Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Síða 3
T-ECTáW
@ @ 11 @ S1H @ B H ® ffl [D ® ®
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór-
ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn-
arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna-
son. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100.
' Svendsen
Johan Svendsen er minna kunnur íslendingum en
vert væri, því hann er talinn með fremstu tónskáldum
Norðurlanda og var einn virtasti hljómsveitarstjóri
heimsins á síðustu öld. Þess er nú minnst, að 150 ár
eru frá fæðingu hans og af því tilefni er grein um
tónskáldið, sem eitt sinn kom til Islands og hitti Svein-
björn Sveinbjömsson tónskáld.
Forsíðan
Lesbókin flytur lesendum öðru hvoru dæmi um nýstár-
legan arkitektúr. Að þessu sinni er leitað fanga á
nokkuð fjarlægum slóðum, nefnilega í Tel Aviv í Isra-
el, þar sem arkitektinn Zvi Hecker hefur teiknað íbúða-
blokk. Það er gamalkunnugt, að blokkahverfi líta
stundum út eins og röð af risastórum ferðatöskum,
þar sem sveigðar línur fyrirfinnast ekki. Hér eru bein-
ar línur að vísu til, en mest fer fyrir þeim bognu, því
húsið er látið vindast upp í spíral og engar tvær íbúð-
ir eru eins. Óneitanlega ber þetta nokkurn svip af
hrófatildri og er óvíst hvemig færi fyrir þessu húsi í
íslenzku veðurfari.
List eða klám
Mörkin á milli þess í myndlist, sem telst viðurkvæmi-
legt og hins, sem kann að vera of gróft eða jafnvel
klámfengið, eru oft óljós og margt hefur fengið að
fljóta vegna þess að stimpill listarinnar vemdaði það.
Þetta er til umræðu í tilefni mjög umdeildrar ljós-
myndasýningar Roberts Mapplethorpe á safni í Was-
hington. Hannes Sigurðsson listsögufræðingur skrifar
um þetta efni.
KRISTJÁN KARLSSON
Landnám
Langt út yfir raunveruleikann
siglir skip hinna minnislausu
gegn sjó og veðri
2
hér er áfangastaður þeirra
grænt land typpt jökli
fjarri allri fortíð
3
söngl hinna óbornu
berst hingað í árniði
ofan á láglendið
4
ég fer ég hefi hugsað mér
að ganga upp með ánni
í dag úr því að það birti til
5
grár andblær fyrri daga
læðist þegar í stað um háls
mér og úlnlið eins og feigð.
Ljóðið er úr nýrri Ijóðabók höfundarins, sem heitir „Kvæði 90“ og út
er komin á vegum Almenna bókafélagsins. Þetta er 10. bók höfundar-
ins.
B
B
Allt hafði annan róm
Mú, þegar þessi orð eru
skrifuð, er að hefjast
árlegur uppskerutími
þeirra sem bækur rita.
Varla líður sá dagur
að ekki heyrist um
fjölda nýrra titla sem
á aðgengilegustu staði
bókaverslana eða stillt í lokkandi stellingar
í jólaskreyttum búðargluggum. En hvaða
áhrif hefur allt tilstandið á landsmenn?
Ef ég lít út úr mínum eigin bæjardymm
og lýsi útsýninu get ég sagt að þessi tími
vekur hjá mér mikla eftirvæntingu og hefur
svo verið óslitið frá því að ég var lítill strák-
ur. Ég held að ég eigi varla nógu sterk orð
eða nákvæm til að lýsa þeirri tilhlökkun sem
settist í bijóstið þegar jólin nálguðust og
ljóst var að von var t.d. nýrrar Arnabókar
úr einum pakkanum undir jólatrénu. Ég get
líka sagt frá því að jólanóttin, sem þá fór
í hönd, var ekkert slor. Hún var nokkurn
veginn óslitinn lestrartími allrar fjölskyld-
.-unnar og ekki ótitt að skipst væri á bókum
um miðja nótt. Þetta þykir mér æ síðan
hinn rétti jólaandi og sannfærður er ég um
að jólabarnið hefur litið með velþóknun nið-
ur til skjólstæðinga sinna sem heiðruðu það
með þessum hætti.
