Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 11
L Þess er minnst á þessu ári - þá alveg sérstaklega í Frakklandi - að 100 ár teljast vera liðin frá því Peugeot-bíla- verksniiðjurnar hófu starfsemi. Þarmeð er ljóst, að þessi framleiðandi franskra bíla er næstelstur í heiminum á eftir Daimler-Benz, sem á heiðurinn af því að vera fyrstur. Brautryðjandinn, Ar- mand Peugeot var svipað og Gottleib Daimler, talsvert á undan sinni samtíð og haldinn óbilandi trú á vélknúið öku- tæki. Ein og fleiri í síðari tíma sögu bílsins - Honda þar á meðal - byrjaði Armand Peugeot á á því að búa til reið- hjól og síðan einskonar millistig á milli reiðhjóls og bíls, nefnilega vagn á þrem- ur hjólum, en vélknúinn. Hugmyndin var komin frá 17 ára gömlum strák, sem hét Serpollet og farartækið var látið bera nafn hans. Þótt mjótt væri, gátu tveir setið framí og notað var venjulegt reiðhjóplsstýri. En tveir sátu afturí á bekk yfir vélinni. Það var svo á því herrans ári 1891, að herra Peugeot réðist í að fjöldaframleiða bílvél og það er talið marka upphafið að bílaframleiðslunni, sem haldizt hefur óslitið síðan og afkomendur Armands, sem að sjálfsögðu bera nafn hans eins og bíllinn, eiga að minnsta kosti stóran hluta í fyrir- tækinu. Snemma var farið að taka þátt í kapp- akstri, sem þá var nýtt sport, gífurlega vinsælt, en að sama skapi banvænt, því öryggið var þá ekki í fyrirrúmi. Þess er minnst, að árið 1895 tók Peugeot þátt í kappakstri í Frakklandi og voru tveir bræð- ur á bílnum. Þeir höfðu tvöfaldan metnað til að standa sig, því þeir voru höfundar að nýjum loftfylltum dekkjum. Bræðurnir báru nafnið Mich'elin, og framleiðsla þeirra varð vel kunn og er enn, þó ekki tækist þeim að sigra í kappakstrinum. Alla tíð síðan hafa forráðamenn Peugeot skilið þýðingu þess að standa sig í kapp- akstri og erfiðasta þrekraun í rallakstri, París-Dakar-ralllið, hefur unnizt á Peugeot oftar en á nokkrum öðrum bíl. Þar er mik- ið lagt undir og margir hafa týnt lífinu og margur bíllinn hefur verið skilinn eftir á brennheitum söndum Sahara. Christian Peugeot, einn af þeim sem nú halda um stjórnartaumana ásamt mynd- um af framleiðslulínunni 1937 og 1991. Ljónið sem Armand Peugeot gerði að táknmynd framleiðslunnar er enn á sínum stað og Peugeot-bílar hafa löngum haft þau megineinkenni að vera einstaklega mjúkir á fjöðrum, sparneytnir og endingar- góðir. Nú er kominn á markað nýr smá- bíll undir merki ljónsins, Peugeot 106, að- eins minni en Peugeot 204, sem verið hef- ur geysilega vinsæll í Evrópu og raunar nú í seinni tíð einnig hér á íslandi. Þar fyrir ofan koma millistærðirnar 309 og 405, en efst trónir flaggskipið, Peugeot 605. Eins og bílaáhugamenn vita, eignaðist Peugeot í tímans rás Citroen-verksmiðjurnar, en þessum bílum hefur samt verið haldið alveg aðgreindum. GS. Armand Peugeot, einn af brautryðjend- um heimsins í bílaframleiðslu fyrir síð- ustu aldamót og stofnandi Peugeot- bílaverksmiðjanna. / miðju: Þríhjólaði vagninn Serpollet og neðst: Við færi- bandið fyrir 43 árum. Peugeot-bílaverk- smiðjurnar 100 ára ( Rafbíllinn E1 frá BMW: Rafbíllinn E1 frá BMW sver sig í ætt- ina. Lofar góðu fyrir notk- un í borgarumferð E1 rafbíllinn er 3,64 m langur, 1,65 .m breiður og 1,5 m hár. Hjólhaf- ið er 2,32 metrar, bíllinn vegur 880 kg (með rafhlöðum), hann er fjögurra manna og hefur auk þess nokkurt farang- ursrými. Það var einmitt einn skilmálanna til hönnuða að þrátt fyrir að E1 væri smábíll yrði rýmið að vera sæmilegt. Önn- ur skilyrði voru að billinn væri auðveldur í meðförum, öruggur, vinnsla væri góð og að hann félli í útliti vel inn í BMW línuna. Hvað útlitið snertir þá er hann greini- lega BMW ættar. Hliðarbitar, þverbiti í mælaborði og læsivarðir hemlar eru meðal öryggisatriða. Rými í framsætum er gott en heldurþrengrajijá aftursætisfarþegum. Bíllinn er gerður fyrir borgarakstur og eftir 250 km akstur við venjuleg skilyrði þarf að hlaða hann í 6 til 8 tíma. Ætti það að duga í venjulegri notkun fjölskyldu- bílsins. Sem fyrr segir er hann 6 sekúndur að ná 50 km hraða en 18 sekúndur tekur að koma honum upp í 80 km hraða. Með þessum bíl eru BMW verksmiðjurnar að kynna framlag sitt til umhverfismála en tilraunir með rafbíla hafa farið fram hjá BMW allt frá árinu 1972. jt Svona lítur mælaborðið út í BMW rafbílnum. Rafbíllinn E1 frá BMW vakti mikla athygli á bílasýningunni í Frankfurt sem lauk um síðustu helgi en gert er ráð fyrir honum á göturnar innan fárra ára. Tæknimenn BMW Technik sem er dótturfyrirtæki BMW hófust handa af fullum krafti fyrir tæpu ári og sýndu nú bíl sem getur ekið 260 km á hleðsl- unni, náð 120 km hámarkshraða og er 6 sekúndur úr kyrrstöðu í 50 km hraða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS . 28. SEPTEMBER 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.