Lesbók Morgunblaðsins - 25.01.1992, Blaðsíða 11
/ Norður-Aameríku var um að ræða frelsisbaráttu nýlendna, þar sem flest allt
fólkið talaði sömu tungu, hafði sömu trú og sömu biblíu og var af sama kyn-
þætti. Þetta var ósambærilegt við Evrópu.
„Þjóðríkið hefur haft lykilhlutverki að
gegna í þeirri viðleitni að komast burt frá
hugsunarhætti miðalda og búa til heim nú-
tímans. Það varð á margan hátt sameining-
arafl þess sem verið hafði pólitískt og hag-
fræðilega sundrað samfélag í smápörtum.
Eftir að germanska keisaraveldið komst á
féllu til dæmis 1880 tollmúrar og til varð
það sem á þeim tímum hefði getað heitið
stór sameiginlegur markaður. A Ítalíu var
næstum sama hörmungarástandið með átta
tollbúðir frá Flórens til Mílanó...“
Ennfremur segir prófessorinn:
„í gegnum tollabandalag var Germanía í
meginatriðum sameinuð' áður en Bismarck
hófst þar til valda. Það var undir leiðsögn
þessara nýju og kröftugu þjóðríkja sem Evr-
ópa gaf heiminum iðnbyltinguna."
Og nokkru aftar í sömu grein hélt prófess-
orinn áfram, eftir að hafa haldið fram for-
ustuhlutverki Evrópu í iðnaði og verslun
(jafnvel minnst á menningu):
„Evrópa hélt forustu sinni fram til 1914,
en eftir það var hún að því komin að tortíma
sér í tveimur bræðrastyijöldum. Og 1945 var
fólk að sjálfsögðu biturt og vonsvikið með
þjóðernisstefnuna og afleiðingar hennar og
gerði sér alveg grein fyrir því, að ef Evrópa
ætti að komast hjá nýjum „miðöldum“ yrði
hún ekki aðeins að tryggja sjálfstæði sitt,
heldur yrði hún einnig að jarða illindí fortíðar-
innar sem höfðu leitt hana svo nærri tor-
tímingu."
Þarna er á fróðlegan hátt lýst árangrinum
af því að sameina Evrópu á veraldarvísu, þar
sem allt snerist um verslun og afnám tolla.
( Þess er hinsvegar ekki getið hvemig sú sam-
eining fór fram, en það var, svo sem kunn-
ugt er, með hernaði, og hin mikla glansmynd
\ af iðnbyltingunni í Evrópu hófst með barna-
'þrælkun og endaði í einhveiju hryllilegasta
, blóðbaði mannkynssögunnar, þar sem bein-
línis var meðal annars reynt með skipulegum
hætti að útrýma heilum kynstofni. Það sýndi
sig sem sé, að fyrmefnd sameining með her-
valdi í nafni peninga og markaða nægði ekki.
Það þurfti meira til. Hvað var það sem til
þurfti? Hægt er að hugsa sér, að þurft hafi
sterkari menningarviðskipti milli þjóðanna,
ef ekki hærra menningarstig almennings.
Þrátt fyrir þessa fölsku glansmynd hélt
prófessorinn í þá hugmynd að hægt væri að
sameina Evrópu, en sá um leið hve það var
í mikilli mótsögn við það sem á undan var
komið, ef þjóðirnar átti að sameina með því
að opna allar gáttir hjá smáum þjóðum sem
stómm. Hann gat ekki látið hjá líða að benda
á hve hæpið væri til dæmis að líkja því sam-
an, þegar Bandaríki Norður-Ameríku urðu
til upp úr styijöld og hinu, hvernig menn
ætluðu sér nú að búa til bandaríki Evrópu.
