Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Blaðsíða 4
Lasarusarstefnan - óheillaþróun í meðferð íslenskrar tungu Tölvur sem hjálpar- Jvokkar í kennslu Aður en hafist verður handa við að skipuleggja skólakennslu í móðurmáli á nýjan leik þarf sá hugsunarháttur umfram allt að víkja að ÖLLU verði að gera skil í kennslustundum áður en nemendur útskrifast. Annars sé engin Háskólakennurum verður tíðrætt um að boð og bönn leiði til málótta, já, meira að segja til málfarslegrar stéttaskiptingar. Ætli það sé ekki nær sanni að málótti manna stafi fyrst og fremst af þeim hringlandahætti og stefnuleysi sem ríkt hefur í málfarsefnum? Eftir RAGNHEIÐI BRIEM 2. hluti. von til að það komist nokkurn tíma til skila. Á þetta ekki síst við um bókmenntakennslu. Bókmenntakennslunni þarf að breyta þannig hún örvi nemendur til bóklesturs eftir að formlegu skólanámi lýkur. Meðan nemendur eru'í skóla er í langflestum grein- um ætlast til að þeir séu stöðugt að lesa bækur. Það er því óraunsæi að láta sér detta í hug að þeir noti tómstundir sínar til að lesa enn fleiri bækur, ekki síst þegar svo margt annað stendur þeim til boða. Öðru máli gegnir síðar á ævinni. Með auknum þroska má búast við að lestrarlöng- un fari að segja til sín. Þá eru dagblöðin helsta lesefnið og skólabókabunkarnir löngu horfnir. Þegar hér er komið sögu skiptir öllu máli að bókmenntakennslu hafi verið þannig háttað að áhugi blundi enn með mönnum og þeir viti hvar þeir eiga að leita fanga. Þegar ég var bam og unglingur man ég að á fiestum heimilum, þar sem ég var gestkomandi, gaf að líta eina bókahillu með Islendingasögum. Þessar svörtu bækur með gylltu stöfunum prýða enn veggi á mörgum íslenskum heimilum og eru yfirleitt lítið farnar að snjást þótt þær séu jafngamlar lýðveldinu. Marga þekki ég sem hafa ætlað að „lesa nú loksins íslendingasögumar”, hafa gripið fyrstu bókina og byijað fullir einbeitni. En lesturinn hefur sóst svo illa að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. Ástæðan er sú að venjulegt fólk getur ekki lesið fombókmenntir sér til ánægju nema með miklu ýtarlegri skýringum en tíðkast hafa til þessa. Skýringamar þurfa auk þess að vera eins aðgengilegar og meg- inmál hverrar bókar, þannig að ekki þurfi að leita þeirra á öðrum stað. Það er alls ekki nóg að láta fylgja landakort, ættartöl- ur og uppdrætti alls konar til skýringar og skemmtunar (þótt það sé auðvitað mikill kostur) heldur þurfa lesendur að geta fund- ið skýringar á hveiju einasta atriði, sem vefst fyrir þeim, án þess að fletta. Og ekki aðeins orðskýringar heldur útlistun á hugs- un höfundar, tengsl við aðra atburði (Is- lands)sögunnar og tilvísun í bækur sem ijalla nánar um efnið en mögulegt er í skýr- ingunum. Ritstjórar, sem annast útgáfu fornra bók- mennta, em að jafnaði fræðimenn á sínu sviði. Eftir áratugarannsóknir er eðlilegt að þeim finnist efnið eins ljóst og dagblöðin sem þeir lesa með morgunkaffinu. Þess vegna þarf að leita út fyrir fílabeinsturn fræðimanna til að kanna hvaða skýringar em nauðsynlegar til að gera fombókmennt- ir aðgengilegar leikmönnum. Hvernig Læra Englend- INGAR SHAKESPEARE? Við bókmenntanám í Háskóla íslands kynntist ég því hvernig gera má þunga texta auðskilda og raunar svo skemmtilega að það gleymist aldrei. Við lásum Shakespeare í útgáfu sem nefndist New Swan Shakespe- are. Á hverri opnu var vinstri blaðsíðan notuð undir skýringar en sú hægri fyrir texta höfundar. Þarna voru efnisskýringar með venjulegu letri en tölusettar orðskýring- ar með skáletri og skýrð orð merkt til sam- ræmis. Þessi útgáfa var ætluð útlendingum og orðaforði skýringanna miðaður við 3.000 orð eftir ákveðnum reglum sem ég hirði ekki um að lýsa hér. Ég frétti löngu seinna hjá afgreiðslumanni í Foyles, bókaverslun- inni frægu við Charing Cross Road, að flest- ir kaupendur þessarar útgáfu væm enskir stúdentar í bókmenntanámi sem ættu í mesta basli við að komast gegnum Shake- speare með þeim skýringum sem talið væri að dygðu innfæddum. Ef við viljum að íslendingar kynnist bók- menntaarfí þjóðarinnar verður að gera hann eins aðgengilegan og kostur er. Fræðimenn þurfa að sjálfsögðu að sjá um skýringar en leikmenn eiga að segja til um hvað skýra skuli og hversu nákvæmlega. Þegar lesendur hafa komist einu sinni gegnum þunga íslendingasögu (eða aðrar fornbókmenntir) með aðstoð ýtarlegra skýr- inga á borð