Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.07.1991, Blaðsíða 6
Storkaði öllum forskriftum og um leið eigin lífí egar Susanne Pagé, forstöðukona Nútímamynd- listasafns Parísarborgar í Palais Tokyo skipu- lagði yfirlitssýningu um hugmyndalist síðastlið- inn vetur, var verkum eftir Marcel Duchamp, Yves Klein og Manzoni stillt upp fremst, eins »■: [ „8 tavoli di d'accertamento", 1958, Ir- Iand, ísland, stafróf og fingraför. Ef kortin af írlandi og íslandi eru skoðuð vel, má sjá, að Manzoni hefur bætt Cap Horn á Islandskortið út af Seyðisfirði og sett Valence í Dingle-flóann á ír- landi. Þetta verk var prentað í 60 ein- tökum og gefið út af Vanni ScheiwiIIer árið 1962. PIERO MANZONI, 1933-1963, var einn þessara einfara, sem hvergi er hægt að staðsetja í listasögunni. Honum hefur verið líkt við Yves Klein, en báðir létust langt fyrir aldur fram, báðir voru geysilega sterkir persónuleikar, báðir notuðu ljósmyndina og voru oft ljósmyndaðir við hinar og þessar athafnir. Báðir gengu fram á yztu nöf og virtust hafa hugboð um eigin dauða. Eftir LAUFEYJU HELGADÓTTUR og til að undirstrika brautryðjendastarf þeirra þriggja. Nú hefur þetta sama safn efnt til fyrstu yfirlitssýningar sem haldin hefur verið á verkum Manzoni hér í Frakk- lani og eru margir listunnendur hér því að kynnast verkum hans í raun og veru í fyrsta skipti núna. Flestir könnuðust að vísu við verk eins og Saur listamannsins, Línurnar og Alheimssökkulinn, en auk þeirra eru ýmis önnur verk á sýningunni sem sýna hve margbreytilegur listferill Manzoni var, þó hann hafi varla spannað yfir lengri tíma en 6-7 ár. MANZONI / KLEIN Því hefur reyndar verið haldið fram oftar en einu sinni að Frakkar hafi ekki sýnt Manz- oni nægan áhuga, ef til vill er það vegna þess að þeir litu á hann sem sporgöngumann Klein (sjá grein eftir undirritaða í Lesb. Mbl. 17. sept. 1983) eða þeir hreinlega óttuðust samkeppni við hann. ítalski listfræðingurinn Germano Celant sem þekkir listferil Manzoni manna best hef- ur sagt að líklega hafi það verið Klein að þakka að Manzoni þorði að vera hann sjálf- ur. En þó að þeir séu vissulega um margt líkir þá leiðir þessi yfirlitssýning rækilega í ljós að þegar allt kemur til alls þá eru þeir líka mjög ólíkir. Yves Klein var dulúðugur, hástemmdur bjartsýnismaður sem heillaðist af himinblámanum, vildi samsamast rýminu í gegnum litinn og þá sérstaklega bláa litinn sem hann eignaði sér og kallaður var The international Klein Blue eða IBK Manzoni var aftur á móti jarðbundinn efnishyggjumaður sem vildi „fullnægja eigin þörfum“ eins og G. Celant segir. Hann var dálítið hæðinn og fyndinn, gekk beint til verks, lokaði saur sinn í niðursuðudósum, útöndun sína í blöðru og bjó til verk sem hann skírði Achromes (Lit- leysingja), þar sem hann lagði áherslu á fýs- iska hlið málverksins og notaði til þess hin undarlegustu efni svo sem kaólín, glerull, gips, kanínuskinn, brauð o.s.frv. — allt i hvítum tónum. En tómið heillaði þá báða. Það má segja að Manzoni haf eiginlega sökkt sér í tómið en Yves Klein henti sér út í tómið, sýndi „Tómið“ og gerði jarðkúluna að leikhúsi tóm- íeikans (Theatre du Vide). Báðir voru í leit að fullkomnun og báðir voru heillaðir af Al- heiminum. Yves Klein eignar sér heiminn í einn dag (Le journal d’un jour, 27. nóv. 1960) Manzoni að búa til Fiato d 'artiste,blástur listamannsins, 1960. Manzoni áritar kvenlíkan og Manzoni býr til sökkul fyrir Alheiminn, Socle du Monde. Báðirtóku upp kyndil Mai'cel Duchamp sem var að því kominn að slokkna og lífguðu hann við. Þeir voru báðir dæmigerð börn eft- irstríðsáranna sem hófu listferil sinn á mörk- um nýs tímabils þar sem sterk þörf var fyrir því að prófa allt, endurskapa allt og endurupp- götva allt. Þeir voru yfirmáta hugmyndaauð- ugir og vildu handsama allt, — einnig frelsið. GruppoNucleare Manzoni byijaði myndlistarferil sinn 22 ára gamall á mjög klassískan hátt með því að mála landslagsmyndir. Síðan fór hann að mála verk með olíu og tjöru sem svipar dálít- ið til verka franska listamannsins Fautrier. Hann kallaði þau Hominidés vegna þess að þar mátti greina einhvers konar höfuðstóra líkamsbúka sem tvinnuðust saman við furðu- legt töfrastafakerfi. Árið 1957 gerðist hann einn af stofnendum Gruppo Nucleaire (Fontana, Baj, Colucci, Sordini, Verga og síðar Arman, Klein og Restany) og segir í yfirlýsingur sinni fyrir „lífræna málaralist" Per una pittura org- anica, „að það eigi að afhjúpa innri uppbygg- ingu raunveruleikans, þessa fijóanga sem fijóvga lífræna tilveru okkar.“ Um þetta leyti verða verk hans frumlegri og persónulegri. Hann heldur áfram að nota tjörukennda efn- isáferð en setur nú ýmsa samansafnaða hvers- dagshluti (nælur, títupijóna, lykla, tangir o.s.frv.) ofan á flötinn þannig að prentför myndast og úr verða verk sem minna óneitan- lega á sum verk sem Arman átti eftir að gera síðar. „Við viljum ekki lengur viður- kenna málverkið sem tvívíddarflöt þar sem hugarfóstur okkar birtast. Málverk tjáir frels- isleit okkar að upprunalegum myndum“, seg- ir Manzoni árið 1957. 2. janúar þetta sama ár opnar Yves Klein fyrstu einkasýningu sína á Ítalíu í gallerí Ápollinaire í Mílanó „Yves Klein proposte monocrome epoca blu“. Hann sýndi þar 11 blá mónókróm (einlitinga) sem öll voru í sömu stærð, en á mismunandi verði. Manzoni sá sýninguna margsinnis og varð yfir sig hrifinn og tókst að kynnast Klein örlítið persónu- lega. Sagan segir að Manzoni hafi síðan heim- sótt Klein 4 árum síðar þegar hann var stadd- ur í París og á hann að hafa kynnt sig á eftirfarandi hátt: „Þér eruð bláa mónókrómið, ég er hvíta mónókrómið, við ættum að vinna saman." En þar sem báðir létust langt um aldur fram varð aldrei um neina samvinnu hjá þeim að ræða síðar. ACHROME Eftir þetta fór Manzoni að gera tilraunir sínar með það sem hann kallar Achrome. Með þessum Achrome tillögum vildi hann Milanó e Mitologie, 1956, olía og tjara á masónít, 95x130 sm. Blástui listama ins, sprung blaðra, viður, 20x20 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.