Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1991, Side 11
fyrir neðan skemmuna og með kistil með sér, sem hún fyrr hafði sést stinga böggli í. Þessi kistill verður nú sönnunargagnið, þegar Gissur spyr son snn út úr. Nú kemur í ljós, að þjófurinn er sú lærbrotna vinnu- kona sjálf. Segir hún sér það til málsbóta, að í þau þijú ár, sem hún hafi verið vinnu- kona lijá lögréttumanni hafi hún ekki kaup fengið. Manga fær það straff að vera rek- in úr vistinni fyrir ófrómleika sinn, en slepp- ur við tugthúsið vegna nísku Auðunar og fær að hökta til hans Jóns síns í Hjáleig- unni. Og. að sjálfsögðu fá svo þau Andrés og Una að eigast í lokin. Eins og sjá má, er efnið ekki verulega veigamikið, og úr því unnið á þann veg, að vel skilst, að leikurinn hafi verið saminn í flýti. Byggingunni er ábótavant; ein aðal- persónan, Hrólfur, dettur út eftir fyrsta þátt, önnur, Manga, kemur ekki nægilega mikið við sögu í hinni eiginlegu leikfléttu, til þess að hún verði að þeirri aðalpersónu, sem hún hefði getað orðið; sama má í raun segja um Auðun, þó að hann sé viðriðinn flest það sem í leiknum gerist. En þessi þijú eru fulltrúar þess, sem skáldið beinir spjótum sínum að: flysjungsháttur Hrólfs og lygar, svik og prettir; dómgreindarleysi Auðuns og uppskafningsháttur, dómgirni og flumbrugangur, níska og ágirnd; ótrú- mennska og fólska Margrétar, hræsni og yfirdrepsskapur. Margrét er þó sú eina, sem eitthvað hefur sér til málsbóta, en ekki er verulega vel úr því unnið og hnúturinn leystur fullauðveldlega. Enn verr er þó skilist við hina tvo; ef menn eru í vafa um, að Manga hafí eitthvað af leiknum lært, þá eiga þær efasemdir ekki síður við um lögréttumann. Og við Hrólf er hreinlega skilist í lausu lofti. Aðrar mannlýsingar eru ekki heldur djúpstæðar eða blæbrigðaríkar. Gissur er dreginn fáum dráttum sem myndug skyn- semin holdi klædd, Eiríkur enn færri drátt- um auðmýkingar og þakklætis; Sigríður sveiflast milli bónda síns og þeirra, sem betur þykjast sjá; elskendurnir nokkuð daufir, svo sem oft vill bregða við í gleði- leikjum og þó ekki alveg lífvana; ekkert af þessu fólki er litlaust með öllu og í lýs- ingunni á Auðuni, Möngu og Hrólfi eru dágóðir sprettir. Hin eiginlega flétta leiks- ins er í rauninni fleiri en ein, eða að minnsta kosti ná ekki allir þræðimir fram í enda- hnútinn (sauðaþjófnaðinn og kistilþjófnað- inn); þó að flest atvik leiksins spinnist af kaupmennsku Hrólfs, er sagan bláþráðótt og hvelfíst ekki um eina grundvallarhugs- un; höfundur flöktir milli fláræðis Hrólfs, trúgirni Auðuns og óheiðarleika Möngu, þegar hún er að reyna að koma sér áfram í lífinu. Þó að þannig megi sitth'vað finna að byggingu og gerð leiksins býr hann þó yfír ótvíræðum kostum. Samtölin eru lif- andi og leikræn, athöfn lýsir persónum og ekki orð ein, skop höfundar er ferskt og meiningin góð nókk. Sem þjóðlífslýsing verður leikurinn nokkuð svo trúverðugur þrátt fyrir yfirtóna skopsins og ádeilunnar. Mörg atriðanna eru ljómandi vel skrifuð, t .d. kynningin á Hrólfi í 2., 3. og 4. atriði I þ., uppljóstrunin og þjófkenningin í 3. og 4. atriði annars þáttar, þegar Auðun uppgötvar skemmuþjófnaðinn í byijun 3. þáttar, uppgjörsatriði þeirra feðga, Gissur- ar og Andrésar, og eintöl Möngu. Þrátt fyrir alla sína galla er leikurinn skemmti- lega leikrænn og þar skilur milli feigs og ófeigs. ÆVI SlGURÐAR Þegar Sigurður Pétursson samdi Slaður og