Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1990, Blaðsíða 10
B I L A R Danskur smá- bíll á mark- að næsta vor Ráðgert er að hefja Qöldaframleiðslu á dönskum smábíi næsta vor en Danir hafa fram að þessu ekki verið fyrirferðamiklir í samkeppninni um bílakaupendur. Fyrirtækið KEWET Industri A/S sem er í Hadsund, norðarlega á Jótlandi, stendur fyrir framleiðslunni og var bíllinn kynntur í Danmörku í síðustu viku. Eg hef unnið við þennan undirbúning síðustu tvö árin og ekki farið hátt með það en lagt í hann kringum tvær milljónir danskra króna, segir tæknimaðurinn Knud Erik Westergárd sem er eigandi KEWET-fyrirtækisins í samtali við blaðamann Mbi. Tvær gerðir verða framleiddar, önnur er svo- kölluð El-Jet sem er rafknúinn bíll og hin heitir City-Jet og er búin bensínvél. Bílarnir eru eins í útliti og allri gerð nema hvað orkugjafann varðar. Yfírbyggingin er samansett úr ryðfrírri stálgrind sem klædd er polyestar og trefjaplasti. Bíllinn tekur tvo fullorðna eða einn fullorðinn og tvö börn. El-. Jet getur náð 70 km hámarks- hraða og á hann að kosta um 60 þúsund danskar krónur eða Smábíllinn danski sem ráðgert er að hefja á fjöldaframleiðslu næsta vor. 600 þúsund íslenskar. City-Jet er með 16 hestafla japanskri vél og á að ná 110 km hámarks- hraða. Hann er sagður eyða að- eins rúmum þremur lítrum af blýlausu bensíni á hveija 100 km og á að kosta 70 þúsund dan- skar krónur. En verður ekki erfitt að selja þennan bíl á yfírfullum og erfið- um bílamarkaði? Engin samkeppni? -Nei, það held ég ekki. Þetta verður góð framleiðsla og þetta er óvenjulegur bíll. Menn hafa haldið að ekki þýddi að framleiða bíl í Danmörku en ég er á ann- arri skoðun, segir Knud Erik Westergárd. -Þessi bíll keppir heldur ekki við neinn einstakan framleiðanda, hann er það sér- stakur. Ég ætla að bjóða hann í Danmörku og erlendis - líka á íslandi. Westergárd bendir einnig á að í langflestum tilvikum séu menn að ferðast einir í bíl og þurfí því ekki stór og mikil farar- tæki. Hér sé kominn góður val- kostur í flokk mjög ódýrra bíla í rekstri. Sem fyrr segir var frumgerðin kynnt í Danmörku nýlega og framundan eru nú lokaathuganir og ýmsar prófanir af hálfu yfír- valda til að hægt sé að fá leyfí til fjöldaframleiðslu. KEWET- fyrirtækið stofnaði Westergárd árið 1971 og náði hann fótfestu með framleiðslu á háþrýsti- þvottadælum. Starfsmenn voru aðeins fáir til að byija með en eru nú 800 og veltan um 500 milljónir danskra króna. MOLAR Bandaríkin. Salan á Lex- us, lúxusbílnum frá Toyota, gengur vel í Bandaríkjunum. Seldir hafa verið 50 þúsund bílar það sem af er árinu. Fulltrúar Toyota sjá fram á að seldir verði fleiri bílar en þeir 60 þúsund sem áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir. í júlí seldust 5.600 bflar og er það meira en seldist af bílum frá BMW og Mercedes Benz. Sviss. Bílasýningin í Genf fyrr á þessu ári laðaði til sín um 640 þúsund gesti. Af þeim voru 22.200 blaða- menn. Austur-Þýskaland. Fjöldi umferðarslysa hefur tvöfaldast á þessu ári. Dauðaslysum hefur fjölgað um rúmlega tvo þriðju. í þriðja hveija umferðarslysi kemur við sögu bílstjóri frá Vesturlöndum. Sovétríkin. Mitsubishi og Daimler-Benz hafa samein- ast um að koma af stað bíla- framleiðslu í borginni Gorki. framleiða þar id fólksbíla. Fimmtíu sérbúnir Feroza jeppar Daihatsu verksmiðjurnar jap- önsku hafa framleitt sérútgáfu af Feroza jeppanum í tak- mörkuðu upplagi en Feroza var fyrst kynntur hérlendis í janúar 1989. í frétt frá Brim- borg kemur fram að sala hafi gengið mjög vel hérlendis og sömu sögu sé að segja af sölu í Bretlandi og Þýskalandi. Því hafi verksmiðjurnar ákveðið að framleiða þessa sérstöku útgáfu en hingað til lands fást aðeins 50 bílar. BJALLAN í nýju hlutverki Volkswagen bjallan hefur verið í ótrúlegustu hlutverkum gegn- um árin og verið sérhönnuð í ýmis verkefni. Bjallan hefur verið notuð sem húsbíll, vatnabíll og henni hefur verið snúið og breytt á alla enda og kanta en alltaf er hún bjalla. Hér er enn eitt dæmið - bjall- an er orðin að stýrishúsi fyrir risajeppa eins og þá sem oft keppa og sýna erlendis. Þess- ar ófreskjur eru látnar aka á tveimur hjólum, mjaka sér yfir hvers kyns hindranir og torfærur eða stökkva ýfír bílhræ og jafn- vel ofurhuga. Þessi vegur tíu sinnum meira en venjuleg bjalla eða níu tonn. Feroza Special er aðeins fá- anlegur í tveim- ur litum, hvítum eða steingráum. Meðal nýjunga í sérbúna Feroza jeppanum má nefna að vélin er nú með beinni innspýtingu sem gefur 96 hest- öfl. Nýtt áklæði er á innréttingu og aftursæti er tvískipt og með höfuðpúðum. Aðeins tveir litir eru í boði, hvítur (felgur, stuðar- ar meðtalið) með blárri rönd eða steingrár með bleikri rönd. Stað- greiðsluverð á er 1.298 þúsund krónur fyrir bíl kominn á götuna. Níu tonna ófreskjan er látin mylja und- ir sig bílhræin og bjaUan fer létt með það eins og önnur hlutverk sem henni hafa ver- ið ætluð. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.