Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 4
„Vandamál á Islandi að þar skuli ekki vera neinn „prófessjónal“ listamaður“ Tilefni þessa samtals var sú vissa, að dr. Jiri Svestka hafði tekizt á hendur ferð til íslands þeirra erinda að kynnast íslenskri samtíma- myndlist. Þar hafði hann notið leiðsagnar dr. Gunnars Kvarans, forstöðumanns Kjarvals- Viðmælandinn, dr. Jiri Svestka, forstöðumaður Kunstverein fiir die Reihnlands und Westfalen, er virtur listfræðingur í Vestur-Þýskalandi og Qölfróður um myndlist í samtímanum. Hann var á ferðinni á íslandi sl. haust þeirra erinda að líta á íslenska nútíma myndlist og hafði hug á að koma upp íslenskn listsýningu í Diisseldorf. Sú sýning verður haldin þar í haust, en dr. Jiri Svestka gaf hinsvegar frá sér að bera ábyrgð á að velja myndir til hennar. Augljóst er, að hann hefur orðið fyrir vonbrigðum með íslenska samtíma myndlist, en hreifst hinsvegar af Kjarval og Einari Jónssyni. Mörgum mun finnast ummæli hans um íslenska myndlistarmenn ósanngjöm og það verður ugglaust umdeild spuming, hvort við höfum ekki rétt mat á þessu, séum full sjálfumglöð, eða hvort gagnrýni dr. Svestka sé eitthvað sem við ættum að veita alvarlega eftirtekt. Ummæli dr. * Jiri Svestka em því miður ekki aprílgabb. Viðtal: SIGURÐUR S. BJARNASON staða, sem fór með doktorinn í heimsókn á vinnustofur nokkurra listamanna. Mér þótti forvitnilegt að fá fram álit hans á afrekum okkar manna, þar sem hann er álitinn þunga- vigtarmaður á sínu sviði í Þýskalandi. Þar veitir hann forstöðu stofnun sem heitir Kunstverein fiir die Reihnlands und West- falen og er hún í Diisseldorf, sem talin er ásamt Köln og Berlín til höfuðstöðva nútíma- myndsköpunar í heiminum. í fyrstu snerist tal okkar um stofnunina, sem dr. Svestka veitir forstöðu. Hann sagði: „Ég veit ekki hvort þér er kunnugt um, að í þessu húsi eru tvær sjálfstæðar stofnanir. Önnur er Kunsthalle sem er rekin af borgar- yfírvöldum hér í Dusseldorf. Hin er Kunstve- rein sem ég stjóma og er einkastofnun. Kunstverein var stofnuð fyrir eitthundrað og sextíu árum, eða árið 1829. Stofhendur voru listunnendur og borgarar í Dusseldorf. Þessi bygging sem við erum staddir í, var byggð á ámnum upp úr 1960 fyrir Kunstve- rein. En húsið reyndist vera of stórt og þess vegna var borgaryfirvöldum boðin aðstaða í því fyrir Kunsthalle. Og þessi tvö söfn hafa verið hér undir sama þaki sfðan árið 1967. Þetta er um 3.000 fermetra hús og af þeim gólffleti hefur Kunstverein um 500 fyrir listsýningar. Venjulega em tvær sýn- ingar hér á sama tíma. Nokkmm sinnum á ári hef ég þó alla bygginguna til afnota, en í staðinn hefur Kunsthalle sama rétt einu sinni á ári. Og ég vil bæta því við, að í jan- úar síðastliðnum vom opnaðar þijár sýning- ar samtímis í þessu húsi.“ — Hveijir voru þar á ferðinni? „Einn þeirra var Alan McCollo sem er bandarískur „neoconceptualisti". Annar var Fortunato De Pero, „fíituristi", sem er lftt þekktur hér í Þýskalandi; ftalskur og lést árið 1926. í þriðja lagi var hér sýning með verkum nokkurra júgóslavneskra lista- manna, sem fást við tengsl á milli tískunnar í dag og tfskunnar á nasistatfmanum. Það var mjög pólitfsk sýning." — Er góð aðsókn að sýningum héma? „Já, hingað koma um eitt hundrað þúsund géstir á ári. Fjöldinn er mikill og þannig vil ég hafa það. Og þó að hér séu tvær stofnanir í húsinu, sem er að sumu leyti vandræðalegt þá hefur það líka sína kosti varðandi fjölda gesta. Margir þeirra koma til þess að skoða sýningu í annarri stofnuninni, en heimsækja svo hina í leiðinni. Sýning sem nú stendur hér yfír er svokölluð skiptisýning (binationa- le) og er með verkum eftir listamenn frá Boston, en þar em í staðinn sýnd verk lista- manna frá Diisseldorf. Á undan þessari sýn- ingu var hér sýning á þýskri ný-list, sem er fremur óvinsæl hér, en samt komu um þijátiu þúsund manns að skoða hana. Það verður að teljast mjög góð aðsókn." — Þú munt vera eða hafa verið með ein- hveijar áætlanir um sýningu á íslenskri myndlist? „Já, ég er með áætlun um að sýna íslenska list hér í listasafninu. Ég var f Reykjavík á siðasta sumri og eyddi miklum tíma á vinnu- stofum jistamann'a þar, og einnig víðar um landið. Ég er ákveðinn í að halda