Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1990, Síða 8
Lewis Hine komu því til leiðar að bama-
þrælkun var afnumin og myndir Jacob Riis
úr fátækrahverfum New York-borgar sköp-
uðu nýjan umræðugrundvöll þeim sem
minna máttu sín í hag.
En svo eru aðrir sem sjá akkúrat enga
ástæðu til að fara út í slíkar réttlætingar.
Mapplethorpe er einfaldlega stórkostlegur
ljósmyndari og skiptir þá litlu hvort tippi
bregði fyrir á myndfletinum eða ekki. Að
taka það þema sem listamaðurinn hefur
valið sér fyrir innihald og verðleika verksins
er hið sama og að fara gjörsamlega á mis
við hin listrænu gildi. Undirrót þessa mis-
skilnings og þá um leið allra eijanna er að
fínna í þeirri staðreynd, að ólíkt öðrum sjón-
listum (gjörningar undanskildir) hefur ljós-
myndin að geyma eðlislæga tilvísun til raun-
veruleikans og er því auðvelt skotmark
þeirra sem einvörðungu vilja dæma Mapple-
thorpe á forsendu myndefnisins. Það sem
setur gæðastimpilinn á verk hans er ekki
fyrst og fremst máttur þeirra til að- reka
upp heróp gegn ríkjandi hleypidómum, held-
ur hversu vel listamanninum hefur tekist
að tefla saman ljósi og skuggum, formum
og áferð og tengja þær pælingar sínar mikii-
vægum formrænum straumum í list sam-
tímans. í þessu felst hans mikli galdur.
Þessi hópur telur sig vera með sitt á
hreinu og því er ekki að neita að ljósmynd-
imar eru nokkuð „flottar". Mapplethorpe
er samt ekki einn um að hafa smellt af
góðri mynd og það er vafamál hvort hann
væri það númer sem hann er í listaheiminum
í dag ef ekki væri fyrir þann styrr sem stend-
ur um verk hans.
Eru Listamenn Heilagar
Kýr?
Fræðingarnir taka svo að segja undan-
tekningalaust upp hanskann fyrir Mapple-
thorpe. Frá þeirra sjónarhomi er listamaður-
inn hálfgerður Rembrandt okkar tíma, þar
sem hann laðar fram hið „mannlega" í ein-
staklingnum og veitir honum reisn og sam-
úð. Það er kannski ekki nema furða að
þessi manngæska fari fyrir ofan garð og
neðan hjá mörgum er þeir standa andspæn-
is myndunum umdeildu, því hvemig er
hægt að tala um mannúð þegar þær greini-
lega gylla erótísk ritúöl sem fela í sér vald-
beitingu, forsmán og hinar hrottafengnustu
misþyrmingar?
Spurningin er þó varla hvort slíkt athæfi
eigi rétt á sér. Að sjálfsögðu hljóta allir
heilbrigðir og upplýstir menn að umbera
elskendum þá ánægju að lumbra hvor á
öðmm, svo fremi sem það er einlægur vilji
beggja aðila. Hitt er svo annað mál hvort
skattgreiðendum beri að standa kostnað af
sýningarhaldi á ástaratlotunum. Eða hver
er kominn til með að segja að menn verði
að kyngja úrskurði listspekinganna og allt
sem listamenn láta frá sér fara sé heilagt
og óumdeilanlegt?
Þræta má um hversu vei Mapplethorpe
takist að kreista á þessu félagsfræðilega
tabúkýli, hafi það í raun verið ætlun hans.
Hann einblínir oftast nær einungis á skrokk-
inn, og sér í lagi barkakýlin með þeim hætti
að í staðinn fyrir að persónugera viðfangs-
efni sitt hlutgerir hann það, kynfærin leysa
andlit og persónu fyrirsætunnar af hólmi.
Spennan sem skapast á milli hinna afmörk-
uðu líkamsparta og þeirrar gífurlegu áherslu
sem lögð er á að draga fram hvert smáat-
riði yfirborðsins, á milli afstæðis og raun-
sæis, hefur enn frekar í för með sér að
gera einstaklinginn sjálfan að algjöru auka-
atriði. I raun virðist Mapplethorpe heppnast
lítið annað en að staðfesta þær klisjukenndu
ranghugmyndir að hómósexúalitet snúist
um ekkert nema leður og keðjum skrýdd
vöðvaíjöll á borð við Amold Schwarzeneg-
ger og líkamsræktarkonuna Lisu Lyon, eina
af eftirlætisfyrirsætum listamannsins. Ver-
öld hans rúmar auðsjáanlega aðeins hasar-
kroppa og í portretdeildinni þungavigtar-
stjömur úr peninga-kúltur og „glamor“-
bransanum, eins og Leo Castelli, Doris
Saatchi, Lord Snowdon, Roy Lichtenstein,
Willem de Kooning, Francesco Clemente,
Richard Gere, Kathleen Tumer, Peter Gabri-
el o.s.frv.
