Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 10
/ Gallerí Gijóti. Jónína Guðnadóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttir. LjósmyndirUsMk/Ámi Sæberg. Hrutar og hlébarðar - og grjótið í Grjótinu Öm Þorsteinsson með skúlptúr úr gjóti. Páll Guðmundsson frá Húsafelli við málverk sitt af bónda í réttum. Gallerí Grjót við Skólavörðustíg hefur starfað í 5 ár og efndi af því tilefni til afmælissýningar Fimm ár eru ekki langur tími í ævi stofnun- ar eða fyrirtækis og yfirleitt þykir ekki taka því að gera mikið veður útaf því að 5 ár séu að baki. En þegar litið er yfir farinn veg undanfarinna áratuga, kemur í ljós að ófá gallerí hafa sprottið upp, byggð á bjart- sýni og glæstum vonum, en hafa áður en langt um leið orðið að leggja upp laupana. í landi kunningsskaparins hefur það nefni- lega löngum viðgengist, að væntanlegir kaupendur listaverka hafi farið beint heim til listamannanna og verzlað við þá. Og vonandi halda þeir því áfram. Tilkoma myndlistargallería sýnir að þetta er samt eitthvað að breytast og nú munu vera sex gallerí starfandi; fyrir utan það að standa að sýningum, hafa þau myndir af ýmsu tagi í umboðssölu. Gallerí Gijót hefur þá sérstöðu ásamt Langbrók, að hóp- ur ólíkra listamanna hefur tekið sig saman og stendur að rekstrinum. { hópnum, sem stendur að Gallerí Gijóti eru eftirfarandi: Myndhöggvaramir Gestur Þorgrímsson og Páll Guðmundsson frá Húsafelli, sem raunar sýnir málverk jöfnum höndum, Jónína Guðnadóttir, leirlistakona, Ófeigur Bjöms- son gullsmiður, Sigrún Guðjónsdóttir.teikn- ari og málari, Ragnheiður Jónsdóttir grafík- listakona, málaramir Magnús Tómasson, Þorbjörg Höskuldsdóttir og Öm Þorsteins- son, sem einnig sýnir nú skúlptúr. Þetta er góður hópur og og innan hans eru nægilega ólíkir einstaklingar til þess að mynda æski- lega íjölbreytni. Kristín Þorsteinsdóttir kennari er á staðn- um eftir hádegi, þegar opið er og í stuttu samtali við Lesbók sagði hún, að galleríið hefði til sölu afar Qölbreytt listaverk sem kosta allt frá 400 krónum uppí 200 þúsund. Það er góður andi í þessu gamla húsi, þar sem Eyjólfur Eyfells málari bjó og stundum kemur það fyrir, að fólk staldrar lengi við af þeirri einföldu ástæðu, að því líður svo vel þama með myndlistina allt um kring. Kristín sagði, að talsverðar sveiflur væru á þessum rekstri eftir árstíðum; sumarið er fremur dauft, en svo lifnar yfir áhuganum með haustinu og hámarki nær hann þegar jólin nálgast. Það er allur gangur á því, hvort fólk kemur til að leita að listaverkum til að prýða með eigin hýbýli, eða til að gefa. Hræringar í þjóðfélaginu og ekki sízt efnahagsástandið endurspeglast í þessum rekstri. Kristín nefndi sem dæmi, að í stjóm- arkreppunni, sem varð i haust og fyrstu dagana eftir að ný stjóm var mynduð, komu næsta fáir innúr dyrunum; það var eins og allir héldu að sér hendinni. Þess ber líka að minnast, að myndlist flokkast ugglaust undir lúxusvaming, sem hægt er að vera án og þessvegna bitnar hverskonar sam- dráttur fljótt á listaverkasölu. Frá afmælissýningunni er mér minnis- stæðust sú listræna fágun, sem þar birtist í myndum Rúnu (Sigrúnar Guðjónsdóttur) á japanskan pappír og hinsvegar sá and- stæði heimur, sem birtist annarsvegar í málverki Páls Guðmundssonar á Húsafelli úr réttum og hinsvegar þeim útlenda og framandi heimi með villidýmm, sem Magn- úsi Tómassyni er hugstæður. í málverki Páls er hinn dæmigerði fjárbóndi, rollukall- inn, iifandi kominn; rauður í framan og geislar af áhuga innan um hrútana. Þannig upptendrast þeir einir, sem em „fyrir fé“ eins og það hefur löngum verið nefnt meðal Qármanna. Þetta er sannarlega upplifað myndefni og Páll er nægilega mikið náttúm- bam til að koma því til skila. Villidýramynd- ir Magnúsar em líka skemmtilegar, þótt myndefnið geti tæpast verið upplifað. En líkt og hrútamir hjá Páli em tígrar og hlé- barðar hluti af þeirri náttúm, sem er auð- lind okkar allra. Og í þá lind getur listin endalaust sótt sér yrkisefni. Gallerí Gijót hefur skúlptúr á boðstólum einnig. Þar á meðal var á afmælissýning- unni marmarasúla eftir Gest Þorgrímsson, sem rímaði merkilega vel við einskonar súl- ur í málverkum Þorbjargar Höskuldsdóttur. Og þar vom einnig skúlptúrar úr gijóti eft- ir Pál á Húsafelli og Öm Þorsteinsson. Svo það er einnig gijót í Gijótinu, sem hlýtur að vera við hæfi. GÍSLI SIGURÐSSON Magnús Tómasson, Ófeigur Bjömsson og Gestur Þorgrímsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.