Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1990, Page 9
FEREmBmÐ LESBÓKAR 1. SEPTEMBER 1990 Porto 1870, séð með augum listamanns. Á lítt þekktum slóðum í Norður-Portúgal Hjarta Portúgals slær í gömlu Porto Gengið eftir öngstrætum Ribeira, milli kastalakirkju og hafnar Það er faðmast og kysst á bökkum Douro við Ribeira. Á rúmhelg- um dögum er markaður alltaf i gangi þar. Porto er besta verslun- arborg í N-Portúgal. Suðlægar sólarstrendur draga til sín — og íslenskir ferðamenn þekkja Albufeira og Estoril næstum eins vel og Torremolinos og Costa Brava. Portúgalskir landkönnuðir fyrri tíma hefðu ekki náð langt, ef útþráin hefði alltaf dregið þá til sömu áfangastaða, eins og marga „Iandkönnuði nútímans"! Fáir íslendingar þekkja norðurhluta Portúgals eða Spánar. — Hvemig væri að gerast landkönnuður og fara í ratleik út frá gömlu Porto? Allt er svo ósnortið, að engu líkara en við séum fyrstu ferðamenn á þessum slóðum! Við staðnæmust fýrst í hjarta Portúgal, gömlu höfuðborg- inni Porto. Góð þjónusta, bros og þægindi á navigator-farrými styttir rúm- lega tveggja tíma flug frá Lond- on. Og Portúgal birtist fyrr en varir. Hvítar húsaþyrpingar á efstu hæðum, „castros“, svipaðar kastalavirkjum, voru hér strax á 2. öld e.Kr. — Hvítar strandlengj- ur í tugum kílómetra. Gróðursæl fjöll í fjarska. Blár himinn. Gömul menning, fagurt landslag, veð- urblíða er allt á óskalista ferða- mannsins. En hvernig þjóð býr hér í vestuijaðri Evrópu — í ná- grenni við Afríku — á mjórri strandræmu, með ólgandi Atl- antshafið eins og vegg á móti sér? Portúgalar hafa alltaf skorið sig úr öðrum Evrópuþjóðum. Haf- ið var þeirra samgönguæð. Og á gullöld þeirra, nýlendutímanum voru tengslin meiri við Afríku en Evrópu — meiri við fjarlægar Asíuþjóðir, en Spánveija hinum megin fjallsins. — Ekki skrítið, þó skrautlegir bátar, „caravellas", séu þjóðartákn. Ævintýraleg fortíð umlykur Portúgal. Hingað flæddu ótrúleg auðæfi frá öllum heimshornum. Gull frá Brasilíu. Silki, fílabein, dýrir steinar og krydd frá Austurlöndum. — Ekki undarlegt, þó að Portúgalar sjái fyrir sér gullkistur fólgnar í jörðu, kannski undir Maríustyttum við veginn. Og portvínið streymdi úr eikartunnum barkarskipanna og varð heimsfrægt. Og ennþá sigla skipin með portvín frá gömlu Porto. 300 km hraðbraut milli Lissabon og Porto Lissabon og Porto. Systur eða óvinir? Höfuðborgir eitt og tvö — eða báðar númer eitt, eins og N-Portúgali staðhæfir. Tvær milljónir íbúá eru í Lissabon, ein í Porto. Báðar standa við mikla árósa út í Atlantshaf. — Hvað er ólíkt með þessum stærstu borgum Portúgals? Portúgalar segja sjálf- ir, að þær sýni innri og ytri mann portúgalskrar þjóðarsálar. Lissa- bon er hin glaðlynda borg, opin fyrir ytri áhrifum og tískufyrir- brigðum. — í birtu Miðjarðarhafs- ins taka húsaþyrpingar hæðanna á sig bleikt endurskin. Lissabon býr yfir líflegu nætur- og götulífí eins og borgir við Miðjarðarhaf. Porto er borg norðursins og öll þyngri. Hér býr kjarni portú- galskrar þjóðarsálar. Hætt við að þeir ferðamenn, sem vilja aðeins næturlíf og fjör, snúi fljótt héðan. En oft eru falin sannindi í máls- háttum og einn portúgalskur seg- ir: „Þú ferð í gegnum Lissabon, en kemur til Porto.“ Gamla Porto leynir á sér. Porto fastheldin á gamlar siðvenjur Meðfram árbökkum Douro bjó áður aðalinn, sem er óðum að víkja. Mörg þessi „hallarhús" hafa breyst í fín veitingahús. Við sitjum með Renato frá Porto á veitinga- húsinu Antóníó og horfum út yflr slagæð Porto. Ennþá er höfnin iðandi af lífi. Flutningaskip og togarar sigla fram og til baka. En gömlu bátarnir, sem áður fluttu víntunnur frá bændum, eru nú söguleg prýði við fljótið og ýta aðeins úr höfn með ferðamenn innanborðs. „Já, við vinnum mikið hér í Porto, framleiðum mikið og flytj- um út,“ segir Renato. í Lissabon er meiri verslun og þjónusta, en Porto er miðstöð fjármagnsins í landinu. Vínið er mikilvægast. En héðan koma líka margskonar iðn- aðarvörur t.d. úr bómull og leðri, dósamatur og leirmunir, framleitt í nágrenninu. Porto er líka þekkt verslunarborg. Við í Porto erum fastheldin á gamla siði. Á meðan hefðbundin 3 dagblöð eru gefin út hér, eru 7-10 dagblöð gefin út í Lissabon.“ Kastalakirkjan á hæðinni Við horfum yfir Porto frá kirkjuvirkinu eða dómkirkjutorgi. í Porto þjónaði kirkjan hlutverki kastalans. Dómkirkjan Sé var trú- arvirki á 12. öld og minnir meira á kastala en kirkju. Fjórtándu aldar kirkjuturn úr graníti rís stakur við torgið — biskupahöll

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.