Auðvitað skal það viðurkennt að á þessum
lestrartímum var afþreying öll í lágmarki
ef miðað er við okkar tíma nú. Sú sem bein-
ust lá við var bækur og sannarlega fundu
þær hljómgrunn.
En bækur áttu sér fleiri uppsprettur en
fagurlega skreytta jólapakka og bar þar
bókasafn hverfisins hæst. Það var til húsa
í Holmgarði og var öllum opið síðdegis og
fram eftir kvöldi. Ekki spillti fyrir að þar
unnu stundum nokkrir rithöfundar landsins.
Þeir voru að sönnu stundum nokkuð skap-
stirðir og fyrirgafst það náttúrlega vegna
þess að yfir slíkum mönnum hvfldi ákveðinn
helgiblær. Á þessum árum held ég að ég
hafi skipt tíma mínum nokkuð jafnt milli
heimilis, skóla og bókasafnsins.
I þessari menningarviðleitni minni, sem
nærðist á bókum, átti ég að vísu sterka
stoð. Ef einhver var harðskeyttari bókabéus
en ég þá var það hann Magni vinur minn
sem með einhveijum dularfullum hætti tókst
að gleypa í sig allar barnabækur safnsins
í Holmgarðinum fyrir ellefu ára aldur — og
sneri sér þá þegar af ekki minni atorku að
fullorðinsbókunum sem auðvitað voru miklu
fleiri. Meðan Magni hóf könnun fullorðins-
bókmennta lauk ég að mestu leyti við
barnabækumar. Það skal viðurkennt að
ekki var ótítt að ein og ein aukabók slædd-
ist með í skólatöskuna á morgnana og ef
ég man rétt lauk Magni við allan bókaflokk-
inn um Basil fursta í biblíusögutímum (og
missti ekki af miklu), líklega á sjötta tug
bóka.
Það kann að vera að ekki hafi allt það
efni, sem við Magni lásum á þessum árum,
staðist ýtrustu kröfur bókmenntafræðinga
um fagurbókmenntir. Alistair MacLean var
t.d. þá slíkt ofurmenni í mínum augum að
ég fyrtist enn ef ég heyri að honum vegið
fyrir framlag hans til menningarinnar.
Fyrr en varði tóku þó andans jöfrar að
sækja á. Einn góðan veðurdag tilkynnti
Magni mér að hann hefði fundið höfund sem
án efa tæki flestum öðrum langt fram. Þetta
þóttu mér mögnuð tíðindi og vildi náttúrlega
kynnast slíkum andans manni líka. Sá
reyndist heita Þórbergur Þórðarson og bók-
in, sem sannfærði Magna um yfirburði
mannsins, hét Bréf til Láru. Magni áréttaði
mikilleik höfundarins með því að lesa valda
kafla verksins.
En hvílík vonbrigði — ég varð að leita á
náðir hæverskunnar til að leyna því að langt
ætti þessi maður í Iand til að ná þeim snilld-
artöktum sem einungis væri á færi Alistairs
MacLeans. Mér þótti bókmenntasmekkur
vinar míns vera á alvarlegum villigötum.
Litlu síðar kynnti Magni mig fyrir bók
sem hann fullyrti að væri fyndnasta bók sem
hann hefði nokkurn tíma lesið. Sú reyndist
heita Gerpla og vera eftir Halldór Laxness
og meðan Magni las upp úr henni tfl að
sanna mál sitt mátti hann vart mæla fyrir
hláturgusum. Ég skildi ekki hvað vini mínum
fannst svona rosalega fyndið og hafði ég
þó trúað því að hann byggi yfir háþróuðu
skopskyni.