í Norður-Ameríku var um að ræða frelsisbar-
áttu nýlendna, þar sem flest allt fólkið talaði
sömu tungu, hafði sömu trú og sömu biblíu
og var af sama kynþætti, að mestu Englend-
ingar. Þetta sagði prófessorinn. En í Evrópu
voru hinsvegar, sagði hann, mörg mismun-
andi ríki sem höfðu verið sjálfstæð eða full-
valda um fjölda ára og þau væru ekkert reiðu-
búin að afsala sér fullveldisrétti sínum til
einhverrar miðstjórnar eða yfirstjórnar Evr-
ópu. Það fór ekkert á milli mála hjá prófess-
ornum, að hvað sem menn vildu kalla fyrir-
hugaða sameiningu, þá gæti hún ekki orðið
án slíks afsals.
Þetta gildir að sjálfsögðu enn í dag. Hitt
er allt annars eðlis, þó til sé dómstóll um
mannréttindi sem allar þessar þjóðir geta
(eða ættu að geta) sameinast um, þar sem
slíkur dómstóll er öllum mönnum til hags-
bóta, ef þeir aðhyllast siðmenningu og lýð-
réttindi (skoðanafrelsi, málfrelsi, prentfrelsi
o.s.frv.) Þar ættu hagsmunir ekki að rekast
á? Eða hvað? Blasir ekki við, að jafnvel þenn-
an sáttmála bijóta ráðamenn þjóðanna. ís-
lendingar hafa löngum talið sig hvítþvegna
í þeim efnum, en annað hefur komið í ljós.
Ætli veitti þá af að kenna yfirvöldum þjóð-
anna sómasamlega lagagreinar þessa sátt-
mála áður en rokið er til að sameina undir
eina yfirstjóm þjóðir sem tala ólík tungu-
mál, hafa sumar nær engin samskipti og
aðhyllast ólíka trúarsiði, fyrir utan að vera
misjafnlega á vegi staddar í menningu og
menntun. Ætli íslenskar mæður væru hrifnar
af því að senda syni sína í herþjónustu? Hing-
að til hafa íslendingar ekki viljað hervæðast.
Þeir hafa verið lausir við þann gífurlega
kostnað sem því fylgir og það hugarfar sem
slíkt býður upp á. Ekki alls fyrir löngu voru
fréttir og fréttamyndir í sjónvarpi af sigur-
göngu hermanna í Bandaríkjanna vegna
stríðsins við Persaflóa. Stríð verður einhvers
konar fagnaðarefni eftirá, - fyritsigurvegar-
ana.
Prófessorinn frá Bandaríkjunum fjallaði
um efnahag, og hann var ekki í vafa um
það, að efnahagsbandalag væri ágætt skref
til að sameina Evrópu. Þannig er það. Pening-
ar, verslun, sameiginlegur markaður, það er
þetta sem menn héldu að nægði eins og
menn héldu í Austur-Evrópu og Sovétríkjun-
um, þar til allt hrundi og nú horfa Evrópu-
þjóðirnar vanmegna og ráðþrota á Serba
leggja borgir Króatíu í rúst. En menn vora
reyndar áður fyrr einnig að hugsa um sam-
eiginlegar vamir. Og þá var augljóst hveijum
þurfti að veijast, að dómi stjórnmálamanna.
Það þurfti að veijast árás frá Sovétríkjunum
og Austur-Evrópu. Hernarðarvélinni átti með
öðrum orðum að beina gegn hluta af Evr-
ópu. Nú er ekki aðeins harðstjórnarkerfi
Austur Evrópu hrunið (að miklu leyti), held-
ur einnig hemaðarsjónleikur Vesturvelda,
þetta geðveikislega vopnaskak sem beindist
gegn spilaborginni í austri. Nú leita menn
að nýju óvini fyrir Evrópu, en hann hefur
ekki fundist enn, svo vitað sé, að minnsta
kosti ekki látið uppiskátt um hver hann
muni vera.
Menning var ekki til umræðu 1964 og það
ekki heldur nú, aðeins sameiginlegur markað-
ur um hvað sem er og þá einnig um menn-
ingu, (sanna og logna) allt opnað upp á gátt
með tíð og tíma, þannig að þýskur útgefandi
gæti tekið að-sér alla bókaútgáfu á Islandi,
ef hann kærði sig um. Og íslenskir stjórn-
málamenn eru svo bamalegir að halda að
aðrar þjóðir í slíku ríkjabandalagi sætti sig
við að mega ekki veiða í íslenskri fískveiðilög-
sögu, - nema sá barnaskapur sé uppgerð.
