Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 4
Hvað þýðir Eiffelturninn? Við eybúar hér norðurí Atlantshafi finnum vita- skuld til einangrunar. Það höfum við altaf gert. En sú einangrun sprettur ekki af neinu sérsinni né fælni okkar við hinn stóra heim. Þvertámóti hefur fjarlægðin frá meginlandinu Alræði öreiganna þurfti líka sín trúarbrögð. Þannig er Heilög þrenningin Marx, Engels, Lenín til komin. Marxisminn, sem upphaflega var hálfvegis vísindalegt hálfvegis heimspekilegt félagsmálagrufl, fyren varði orðinn að trúarbrögðum. Eftir ÞORGEIR ÞORGEIRSON löngum æst í okkur skerandi hungur eftir hverslags hlutdeild eða þáttöku í því sem Evrópa er að hugsa eða framkvæma. Til sögualdar má rekja hugtak sem enn þann dag í dag hefur þunga merkingu í hugum ungra íslendinga. Að sigla. Fólk þarf að sigla. Með öðrum orðum: að sjá heiminn. Til forna var það ófrávíkjanlegur þáttur í uppeldi höfðingjasona að þeir sigldu, fóru utan. Núádögum verða allir ungir menn og allar ungar stúlkur að fá allt það sem áður veittist einungis höfðingjasonum. Það er inntak lýðræðisins. Og flest ungmenni sigla einsog það enn heitir þó utanfarar nútímans velkist ekki lengur á kvikri haföldunni held- ur sigla þeir um ósónfátæk háloftin. Samhengið birtist þó í því að brennandi þörf okkar fyrir að fylgjst með hún angar enþá af sjóriðu og svimandi hafi. Stundum getur þetta orðið svolítið fyndið. Þegar ég bjó suðurí París, í Saint- Germain-des-Prés hverfinu, á árunum 1955-56, blasti Eiffeltuminn mikli daglega við mér útum þakgluggaboruna mína, en sá turn var á sínum tíma reistur tilað minn- ast aldarafmælis hinnar borgaralegu lýð- ræðisbyltingar. Turninn er talinn fyrsta mannvirki veraldarinnar í módernískum stíl, þ.e.a.s. sjálft upphafsstef módernismans, því fanst mér fátt mikilsverðara fyrir ungan listamann en það að skilja merkingu hans. Hvað hefur hann að segja þessi tum sem Monsieur Eiffel datt oná að byggja árið 1889? Eða með einföldum bláttáfram orðum: Hvað þýðir Eiffeltuminn? Það er hálfankanalegt að hugsa til þessa blánka verkakonusonar sem kominn er í anda fornra höfðingja suðurtil Parísarborg- ar og situr þar á umbúðakassa við þak- gluggann sinn niðursokkinn í vonlaus heila- brot um merkingu Eiffeltumsins. Spurningu minni fann ég ekkert svar í þeirri ferð. En 35 ámm síðar laust svarinu þó onyfír mig þar sem ég sat í stofusófanum Marx „ósveigjanlegur hrottaskapurinn í ritskoðun kotnmúnismans sem bar í sér dauðamein kerfisins alls.” og horfði á heimsfréttirnar gegnum útsýn- isljóra sjónvarpskassans míns. Aðstæðurnar vom dálítið sérstakar. Þegar Operation Sandstorm eða innrás- in í Kúvæt var í undirbúningi í fyrravetur komumst við íslendingar í beint samband við heimsfréttimar um gerfihnetti. Menta- málaráðuneytið mat bröltið í Miðausturlönd- um sem tímamótaviðburði og sjónvarpið fékk undanþágu til að varpa út beinum gerfítunglafréttum á ensku frá kl. 23 á kvöldin til kl. 9 að morgni. Fínir alþjóðlegir fréttamannahópar frá Sky og CBS vom allt í einu næturgestir í hverri stofu. Þessir óvæntu gestir skýrðu margt fyrir manni, einkum þó óbeint. Tilaðmynda leyndi það sér ekki að þetta vom fyrirmyndimar að framkomu sjónvarpsþulanna okkar hér. Þannig varð það ljóst hvers vegna íslensku sjónvarpsþulimir höfðu lagt sér til nefmælg- ina. Framundir árið 1987 var íslenska nær undantekningarlaust töluð í gegnum munn- inn, en eftir þann tíma em vissir hópar farn- ir að tala þetta forna tungumál með fram- andlegum hætti í gegnum nefið. Þessi nýj- ung tekur mið af eintóna einkynja einhæfum alþjóðlegum stíl sjónvarpsfréttamanna. Þannig er semsé vald stflsins. Maður situr þarna í stofusófanum og það brestur á með viðtali við Bush forseta um