trúgirni var hann 37 ára gamall og stóð á tindi síns veraldlega embættisframa; 1789 hafði hann verið skipaður sýslumaður Kjósarsýslu og héraðsdómari Gullbringu- sýslu og árið eftir bætist við lögreglustjóra- embættið I Reykjavík. Hann var fæddur að Ketilsstöðum á Völlum 26. apríl 1759, sýslumannssonur; fór utan með föður sín- um 1768 og aftur 1774 og var þá settur í menntaskóla í Hróarskeldu, þaðan sem hann lauk stúdentsprófi 1779. Þá um haustið var hann tekinn í stúdentatölu við Kaupmannahafnarháskóla, tók heimspeki- próf sumarið eftir, málfræðipróf 1782, bæði með fyrstu einkunn og loks lögfræði- próf 1788 með 1. einkunn í báðum prófum. Hér um segir Árni Helgason í títtnefndu æviágripi Sigurðar í fyrstu útgáfu verka hans:2 „Enn að hann líka hafi átt þann vitnisburð skilinn má ráða af því, að kenn- arar hans við háskólann vitna um hann, að hann hafi verið einhvörr af sér samtíða efnilegustu stúdentum. Framanaf stundaði hann einkum málfræði og söguvísindi . . . og svo var hann orðinn vel að sér í mál- Sigurður Pétursson, fyrsta leikritaskáld íslands. Leikendaskráin frá frumsýningunni á „Slaðri og trúgirni". fræði, þegar hann fór að iesa lög, og nefnd- ur merkismaður í vitnisburði þeim er hann gaf Sigurði 1783, seigist meiga fullyrða: „að einginn af þeim æskumönnum, sem þá séu við háskólann, standi honum jafn- fætis í málfræði”. Séra Árni tínir síðan fleiri ummæli til um þekkingu og kunnáttu Sigurðar því til staðfestingar, að hann hafi verið vel bóknæmur og fjölvísari en gengur og gerist, siðprýðismaður og „í líf- inu ekki neinn skrummaður”. í embættis-' ferli fékk hann þessi ummæli hjá Espólín: „léttlátr og meir gefinn fyrir gaman enn standa fyrir vandfærni og vítum3 og á öðr- um stað lýsir Espólín Sigurði:' „Hann var skáld ok gáfadr vel, jafnlyndr og smá-gam- ansamr, ok nokkut skeytingarlítill, gjördi sér allt jafnlétt, bólugrafínn í andliti, lítill vexti ok sköllóttr snemma.”1 Og í Sýslu- mannaævum segir: „undarlegur, komiskur, satririskur í tali og sáldskap, þótti því nokk- uð keskinn í tilsvörum sínum.”5 Ekki þarf að lesa lengi í ljóðum Sigurðar til að sann- færast um, að þarna er rétt fýst, þó að bókmenntasögulega séð hafi honum nýst betur að sinni satírísku æð í leikrituninni. Um svipað leyti og Sigurður fór að nema við háskólann hóf þar nám Geir Vídalín.0 Séra Árni hefur nú orðið: „Urðu þessir tveir íslendíngar fljótt málkunnugir, og tóku saman herbergi á Regentsi. Þá hafði Sigurður að mestu leiti týnt niður íslendsku máli; við skáldskap hafði hann ekkert feingist, og af Eddu vissi hann ekkert að seigja; og til þeirrar íslendsku glímu mundi hann ekkert. Hann hafði líka siglt héðan úngur. Allt þetta lærði hann á stuttum tíma af stallbróður sínum Geir, er bæði var hagmæltur og líflegur glímumaður á ýngri árum; enda minnti Geir sinn vin Sigurð tíðum á það, að sér ætti hann að þakka skáldskapargáfuna og glímu frækleikinn, og þóttist ekki til lítils hafa unnið, þegar Sigurður bæði væri orðinn betsta skáld, og mikill glímumaður. Sigurður taldi aptur til skuldar hjá Geir fyrir það hann hefði gjöi'f hann að biskupi, er hann þess vegna þakkaði sér, að þegar þeir voru saman við háskólann, hafði Sigurður kennt honum hebresku, án hvörrar einginn getur orðið biskup; en ekki var hebreska um það leiti kennd á íslandi; Sigurður hafði lært hana í Hróarskelduskóla.” Er ekki að orðlengja það, að með þeim stallbræðrum tekst