Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.02.1992, Blaðsíða 6
I Hvorki póstkort né kvikmyndir geta gefið rétta mynd af Ríó de Janeiro, „Janúarfljótinu“ sem stendur þó hvorki við fljót né árósa. Ríó er engri borg lík, þar sem hún breiðir hátignar- lega úr sér milli ávalla graníttinda og blátærs Á hinni frægu baðströnd Copacabana geta verið uppí hálf milljón manna á góðum sumardegi. Hjá Ríó-búum er ströndin ekki afþreying, heldur lífið sjálft og þar skín lífsgleðin út úr hverju andliti. Eftir ODDNÝJU SV. BJÖRGVINS Suður-Atlantshafs. Leifar af iðjagrænum regnskógi ofan við hvíta sandströnd. Og háhýsum stungið niður í svo óreglulegt landslag, að fátt gefur tilfinningu um millj- ónaborg. Náttúrufegurð slík, að sjálfur Disney gæti ekki gert betur, þó að hann legði sig allan fram um að skapa borg hug- myndaflugsins. Hallarhótelið Copa Og Frægasta Baðströnd S-AMERÍKU Að morgni blasir við sviðsmynd eins fræg- asta póstkorts um áratugi, Copacabana- ströndin með Sykurtoppinn í baksýn. Ríó varð fræg sem baðstrandarbær, þegar hall- arhótelið „Copa“ opnaði 1923. Eina lúxus- hótelið í S-Ameríku, með spilavíti að auki, dró sannarlega til sín frægasta alheimsliðið. Á „svartbindakvöldum" mátti sjá Lönu Tumer, Tyrone Power og Evu Peron á Copa. Og að sjálfsögðu lét John F. Kennedy sig ekki vanta. Ennþá er Copa miðpunktur á Copaca- bana, þó það nái ekki upp í lúxushótel nútím- ans. Á blómaskeiði Copacabana vildu allir búa við ströndina. Of margir þrengdu sér niður á lítið landrými og frægasta strönd S-Ameríku fór að drabbast niður. Um 1960 byijaði ríka fólkið að flytja sig yfir á ná- grannaströndina, Ipanema. En Copacabana fékk „andlitslyftingu.“ Góð hótel risu. Hvít- um sandi var dælt á land. Og ströndin fór að heilla ferðamenn til sín aftur um 1980. Á góðum sumardegi getur verið upp í hálf milljón manns á Copacabana. Yfir 300.000 íbúar, sem pakkað er niður í há- hýsi milli fjalls og strandar, koma allir á ströndina. Og ferðamenn bætast í hópinn. ískaldur bjór og sólarolía í háflæði. Ríó-flug- drekar á lofti undir hrynjandi músíktónum. Lífsgleðin skín úr hveiju andliti. Því strönd- in er bæði fyrir ríka og fátæka. Og enginn tekur frá Ríóbúum þessa fögru borg, þessa yndislegu veðráttu. Hjá íbúum Ríó er strönd- in ekki afþreyingarstaður. Hún er lífið sjálft. SÓL í HÁNORÐRIUM HÁDEGI En nú er kaldasti árstíminn. Ríóbúar skjálfa úr kulda og fremur fámennt á strönd- inni. Hitinn nær aðeins upp í 24 gráður, þegar sól er í hánorðri. Já, hánorðri segi ég! Eftir skoðunarferðir dagsins átti að sleikja síðustu sólargeislana. Horft á fjalls- topp og sundlaugarbekk. Já, einmitt þarna væri best að vera til að njóta sólar sem lengst. Engin orð fá lýst undrun minni, þegar bekkurinn var augnabliki síðar í for- sælu. Öfugur sólargangur sunnan við mið- baug! Ég stend og stari á ótrúlega fallega slíp- aða steina í sýningarglugga hjá Sheraton. „Viltu ekki sjá úrvalið í miðstöð okkar á Copacabana?" segir afgreiðslustúlkan hjá H. Stern, einum stærsta skartgripaframleið- anda í heimi. „Við bjóðum upp á bíl fram og tilbaka." Ekki svo vitlaust. Én bílstjórinn skilar okkur upp að aðaldyrum, dyravörður tekur á móti okkur og við verðum að skoða dýra steina og skartgripi (langt fyrir ofan Ríó, svo full af seiðmagni og Sykurtoppurinn með ljós