Eg skrifaði ítalska kennaranum mínum,
að ég sæi engan ávinning fyrir íslendinga
að fá hingað evrópskan her í staðinn fyrir
bandarískan.
Nú vilja menn beinlínis stofna her handa
bandalagi Evrópu og við yrðum skuldbundin
að leggja til menn í jiann her, því við hefðum
lagt hluta af fullveldi okkar í hendur manna
á meginlandi Evrópu.
Þegar ég er að hreinrita þessa gréin og
leggja á hana síðustu hönd, berast fréttir
um það að valdamenn stóra þjóðanna í Evr-
ópu gefi Islendingum einfaldlega langt nef,
ef þeir vilja ekki hleypa útlendingum veiði-
skipum milljónaþjóðanna inn í íslenska land-
helgi. Samt vilja sumir halda áfram inn í
óskapnaðinn.
Sumir segja einnig, að ef íslendingar verði
ekki samvinnuþýðir og gangi í „bandalagið",
ætli forustumenn „bandalagsins" að gera
þessari smáþjóð norðurhjarans erfítt fyrir að
lifa með því að setja nógu háa tolla á helstu
útflutningsvörur hennar. Ekki eiga þeir að
bera virðingu fyrir gamalli menningarþjóð.
Þannig á að vera háttað siðferði og menning-
arstigi þeirra manna sem eiga að sameina
Evrópu.
Höfundur er rithöfundur.
JÓN HJARTARSON
Hvað hefur gerst?
Dauðinn bíður, í næstu skotgröf,
í líki rnannsins, sem smalaði í vor
og rúði með þér lagðsíðar ærnar úr heiðinni.
Glaðbeittir tróðuð þið fitugri ullinni í mórauðan poka,
fenguð ykkur sopa af brennivíni úr grænni flösku
undir réttarveggnum
og hlóguð hvor framan í annan,
glaðir yfir vel unnu verki.
Horfðuð á snoðklipptar lambærnar,
rása í kvöldhúminu innar í heiðina.
„Þau verða æði væn í haust. “
Sögðuð þið, þegar spretthörð lömbin,
þeyttust út úr réttarhliðinu
og stukku hátt upp í loftið,
í gleði sinni yfir fengnu frelsi.
Dauðinn vaktar holuna þína,
þungbrýnn, undan kámugri derhúfu.
Hvert sölnað strá, sem bifast á holubarmi,
kremur hjartað í ótta.
Hugurinn fangar gamla mynd,
af óhreinum strákum
sitjandi á ryðguðum bala að húsabaki,
hlæja tannlausum munni,
og hlaupa síðan galandi,
með prakkarastrik í augum.
Stela rófum úr garði góðs granna.
Dauðinn vakir í holum.
Það smalar enginn heiðina í haust.
Höfundur býr á Selfossi. Ljóðið er hugleiðing vegna ástandsins í Júgóslavíu.
VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR
í skrúði
Brosandi
kem ég að borðinu til þin
hárið snyrtilegt í hnút
vestið hneppt
„sluffan hæfilega Iús“
terlínpilsið húðlitðu nælonsokkarnir
og heilsusandalarnir
ekkert stingur í stúf
ég snýst í kringum þig
á marmaragólfinu
sólin skín í gegnum glerþakið
innfluttu pálmatrén varpa skugga á andlit mitt
í dauðu loftræstingarandrúmslofti
ég er að kafna
í mótinu
sargast sundur skynjun mín
hægt
dag eftir dag sé ég minna
dag eftir dag
skynja ég minna
dag eftir dag
stækkar hinn hijúfi börkur trés míns
með hvetjum degi
fer ég lengra inn í skóginn
djúpt inn í dimmuna
bráðum vex börkurinn fyrir
brjóstið
fyrir augun
fyrir vitin
og ósýnilegur andardráttur minn
liðast útúr hijóstrinu
Höfundur er leikkona.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. JANÚAR 1992 1 1