vin- átta, sem helst uns yfir lýkur; Sigurður er um skeið heimiiiskennari hjá Castenski- old, föður þess, sem síðar varð stiftamt- maður á íslandi, en þar festir Sigurður ekki yndi og Ijóðar þar um til Geirs. Og þegar Geir fer til íslands og gerist prestur í Reykjavík er Sigurður ekki seinn að sækja um Kjósarsýslu. Hann býr fyrst í brauði forvera síns í embættinu í Brautarholti á Kjalarnesi, en síðan ræðst hann á vist með rektor Hólavallaskóla, Gísla Thorlaciusi og eru þaðan komin hans nánu tengsl við skólann og skólapilta. Árið 1795 verður Gísli ekkjumaður og þá flyst Sigurður í hús Jóns Sveinssonar landlæknis í Nes- stofu. Landlæknir deyr 1803, og það sama ár flyst Sigurður til síns gamla vinar Geirs biskups og býr fyrst á Lambastöðum og síðan í Reykjavík. Geir biskup lést 1823 og bjó Sigurður þau ár, sem hann átti ólif- uð, hjá ekkju biskups; sjálfur lést hann 1827. En sama ár og hann flyst til Geirs, segir hann af sér embætti vegna vanheilsu (fótarmeins) og lifir embættislaus eftir það. Hans síðari æviár voru því ekki með sama gleðibrag og æskuárin, enda segir séra Árni: „svo það mátti heita sem Sigurð- ur væri dáinn áður enn hann dó” og „Á efri árum lífsins var hann heldur fálátur, og máske stundum ei frí fyrir amasemi í lundinni, er eingum mun þykja tiltökumál, sem gáir þess, að hann aldrei var heilbrigð- ur maður, enn þótt ekki alljafnt þjáður af veikindum; enn jafnvel á hans seinni árum gat hann orðið vel glaður, þegar af honum bráði og hugurinn fékk ráðrúm til skemmti- legra hugsana.”7 Wessel Og Norska Félagið En fleiri kenndu Sigurði skáldskapinn en Geir Vídalín. Poestion segir frá því án þess að geta heimildar, að Sigurður hafi, meðan hann nam í Kaupmannahöfn, verið meðlimur í Det norske selskab.8 Upphaf Stellurímna bendir ótvírætt til að hið ís- lenska skáld hafi verið handgengið hinu norska skáldi Johan Herman Wessel, sem var potturinn og pannan í Norska félaginu. Reyndar lætur Sigurður í það skína, að Stellu hafi hann snúið á íslensku og sé eftir Wessel, en fljótt kemur í ljós, að frumsamið er að mestu að minnsta kosti, og framarlega er lýsing á Wessel sjálfum, sem tekur af öll tvímæli um að Sigurður hefur borið til hans harla hlýjan hug og þekkt af öðru en afspurn. Enda er það svo, að margt í skáldskap Sigurðar minnir einmitt á skáldskap þeirra Norðmannanna, eins og þeir tömdu sér í þessum félags- skap, en Norska félagið var eins konar bókmenntaklúbbur og sóttu menn um að- ild; þeir héldu úti ljóðaárbók um nokkurt skeið. Um þessar mundir, á síðustu áratug- um 18, aldar, skiptust menn í tvo flokka í bókmenntum Dana. Ef Vídalín „depender- aði” af Ewald, eins og menn hafa haldið fram (og þó með minna rétti en halda mætti), þá gengur Sigurður í hinn flokk- inn. Ewald hafði teygað í sig hina þýskætt- uðu tilfinningastefnu, en í hinum herbúðun- um voru m.a. ýmsir málsmetandi Norð- menn, sem þá í staðinn sneru sjónum til Frakklands. Einn þeirra, Johan Nordahl Brun, samdi t.d. harmleikinn Zarine í frönskum anda og þótti samtíðinni til um, en í dag er þetta leikrit og þessi stefna reyndar kunnust af skopstælingu Wessels, Kierlighed uden Strömper, sem samin var 1772, sex vikum eftir að Zarine var frum- flutt. Þrátt fyrir þetta taldist Wessel „frön- skumegin” í þessum bókmenntaeijum; allt uppblásið var honum framandi og öll hans gáfa var meira í ætt við l’esprít gallois en tilfinningasemi og stílbólgu; í því