Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 4
LÆRÐISKÓLINN í REYKJAYÍK Reykjavík hafði til þess er lærði skólinn var settur á laggirnar verið sjávarþorp með sterku dönsku svipmóti. Á síðari hluta aldarinnar átti skólinn drjúgan þátt í því að breyta Reykjavík í alíslenskan kaupstað. Eftir ÞORSTEIN ANTONSSON Hinn lærði skóli í Reykjavík sem framan af var almennt kallaður Latínuskólinn, en síðar Menntaskólinn í Reykjavík, var fyrst starf- ræktur haustið 1846; sama ár var hætt að kenna í Bessastaðaskóla. Frá því um aldamót- in höfðu íslenskir stúdentar verið útskrifað- ir þaðan, þar áður um nokkurra ára bil frá Hólavallaskóla í Reykjavík, en fram til þess frá skólum á hinum fornu biskupssetrum, Hólum og Skálholti. Reykjavík hafði til þess er Lærði skólinn var settur á laggimar ver- ið sjávarþorp með sterku dönsku svipmóti. Á síðari hluta aldarinnar átti skólinn drjúg- an þátt í því að breyta Reykjavík í alíslensk- an kaupstað. Skólinn var frá stofnun hans æðsta óskamið bókhneigðra æskumanna af öllum stéttum og foreldri um land allt lögðu á sig ómælda vinnu frá ári til árs í því skyni að koma sonum sínum gegnum skólann og Mynd: Hallgrímur Helgason til frekara náms. Um stúlkur gegndi öðru máli. Þó tóku margir þann kost að koma dætrum sínum í vist hjá mennta- og embætt- ismönnum, ef mögulegt var, eða jafnvel í fóstur, og þá í þeirri von að það yrði þeim til uppfræðslu. Árið 1876 bar brautryðj- andastarf frú Þóru Melsteð þann ávöxt að stofnaður var kvennaskóli í Reykjavík. Árin á undan höfðu þau sæmdarhjón, hún og Páll Melsteð sagnfræðingur, rekið vísi að slíkum skóla á heimili sínu. í brekkunni norðan við skólann var Bern- höftsbakarí þangað sem skólasveinar sóttu sér sætindi og kölluðu bónum. Skikkuðu þeir mann til embættisins og kölluðu bóni- fer. Slíkir frasar einkenndu málfar skóla- pilta. Sjöttu bekkingar bjuggu í kvisti skóla- hússins, þeir sem á annað borð voru vistaðir í skólanum. Á annarri hæð bjuggu tvær fjölskyldur og um 50 piltar, þar af fimmtu bekkingar á Litla lofti norðaustanvert á hæðinni og yngri heimasveinar á Langa lofti handan gangsins. Á loftunum sneru rúm höfðalagi að innveggnum til hlýinda og stóðu tvö og tvö saman. Á rúmunum voru fornleg ullarteppi og stólkollar stóðu við gangveginn. Við vegginn nyrst stóð þvottaborð með mörgum tinskálum, þvotta- vatnstunna og önnur fyrir úrgang. Hinum megin við vegginn var hátíðarsalurinn. Þar sat Alþingi uns það flutti í nýbyggt Alþingis- húsið í kálgarði yfirkennarans Halldórs Kr. Friðrikssonar. Vegna kennslunnar var salur- inn hólfaður í tvennt á veturna. Sjötta bekk var kennt í öðrum hlutanum, hinn notaður til fundahalda skólans. Á þessari hæð í hinum hluta hússins var íbúð rektors sem á þessum árum var dr. Jón Þorkelsson. Einnig var þar íbúð umsjón- armanns sem frá 1879 var Björn M. Olsen, síðar háskólarektor. Menn þessir voru helstu íslenskufræðingar þjóðarinnar en hvorugur kenndi þó íslensku. Báðir kenndu grísku og latínu. Rektor var milliliður skólans og hins innlenda ríkisvalds. Umsjónarmaður var, fyrir hönd rektors, umboðsmaður þess valds gagnvart nemendum. Bjó Björn ásamt móð- ur sinni og systur í tveimur herbergjum suðaustan-vert við ganginn á annarri hæð og einu herbergi handan hans sem á daginn var kennarastofa. Björn giftist aldrei né eignaðist hann afkvæmi svo vitað sé. Milli íbúðar Bjöms og svefnloftanna var íbúð rektorsfjölskyldunnar. Að austanverðu var stofa og bókaherbergi rektors sem var mikill bókamaður og klappaði þeim og strauk eins og sumir menn hestum. Vestan við ganginn var svefnherbergi hjónanna og ofan við rúm þeirra op með hlera fyrir og hægt að kíkja í gegnum inn á Langa loft. Kvöld eitt fylltu piltar könnu af vatni og stilltu henni upp við lúguna fyrir opinu. Þeir hófu síðan háreysti og linntu ekki látun- um fyrr en rektor svipti upp lúgunni. Fór svo sem til var ætlast. Oftast voru nokkrir fátækir' skólapiltar í fæði hjá þeim hjónum Jóni Þorkelssyni og Sigríði Jónsdóttur. Orð fór af samlyndi þeirra hjóna og að Sigríður réði öllu innanstokks á heimilinu. Húsvarðaríbúðin var á neðri hæðinni gegnt aðalinngangi, kölluð portnersíbúð. Á hæðinni voru einnig kennslustofur, aðrar en sjötta bekkjar. Þegar ekki var verið að kenna var heimasveinum ætlað að lesa lex- íur sínar í þessum stofum undir ströngu aðhaldi umsjónarkennara sem öðru hveiju brá fyrir við gægjugat á hurðunum. Síðdeg- is og á kvöldin áttu þeir sér fijálsar stund- ir en ekki var gert ráð fyrir að þeir fæm þá í bæinn nema í nauðsynlegustu erindum. Ekki var heldur gert ráð fyrir að kynt væri í skólanum nema í aftökum. Af þessu hvoru tveggja leiddi að heimasveinar eigruðu oft áflogagjarnir og hávaðasamir um stofur og ganga skólans; þess í milli lásu þeir „utan hjá“ eða sungu. Bæjarsveinar komu títt í skólann utan kennslustunda sér til gagns 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.