Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.02.1992, Qupperneq 3
LESBOK [m| [pl [rI [q1 íuj [n! [il Tl! 'a! [ol [s] [ il [n[ [s] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstraeti 6. Sími 691100. Forsíðan Egill Eðvarðsson opnar í dag málverkasýningu í listhúsinu Nýhöfn í Reykjavík, sem jafnframt er 4. einkasýning hans á tæpum tveimur áratugum. Áður sýndi hann samklippur, en nú olíumálverk. Fyrir utan að sinna list sinni, starfar Egill sem laussráðinn við uppsetningar og þáttastjómun hjá báðum sjónvarpsstöðvunum; til dæmis stjórnar hann þáttunum „Á tali hjá Hemma Gunn“. Byggingarlist hefur gengið í gegnum byltingarkennda þróun á síðustu 100 árunum. Gísli Sigurðsson hefurtekið saman nokkra þætti um þá þróun og birtist sá fyrsti hér. Eskimóar hafa verið ótrúlega fjarlægir okkur þrátt fyrir land- fræðilega nálægð. í grein sem heitir „Börn norður- ljósanna“, segir höfundurinn, Þorsteinn Antonsson rithöfundur, að þeir hafí haft sérstæðar hugmynd- ir um sinn innri mann. Inúíti hafði að eigin skiln- ingi ekki eina sál, heldur margar og hver um sig var bundin við ákveðinn líkamspart. Listpáfi Ugglaust eru margir, sem ekki þekkia nafnið Cle- ment Greenberg, en hann býr í New York og er talinn vera áhrifamesti hugsuður og gagnrýnandi í myndlist á þessari öld. Hann er nú orðinn aldrað- ur maður og hættur að láta til sín taka, en okkar maður í New York, Hannes Sigurðsson, hefur hitt hann og átt við hann ítarlegt samtal. SIGURÐUR NORDAL Ást Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag; þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís, svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís. Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt, þögn í seiðandi solli og söngur, ef allt er hljótt. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig. Ég fæddist til Ijóssins og lífsins, er lærði eg að unna þér, og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér. Ást mín fær aldrei fölnað, því eilíft líf mér hún gaf. Aldirnar hrynja sem öldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hrynja með undursamlegum nið; það er ekkert í heiminum öllum nema eilífðin, guð - og við. (1917) Siguröur Nordal (1886-1974) var bókmenntafræðingur, rithöfundur, heimspekingur og prófessor í ísl. fræðum við Háskóla islands 1918-1951. Hann ritaði um flest svið ísl. bókmennta og hafði gífurlega mikil áhrif. B B Leikmaður hugleiðir Ijóðagerð Fyrir nokkru skrifaði kenn- ari einn grein í Morgun- blaðinu þar sem hann kvartaði sáran yfír því, hversu nútímaljóðskáld væru sniðgengin, enginn virtist kunna neitt eftir þau meðan menn gætu þulið heilu ljóðaromsurnar eftir þá Tómas og Davíð, sem manni skildist að hefðu þó ekki verið merkileg skáld. Það hafði þó gengið alveg fram af hinum mæta kennara að ekkert ljóð eftir óðsnillinga nútímans hafði verið tekið með í nýútkomið safn gam- ansamra ljóða. Þessi grein kom mér til að hugleiða til hvers menn semdu ljóð yfirleitt. Ég hef það frá einhvetjum leiðbeinanda mínum á æsku- árum að ljóð miðaði að því að segja sögu eða setja fram einhver sannindi og það væri gert á þennan sérstaka hátt til þess að vekja á efninu athygli eða festa það í minni þess sem það heyrði eða læsi. Rím miðaði líka að því að auðveldara væri að festa ljóðið sér í minni. Hrynjandi og lipur áferð átti einnig að vera í góðu ljóði. Það gat verið auðskilið eða torskilið eftir atvik- um. Seinna sannfærðist ég um að ekki væri nauðsynlegt að ljóð væri rímað eða stuðlað til þess að það væri gott og má til dæmis um það nefna 23. sálm Davíðs og margt fleira ágætra Ijóða. En ég hvika ekki frá því að hvað sjálfan mig snertir verður ljóð að segja mér eitthvað og ég verð að skilja það til þess að ég telji ómaksins vert að lesa það til loka. Nú á dögum birtist mikill urmull ljóða, bæði í blöðum og tímaritum og eins í sjálf- stæðum ljóðabókum sem flestum er nú inn- an handar að gefa út, skólakrökkum eins og öðrum. Vitanlega er obbinn af þessum samsetningi einskis virði sem ljóð og vitna ég hvað það snertir í Jón úr Vör sem sagð- ist varla vita hvað væri að verða úr ís- lenskri ljóðagerð og var hann þó brautryðj- andi í gerð órímaðra ljóða. Auðvitað er ekki nóg að einhverri klausu sé troðið í rím til þess