á efstu brún. kaupgetu) í heilan klukkutíma! En vel þess virði fyrir áhugafólk um geysifallegar vörur. Krakkagengi Og PAPPAKASSAFÓLK Á strætinu ofan við Copacabana er fjör- ugt götulíf. Götusalar með fallegan varning, handgerða heklaða dúka og allsstaðar þess- ir yndislegu steinar. í kaffihúsum og útikr- ám gengur kurteist sölufólk á milli borða, með sitthvað smálegt heimaunnið. Afar smávaxinn strákur, með logandi augu og svo eldsnöggur í hreyfingum, að varla er hægt að fylgjast með honum, vekur at- hygli. Strákurinn skýst á milli borða og sópar matarleifum ofan í poka. Hér er mættur einn úr fjölmennum hópi utangarðs- barna í Ríó. — Hvers vegna eru þau svona mörg? spyr ég Ríóbúa sem snæðir með okkur. „Fátæktin er svo geysileg," segir hann. „Börn þurfa jafnvel að flýja misþyrmingar foreldra, sem stundum „brennimerkja“ af- kvæmi sín inn í betlarastéttina. Þessir krakkar hafa stofnað eigið þjóðfélag og beijast fyrir lífi sínu. Nota allt sem til fell- ur. Þau fá ekkert uppeldi og hafa litla sið- ferðiskennd. Nauðganir eru daglegt brauð. Og þeim fjölgar dag frá degi. Þau eru þjóðfé- lagsvandamál. Hvíslað er, að lögreglan fari vopnuð byssum í útrýmingarherferð að næturlagi!" Þrælar fyrri tíma söfnuðu öllum matar- leifum saman af borði húsbóndans og settu í baunasúpupottinn. Útkoman varð nagla- súpan fræga, sem allir þekkja! Nú er „feijo- ada“, þrælasúpan, vinsælasti þjóðarréttur Brasilíubúa. Ef bjóða á ferðamönnum upp á eitthvað þjóðlegt, verður þrælasúpan oft- ast fyrir valinu. Ris einnar stéttar. Fall annarrar. Einhvern tíma hefði ekki þótt fínt að borða þrælasúpu! Skyldu utangarðsbörn- in líka elda „naglasúpu“? Ef gengið er út fyrir aðalgötu á Copaca- bana má víða sjá útbreidd pappaspjöld á gangstéttum, til hliðar pappakassa með ýmsu matarkyns og fatnaði. Hér býr pappa- kassafólkið, með allar sínar veraldlegu eigur í pappakössum. Aðrir Ríóbúar ganga hratt framhjá. Hættir að sjá samborgara sína sem liggja þarna fyrir fótum þeirra, með korna- Einhvern tíma hefði þrælasúpan ekki þótt hæi börn í fanginu og smábörn hoppandi í kring. Börn sem eiga trúlega eftir að bætast í hóp utangarðsbarnanna. í rökkurskilum kvikna bálkestir á strönd- inni út frá Ríó. — Er verið að fagna ein- hveiju? Ég geng að einu bálinu. — Hvað sé ég? Hrófatildur úr bárujámi og pappa- kössum. Fátæklingar að elda við bál. Nötur- legt. Sóðalegt. Og ég get ekki horfst í augu við þetta fólk. — Yrði maður eins og hinir sem horfa framhjá eymdinni, ef maður byggi hérna? Borgaryfirvöld í Ríó eru að reyna að flytja utangarðsfólkið úr sjónmáli, upp í efri byggðir, upp í fjöllin. Sérkennilegasta fá- tækrahverfi sem ég hef augum litið er Fa- vela í fjallshlíð ofan við Ríó. Hús hvílir ofan á húsi^ reist á staurum í Ieirkenndum jarð- vegi. í mikilli rigningu getur allt skriðið fram. Samt hvílir eitthvað ljóðrænt yfir þessum samþjöppuðu húsakynnum. „Komdu með mér,“ segir Mía, sænsk stúlka sem rekur ferðaskrifstofu í Ríó. „Ég er meðlimur í samtökum sem eru að reyna að hjálpa. Einkum börnunum. Við rekum hjálparstofnun uppi í fjöllunum. Hjá okkur er núna 12 ára stelpa sem er nýorðin mamma.“ Næsta dag ætla ég með henni. En þá opnast allar flóðgáttir í Ríó. Hvílík úrkoma! Rafmagnið fer af borginni. Lyftan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.