Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1992, Page 10
I auga
óreiðunnar
Eitt regnþungt síðdegi,
á skipi úr víðförlum draumi,
kom sagnaþulurinn Hómer til Reykjavíkur.
Hann gekk frá hafnarbakkanum
og tók leigubíl sem ók með hann
eftir regngráum götum
þar sem dapurieg hús liðu hjá.
Við gatnamót sneri sagnaþulurinn Hómer
sér að bílstjóranum og sagði:
„Hvernig er hægt að ímynda sér
að hér í þessu regngráa
tilbreytingarleysi búi söguþjóð?“
„Það er einmitt ástæðan, “ sagði bílstjórinn,
„aldrei langar mann jafn mikið
að heyra góða sögu og þegar dropamir
lemja rúðurnar. “
Yrkisefnin búa alis staðar: á brautarstöðinni þar sem heimurinn hangir og bíður, íryðguðu bárujárni frystihússins, í húsum
ogþorpum. Það er ekki sjálft viðfangsefnið sem skiptir máli, heldur samband listamannsins við það; sá andi sem hann miðlar.
Myndin er af málverki Jóns Engilberts: Við ströndina.
SARSAUKINN
IHEILANUM
H
vaðan kemur listin? Þessi spuming kann að
hljóma sem gamla spumingin hjá Mao Tse
Tung: Hvaðan koma réttar hugmyndir? Falla
þær af himnum ofan? spurði Mao og hélt nú
síður. Hvert sem maðurinn fer skilur hann
Hvaðan kemur listin?
Birtist hún í í
bíómyndum sem kosta
milljarð eða
metsölubókum á stærð
við tíuþúsund
framhaldsþætti?
Kostnaður er töfraorð í
nútímanum þó svo að
flest stærstu
menningarafrek
fortíðarinnar hafi verið
unnin við kjör sem flestir
myndu telja kröpp í dag.
Eftir EINAR MA
GUÐMUNDSSON
eftir sig slóða af orðum, atvik í frásögur
færandi, og þó að sagan hvíli sem skuggi á
herðum okkar er hún einnig birtan sem við
böðum okkur í.
Þannig líður tíminn. Hver getur horft fram
á við nema sá sem lítur til baka? Lífið stend-
ur andspænis dauðanum en ekki í skugga
hans.
Sagnfræðin skiptir sögunni í afmörkuð
tímabil, en í bókmenntalegum skilningi er
tíminn ein heild. Fortíðin er hluti af nútíð-
inni og framtíðin hefur áhrif á hvort tveggja.
Þó að hinn ytri heimur breytist glíma menn-
imir ávallt við sama vandann í samskiptum
sínum.
„Staðreyndin er sú að sérhver höfundur
býr sjálfur til forvera sína,“ sagði Jorge
Li/is Borges. Þetta eru vitaskuld almenn
sannindi en Borges skrifaði þessa setningu
í grein um Kafka.
Svipaðan hugblæ og í verkum Kafka er
að finna í verkum eldri höfunda en vitundin
um þennan hugblæ í verkum forveranna er
óhugsandi án Kafka.
Þannig víxlast tímabilin í bókmenntunum.
Höfundur í nútimanum getur haft áhrif á
forvera sína. Ekki er óhugsandi að svokallað
töfraraunsæi nútímans geti verið ýmsum
lykill að Islendingasögunum.
Að bókmenntasköpun hafi verið tengd
göldrum á sér eðlilega skýringu, sem sé þá
að sköpunarkrafturinn verður ekki skýrður
með neinum óyggjandi vísindalegum aðferð-
um. Stöðugt má búa til skýringar, en það
er líka hægt að vera án þeirra.
Jafnvel nú á timum tækninnar er staða
skáldsins engan veginn skilgreind. Ekki þarf
nein próf til að öðlast réttindi í faginu og
ekki er til neinn einn mælikvarði á gildi
skáldskapar. Réttlæti skáldið iðju sína má
vísast fmna svipaða skýringu frá fyrri tím-
um.
BeðiðEftirGodot
Það er því engin furða þó að villigöturnar
séu margar og öngstrætin endalaus. Ritlist-
in er fom. Við hlið hennar er dægurlaga-
heimurinn sem ungabarn.
Nú á dögum eiga þó dægurlagaheimurinn
og bókmenntaheimurinn eitt sammerkt;
stöðugt er verið að leita að nýju bítlaæði,
að hljómsveitinni sem slær í gegn, að rithöf-
undinum í dag.
Markaðsfulltrúamir skima yfir sviðið og
bíða eftir guðunum eða Godot, en það er
einsog guðirnir gefi sig aðeins fram af tilefn-
islausu og séu jafnvel síst þar sem þeirra
er leitað.
Hvað dægurlagatónlistina áhrærir liggur
þetta kannski í eðli hennar, því að dægrin
koma og fara, en þegar að bókmenntunum
kemur er eins víst a höfundurinn í dag hafi
verið uppi fyrir mörgum öldum.
Það er hins vegar staðreynd að í dægur-
lagaheiminum verða bítlaæðin æ skamm-
vinnari og oft er „höfundurinn í dag“ aðeins
loftbóla, markaðssett loftbóla sem springur
um leið og upplagið er á þrotum.
Loftbólubókmenntirnar sækja styrk sinn
í lífsstíl líðandi stundar, dægurflugur fjölm-
iðlaheimsins og aðdráttarafl þeirra er svipað
og kvennablaða, nema hvað stór hluti þeirra
er skrifaður af karlmönnum.
Hvaðan kemur listin? Hér að framan ýjuð-
um við að því að í bókmenntalegum skiln-
ingi sé tíminn ein heild, að samtími okkar
sé annað og meira en dagurinn í dag, að
hér og nú sé líka þar og þá.
Þegar um listsköpun er að ræða, eða öllu
heldur mat á listsköpun, mætti einnig benda
á önnur grundvallarsannindi, en þau verða
víst að teljast vísindalega sönnuð, sem sé
sú staðreynd að jörðin er hnöttótt.
Það þýðir að miðja hennar er þar sem
hver jarðarbúi er staddur hverju sinni. Eigi
að síður er talað um stórar þjóðir, smáar
þjóðir, jaðarsvæði, heimshorn, útkjálka-
menningu og fleira í þeim dúr.
Þar eð slík skipting heimsins er ekki í
samræmi við nein vísindi birtast aðeins í
henni ríkjandi valdahlutföll. í okkar heims-
hluta kyngjum við engilsaxneskum lífsskil-
yrðum, einsog ekkert sé, á meðan önnur
þurfa skýringa við.
Þrátt fyrir allan alþjóðleik og fjölþjóðleg
samskipti er sú menningarlega hugsun sem
ríkir ákaflega svæðisbundin, að ekki sé sagt
útúrboruleg.
Á svipaðan hátt og beðið er eftir hljóm-
sveitinni sem slær í gegn og „höfundinum
í dag“ leita menn með logandi ljósi að spenn-
andi svæðum.
Ef „höfundurinn í dag“ f.nnst ekki í frum-
skógum Afríku er vel þess virði að leita hans
í rústum kommúnismans: meistaraverkin
hljóta að vera skrifuð þar sem bægslagang-
urinn er hvað mestur.
Eitt sinn nutu Norðurlöndin, sumir myndu
segja, þeirra forréttinda að vera álitin spenn-
andi svæði, belti villtra þjóða, heillandi í fjar-
lægð sinni.
Það er langt síðan ferðaskrifstofur fundu
enn fjarlægari verur úti í hinum stóra heimi
og nú á dögum lætur enginn heilvita maður
10