áttu þeir Sigurður sammerkt. Sá var og andinn í Norska félaginu, þar sem hver var öðrum fremri í jarðbundnum en hnyttnum tækifæ- riskveðskap. Kierlighed uden Strömper varð meistarastykki Wessels og enn sígilt verk í dönskum og norskum leikhúsum, en skáldið sjálft átti heldur dapra ævi, lauk aldrei prófi, ílentist í Kaupmannahöfn, dró fram lífið með kennslu, en lifði að öðru leyti fyrir daginn og glasið og dó 1785, aðeins 43 ára gamall. I Stellurímum lýsir Sigurður Wessel sem ungum og glæstum, en það hefur hann varla verið lengur, þeg- ar þeir kynntust; það er hinn ungi skáld- andi, sem Sigurður er þama að hylla í hugarsýn. Ekki verður reyndai' með nokkru séð, að Sigurður hafi orðið fyrir áhrifum frá leikriti Wessels, hvorki í Hrólfi né Narfa, nema þá sú tilgáta sé rétt, að hann sé höfundur Messuláta; formið á Kierlighed uden Strömper er reyndar bundið við fomi hins franska harmleiks og ort á alexandr- ínu og efnið annars konar en íslenskir skólapiltar hefðu verulegan snertipunkt við; hins vegar er skopstælingin gegnum- færð af trúmennskulegri kunnáttu. Og hið sama má segja um Messulætin. I ljóðum beggja, Sigurðar og Wessels, má hins veg- ar finna ótvíræða líkingu, sumt af tíðar- anda og tísku, annað af svipaðri lífsaf- stöðu. Hér eru hjá báðum frásagnarljóð, og eitt hið lengsta hjá Wessel heitir ein- mitt Stella, ekki ólíkt að efni, en verk Sig- urðar þó sjálfstætt um efnismeðferð og bragarhátt. I smákvæðum svipar þeim einnig saman, nema hvað Sigurður er bein- skeyttari ef eitthvað er, í honum er stund- um hundingjaháttur, sem hljómar saman við botnlaust hrifningarleysi af ytri upp- hefð, auði og völdum. Báðar yrkja t.d. keimlíkar drykkjuvísur (ein hjá Sigurði nefnist Trúaijátning). Sigurður tekur líka meira upp í sig og virðist það vera ein- kenni á skáldum Leirgerðarára. Sú graf- skrift, sem Wessel orti sjálfur, hljóðar svo: Han aad og drak, var aldrig glad, Hans Stövlehæle gik han skieve; Han ingen Ting bestille gad, Tilsidst han gad ei heller leve. (Þ.e. Hann át og drakk, var aldrei glað- ur,/ hælarnir á skósólunum voru skakkir;/ engu kom hann í verk/ og loks nennti hann ekki lengur að lifa.) Og þessu bætti hann við: Han syntest fddt til Bagateller, Og noget stort han blev ei heller. (Þ.e.: Hann virtist fæddur til smárra verka/ og ekkert varð heldur úr honum.) Bjarni Thorarensen valdi Sigurði þá grafskrift, að „ríki hans var ekki af þessum heimi” og má það til sanns vegar færa, þegar ævin er skoðuð, og þó ekki, ef til verkanna er litið. En grafskrift Sigurðar sjálfs var meira í anda Norska félagsins og Wessels: Hér liggur Péturs Sigurður son. Hans Sál er á himni að flestra von. Til Yfirvalds eitt sinn öðlingur sló hann; Hann át, hann drack, hann svaf, og svo dó hann. Þau líkindi eru heldur engin tilviljun, því að í ljóðakompum og handritum má finna, að eftinnæli þeirra beggja eru skrifuð þar saman. Og kannski fer vel á því, ef það er rétt sem trúlega Jón Sigurðsson segir í Nýjum félagsritum9 í ritdómi um ljóð og leikrit Sigurðar, að það hafí verið „almennt mál, að Wessel hafi einkum þótt vænt um Sigurð og lagt hendur á höfuð honum, eins og til að leggja yfír hann anda sinn”. Meðal félaga Wessels í Det norske Selskab voru landi hans Joachim Vibe, sem 1795 varð amtmaður í vesturamti íslands LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.NÓVEMBER 1991 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.