Mapplethorpe beitir miklum andstæðum
í ljósi og birtu og lukkast einatt að brydda
upp á grípandi sjónarhomum, en undir öllum
„arti-smartiheitunum“ (einn og einn gagn-
rýnandi á stangli hefur dirfst að kalla hann
lítið annað en tískuljósmyndara) glittir í
hömlulaust ofbeldi, oft táknað með hnífúm,
og að því er sýnist leynda kynþáttafor-
dóma. Allavega er erfitt að túlka myndina
af nöktum blökkumanni með nokkurs konar
Ku Klux Kian poka yfir hausnum sem ann-
að en beina tilvitnun til glæpaverka þessa
hóps, hér að viðbættum lostafullum yfirtón-
um.
Lisa Lyon, 1981.
KenMoody og Robert Sherman, 1984. Alister Butler, 1980.
' forstöðukonu Háskólalistasafnsins í Berke-
ley, að bera í bætifláka fyrir listamanninn
prufaði ákærandinn nyja taktík og spurði
hver tilgangur þessara sadistamynda væri.
Hún svaraði sallaróleg að hann væri sá að
búa til list. List, hrópaði lögsækjandinn for-
viða. Já, ítrekaði Baas: „Það getur verið
mjög erfitt að skapa listaverk.“
Þessi glefsa úr réttarhöldunum ætti að
gefa lesandanum smá hugmynd um þánn
leikaraskap sem þama átti sér stað. Þegar
öllu er á botninn hvolft virðist málið nefni-
lega vera eintómur heimatilbúningur frá
upphafi til enda. í samtali við undirritaðan
lýsti Baas því hróðug yfir að farandsýning-
in hefði trekkt til sín 106.000 gesti þegar
hún fór um sali Háskólalistasafnsins síðast-
liðinn vetur. Hún sagði ennfremur að marg-
ir vildu fjalla um málið á grundvelli ritskoð-
unar, þar eð hugtakið „klámfengni" („ob-
scenity“) væri ekki verndað samkvæmt
fyrstu stjómarskrárbreytingu Banda-
ríkjanna. Hins vegar hefði málsaðilum verið
það fullkomlega ljóst frá byijun, að ógjörn-
ingur er að dæma nokkurn þann hlut sem
safn kærir sig um að sýna sem klám, vegna
þess að „fagurfræðileg“ gildi koma í veg
fyrir að þetta lagaákvæði nái til listaverka.
Með öðmm orðum, ef safn stendur á því
föstum fótum að eitthvað sé list, þá skal
það vera og heita list.
Eina vopnið sem saksóknarinn hafði í
raun og veru vom einhvers konar „Svefn-
eyjamyndir" af tveimur börnum. Sýnir önn-
ur þeirra nakinn dreng, en í hinni sést í
sköp lítillar stúlku. Bamaverndarlög hér-
lendis, ekki síður en heima, taka vitaskuld
afar strangt á slíku. Til að sanna að Mapple-
thorpe hafi búið ljótt eitt í huga er hann
tók þessar myndir, þurfti ákærandinn aftur
á móti að sýna fram á svo ekki væri um
villst, að umræddar myndir hefðu að geyma
„grafískar áherslur“ á kynfærum sakleys-
ingjanna. Eins og gefur að skilja reyndist
þetta honum lífsins ómögulegt, enda gátu
sérfræðingamir talið kviðdómnum trú um
að getnaðarfæri þeirra væru algjört aukaat-
riði í myndbyggingunni.
Það er kannski til marks um þá hræsni
sem hefur einkennt málið, að Terri Sultan,
safnvörður Nýlistadeildar Corcoran-safns-
ins, ætlar að fá listamannahópinn „Group
Material“ til að útbúa sýningu sem fjalla á
um ritskoðun. Hefur hann hvatt listamenn-
ina til þess að nota í því skyni eitthvað af
lósmyndum Mapplethorpe og Serrano.
