Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 19.11.1988, Blaðsíða 20
Kanadískar og sovéskar borgir keppa í heilsurækt Sex kanadískar borgir munu verða valdar til að keppa við sex sovéskar borgir — um hvor þjóðin er betur á sig komin líkamlega! Þetta verður sex vikna dagskrá, sem ríkis- stjórnir beggja landanna standa að. „Heilsuræktarkeppnin", sem verður haldin snemma næsta ár, er byggð upp á svipaðan hátt og sambærilegar keppnir á milli kanadískra borga, sem haldnar eru árlega á vorin. En þetta er í fyrsta skipti, sem Kanada keppir við annað land í heilsurækt — ef undanskilin er þátttaka þess í „Sportaid" árið 1986 til aðstoðar fyrir þróunarhjálp í þriðja heimin- um. Hugmyndin að keppninni varð til í heimsókn Ottós Jelinek, þá- verandi heilbrigðisráðherra til Sovétríkjanna. Hópur sovéskra fulltrúa í heilsurækt kom til Kanada síðastliðið vor til að fylgj- ast með hinni árlegu keppni. „Þeir voru yfir sig undrandi að sjá hvað heilsurækt er stór þáttur í daglegu lífi Kanadamanna og hvað þeir eru almennt vel á sig komnir", sagði Janet Connor, fulltrúi heilsuræktarsamtaka Kanada. „Þeim fínnst mikið skorta á, að Sovétmenn séu eins meðvitaðir um líkamlega heilsu sína og eru að biðja okkur um aðstoð," segir Janet. „Þeir eru að reyna að stuðla að bættum lífsháttum hins al- menna borgara — þeir ætla að kynna sér hvernig við framkvæm- um þetta í Kanada og reyna að byggja það upp á svipaðan hátt hjá sér.“ Heilsuræktarsamtök Kanada eru nú að velja þær borg- ir sem munu taka þátt í keppn- inni. Þó að valið verði ekki gert opinbert fyrr en seinna í þessum mánuði, er sagt að Toronto og Moskva verði ekki þátttakendur. Það má segja að margt sé gert til að stuðla að ferðalögum og samskiptum á milli þjóða — kannski getum við staðið fyrir svipaðri keppni við nágrannaþjóð- ir okkar. TOYOTA rOYOTA FJÖLVENTLA VÉLAR í V Verðfrá kr. 899.000.-* * Verð getur breyst án fyrirvara. .,-.i BÍLLSEM SKER SIG ÚR Toyota Corolla 4wd er óviðjafnanlegur bíll með framúrstefnulegt útlit. Sítengt aldrif, vökvastýri og kraftmikil 16 ventla vél gera hann hreint frábæran í akstri. Toyota Corolla 4wd er sniðinn fyrir íslenskar aðstæður - á því er enginn vafi! Toyota - svipmikill og snar. Ensku krárnar eru oft notaleg- ar heim að sækja í gömlum húsakynnum. Síðdeg- isdrykkja í enskum krám Englendingar þykja fast- heldnir á gamlar venjur og mikið þarf til að þeir breyti þeim — eins og til dæmis opnun- artími kráa, sem hefur verið óbreyttur I 72 ár. Ferðamenn hafa ósjaldan þurft að snúa frá lokuðnm kráardyrum síðdegis — þurrbijósta! En nú hafa Eng- lendingar breytt ríkjandi lög- um í 72 ár og nú mega krár hafa opið frá klukkan 11 f.h. til 11 e.h. eins og í Skotlandi þar sem lögum var breytt fyrir 12 árum. A sunnudögum eru vínveitingar leyfðar fram til klukkan þijú, þannig að veit- ingamenn ná rétt að rýma til eftir hinn hefðbundna „roast- beef“-hádegisverð, áður en krárnar opna að nýju klukkan sjö. Lögin voru sett 1916, aðallega til að halda verksmiðjufólki, sem vann að vopnaframleiðslu, frá dryklqu. Ferðamenn og kráareig- endur munu fagna rýmri opnunar- lögum, en það er ekki víst að all- ar krár — 70.000 talsins — muni strax hafa opið samkvæmt þeim. Það er undir kráareigendum kom- ið hvort þeim finnst aukin velta réttlæta, að þeir missi tveggja og hálfs tíma hvíld síðdegis. Kráar- eigendur í West End í London og á ferðamannastöðum munu nýta sér rýmri opnunartíma, en ekki víst að það verði tilfellið á minni stöðunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.