Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 3
lesbok H @ E1H1 SILnJIíI Itl 1*1 [SlSHIl 13(11 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: AÖalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Málverkið á forsíðunni er eftir Svavar Guðnason, heitir „Gullfönsun“ og er frá árinu 1978. Myndin er birt í tilefni þess að Listasafn íslands opnar í dag yfirlitssýningu á verkum Svavars, þá fyrstu síðan 1960. Sýnd verða mörg verk Svavars, sem ekki hafa komið fýrir almenningssjónir hér. Það eru myndir í einkaeign hérlendis og erlendis og þar á meðal er eitt meginverk Svavars, Veðrið, sem var lánað frá Danmörku á sýninguna. Myndin á fors- íðunni er í eigu Listasafns íslands. síðari ára, er heiti á ritgerð eftir Garðar Halldórs- son, húsameistara ríkisins og birtist hún í nýju safn- riti, ísland 1990, semn komið er út. Það er hluti ritgerðarinnar, sem hér birtist og þar er brugðið ljósi á þær breytingar, sem orðið hafa í húsagerð okkar uppá síðkastið. í þáttaröðinni um rannsóknir á íslandi segir höfund- urinn, Jón Guðmundson, að fræræktun sumra gra- stegunda eigi að vera auðveld hér; einnig að rækta lúpínufræ - og lúpínan getur skipt sköpum, þegar ófijóum melum og móum er breytt í fijósamara land. Lærdi skólinn í Reykjavík, síðar Menntaskólinn í Reykjavík, var fyrst starfræktur 1846 eftir flutning frá Bessastöð- um. Á síðari hluta 19. aldarinnar átti skólinn dijúan þátt í að breyta Reykjavík í alíslenzkan kaupstað. Þorsteinn Antonsson rithöfundur skrifar greinina. JÓNAS HALLGRÍMSSON Grátittlingurinn - brot - Ungur var eg og ungir austan um land á hausti laufvindar blésu ljúfir, lék eg mér þá að stráum. En hretið kom, að hvetja harða menn í byl-sennu; þá sat eg enn þá inni alldapur á kvenpalli. Nú var trippið hún Toppa, tetur á annan vetur, fegursta hross í haga, og hrúturinn minn úti. Þetta var allt, sem átti ungur drengur, og lengi kvöldið þetta hið kalda kveið eg þau bæði deyði. Daginn eftir var aftur upp stytt, svo að menn hittu leið um snjóvgar slóðir storðar, og frost var orðið. En það, sem mest eg unni, úti, - Toppa og hrútur, óvitringarnir ungu einmana kuldann reyna. Hvernig fór? Hér eg gjarna hjarta mannlegt um sanna, að, hvað sem hinu líður, hjartað gott skóp oss drottinn. Eg fann á millum fanna í felling á blásvelli lófalága við þúfu lítinn grátittling sýta. Flogið gat ekki hinn fleygi, frosinn niður við mosa; augunum óttabljúgum á mig skaut dýrið gráa. Kalinn drengur í kælu á kalt svell, og Ijúft fellur, lagðist niður og lagði lítinn munn á væng þunnan. Þíddi allvel og eyddi illum dróma með stilli, sem að frostnóttin fyrsta festi með væng á gesti. — Gesti yðarl Því ástar óhvikul tryggð til byggða vorra leiðir á vorum vegarslynga tittlinga. Lítill fugl skauzt úr lautu, lofaði guð mér ofar, sjálfur sat eg í lautu sárglaður og með tárum. Felldur em eg við foldu frosinn og má ei losast; andi guðs á mig andi, ugglaust mun eg þá huggast. B B Það gerðist aðfaranótt laugardagsins 29. ágúst, eina af þessum kyrrlátu nóttum við Aragötuna með alla garðana í blóma og tijákrónumar teygj- andi sig hátt yfir húsin upp í næturhimininn í sfðustu tilraun áður en haustið skylli á, að konan var sofnuð en ég að lesa í mig syfju frammi í eldhúskróknum til þess að geta mætt til vinnu (eins og aðrir vinnandi menn) á laugardagsmorgun. Allt í einu kvað við geysileg sprenging einhvers staðar í ná- grenninu. Á sekúndubroti geystust gegnum hugann allar sjónvarpsmyndirnar af spreng- ingunum í arabaheiminum, — þar til önnur sprenging drundi. Hvað var að gerast? Hafði sprengin orðið við Aragötuna? Hvað um forseta lýðveldisins í næsta húsi? Eða kom sprengingin frá flugvellinum? Eg heyrði flugvéladyn og varð með ógn hugsað til þess að flugvél hefði sprungið í loft upp, — eða sprenging olíutankanna í Skeijafirðin- um? Rétt í þessu kom konan mín fram skelf- ingu lostin. — En þá fann hún lausnina í norðurgluggunum: flugeldasýning á Há- skólalóðinni! Næsta dag fékkst fullnaðarskýring. Út- gefendur eða rithöfundar eða hvorir tveggja höfðu þaldið upp á afnám virðisaukaskatts- ins á íslenskar bækur (svo nú fáum við Einar Kárason skattfrítt þótt Shakespeare sé enn í hæsta tollflokki), og höfðu