að hún verði að nothæfu ljóði og víst er um það að mikið af rímuðum samsetn- ingi er engu merkilegra en órímaði samsetn- ingurinn. En hvað sjálfan mig snertir verður ljóð eða vísa að snerta mig, segja mér eitt- hvað til' þess að ég nenni að íesa hana í annað sinn, hvað þá að læra hana. Kennar- inn taldi það fáfengilega kröfu að heimta að ljóð væru einföld og auðskilin enda er ég ekki að heimta það. Ég er í rauninni ekki að heimta neitt. Menn mega mín vegna yrkja eins og þeir vilja og lesa það sem þeir vilja og það getur vel verið að ég hafi ekki hundsvit á ljóðagerð, ég tek það ekk- ert nærri mér þótt einhver drótti því að mér. En það getur enginn krafist þess af mér að mér finnist eitthvað skemmtilegt og fallegt sem mér finnst leiðinlegt og ljótt. Og ef ég skil ekki hvað höfundur á við eft- ir að ég hef lesið ljóð hans með athygli hvað eftir annað, hvarflar að mér að höfund- urinn hafi ekki vitað sjálfur hveiju hann var að hnoða saman. Þá skemmti ég mér frekar yfir krossgátu en reyna við „ljóðið“ í sjötta sinn. Ég hef sér erlent ljóð sem var þannig gert að upphafsstafir voru prentaði hver um annan þveran, ýmist uppréttir, á hlið eða á haus inni í ramma sem fylgdi blaðsíðustærðinni í ljóðabókinni. Þótt ég væri allur af vilja gerður og væri jafnvel fáanlegur til að bera ijúgvitni ef nauðsyn krefði, hefði enginn máttur, hvorki á himni né jörðu, getað knúið mig til að segja að þetta væri ljóð, hvað þá heldur gott ljóð. Ég átti tal um ljóðlist yfirleitt við mynd- listarmann í vetur. Hann leiddi mig út í að viðurkenna að málverk gæti verið athyglis- vert og jafnvel fallegt þótt það væri ekki „af neinu“, heldur listasamsetningin ein. Hvers vegna gæti ekki sama gilt um ljóð? Gæti tónlist ekki verið falleg þótt hún lýsti ekki neinu? Ég féllst á það þótt ég vildi helst undanskilja nútímatónlist sem lætur mjög illa í eyrum minum. Þegar ég var búinn að karpa við hann um stund var ég orðinn svo flæktur og ruglaður í þessu lista- sprangi að ég þurfti að þegja lengi og ná áttum áður en ég var reiðubúinn til að opna munninn á ný. En þá var ég aftur kominn í sömu spor, mér þótti og þykir enn þung- lyndisleg og innhver rímleysa leiðinleg, ekki síst ef engin hrynjandi er í henni og „eitt rekur sig á annars horn“, ef engin heil hugsun fyrirfinnst í versinu og ekki er hægt að fylgja eftir hugsanagangi aftur eftir „ljóðinu“. Menn segja stundum að það sé auðvelt að yrkja rímlaust, það geti hvert fíflið gert. Ég er því ekki sammála. Allir geta að vísu bullað en ég held að þá list að yrkja gott ljóð órímað, leiki ekki aðrir en snjallir menn og ég held líka að þeir verði að kunna til hlítar rím, stuðlasetningu og hrynjandi eins og byggingameistari verður að kunna til hlítar grundvallaratriði byggingalistarinnar áður en hann getur leyft sér að víkja út frá viðteknum aðferðum. Þeir sem vilja verða skáld mega ekki hlaupa til og gefa út fyrstu yrkingarnar sínar eins og þær hefðu orðið til fyrir guðlegan innblástur. Þeir eiga eftir langa og stranga þroskaleið áður en þeir geta samið nokkuð að gagni, nokkuð sem endist lengur en æska þeirra. Það kann að vera að Tómas og Davíð hafi ekki talist til mestu skáldsnillinga okk- ar tíma en þeim tókst að fá fólk til að læra og syngja fagra söngva sem lifa lengi eftir þeirra dag. Og þótt kennarinn fyndi fátt nýtilegt við ljóð Jóns Helgasonar annað en formkunnátu, hefur Jón yljað mér og fleirum um hjartaræturnar með hinni listilegu ljóða- smíð sinni. Ég nenni ekki að telja upp öll þau góðu skáld sem ég les enn í dag mér til sálubótar og andlegrar hressingar og ég vil ekki heldur nefna til þá mörgu leirburðar- snakka sem mér finnst ekki eiga að telja til skálda, en matið á þessu verður persónu- bundið eins og annað mat, mér finnst kannske fallegt það sem öðrum fínnst ljótt og öfugt, enda væri það meira ástandið ef öllum þættu t.d. sömu stúlkurnar fallegar og sömu stúlkurnar ljótar. Og ég verð víst að sætta mig við að vera eins og ég er, að finnast þau ljóð falleg og læsileg þar sem saman fer lipurt og leikandi mál, haglegur búningur og eitthvert erindi sem höfundur- inn á við mig. TORFI ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. F'EBRÚAR 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.