Til að gera langa lestrarsögu stutta þá
skildu brátt leiðir með okkur Magna. Ég
varð af augljósum ástæðum bókmennta-
fræðingur — og veitti ekki af eins og lesend-
ur þessa Rabbs eru ábyggilega fyrir löngu
búnir að átta sig á — en Magni varð lækn-
ir, líklega í þeim eina tilgangi að lengja
lífaldur manna svo þeir gætu lesið lengur
og meira áður en þeir gengju á vit feðra
sinna.
Nú, í upphafi jólavertíðar, er mér til efs
að börn og unglinga grípi sú eftirvænting
sem ég hef verið að lýsa hér að framan.
íslenskt samfélag er gjörbreytt og býður
nú fram stórbrotið úrval gjafa sem lítið eiga
skylt við bækur. Mér dettur ekki i hug að
leyna því að mér þykir sú þróun að ýmsu
leyti hábölvuð — og ég hef bara talsvert
fyrir mér í því efni. Þær skuggalegu sögur,
sem sagðar eru af andlegu ástandi þjóðar-
innar, einkum ungs fólks, eru nefnilega
ekki alveg úr lausu lofti gripnar.
Það er að beija höfðinu við steininn að
neita þeirri staðreynd að æ fækkar þeim
sem sækja andlegt fóður sitt í bækur. Hins
vegar kalla margir menn samfélag okkar
„upplýsingasamfélag" af talsverðum gor-
geir en gleyma því þá að í allri þessari „upp-
lýsingu" vex hröðum skrefum hópur fólks
sem býr við hreina fáfræði í almennum efn-
um. Kennarar fullyrða að nokkur hópur
ungs fólks, t.d. í framhaldsskólum landsins,
hafi aldrei lesið bók til enda nema þá helst
námsbækur. Þetta hefur án vafa leitt til
þess að stór hópur landsmanna, einkum
ungt fólk, á í slíkum vanda að tjá sig, bæði
munnlega og skriflega, að jaðrar við alvar-
lega fötlun. Málþroskinn, sem vitaskuld á
að eflast mest á mótunarskeiðinu, hefur
þannig farið forgörðum og allir vita að ef
hann bregst á því skeiði er ekkert líklegra
að hann nái aldrei að blómstra.
Þeir sem ég hef gert hér að umræðuefni
eru að stærstum hluta ungt fólk sem fjölmið-
lager samtímans hefur hertekið og ógnar
sennilega meira en nokkuð annað öllu at-
gervi þjóðarinnar, ekki einungis hinu and-
lega atgjörvi heldur og hinu líkamlega eins
og og athugull kennari í leikfimi benti á
nú fyrir skemmstu. Hann fullyrti að fjöldi
barna réði ekki við hefðbundna barnaleiki
sakir þess að líkamsburðir þeirra minntu
einna helst á kararkarla. Börn og ungling-
ar, sem hvorki taka út andlegan eða líkam-
legan þroska, verða utangarðsfólk í samfé-
laginu, fólk sem útilokast frá allri þátttöku
í menningu og listum og félagslegri um-
ræðu.
íslendingar hafa lengi stært sig af því
að vera bókmenntaþjóð á heimsmælikvarða.
Það er sannarlega ekki það eina sem þjóðin
stærir sig af. Þegar betur er að gáð virðist
furðu litið standa á bak við allt þetta mont.
Landsmenn kaupa bækur nokkra daga á
ári, rétt fyrir jólin, og stór hluti þeirra les
ekki stafkrók í þeim.
Og þá er það niðurstaðan af öllu þessu
(hún verður ærið oft hin sama): Allt var
miklu betra í gamla daga þegar við Magni
vorum strákar. Líklega væri stórbót að því
að við yrðum aftur litlir strákar. En til þess
bendir, einsog kunnnugt er, afar fátt, því
miður.
ÞÓRÐUR HELGASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. DESEMBER 1990 3