Ekkert Nýtt Undir
SÓLINNI
Líkt og samverkamaður hans ög átrúnað-
argoð, Andy Warhol, á Mapplethorpe því
ýmislegt að launa að hafa nuddað bökum
saman við nafntogað fólk, sbr., limmna
glettnu: „Eg verð frægur af þér og þú af
mér og kverið af sjálfu sér.“ Nýfundin frægð
hans sem þrífst á alnæmisótta almennings,
byggist þó fyrst og fremst á áhrifum svæsn-
ustu myndanna til að erta og sjokkera borg-
aralýðinn („épater les bourgeois") og þeirri
staðföstu trú margra að listin sé sönnust
þegar hún er hvað öfgakenndust og mest
umdeild. Það er því hálf sorglegt að Mapple-
torphe, sem nú er allur, þurfi að láta öðrum
eftir að spóka sig í sviðsljósinu fyrir sína
hönd.
Segja má að það hafi verð Édouard gamli
Manet sem hafi gefið framúrstefnumönnum
tuttugustu aldarinnar tóninn í þessum efn-
um, raunar alveg óviljandi, er hann sýndi
fyrst verkin „Litli skattur á engi“ og
„Ólympía" (bæði frá 1863). Ætlaði hann
næstum því að trylla salónliðið, sem stóð í
þeirri meiningu að verið væri að uppheija
hórdóm. Sú „aðferð" að kmkka í bannhelg-
um málum til að ná athygli markaðarins
hefur reynst mörgum listamanninum afar
happadijúgt meðal, þó ekki sé ætlunin að
gefa í skyn að slíkt sé ekki stundum allra
gjalda vert, og virðist þessi formúla, ef svo
má að orði komast, sjaldan hafa gefist bet-
ur en einmitt núna á hinum póstmódemísku
tímum.
Árið 1971 hélt Nútímalistasafnið í New
York (MoMa) til dæmis yfirlitssýningu á
ljósmyndum Diane Arbus, en myndefni
hennar fjallaði meðal annars um klæðskipt-
inga og geðveilu, málefni sem á sínum tíma
voru afar viðkvæm. Var yfírlýstur tilgangur
hennar að svipta hulunni af sýndarmennsku
kapítalismans og fá Bandaríkjamenn, líkt
og Richard Avedon sem fókusað hefiir á
hinar dekkri hliðar Bandaríkjanna, til að
horfast í augu við staðreyndir síns eigin
þjóðfélags. Þó báðir ljósmyndaramir verði
að teljast harla athyglisverðir útaf fyrir sig,
er ekki frá því að verkefnaval þeirra hafí
lagt úrslitalóðin á vogaskálar orðstírs og
frama, hvort heldur sá orðstír er nú góður
eða vondur. Minnist John Szarkowski, safn-
vörður Ljósmyndadeildar MoMa, þess að
gæslumenn hafí mátt þurrka hráka af gler-
inu á verkum Arbus í lok hvers vinnudags.
Svipaða hneykslissögu er að segja af
konseptlistamanninum Vito Acconci, sem
síðar á sama áratugnum sá fram á nauðsyn
þess að fara út í aðeins persónulegri sálma.
Nýjasta dæmið af nálinni eru svo gjörn-
ingar listakonunnar Karen Finley, en hún
notar líkama sinn eins og léreft til að út-
mála fóbíur og kynóra karlmanna. Lista-
maðurinn er þar af leiðandi bæði efni og
inntak verksins. Þessir „þjóðfélagsskúlptúr-
ar“ hennar miðast að því að vekja fólk, og
þá sérstaklega karlmenn, til umhugsunar
um stöðu kvenna og þeirrar kynferðislegu
svívirðu sem þær mega oft þola. Tilraunir
Finley til að draga slík feimnismál út úr
skúmaskotum klámiðnaðarins hafa engu að
síður farið fyrir bijóstið á ýmsum. Þó tók
fyrst tappann úr þegar listakonan flutti
nýverið verk sitt berstrípuð á gjöminga-
hátíð í Walker Art Center, Minneapolis.
