Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.01.1992, Side 4
J Undir oki siðmenningar Um mannfræði og mann- skilning Sigmundar Freuds fyrra kom út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eitt af síðari ritum Sigmundar Freuds, Undir oki sið- menningar (Dal Unbehagen in der Kultur), í þýð- ingu prófessors Sigurjóns Bjömssonar sem skrifar greinargóðan formála að þessu riti. Þessari útgáfu Freud telur hæpið að leggja kærleiksboðorðið fyrir mannkynið, þar sé ekki nægilega skeytt um sálrænar staðreyndir mannshugans og það leiði af sér taugaveiklun og vansæld. Eftir PÉTUR PÉTURSSON hefur verið furðu lítill gaumur gefinn og er það miður þar sem Freud og kenningar hans hafa haft gífurlega mikil áhrif á mannskilning og menningu Vestur- landabúa á þessari öld. Hér er um að ræða framlag Freuds til félagsfræði og mannfræði en á þessum vettvangi hefur hann e.t.v. ekki haft minni áhrif en með hinni eiginlegu sálgreiningu (phychoana- lysis) sem hann var upphafsmaður að. Þetta mun vera annað rit Freuds sem sér dagsins ljós á íslensku máli, en 1970 gaf Bókmenntafélagið út í ritröðinni Lær- dómsrit bókmenntafélagsins röð fyrirlestra undir heitinu Um sálgreiningu. Þá fyrir- lestra flutti Freud við Clark-háskólann í Bandaríkjunum og voru þeir fyrst gefnir út árið 1909. Rit það sem hér um ræðir kom fyrst út árið 1927 og er því eitt af síðari ritum Freuds, en síðasta bók hans, Der Man Moses und die monotheistische Religion, kom út árið 1939, sama ár og hann dó 83 ára að aldri. Ekki er á þessu riti að sjá að aldurinn hafi verið farinn að segja til sín. Hann setur fram nýstárlegar hug- myndir og kenningar um eðli og uppruna siðmenningar og hvernig menningin teng- ist frumgerð sálarlífs og þróun þess. Kynhvötin Og Meiningin Með Lífinu Oft er sagt um vísindamenn að þeir takmarki sig um of, verði sérfræðingar á einu ákveðnu sviði, menn sem vita mikið um lítið. Ekki er hægt að ásaka Freud fyrir það að hliðra sér við að taka á hinum stóru spurningum mannsandans gegnum aldanna rás, þvert á móti þá fjallar hann hér af innsæi og áræðni um helstu við- fangsefni og vandamál sem sótt hafa á mannshugann frá því að sögur hófust og fram á okkar daga. Mörg af þessum við- fangsefnum hafa enn ekki verið leyst - endanleg svör hafa ekki enn fundist og munu e.t.v. ekki finnast meðan gagnrýnin hugsun bærist með manninum. Hér er átt við viðfangsefni eins og þjáninguna, meininguna með lífínu, forsendur mann- legs samfélags, trúarbragða og skynsemi. Engu að síður ætlar höfundur sér þá dul að umfjöllun hans sé fræðileg og varpi ljósi agaðrar vísindalegrar hugsunar á þessi mál þannig að hugsandi menn sem kynnt hafi sér framlag hans standi betur að vígi gagnvart þessum áleitnu spurning- um en ella. Um sumt minna efnistök hans á hugmyndir og kenningar sem ruddu sér nims um og eftir aldamótin seinustu svo sem þróunarhyggju, efnishyggju og nauð- hyggju, en samt sem áður verður því vart mótmælt að kenningar Freuds eru eitt það frumlegasta sem óx á hinum fijóa akri mannvísinda í upphafi þessarar aldar og þar á ég ekki síst við kenningu hans um mikilvægi kynhvatarinnar. Um þessa kenningu urðu mikíar deilur og urðu þær til þess að Freud var að minnsta kosti um tíma utangarðsmaður hvað varðar lækna- vísindin. Þá er við að bæta að fylgismenn og eftirmenn Freuds hafa skipst í flokka varðandi afstöðuna til