn listmál- ari, sem tekið hafði að sér að mála málverk í tengslum við landnámið og yrði það af- hjúpað á tónleikunum. I ágústmánuði hafði Sigurður Pálsson lokið við landnámsljóð sitt og þá gat Þor- kell Sigurbjömsson hafizt handa. Hér em aðeins birtar fyrstu ljóðlínumar úr ljóði Sig- urðar því verkið á ekki að opinberast í heild fyrr en á tónleikunum. Lesendur ættu þó að geta séð af þessum fáu línum, að skáld- ið setur sig í spor landnámsmannsins, sem hefur loksins fast land undir fótum. Ljóðið hefst svo: Loksins! Já loksins fast land undir fótum! Loksins stendur sjóndeildarhringurinn kyrr! Endalaust úthafið tekur hér enda! Loksins fast land undir fótum mínum síleitandi Nýtt land fyrir augum mínum síleitandi Sjóndeildarhringvrinn kyrr og seltan horfin úr vitum seltan loksins horfin úr vitum H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.