fengið leyfi lögreglustjóra til að sprengja bombur og flugelda. Þetta varð hin skemmtilegasta uppá- koma, og fékk ég fregnir næstu daga af „Bannað er að hafast nokkuð að . . ungu fólki við Aragötuna sem einnig hafði fyllst skelfíngu við þessar nætursprengjur (þessu bæti ég við, þar sem ég er ungur maður á sjötugsaldri, til þess að menn sjái að skv. viðbrögðum yngri manna við spreng- ingunni miklu er ég alveg laus við kölkun og fmnst ég fær í allan sjó („en það byijar einmitt þannig," sagði séra Bjarni eitt sinn)). Og nú verðum við öll að hugsa jákvætt og taka á með Jákvæðu átaki, og þá koma mér í hug fleyg orð lögreglustjórans okkar sem hann lét falla í sjónvarpsviðtali þegar meint árás var gerð á bílstjóra strætisvagns í Breiðholti (þar sem við áttum eitt sinn heima og líkaði mæta vel). Hann útskýrði að úrbóta væri alls ekki að vænta frá lög- reglunni, heldur yrðu menn að temja sér nýja hugsun, nýtt hugarfar, forðast ofbeldi og hver og einn að rækta sitt hugarþel. Þessi orð voru mér svo hugþekk að ég man ekki lengur orðalagið nákvæmlega, en þetta gekk mér inn að hjarta og ég var innilega sannfærður um nauðsyn slíkrar innri sið- væðingar hugarfarsins. í þeim anda ákvaðö ég nú að senda lögreglustjóranum eintak af Lögreglusamþykkt Reykjavíkur þar sem kveðið er á um að fólk skuli njóta næturfrið- ar, ekki síst nóttina fyrir vinnudag (en ég, eins og annað vinnandi fólk, fer til vinnu á íí laugardögum). En ég hætti við sendinguna vegna lágra launa (það kostar sitt í frímerkj- um) en birti hér kafla, ef hann mætti verða oss öllum til áminningar að virða nætur- svefn við verkamannsins kofa (og líka við húsvegginn hjá forseta Islands á Aragöt- unni). Kaflinn er svona: „5. gr. Bannað er að hafast nokkuð að, sem veldur ónæði eða raskar næturró manna.“ Þessi lögreglusamþykkt er að vísu komin til ára sinna og segja mér lögspekingar að sumir kaflar hennar séu meira en hálfrar aldar gamlir. Hún er einmitt frá tímum gömlu embættismannanna sem báru fulla virðingu fyrir sjálfum sér, starfi sínu og almenningi, sem þeir þjónuðu. En nú eru breyttir tímar. Og það vill stundum brenna við að æðstu menn hafi mestu skömm á almenningi, eins og kom fram hjá fulltrúum borgarstjórnarmeirihlutans hér um árið þeg- ar Reykjavík og Tjarnarendinn voru enn við lýði og ekki var búið að skemma hlutföllin milli Alþingishússins, dómkirkjunnar og nærliggjandi húsa. Þá lýstu fulltrúar borgar- stjórnarmeirihlutans því yfir í heyranda hljóði að þeim fyndist að því mikil truflun við sín störf að almenningur í Reykjavík væri að skipta sér af því sem honum kæmi ekkert við, nefnilega hlutföllunum við norðurenda Tjarnarinnar. (En margir þeirra sem eru utan borgarstjórnar vita að hlut- föll eru höfuðgaldurinn við alla byggingar- list. En nú lítur Alþingishúsið út eins og garðhýsi, séð fra Tjamarbrúnrii, þegar ráð- hússferlíkið er komið á sinn stað). Mér varð dálítið ómótt við þessar yfirlýsingar fulltrúa borgarstjórnarmeirihlutans, ekki síst þegar annar þeirra átaldi flytjendur mótmæla- skjals nokkurs fýrir að vera með hávaða og ólæti (sem einnig er bannað í lögreglu- samþykktinni) og brást hinn versti við þess- um nöfnum á listanum. Eitt nafnið á skránni var nafn konu minnar og geta þeir sem þekkja mig rétt ímyndað sér hvernig ég ver atkvæði mínu gagnvart þeim frambjóðend- um sem sýna konu minni dólgsskap á al- mannafæri. Umgengnisvenjur lærði ég hjá mínu fólki á Hverfisgötunni, reykvísku verkafólki, en ég er auðvitað moderne og skil það að nú gilda allt aðrar reglur um dyggðir og umgengni við náungann, einkum meðal hátt settra manna, svo hvað er ég að fárast um smámuni? Þetta ertu nýir tímar! Nú verð ég að ljúka þessu á jákvæðan hátt með Jákvæðu átaki og bera fram fróm- ar óskir um að ekkert okkar móðgi annað heldur sýnum hvert öðru tillitssemi með innri siðvæðingu lögreglustjórans að leiðar- ljósi og látum af allri skelfingu og bombu- sprengingum að næturþeli en notum í þess stað nætumar til þess að elskast eins og raunar alla daga. I (hér á að birtast mynda af hjarta í huga lesandans) Reykjavík. ÞÓRIR KR. ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. SEPTEMBER 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.