Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 15
til 928 þús. kr. eftir búnaði. 240 gerðin kostar frá 1.095 þús. kr. uppí liðlega 1.250 þúsund og skutbíllinn frá 1.153 til 1.312 þús. kr. Þá kostar 740 bíllinn frá 1.294 upp í 1.980 og 760 fer upp í tæpar 2.5 m. kr. Það nýja frá Volvo er 440 - nýr bíll sem tekur við af 340. Þegar er farið að kynna hann erlendis og sala er nýlega hafin. Full- trúar Volvo verksmiðjanna eru hérlendis um þessar mundir til að semja við forráðamenn Brimborgar um verð og hvenær fyrstu bílarnir gætu verið væntanlegir. Ekki er því hægt að segja neitt öruggt í þeim efnum ennþá. Hinn nýi 440 byggir á því sem gott þyk- ir úr 340 bílnum en ýmsu er breytt og það helsta er kannski að bíllinn er nú framdrif- inn. Fjaðrabúnaður er hinn sami og í 480 bílnum og vélin er 87 eða 120 hestöfl og möguleiki á turbó. Daihatsu Cuore og Charade eru lítt breyttir 1989. Cuore er fáanlegur 5 dyra beinskiptur á kr. 407.100 eða sjálfskiptur og kostar þá 444.800 kr. Charade er vinsæll sem fyrr og fáanlegur 3 eða 5 dyra 4 eða 5 gíra eða sjálfskiptur. Verðið er frá 520.300 upp í 786.300. Rocky jeppinn er einnig fáanlegur ennþá en síðan bætist nýr jeppi í flotann: Feroza. Þessi nýi jeppi er frábrugðinn Rocky, nokkru minni en ýmislegt í hann borið. Ekki er ennþá unnt að segja til um verðið. Hægt verður að fá hann með nokkurs kon- ar lausu þaki, þ.e. auðvelt er að svipta aftur- hlutanum af ef mönnum sýnist svo eða að taka hann með blæjuhúsi að aftan. Vélin er 1,6 1, fjögurra strokka og 16 ventla. Bíllinn er afturdrifinn sé hann ekki í fjór- hjóladrifi og hann vegur um 1.100 kg. Hann er 5 gíra og með vökvastýri. Lada Hjá Lada er að finna nokkuð svipað úr- val og með síðustu árgerð. Samara fæst nú 5 dyra í stað 3 áður og kostar nú tæp 380 þús. kr. með 1300 vél. Þá er fáanlegur 1500 fólksbíllinn 4 gíra á um 318 þús. kr. og 5 gíra með 1600 vél á 336 þús. kr. Skut- bíllinn kostar 349 þús. kr. 5 gíra. Lada Sport er til 1988 árgerð og kostar tæpa hálfa milljón kr. Lada Samara er nú fáanlegur 5 dyra. Daihatsu Feroza er nýr jeppakostur væntanlegur til íslands. áður. Engin ástæða til að breyta meðan við önnum. vart eftirspum og fólki líkar vel við bílana, segja talsmenn verksmiðjanna. Ein breyting er þó væntanleg sem nefnd verður hér á eftir en fyrst litið á það sem er í boði núna. 340 gerðin er til á verði frá 684 Skrifstofa á hjólum Fram að þessu hefur ökumaður S bíl síijum verið í eins konar einangrun, hann hefur ekkert samband við um- heiminn nema nánasta umhverfi þar sem hann er á ferð. Hann getur að visu flautað og kannski öskrað ef illa gengur og hann getur hlustað á útvarp. En þetta er auð- vitað allt breytt með bílasímanum. Og nú keppast menn við að hrúga hvers kyns öðnun tækjum og tólum í bílinn svo menn séu ekki svona sambandslausir við umheiminn. Við vitum að Davíð í Sól hefiir fýrir nokkru tölvuvætt sölumenn sína í bílunum en jafnvel hann má fara að vara sig ef hann vill ekki vera eftir á í tæknivæðingunni. Hérlendis þekkjum við vel úr auglýsingunum nöfn eins og Mitsubishi, NEC, Dancall og fleira þegar farsímar eru annars vegar. Þessi fyrirtæki vinna líka stöðugt að frekari þróun í þessum málum. Þau eru farin að bjóða farsíma þar sem ekki þarf að halda á tólinu þannig að menn geta ekið ótruflaðir og - það sem betra er - skipt um gír án þess að hætta að tala! Þetta