Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 6
E K T w U R A R K 1 T I jeikur að kubbum Hin hefðbundna japanska húsagerðarlist hefur ætíð þótt sérstæður menningararfur og sem byggingarlist lítt skyld vestrænum hugmynd- um um húsbyggingar. Þessi sérstæði arfur húsagerðarlistar hefur reynst verðugt vega- Um japanska arkitektinn TAKEFUMIAIDA og sérstæða byggingarlist hans. EftirPÁLMAR KRISTMUNDSSON nesti jaþanskra arkitekta nýja tímans og leitt þá fram á sjónarsviðið meðal þekktustu arkitekta heims. í dag er svo komið að mörgum gagnrýnendum byggingarlistar á Vesturlöndum þykir hin nýja, japanska byggingarlist bera af öðrum í heiminum hvað frumleika, og fágað yfírbragð snertir. Japanski arkitektinn Takefumi Aida hef- ur hlotið heimsathygli fyrir hús sín og hug- myndir sínar um byggingarlist, einkum og sér í lagi hefur kubbahúsasería hans vakið athygli Leikkubbahús Aida, en svo kýs hann að kalla þau, eru nú orðin 5 talsins sem byggð hafa verið og auk þess eitt dúkkuhús, en alls hafa 10 hús orðið til á teikniborðinu. Margt hefur verið skrifað og skrafað um kubbahús Aida og þessa einstæðu hugmynd hans. Sérstaklega hefur þó hið klassíska yfírbragð þeirra verið lofað. Breski byggingarlistargagnrýnandinn Charles Jenks hefur sérstaklega rómað þessa kubbahúsaseríu fyrir hið klassíska ívaf hennar og skilgreint þá byggingarlist sem húsin skarta sem „Post Modern Classic- ism“, eða „seinni ný-klassík“. Hann telur Aida hafa tengt byggingarlist nýja tímans klassískri byggingarlist gegnum listastefn- una DIE STIJL, sem átti upptök sín í Hol- landi upp úr 1917 og hafði mikil áhrif á þróun byggingarlistar við upphaf módem- ismans. Af meðlimum þessa félagsskapar má nefna arkitektinn Gerrit Reitvald og málar- ann Piet Mondrian, en Aida hefur einmitt mikið dálæti á Mondrian og hefur m.a. hann- að hús sem hann kallar „hús eins og Mondr- ian-mynstur“. Teningunum kastað Kubbahús Aida eru þaulhugsaðar bygg- ingar í orðsins fyllstu merkingu. Hönnun þessara sérstæðu húsa er engin tilviljun og hönnunartíminn er mörgum sinnum lengri en við önnur verkefni Aida. Sú ímynd sem Aida nær að skapa með húsum sínum kem- ur okkur öllum kunnuglega fyrir sjónir. Hvort sem það eru Vesturlandabúar eða Austur-Asíubúar sem betja þau augum, þá skynjum við öll lögmál þessara kubbahúsa. Hugmynd Aida, að nota leikkubbahleðsl- una sem tungumál sinnar listar, er einstæð og í senn svo einföld og nærtæk að það er einkennilegt að slík hús skuli ekki hafa komið fram á sjónarsviðið löngu fyrr. Þó má segja að hugmyndin að „kubba- húsi“ sé aldagömul. Það er í þessum kubba- húsum viss skírskotun til forn-Egypta er þeir formuðu leir sinn í hæfilegar stórar blokkir, til að geta borið þær í höndunum, í þeim tilgangi að hlaða úr þeim hús og til að stoppa ámar frá því að flæða yfir bakka sína. Með tilveru þessara blokka vaknaði áhugi manna og löngun til að byggja og síðan hafa þær verið gildur þáttur í klassísk- um arkitektúr. Sá þáttur sem Aida hefur dregið inn í þessa aldagömlu hugmynd er leikurinn. Leikurinn, sem visst atferli, býr í hverri mannveru og er frá vissu sjónarhorni upp- hafíð að þeirri list sem við köllum arkitektúr. Aðdragandinn að þessari hugmynd og þróun hennar er einnig athyglisverð því þar kennir ýmissa grasa. Snemma á starfsferli sínum átti Aida í erfíðleikum með að fínna rétt tjáningarform fyrir verk sín. Hann stofnaði á þessum tíma félagið Arkitext „Vitinn“, sem stendur í miðju tröppu- húsinu endurspeglar meginhugmynd hússins og kúlan, sem blasir við þegar komið er að húsinu, er endurtekin sem kúlulaga lampi efst á „ vitanum með fjórum öðrum arkitektum. Upp úr þeirri samvinnu urðu til margar hnittnar hugmyndir sem þeir félagar unnu hver fyr- ir sig. Af athyglisverðari uppátækjum Aida á meðan hann var í þessum félagsskap, má nefna að hann innréttaði hraðlestina Shinkansen sem íbúðir og var það hans framlag til að leysa íbúðavandamál Tókýó- borgar. Hugmynd hans var að frysta allar hreyfingar lestarinnar með því að stöðva hana við brautarpallinn í Tókyó og innrétta vagnana sem íbúðir og rækta brautarpallana í stíl hinna sérstæðu japönsku húsagarða sem oft eru kallaðir „frímerkjagarðar". Eft- ir ferðalag í Evrópu var Aida staðráðinn í að helga líf sitt byggingarlistinni. Hann hafði fengið kennarastöðu við einn af virt- ari einkaháskólum í Tókýó, Waseda-háskól- ann, og var nú á þröskuldi framabrautar sinnar. „Samstarfíð við nemenduma var mér þroskandi og varð m.a. til þess að ég tók til við að endurskoða þýðingu hugtak- anna „sköpun" og „hugmynd“. „Ég vissi nú varla í hvom fótinn ég átti að stíga og efaðist um allar fyrri hugmyndir mínar um arkitektúr." í fjögur ár samfleytt hannaði Aida ekki svo mikið sem eina byggingu en Hús undir áhrifum frá málverki Mondrians (innfellda myndin er eftir Mondr- ian). Hér hefiir línumynstur tveggja Mondrianmálverka verið ummyndað ígrunn- hugmynd einbýlishúss.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.