Þakti hun líkamann súkkulaði til að líkja
eftir saur og vildi á þann máta sýna hvern-
ig körlum hættir til að koma fram við kon-
ur — eins og skít. Finley hefur þrisvar feng-
ið styrk úr sjóði NEA síðan 1984 og átti
von á rúmum tveimur milljónum króna nú
í ár. Var henni tilkynnt í kjölfar sýningarinn-
ar að NEA, vegna þrýstings frá þinginu,
hefði ákveðið að klípa verulega af núver-
andi Ijárveitingu. Þessi refsiaðgerð, er virð-
ist miðast að því að draga úr súkkulaðiinn-
kaupum listakonunnar, hefur hins vegar
reynst Finley hin mesta lyftistöng. Áður en
ofangreint atvik átti sér stað var Finley
fremur lítið þekkt, en eftir að hún komst á
svarta listann „eftirsóknarverða" hafa vin-
sældir hennar stórum aukist og má nú kalla
að hún sé einn fremsti skandalasérfræðing-
urinn vestan hafs.
HVER ER AÐ BLÖFFA HVERN?
Þegar höfundur farandsýningarinnar var
beðinn um að réttlæta myndimar sjö fyrir
kviðdómnum i Cincinnati-málinu umrædda
lýsti hann til að mynda „Sjálfsmynd með
svipu“, er minnst var á í byijun, sem há-
klassískri myndbyggingu. Hann lagði
áherslu á skálínumar í verkinu „Þvaglát í
munn“, en afgreiddi mynd af manni með
putta á kafi í tippinu með því að benda á
að Mapplethorpe hefði þótt handarhreyfing-
in þama sérlega fögur.
Þegar röðin kom að Jacquelynn Baas,
JÓNOG SÉRAJÓN
Þó að andstæðingar Mapplethorpe hafi á
pappírnum farið halloka út úr málaferlun-
um, er óhætt að fullyrða að allir deiluaðilar
hafi borið eitthvað úr býtum. Afturhalds-
seggimir vöktu á sér óskipta athygli, Jesse
Helms bætti við sig fylgi, fjölmiðlamir fengu
heilmikið að tala og skrifa um (greinarhöf-
undur ekki undanskilinn) og söfnin sem
höfðu rænu á að bjóða farandsýninguna
velkomna settu flest ný aðsóknarmet. Það
ber vott um skopskyn talnaguðanna, að
aðsóknin á Mapplethorpe-sýninguna hjá
Nútímalistasafninu í Cincinnati skyldi hafa
sexfaldast frá því sem hún er vanalega.
Þá má heldur ekki gleyma galleríum og
uppboðsfyrirtækjum sem hafa grætt vænan
skilding á allri „auglýsingaherferðinni". í
lok síðasta árs, eftir að umræðan komst á
veralegt skrið, þaut verð á myndum Mapp-
lethorpes upp' úr öllu valdi. Seldist þrístæða
af módelinu Lydiu á uppboði hjá Christie’s
á 1,8 ftiilljónir króna og stakar ljósmyndir
á um milljón. Er þetta helmingi hærra verð
en uppboðshaldarar höfðu þorað að vona. Á
sama tíma seldist myndröðin „Skýjastúdíur"
eftir Alfred Stieglitz á 22 milljónir króna
og er það ef til vill vísbending um að ljós-
myndin sé nú loksins komin á stall með
„alvöra" listum.
Það er kaldhæðni örlaganna, að sama dag
og forstöðumaður Nútímalistasafnsins í Cin-
cinnati var sýknaður af öllum ákæruatriðum
var eigandi plötubúðar í Flórída dæmdur
sekur um klám fyrir að selja nýjustu breið-
skífu rapp-hljómsveitarinnar „2 Live Crew“,
„As Nasty As They Wanna Be“. Þóttu söng-
lagatextamir ganga full langt í „grafískum"
lýsingum á samföram, en því má bæta við
að hljómplatan er gerð af blökkumönnum,
gefin út af hljómplötufyriftæki í eigu svartra
og að búðareigandinn, sem einnig er svart-
ur, var fundinn sekur af kviðdómi sem ein-
ungis var skipaður hvítum. Hafa nú yfir-
völd í 13 fylkjum varað við sölu á plötunni.
Þeir sem eiga erfitt með að átta sig á hvað
flokkast undir myndlist í dag ættu þó a.m.k.
að fá staðfestingu á því að enn er gerður
skýr greinarmunur á listamönnum með litlu
og stóru L-i. Eða hvað skyldi annars gerast
ef „Live Crew “ setti ljósmynd eftir Mapplet-
horpe framan á næsta plötuumslag?
Höfundur er listfræðingur og starfar í New
York.