við þær sem er að finna í New Swan Shakespeare er ekkert líklegra en þeir lesi sömu bók aftur sér til ánægju í óskýrðri útgáfp, sennilega oftar en einu sinni. Þá er til mikilla bóta að fáanlegar séu vandaðar útgáfur. Ég nefni sem dæmi Sturl- ungu frá Bókaútgáfunni Svart á hvítu. Það tekur tíma að koma upp alþýðubóka- safni á borð við það sem ég hef lýst og ef til vill erfítt að ákveða hvar ætti að byija. Það þyrfti að gera í samráði við bókmennta- fræðinga. T.d. væri auðvelt að kanna meðal kenn- ara í greininni hvaða bækur Islendingur þyrfti að þeirra dómi að hafa kynnst til að geta talist vel lesinn í bókmenntum þjóðar sinnar. Þegar sá (langi) listi lægi fyrir mætti þrengja valið með því að biðja fræð- ingana að hugsa sér að þessi ímyndaði les- andi yrði af einhveijum ástæðum að láta sér nægja að lesa aðeins tuttugu bækur eða tíu eða fímm. Síðan ætti að byija á að gefa þær fímm bækur út með eins nákvæmum skýringum og þyrfti. Að Vekja áhuga Til þess að ýta undir það að nemendur í skólum kynnist einhveiju öðru bundnu máli en kvæðum, sem þeim er sett fyrir að læra utan bókar eða lesa með skýringum undir handleiðslu kennara, má beita ýmsum að- ferðum sem hugsanlega yrðu til þess að vekja áhuga á Ijóðalestri síðar á ævinni. T.d. mætti útbúa verkefni sem ekki væri hægt að vinna án þess að biaða í einni eða fleiri ljóðabókum. Dæmi: Finndu í einhverri ljóðabók á list- anum hér að neðan kvæði/vísu sem felur í sér heilræði eða lífsspeki að þínu skapi. Skrifaðu vísuna upp og endursegðu hana í óbundnu máli. Lýstu síðan í örfáum orðum hvers vegna þérgeðjast að boðskap höfund- ar. Ef þú finnur enga slíka vísu veldu þá einhverja sem þér líkar ekki, endursegðu efni hennar og skýrðu hvers vegna þú ert ósammála höfundi. Þessu verkefni gætu fylgt vísbendingar: Steingrímur Thorstems- son orti margar stuttar vísur í þessum dúr o.s.frv. Annað dæmi: Lærðu eitt kvæði úr ljóða- bók af listanum og farðu með það fyrir bekkinn í næsta íslenskutíma. Ekki er að efa að nemendur mundu kynnast ýmsum ljóðum við að leita að stysta og auðlærð- asta kvæðinu í bókunum! Sá lestur yrði þó varla með neikvæðu hugarfari sem oft fylg- ir því að verða að læra einmitt það sem kennarinn heimtar. Ekki er vandasamt að semja verkefni af þessu tagi og oft hafa nemendur sjálfir góðar hugmyndir að 'viðfangsefnum sem þeim fínnst forvitnileg og vinna að þeim af meiri áhuga en öðrum. í þessu sambandi hvarflar hugurinn enn til þeirra daga er ég var við enskunám í háskóla og bókmenntakennarinn setti stúd- entum fyrir að lesa svo langar og leiðinleg- ar bækur eftir Charles Dickens að hreint kvalræði var að þrælast gegnum þær. Að- spurður sagði hann okkur að þetta gerði hann af ráðnum hug því að allir læsu hvort eð er skemmtilegu bækurnar eftir Dickens. Þetta finnst mér eins vitlaus kennslu- fræði og hugsast getur enda fór svo að ég hef varla opnað bók eftir Dickens síðan, ekki einu sinni þær „skemmtilegu”! Við vitum að myndefni höfðar mjög til nútímafólks. Þess vegna er brýnt að gerðar séu sem flestar kvikmyndir um efni ís- lenskra bókmennta, einkum þeirra sem erf- iðastar eru aflestra. Ættu slík verkefni að vera á forgangslista þegar úthlutað er úr Kvikmyndasjóði. Því nefni ég þetta að ég hef kynnst því hjá nemendum mínum hvílík lyftistöng kvik- myndin Utlaginn varð þeim við lestur.Gísla sögu Súrssonar. Þeir bókstaflega ljóma við tilhugsunina um það hvernig söguþráður þessarar (að þeirra mati) þrautleiðinlegu bókar, þar sem allir hétu Þorkell, Þorbjöm eða Þorgrímur, stóð þeim skyndilega ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum og varð í einu vetfangi hin skemmtilegasta lesning. Auðvitað yrði ódýrara og hentaði eins vel í kennslu, ef ekki betur, að gerð yrðu mynd- bönd um valda kafla fremur en heilar bæk- ur. Væri bókin fáanleg í „alþýðuútgáfu” eins og ég lýsti hér að ofan gæti stutt mynd orðið til að vekja áhuga á lestri allrar sögunnar seinna. I stuttu máli þarf að skipuleggja bók- menntakennslu í skólum sem heildræna kynningu á bókmenntum þjóðarinnar og leggja höfuðáherslu á að gera þá kynningu „Svo vel vill til að á þessu vandamáli er til fullkomin lausn. Þegar nemendur eru komnir á skrið með stafsetningu geta tölvur tekið við kennslunni og leyst það verk mun betur af hendi en bekkjarkcnnara er unnt.” Teikning: Gísli J. Ástþórsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.