Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 12.10.1991, Blaðsíða 7
Frá vorsýningu Myndlista-og handíðaskóla íslands 1991 í tilvonandi húsakynnum skólans í nýja húsinu í Laugarnesi. eins 10% af nemendum skólans eigi erindi þangað, þá hlýtur honum að hafa yfirsést með hlutverk skólans. Þá mætti eins segja, að læknadeild Háskólans ætti bara að mennta skurðlækna; allt annað væri óþarft.” „Á bak við útlitið á öilum þeim varningi sem við kaupum, eru hönnuðir, að ekki sé nú talað um umbúðirnar, sem skipta gífur- legu máli á frjálsum markaði. Þyrfti ekki að beina fleiri nemendum inná brautir hönn- unar? „Jú, það er alveg rétt. Við höfum verið að beijast fyrir því í mörg ár að auka hönn- unarnám. Við gerðum tilraun með eins árs hönnunarnám síðastliðinn vetur og erum nú að vinna úr niðurstöðum þeirrar reynslu. Að ári vonumst við til að geta aftur boðið uppá slíkt nám í samvinnu við nokkra skóla í Reykjavík, t.d. tækniskólann, Iðnskólann og Háskóla Við höfum einnig lagt vaxandi áherzlu á hönnunarþáttinn í ýmsum greinum innan skólans.” „Vegna listkynninga í Lesbókinni hefur ég á undanförnum árum hitt margar ungar listspírur, nýkomnar frá framhaldsnámi í útlöndum og í þann veginn að hefja feril sinn hér með listsýningu. í samtölum við þetta fólk hefur komið fratn í fyrsta lagi, að það vill búa og starfa á Islandi og í öðru lagi það, að það ímyndar sér að hægt sé að lifa af Iistinni einvörðungu. Svarið hefur oftast verið á eina lund:- Ég ætla mér að vinna að list minni og ekkert annað að gera.- Vegna þess að ég veit hvernig raun- veruleikinn er - og það veizt þú líka - hefur mér oft komið til hugar, hvort ekki sé verið að leiða fólk út í eitthvað, sem síðar veldur sálarangist og vonbrigðum? „Eg held að menn geri sér mjög fljótt grein fyrir því, að það sé ekki feitan gölt að flá með því að gerast myndlistarmaður. En þegar nemendur vilja fara í framhalds- nám til útlanda, held ég að orðin sé svo mikil alvara á bak við þá ákvörðun, að eitt- hvað mikið þurfi til að beina þeim á aðrar brautir. Areiðanlega hafa ýmsir vel mennt- aðir myndlistarmenn orðið fyrir vonbrigðum og fundið óþyrmilega fyrir því, að brauð- stritið var krefjandi. En svona hefur þetta alltaf verið; menn láta sig hafa þetta og neita sér þá um margskonar þægindi og munað. Það er vaxandi hópur af ungu mynd- listarfólki, sem stundar list sína af kappi, þó eitthvað annað verði að grípa í sér til framfæris. Núna er talsvert algengt að ung- ir myndlistarmenn séu að sýna hér og kannski á 2-3 stöðum erlendis. Þarna er mikill dugnaður á ferðinni.” „Hefur konsept eða hugmyndalist, sem talsvert hefur verið áberandi innan og utan skólans um árabil, haft áhrif á skólann al- mennt ogþá kannski orðið til þess að áherzl- um væri breytt? „Ef við tökum Nýlistadeildina, sem fyrir nokkrum árum var rekin innan MHÍ, þar sem markvisst var greitt fyrir umræðu um erlenda strauma eins og konsept, þá hafði sú umræða mikil áhrif á aðrar deildir skól- ans. Það má segja, að almenn umræða um myndlist innan skólans hafi breyzt veru- lega, án þess þó að kennslufyrirkomulagi væri breytt. En ég undrast það oft hve litl- ar breytingar hafa orðið á kennslu í hinum hefðbundnu myndlistargreinum á síðustu áratugum. Ef maður lítur t.d. á samband myndlistar og tækni áður fyrr, þá gæti maður búizt við að öll þessi hátækni hefði meiri áhrif, en svo er ekki. En allar stefnur og straumar sem upp koma í listum skilja þó eftir sig einhver spor.” „Sagt hefur verið með réttu eða röngu, að ekki sé hægt að kenna neinum að verða listamaður, ef hann hefur ekki góð innri efni til þess. Það séu hæfileikarnir sem skipti máli. Telur þú að hlutverk skóla af þessu tagi sé að kenna fyrst og fremst vinnubrögð og tækni, eða viltu skora á hólm þessa viðteknu skoðun og reyna beinlínis að búa til góða listamenn úr nemendum, sem hafa kannski listræna hæfileika rétt í meðallagi? „Sjálfsagt er það rétt, að til þess að verða góður listamaður þurfi hæfileika. Eg er hins- vegar ekki viss um að þeir séu frábrugðnir þeim hæfileikum, sem þarf til þess að gera ýmsa aðra hluti vel. Burtséð frá þessu hæfi- leikatali, þá tel ég að myndlist sé fyrst og fremst spurning um ögun og einbeitni. Ég held að það sé hægt að aga sig við listræna tjáningu og sköpun ekkert síður en við vél- ritun eða hástökk. Þessu hlýtur listaskóli að gera ráð fyrir. í mínum huga er sá myndlistarskóli góður, sem gerir hvort- tveggja i' senn að þjálfa nemendur til sjálf- stæðrar, skapandi vinnu og kennir þeim líka þá tækni, sem þeir þurfa til þess að ná markmiðum sínum.” LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. OKTÓBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.