Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 4
„Raunvísindi leiða fram merkilega þekkingu, en þau fylla ekki þörf manneskjunnar og hún leitar fyrir sér; raunvísindi skýra ekki undur lífsins, það undur að gras vex og líf kviknar í líkama móður...“ „Morgunn “, málverk eftir Einar Jónsson frá Galtafelli, 1931. Hvar Er Vandinn? Núna, þegar öld sundraðrar heimsmyndar og gegndarlausrar efnishyggju hefur verið lengi við lýði, en sýnir þó á sér þann bilbug að vera ekki eins blind og tillitslaus og áður, nú á öld hinna örustu breytinga í samskipta- háttum, fyrirkomulagi mannlegrar tilveru og í sjálfri heimsmynd okkar, á slíkum tíma er hvað eina og hver maður í vanda. Það er sá vandi að fá staðizt; til þess að fá staðizt þarf maðurinn að eiga sér trygga veru í hugmyndum sínum um sjálfan sig og heiminn - í þeirri vá sem síbreytileiki allra hluta er honum með því að ógna heimsmynd hans og sjálfsmynd hvað eftir annað á stuttu æviskeiði. Við slíkar aðstæður - og þar á ofan síbylju fjölmiðlunarinnar á skilningarvit- unum, þannig að maðurinn getur átt hugarf- arsleg^: heilbrigði sitt undir því að loka vitun- um fyrir flóðinu, um leið og hann má þó alls ekki loka sig úti frá lífinu - getur það verið mikill vandi að fá staðizt. Þessi vandi er líka vandi kirkjunnar. Tak- ist henni að leggja sitt af mörkum til þess að manneskjurnar standist, þá stenzt hún sjálf. Það gerir hún með því að gegna hlut- verki sínu, sem hlýtur að vera það að vera fólki farvegur, vettvangur og fræðari til þess að þroska og rækja til sem æskilegastrar fullnustu þann þátt manneðlisins sem ég kann ekki að nefna öðru nafni en trú, hjálpa fólki að uppfylla þörf sína fyrir það heilaga og það guðdómlega. Ræksla Þess Heilaga Hér er gengið út frá því að trú og þörf fyrir það heilaga og guðdómlega séu í mann- legu eðli. Kirkjan er ekki eini aðilinn í þjóðfé- laginu sem gegnir þessu hlutverki. Athæfi sérhvers listamanns sem „helgar sig“ verki sínu er til dæmis trúarlegt að einhveijum eðlisþætti, og eins er um þann sem tekur við reynslu af verki listamannsins. Mjög margt af því, sem við manneskjur gerum, ber í sér trúarlegan eðlisþátt eða snert af því heilaga. Okkur er margt heilagt og hefur ætíð verið, enda þótt næstliðin öld hafi verið lítið gefin fyrir að vekja athygli okkar á því. Hlutverki sínu reynir kirkjan aðallega að gegna með Vandræði kirkjunnar - eða: Vill Þjóðkirkjan vera þjóðskæð? Kirkjan hefur löngum í þjóðarsögu íslendinga verið áhrifamikil menningarstofnun. Heita má að hún hafi setið ein að því hlutverki að vera farvegur og vettvangur fyrir að veita fólkinu útrás og uppfyllingu fyrir þarfir þess „Er þjóðkirkjunnar mönnum, af krafti stöðu sinnar, bundið fyrir munninn að tala opinskátt frammi fyrir þjóðinni um þau fyrirbæri sem eru: trú, trúarþörf, trúarvandi og trúarbragðavandi manneskjunnar, hvers manns?" Á þessu þingi hóf íslenzka þjóðkirkjan upp raust sína og varaði við hættulegum glundroða í trúarefnum, sérstaklega þeim hugmyndum sem komnar eru til okkar með nýaldarhræringunum, þannig að það gæti verið að verða til dálítið skrítinn og athyglisverður trúarbragðagrautur, líka í okkar óblendnu menningu. Eftir DAVÍÐ ERLINGSSON á trú og trúarbrögðum. Það hefur ekki verið um marga aðra farvegi að ræða. Og enda þótt hún hafi líklega oftast áður verið áhrifa- meiri í lífi manna en núna, við