Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 3
TPgmnr iö] (öj ® ia] s] [m] ® (l) h [g [g [n [mi ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Forsíðan Meðal íslenzkra myndlistarmanna, sem sezt hafa að erlendis og haslað sér völl þar, er Vignir Jóhanns- son, sem bæði er málari og myndhöggvari. Hann hefur nú flutzt frá New York vestur til í Nýjti Mexíkó og myndin á forsíðunni er úr vinnustofu hans þar og birtist í listtímariti í tengslum við sýn- ingu sem Vignir hélt þar vestra. Vignir nefnir verk- ið „skúlptúr í framvindu” og er það unnið með bland- aðri tækni úr bronsi, máluðu graníti og steinsteypu Grunnurinn að íslenzkri myndlist framtíðarinnar er Iagður í Myndlista- og handíðaskóla íslands, sem hefur verið gagnrýndur, m.a. fyrir að útskrifa of marga nemend- ur. í viðtali við Lesbók telur Bjarni Daníelsson skóla- stjóri þó, að ekki sé um of að útskrifa 45 nemendur á ári. Eiffelturninn er tákn og fyrsta verk módernismans í byggingar- list, segir Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur, í grein sem fjallar þó ekki fyrst og fremst um þennan fræga turn, heldur ýmislegt, sem gerst hefur í veröldinni uppá síðkastið frá Vítetnamstríði og Watergatemál- um til Persaflóastríðsins og þá ekki síst með tilliti til hlutverks fjölmiðlanna. Melstadur í Miðfirði hefur lengi verið prestsetur og þar bjó á árunum 1877-1906 merkisklerkurinn séra Þorvaldur Bjarnarson ásamt konu sinni, Sigríði Jónasdóttur. Þorvaldur var íjölgáfaður maður og mæltur á öll helztu tungumál álfunnar. Um liann skrifareinn af niðjum hans, Hólmgeir Björnsson. HALLGRÍMUR PÉTURSSON Ölerindi Nú er eg glaður á góðri stund, sem á mér sér; guði sé lof fyrir þennan fund, og vel sé þeim sem veitti mér. Viljað hef eg á vina mót, sem nú á sér, reynt af mörgum hýrleg hót; vel sé þeim sem veitti mér. Þó mungátsorð séu mörg og smá, sem oft við ber, til lasta ekki leggja má, því veldur sá sem veitti mér. Yndi er að sitja öls við pel og gamna sér; en fallegt er að fara vel, þó ör sé sá sem á skenkir. Gott er að hafa góðan sið, sem betur fer, aldrei skartar óhófið, og er sá sásll sem gáir að sér. Gott er að hætta hverjum leik, þá hæst fram fer. Nú skal hafa sig á kreik; vel sé þeim sem veitti mér. Höfund Passíusálmanna þarf varla að kynna fyrir íslenzkum lesend- um. Fyrir utan trúarlegan skáldskap Hallgríms, sem ber lang- hæst, orti hann nokkur veraldleg kvæði, sum í gamansömum tón, þar á meöal Ölerindi. Hvers þarf með í höfuðborg? Aundanfömum vikum og mánuðum hefur orðið mikið jaml og japl og fuður um óheyrilegan kostnað umfram áætl- anir við byggingu Perl- unnar á Öskjuhlíð. Sama hefur gerst við byggingu ráðhússins og þar áður var það breytingin umdeilda á Þjóðleikhúsinu. Venjulegum ráðvöndum borgurum, sem verða að bera ábyrgð á sínum fjármálum, er þetta vitaskuld óskiljanlegt. Eigum við svona bágborna sérfræðinga, að þeir geti ómögulega gert marktækar áætlanir, eða er viljandi lagt í stórframkvæmdir með vit- lausar áætlanir til þess að þær fáist sam- þykktar? Nákvæmtega það sama átti sér stað með Leifsstöð, svo segja má, að þetta sé orðin regla en ekki undantekning. Það er svo allt annað mál, að kannski er verðmiði á Perlunni uppá 1600 milljónir og á ráðhúsinu uppá 3-4000 milljónir ekk- ert til að væla útaf. Höfuðborg án mark- verðra stórbygginga er svo sem ekki neitt neitt, en af því sem skrifað er í blöðin er ekki hægt að sjá að vælukjóarnir hafi yfir- höfuð neinn metnað fyrir hönd borgarinnar. Þeir sætta sig við þann dapurlega kotrassa- brag, sem ennþá er á miðbæ Reykjavíkur og sæmir ekki höfuðborg. Á fyrriparti aldar- innar var farið myndarlega af stað með stór- byggingar á borð við Hótel Borg og Natans & Olsens-húsið, nú Reykjavíkur Apótek. Á langmesta byggingaskeiði þjóðarinnar, síðastliðin 60 ár, hefur svo til ekkert gerst til framfara í Kvosinni, þar til byrjað var á ráðhúsinu. Því miður skiptir það þó ekki sköpum; það bregður ekki „stórum svip yfír dálítið hverfi” eins og Einar Benediktsson orðar það í kvæði sínu um útsæinn. Ráðhúsinu svipar að því leyti til Norræna Hússins, að það þyrfti að standa eitt sér til þess að njóta sín. Það er of seint að tala um það núna, en ráðhúsið hefði betur verið byggt við suðurenda Tjarnarinnar, þar sem það hefði notið sín frá öllum hliðum, auk