Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 11
Ekki eru þeir margir, sem hafa kjark og dugn- að til þess um sextugt að taka sig upp til langdvalar í annarri heimsálfu og setjast þar á skólabekk. Þetta gerði Jón Baldvinsson málari, sem opnar í dag málverkasýningu á Kjarvalsstöðum og sýnir þar eitthvað af afrakstri Ameríkuferðarinnar. Það var sumsé fyrir tveimur árum, að Jón sem þá var á 59. aldursári sínu og búinn að fást við málverk allt frá 1957, réðist í stórbreyt- ingu á lífi sínu - og ákvað um leið að gera byltingarkennda breytingu á sinni eigin myndlist. Hann hélt allar götur vestur til Kaliforníu og innritaðist í San Fransisco Art Institut, þar sem nokkrir íslenzkir lista- menn, einkum af yngri kynslóðinni, hafa numið. Sýning Jóns á Kjarvalsstöðum mun vera 17. einkasýning hans og má af því ráða, að hann hefur verið starfsamur. Hann hafði hlotið leiðsögn í skóla undir stjóm Einars Hákonarsonar og Ingibergs Magnússonar og einnig á Det Jydske Kunstakademi í Danmörku og líkt og margir aðrir íslenzkir listamenn, hafði hann lengst af stundað list- ina samhliða annarri vinnu. í myndum Jóns Baldvinssonar frá síðari árum mátti sjá sterk áhrif frá Jóhannesi Kjarval, sem birtust bæði í sjálfri aðferðinni við málverkið og svo því, að Jón óf ýmsar hulduverur saman við landslag. Nú hafa öll slík Kjarvalsáhrif verið lögð til hliðar. Mál- verk Jóns eftir að heim kom frá Ameríku em í einu orði sagt um fólk. Það munu vera áhrif frá skólanum í San Fransisco, svo og því sem málarinn sá og kynntist þar vestra. Ég sá það sjálfur fyrir tveimur árum í San Fransico, að mynd- listin þar var all- nokkuð frábmgðin þeirri, sem ég hafði þá áður séð austanvert í Bandaríkjunum. Mér þótti hún óhátíðlegri og oft mátti sjá skyld- leika við eða áhrif frá svonefndum alþýðu- listamönnum. Ég sé nú, að þessi meginein- kenni Kalifomíulistar birtast í verkum Jóns. Hann hefur fjarlægst náttúmna í þeim skiln- ingi, að landslag kemur naumast fyrir, en fólk er vitaskuld hluti af náttúmnni einnig - og í Kalifomíu er það með því skrautlegra sem gerist. Fólkið í myndum Jóns er þó naumast bundið við ákveðið svæði eða land; það hefur merkingu, sem nær út yfír öll landamæri. Fólk er allsstaðar eins, þegar kemur inn að kjarnanum. Það setur upp grímu og „lætur svo vel að látast" eins og segir í vísunni. Það getur sett upp mörg andlit, ef því er að skipta; lífíð er grímu- ball. Þannig sér Jón Baldvinsson það að minnsta kosti og þetta fólk er héðan úr okkar íslenzka umhverfi ekki síður en frá hinni sólríku Kalifomíu. Nokkur orð um myndlist Jóns Baldvinssonar, sem opnar nú málverkasýningu á Kjarvalsstöðum. Ljósm.:Lesbók/Sverrir. Grímur, 1988 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.