lok 20. aldar, þá skiptir hún enn miklu máli. Ég hef hiklaust fyrir satt að hún, þ.e. for- vígismenn hennar, ráði miklu um með hvaða hætti og með hveiju inntaki skólakerfið fyrir börn og unglinga veitir þeim undirstöðu- fræðslu um trúarleg efni. Sjálf annast kirkjan fræðslu nálega hvers unglings undir ferm- ingu, og með fermingunni sjálfri verða ung- mennin „staðfestir" félagar og raunar eið- svarnir í samfélagi lútherskra trúarbragða nema þau taki fram, annaðhvort fyrr eða síðar, að vilja ekki vera eiðsvarin í þann fé- lagsskap. Fáfræði Eða Hvað? Sumir athugendur menningarástandsins á íslandi hafa orð á því, hve lítt fróður og óljóst meðvitaður almenningur á landi hér sé um margar undirstöðuhugmyndir kristindóms og kristinnar siðmenningar, þ.e. um ýmis þau mæti sem höfuðmáli skipta um sjálfsmynd og siðferði manna í þeim (gyðinglega og) kristna sið, sem mótað hefur þann evrópska menningarheim, sem við erum hluti af, þrátt fyrir allt. Ekki þarf að vera lengi áheyrandi bæði opinberrar og minna opinberrar umræðu á Islandi til að sannfærast um, að mikið er hæft í þessari staðhæfíngu. Þótt einhver kynni að vilja sakast um þetta, væri vitan- lega ekki kirkjuna eina að álasa, en þó hlýt- ur hún að eiga sinn þátt í því. í erfðagóssi íslenzks hugarfars er líka fleira en kristið eitt. Heiðinn var siður Islendinga einu sinni og vafamál er, hvort undirstöðuhugmyndir þess siðar hafí verið nokkuð síðri fyrir mann- eskjuna að þroskast við en þær sem síðar komu til og urðu yfirsterkari. Kristnir menn kalla heiðna trú og sið márgra þjóða sem áttu sér merkilega siðmenningu og vísindi bæði fyrir og eftir daga Krists, og margt það sem kristið er nú kallað átti sér aðrar menningarlegar rætur. Forvígismenn kristin- dómsins fundu það ekki upp. Á forngrískri rót standa stærðfræði og eðlisfræði vestur- landa að miklu leyti. Mergurinn málsins er, að eigi einstaklingur að geta fótað sig sæmi- lega í lífínu, skilja hvað um er að ræða í menningu og hugmyndum, þarf hann að vita talsverð deili á þeim, menningarsöguleg deili. Fermingarbarn, sem ekki hefur skilizt, hvers vegna það er nauðsynlegt að vita hveijar séu hinar þijár persónur guðdómsins, hefur ekki verið vakið til þeirrar menningarlegu forvitni sem því er nauðsynleg, ef það á að verða skynbær þátttakandi í menningarlífí og þjóð- lífi, en ekki sá þræll sem því skár er staddur sem hann skynjar og skilur minna. rækslu trúarbragða, sem eru að mínum skiln- ingi ílátið sem hún býður okkur að hafa trú okkar í. Svo samkeppnislaus sem kirkjan hefur verið á landi hér um framboð á ílátum undir trú okkar fram undir þennan dag, skipt- ir það í rauninni litlu, að hún er þjóðkirkja, þ.e. ríkiskirkja. Með því er átt við það lög- tekna skipulag að hún og starfsmenn hennar eru almenningsþjónar sem taka við launum sínum af almannafé. Kirkjan er þannig ríkis- stofnun við hliðina á t.d. háskólanum, og með því hefur löggjafi okkar eiginlega gert ílát hennar, lútherskuna, að ríkistrúarbrögð- um. Af því hefur leitt, að það kostar hvern einstakling í þjóðfélaginu talsvert framtak og átak að losna við að styrkja þessa stofnun með skattfé sínu, ef hann er trúarbrögðum hennar ósamþykkur. Af þessari forréttinda- stöðu lútherskunnar hlýtur síðan að mega álykta, að löggjafi okkar hafi hlaðið á herðar 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.