hlutverks kynhvat- arinnar í persónuþroska einstaklingsins. Hér er einkum um að ræða kenningu Fre- uds um kynhvöt ungbarna og Ödipusar- duldina svonefndu, þ.e. kynferðislega hneigð barnsins að foreldri af gagnstæðu kyni og afbrýðisemi út í foreldri af sama kyni. En það er óhætt að fullyrða að sál- greiningin sem læknismeðferð væri óhugs- andi án framlags Freuds jafnvel í þeim tilfellum þar sem kenningar um hvatalífið ganga þvert á fullyrðingar frumherjans. Samfélagið Og Einstakl- INGURINN Sem læknir, sérmenntaður í taugalíf- eðlisfræði síns tíma, var mannskilningur Freuds mótaður ' af líffræðilegri efnis- hyggju. Þetta sést best á kenningum hans um lífsorkuna (libido), en frumrót og afl- gjafi hennar er kynhvötin. Þessi hvöt sem er eigingjöm og sjálfmiðlæg leitar um- svifalaust að útrás og manninum er eigin- legast að brjóta allar hindranir sem á vegi verða við fullnæginu hennar. Lögmál þess- arar hvatar er vellíðanin (Lustprinzip). „Einstaklingsfrelsið er engin gjöf siðmenn- ingarinnar," skrifar Freud. „Frelsið var mest, áður en nokkur siðmenning kom til sögunnar" (bls. 39). Samkvæmt þessum skilningi er maðurinn fyrst einstaklings- vera sem stjórnast af frumhvötum en síðar félagsvera. Vellíðan hans skeytir engu um vellíðan annarra. Hér greinir Freud á við einn helsta höf- und hinnar klassísku félagsfræðikenninga um samfélagið og manninn, Frakkann Emile Durkheim, sem uppi var á svipuðum tíma og Freud og fékkst við greiningu á félagslegum og menningarlegum viðfangs- efnum ekki ósvipuðum þeim sem Freud Sigmund Freud með móður sinni, Amal- íu, 1872. helgaði sig síðari hluta ævinnar. Báðir töldu þeir t.d. að tótemismi (trúarbrögð þar sem dýr eða jurt eru miðlæg í átrún- aði ættflokksins, gegnir því hlutverki að skilgreina hópinn og afstöðu hans til heild- arinnar) væri frumstæðasta félags- og trú- arform mannsins og gengju þeir báðir út frá því að hægt væri að alhæfa út frá tótemismanum yfir á uppruna og eðli sið- menningar almennt (sbr. ritið Elementary Forms of Religious Life eftir Durkheim sem út kom 1912 og Totem und Tabueft- ir Freud sem út kom sama ár). Durkheim hélt því fram að maðurinn væri fyrst félagsvera og síðar þegar samfé- lagið hefði þróast og orðið margbreytilegra kæmu fram forsendur einstaklingshyggj- unnar,1 meðvitundarinnar um eigin pers- ónueinkenni til aðgreiningar frá öðrum. Forsenda einstaklingshyggjunnar er sem sagt samvitund hópsins eða nánar tiltekið sundurgreining hennar. Einstaklings- hyggjan er afurð samfélagsins samkvæmt Durkheim en Freud lítur á einstaklinginn sem aðgreinanlega orkulind sem samfélag- ið og menningin undirokar, þó svo að sið- menningin, á sama hátt og yfirsjálfið, fái þá orku sem nýtist til að bæla frumhvatirn- ar frá sjálfri frumorkunni, libido. Hjá báð- um þessum höfundum nútíma mannvísinda gætir nokkurrar karlrembu sem lesendum í lok 20. aldar kemur spánskt fyrir sjónir. Báðir telja þeir konuna nær náttúrunni en karlinn, en karlinn er meiri félagsvera og tengdari samfélaginu en náttúrunni samkvæmt þeim. Samkvæmt skilgreiningu Freuds nær hugtakið siðmenning til „allra þeirra af- reka og reglna, sem greina líf okkar frá lífi dýranna, forfeðra okkar og þjóna tvenns konar tilgangi, þ.e. að vernda menn fyrir náttúrunni og samhæfa gagnkvæm samskipti þeirra“ (bls. 34). Siðmenning

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.