þess sem aðkoman að því hefði orðið marg- falt auðveldari. Með þeirri staðsetningu, sem barin var í gegn, meira af kappi en forsjá, voru mistökin frá byggingu Þjóðleikhússins endurtekin. Tvær grundvallarbyggingar í höfuðborg - báðar með því bezta í íslenzkum arkitektúr - eru staðsettar þannig að þær njóta sín ekki og borgin hefur ekki heldur þann ávinning af þeim sem skyldi. Sama verður ekki sagt um Hallgríms- kirkju og Perluna, sem er út af fyrir sig er perla, en þetta nafn er svo væmið að mér svelgist hálfparinn á í hvert sinn, sem ég þarf að bera mér það í munn. Þessar tvær byggingar rísa uppúr flatneskjunni og setja meiri svip á höfuðborgina en flestar aðrar, enda er þeim ekki kúldrað niður á sama hátt og Þjóðleikhúsinu og ráðhúsinu. Lengi hefur verið í tízku að ónotast út í Hallgrímskirkju og fínna henni það til for- áttu meðal annars, að hún sé sambland alls- konar stíltegunda. Þessi gagnrýni hefur heyrst frá sumum arkitektum, sem ég get ekki ímyndað mér að skilji eftir sig nein varanleg spor og hafa teiknað hús sem eru álíka frumleg og skókassar. Að vísu finnst mér að Guðjóni Samúelssyni hafi tekizt betur með Þjóðleikhúsið og Sundhöllina, en ég held að í framtíðinni, þegar áhrif hins sálarlausa módernisma í byggingum verða að fullu og öllu fyrir bí, þyki eftirkomendum okkar mikill fengur í því að þessi kirkja, sem engri annarri er lík, skuli gnæfa yfir borgina. Eg er líka nokkumveginn viss um, að þegar framí sækir vill enginn án Perlunnar vera og þessi 800 milljón króna hækkun, sem nú er til marks um ábyrgðarleysi okk- ar, gleymist sem hver annar hégómi. Meðal alls þess sem við höfum byggt í seinni tíð hefur Perlan mesta sérstöðu. Það er undir- staðan, hitaveitutankamir, sem umfram allt skapa húsinu þessa sérstöðu, svo og gler- hvelfingin, en það er líka lofsvert, hversu vel húsið er leyst að innan. Þarna er arki- tektúr, sem hægt er að sýna með stolti og er ekki eins og eftirmynd einhverra frægra húsa í útlöndum. Formrænt séð er Perlan veizla fyrir aug- að og svo er önnur veizla að virða fyrir sér útsýnið á fallegum degi. En veizlan endar líka þar. Það plagar flesta arkitekta okkar, að annaðhvort hafa þeir ekki litaskyn sem skyldi, sem væri bagalegt í þessari atvinnu- grein, eða þá að þeir em haldnir lithræðslu. Perlan er afskaplega köld í lit að innan með öllum þessum álklæðningum, stáli gleri og annarri grámusku. Trjágróðurinn bjargar miklu í þá veru að gera þetta glæsta um- hverfi ögn hlýlegra, svo og myndlistin sem þar er til sýnis. Þessvegna verður húsið ekki eins og einhverskonar skelfileg klaka- höll. Allt breytist hinsvegar til hins betra, þeg- ar hús með kuldalegan blæ fyllast af fólki. Perlan er stórkostlegur vettvangur fyrir margskonar uppákomur; það hefur þegar komið í ljós. I sumar myndaði húsið eftir- minnilega umgjörð utanum hátíðlega setn- ingu á fjölþjóðlegu golfmóti og strax á eft- ir fór fram tízkusýning á jarðhæðinni fyrir troðfullu húsi. Þá sást að það er ómetanlegt að eiga í slíkt hús að venda; það er einfald- lega eitt af því sem þarf að vera til í höfuð- borg. Við höfum hinsvegar ekki eignast allt það helzta, sem verður að vera í höfuðborg; ekki sízt borg sem þykist hafa listrænan metnað. Tónlistin er húsnæðislaus og það fer lítið fyrir áhuga lands- og borgarfeðra í þá veru að koma upp Tónlistarhöllinni, sem þó er búið að teikna og á víst einhverntíma að rísa í Laugardalnum. Það virðist vera vel hannað fjölnota hús fyrir hljómleikahald og óperuflutning. Þar að auki nýtist húsið fyrir ráðstefnuhald, sem er nú eitt af því sem við viljum auka til að skjóta fleiri stoð- um undir gjaldeyrisöflunina. Sá möguleiki hefur verið orðaður, að Reykjavík verði kjörin „Menningarborg Evr- ópu” á eftir Madrid, sem hefur heiðurinn á næsta ári. Þetta mun örva straum menning- arþyrstra ferðamanna til muna, því upphefð- inni fylgir, að standandi listahátíð verður að vera á því ári. Þó hér sé eitt og annað sem til menningar horfír, má ætla að tals- verða glýju þurfi að hafa í augum til þess að láta sér detta þetta í hug í alvöru. Borg sem vantar frambærilegt tónlistar- hús getur ekki með neinu móti axlað þann heiður. GÍSLI SlGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. OKTÓBER 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.