er líka hægt að leysa með því að setja dótið á hausinn eins og í fluginu og hef ég reyndar undrast af hveiju þessi lausn hefur ekki verið notuð. Hér má líka bæta við að verið er einnig að þróa síma sem skilja mælt mál þannig að ökumað- ur þarf ekki einu sinni að líta af veginum þegar hann velur númer, hann bara nefnir það og fær samband. AEG í Þýskalandi hefur unnið að þróun frekari bílaskrif- stofu. Verður brátt á boðstólum sími sem er auk þess lítil einkatölva og póstfax. Þetta gerir sölumönnum, arkitektum og fleirum mögulegt að vera í sambandi þegar þeir eru ekki á skrifstofunni, var sagt í erlendri grein um málið. Var bent á að þetta hefði ekki aðeins þægindi í för með sér fyrir sölu- menn heldur gætu þeir aukið afköst sín um 10% og tími þeirra nýttist meira við bein sölustörf. Telefaxið er talið kosta aðeins um 100 þúsund krónur (er- lendis) og er tengt við vindlingakveikjara bílsins. En best er auðvitað að hafa þessi tæki sambyggð því það er ómögulegt að vera síupptekinn við það að kveikja og slökkva á hveiju einstöku tæki. Philips kynnti svona framtíðarbíl í vor, Royale - einn með öllu: Útvarpi, segulbandi, 13 hátölurum, tölvu með tveimur skjám. Þar má hafa það sem menn þarfnast fyrir starfið og landakort til að auðvelda mönnum ferðirnar. Allt þetta er auðvitað gott og blessað og kannski jafnvel nauðsynlegt. Varla á þetta þó við marga hérlendis þar sem yfirleitt eru menn aðeins að aka milli bæjarhluta á 5 til 10 mínútum (nema á föstudögum) en í útlandinu getur þetta Sumir bílar eru vel tæknivæddir og eru eins og vel búið fundaherbergi i stórfyrirtæki. allt tekið lengri tíma eins og við vitum. Gallinn er helst sá að vilji maður sökkva sér almennilega í tækjabijálæðið er ómögu- legt að aka líka. Væri þá ekki ráð að auglýsa eftir einkabíl- stjóra? HARALDUR STÍGSSON Við rúst- irnar á Sjöundá Flokkur manna fetar eyðislóðir, færar götur horfnar bak við svörð- inn, sumirgerast hátíðlega hljóðir, hnípin döggvot jörðin. Svo finnst mér að gráföl mýrin minni á myrkrið sem hér ríkti einu sinni. Þvíyfir staðnum liggur hálfgerð hula, hveiju svo sem föðurlandið tjaldar nú um sinn ogkannski fer að kula afkumli fyrri aldar. — Senn mun þykja fráleitt hér á Fróni að finna til með Guðrúnu ogJóni. En þeim sem heyra kotið nefnt á nafn mun nokkurnveginn ljóst hvað gerðist þarna. Frá gömlu hreysi stjáklar stakur hrafn með Steinunni ogBjarna, ólánshjú erhrepptu belginn rauðan, hraðarþeim á stefnumót við dauð- ann. Ástin þeim í feigðarfenið hratt, fóru mikinn, ruddu hér úr vegi mökum sínum, — sennilega satt, — um sumt þó efast megi. Frelsið varð að martröð, banvæn blíðan. — Bæjarvaðall máske rauðursíðan? Ogennþá hefurfólk víst lítið lært, þótt látist vera heilt íflestum grein- um, sumir tæpast miklar fórnirfært né fundið til með neinum. Við Sjöundá er sem égámér fínni svalan gust af hrárri réttvísinni. Höfundur er húsvörður hjá Hitaveitu Reykjavikur. KATA LARSEN Salt lífsins Kærleikurinn talar orðalaust. i þínum sporum blóm, strýkur kinn og þurrkar tárin. Utan þess er lífið kalt og hart. Sólin brosir sterkt til þín. Meðan þú leitar villtur eftir lífsins vegi. Alheimurinn er svo stór. Þú veizt það kannski ekki, en hann er í raun móðir þín. Höfundur er sjúkraliöi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. NÓVEMBER 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.