Sandroksaðgerðirnar. En Bush forseti situr óhagganlegur eins og Eiffeltuminn framan við myndavélarnar og tilkynnir: Ég get lof- að því að þetta verður ekkert nýtt Víetnam. I can promise you: this is not going to be another Viet-Nam. Forsetinn heldur áfram að minna á Eif- feltuminn og 35 ára gömul spurning hvarfl- ar að mér á ný. Hvað þýðir Eiffelturninn eiginlega? Ég kem að því síðar. Fyrst nokkur orð um stfl valdsins. Á dögum Víetnamstríðsins og Watergate- málanna tóku fjölmiðlar völdin í nafni sann- leikans. Stfll þeirra var þá knýjandi, nánast innfjálgur, voldugur. En það stóð ekki lengi. Nú hefur valdið aftur tekið fjölmiðlana í sínar hendur. Stíllinn nýi byggir á cool ein- tóna einkynja einhæfum alþjóðlegum brag sem aðrir kannski hafa gefið heppilegt nafn, en ég ætla hér að kalla ósjálfráða sjálfshafn- ingu. Þetta er sjálfshafning án sambands við neitt sjálf. Þetta byggir á persónum án persónuleika. Þetta hefur allan heimsins glæsibrag en er þó laus við sjarma. Þetta talar einsog I fyrirmælum. Um nokkra stund hefur auglýsingaiðnaðurinn eflt og ræktað þetta mótsagnakennda fyrirbæri. Fjölmiðl- arnir sem verða peningalega æ háðari aug- lýsingaiðnaðinum hafa nauðugir orðið að tileinka sér stíl auglýsinganna. Maður les orðið heilu tímaritin án þess að vita hvar myndefni viðtalanna endar og auglýsingarn- ar taka við. Maður horfir á sjónvarp og gerir varla greinarmun á sápuauglýsingu og stríðsfrétt, nema ég hefði átt að segja sápufrétt og stríðsauglýsingu. Sky-fréttirn- ar með samtímaútsendingum CBS-stöðvar- innar, sem ég horfði á 15 mínútur á hveiju kvöldi í vetur, þær voru tæknilega séð hreint undur, en mannlega séð voru þær afar fátæklegar. Það eina sem ég enn man af þessu er stigvaxandi pirringurinn af þeirri tilfinningu að vera orðinn tilraunadýr í einhverri tómleikans alsheijartilraun smink- og hárgreiðsludeildanna hjá Sky og CBS. Það er semsé þessi eintóna einkynja ein- hæfi alþjóðlegi stfll fréttanna sem Bush for- seti sækir vald sitt í þegar hann tilkynnir: I can promise you: this is not going to be another Viet-Nam! Tími hins ágenga sann- leika í sjónvarpi heimsins er liðinn. Hinn ósjálfráða sjálfshafning tekin við. Með henni eiga hvorki Víetnam né aðrar staðreyndir neina samleið. Hún býr öll og óskift í formi sínu, útliti og stíl. Nú fer ég bráðum að snúa mér aftur að spumingunni um merkingu Eiffelturnsins, en fyrst koma fáeinar grundvallarathuga- semdir um valdið. Valdið geta menn athugað í fræðilegu, sögulegu eða þá pólitisku samhengi vilji þeir flýja þá upprunalegu staðreynd mann- eðlisins að huglæg forsenda valdsins heitir sjálfshafning. Áðuren maður tekur sér vald yfir annari mannveru verður hann að hafa sagt við sjálfan sig: ég er betri. Framkvæmd valdsins heitir oftast hrottaskapur. Þannig eru sjálfshafning, vald og hrottaskapur órofa þættir í sama ferlinu. Þijár mismun- andi hliðar á sama hlut. Um þetta gátu menn lesið í Ólafs sögu helga og síðarmeir í Gerplu Halldórs Laxness, en báðar þær sögur fjalla um tilurð konungsvaldsins. Sjálfshafning og hrottaskapur valdbeiting- arinnar svarar sér undireins í hræðslu við réttmæta einangrun, hræðslu sem á hátíða- stundum er kölluð samviska. Því er það sem keisarar og kóngar þáðu vald sitt frá þrenn- ingu guðdóms sem lýtur að sínu leyti reglum sjálfshafningarinnar: Sonurinn speglar sig í Heilögum anda og sér Föðurinn. Þannig tengjast trúarbrögð valdstjórninni. Ein- valdshefðin þarf að gera trúarbrögðin að skálkaskjóli sínu, en trúin hefur að vísu margt annað til síns ágætis sem margoft varð til að slá á hrottaskap einvaldsins og pótintáta hans. Þó enganvegin alltaf. Svo kom borgaralega lýðræðisbyltingin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.