hér íslenska sýningu, en ég get ekki sagt þér hvaða verk ég ætla að sýna, né nákvæma tímasetningu, en sýningin verður væntanlega í október í haust. Ég á von á Gunnari B. Kvaran for- stöðumanni Kjarvalsstaða, hingað til Diis- seldorf og þá munum við ræða nánar um tilhögunina. Mig langar líka til þess að standa að sýningu á list frá Dusseldorf í Reykjavík. Sú sýning gæti orðið á þessu ári, sennilega í nóvember, þó að við vitum það ekki nákvæmlega ennþá. En þegar við Gunnar ræddum þessi mál, töldum við best, að hann bæri ábyrgð á íslensku sýningunni hér í Dusseldorf, en ég á þeirri þýsku, sem haldin verður í Reykjavík. Ég held að þetta sé betra svona, heldur en að koma í stuttan tíma til framandi lands og segja svo eftir vikutfma: „Ég veit allt um list og listamenn þar og get sett upp sýningu." Að mínu mati er betra að leita til fólks í viðkomandi landi." — Þar sem þú hefur nú verið kynntur fyrir íslenskri list, hvað getur þú sagt mér um álit þitt á þeim verkum sem þér voru sýnd? „Það er ekki auðvelt fyrir mig að svara þvf. Eftir heimsókn mína til íslands leið mér alls ekki vel. Ég var kynntur fyrir mörgum listamönnum, heimsótti þá á vinnustofur þeirra. Þeir unnu mjög hægt, mjög óná- kvæmlega og ófagmannlega séð frá þýskum og vestur-evrópskum sjónarhóli. Mér /annst þetta óþægileg reynsla á þeim tíma. Núna, nokkrum mánuðum seinna, sé ég hins vegar aðra kosti í þessum verkum. Ég ræddi þetta vandamál mjög rækilega við Gunnar B. Kvaran á heimili hans í Reykjavík og við höfum einnig skipst á bréfum varðandi þetta vandamál. Það er virkilegt vandamál á ís- landi, að þar skuli ekki vera neinn „professio- nal“ listamaður. En eins og ég sagði áðan, þá vona ég, að ég fínni einhveija aðra kosti í verkum þessara manna. Ég get ekki á þessari stundu útskýrt nánar hvað ég á við, né hveijir þessir kostir gætu verið. Ég get bara sagt að það eru annars konar kostir heldur en við miðum við hér. Listamenn í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um eru önnum kafnir, þeir eru mjög upptekn- ir. Þeir stjómá sjálfir sínum verkum auk þess að vera listmálarar, rithöfundar eða ljóðskáld. Sköpunarverk þessarar nýju kyn- slóðar felast f stjómun á eigin listsköpun. Þetta er aðalsmerki listamanna í dag. Ég veit að ég hef kveðið upp harðan dóm, en svona er þetta bara alls ekki á íslandi. Ég vona að ég eigi eftir að ájá þar öðruvísi list- sköpun, sköpun hins innri manns, og lista- menn sem hafa meiri áhuga á eigin hugar- heimi en annarra og þá hef ég trú á því,1 að við finnum eitthvað sem við getum sýnt hér í Diisseldorf." — Sást þú á íslandi eitthvað af verkum látinna íslenskra listamanna? „Já, og lfkaði það stórkostlega vel. Kjar- val varð mér mikið undrunarefni og einnig ef ég kann að bera rétt fram: myndhöggvar- inn Einar Jónsson. Þama sá ég mjög áhrifa- mikla list og í háum gæðaflokki. Og það er undarlegt að Einar Jónsson skuli vera svo lítið þekktur í Vestur-Evrópu eins og raun er á.“ — Hefur þú séð eitthvað af verkum Errós? „Já, ég hitti hann líka í Reykjavík í sum- ar sem leið. Hann var á íslandi við laxveið- ar. Við Erró áttum saman mjög ánægjulega kvöldstund og ég heimsótti hann líka til Parísar. Verk hans vom mjög þýðingarmikil þegar popplistin var að ryðja sér til rúms. Hann er einn örfárra evrópskra listamanna, sem sköpuðu hina evrópsku popplist. Hún er frábmgðin hinni bandarfsku. Erró skapar listaverk sín í tengslum við söguna og hið liðna. Og ég held að verk hans séu mjög þýðingarmikil fyrir söguna. Hann er senni- lega best þekkti íslenski listamaðurinn utan fslands." — Nú eru hér þijú listasöfn við sömu götu, hlið við hlið ef svo má segja. Er ein- hver samvinna á milli safhanna, eða kannske samkeppni? „Hvomtveggja. Við komum saman á fund tvisvar á ári, forstöðumennimir fyrir Kunst- halle, Kunstmuseum, Kunstsamlung og ég og ræðum framtíðarverkefnin. Þetta er Diisseldorf er nú ásamt Köln talin vera ein af þýðingarmestu myndlistarborgum heimsins. Þar eins og í Köln, Mönc- hengladbach, Stuttgart og víðar hafa verið byggð glæsileg listasöfh nýverið. Myndin er afnýju safhi í DUsseldorf: Kunsts- amlung Nordrhein-Westfalen, sem opnað var 1986. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.