Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 5
kirkjunnar því hlutverki að annast bærilega vel rækslu þess heilaga og guðdómlega fyrir okkur. Hvernig mætti annað vera? Þessu fylgir þung siðferðileg skylda, sem gerir til- vistarvanda kirkjunnar ekki minni, nema síð- ur væri. VlÐBRÖGÐ VlÐ ÞVÍ NÝJA Ætla mætti að sú linun eða rýmkun efnis- hyggjunnar sem nú á sér stað um leið og aimennari viðurkenning en áður á trúar- legri þörf mannskepnunnar búi kirkjunni betri skilyrði en áður til þess að rækja hlut- verk sitt. Nokkuð margvíslegar trúarhrær- ingar fara nú um heiminn, og slíkar sem andlegar samgöngur í heiminum eru nú orðnar, gætir þeirra vitanlega einnig hér. Hefði nokkrum þótt það sennilegt árið 1900, að 80 árum síðar yrði söfnuður Bahai orðinn fastur í sessi á íslandi, aðeins fáum áratug- um eftir að hugmyndahöfundur hans var uppi á dögum? Ýmsar hugmyndakveikjur, sem sumar tengjast sívaxandi vitund um heiminn sem lífkerfí og um þá hættu sem hann er í af hendi mannsins, sumar austur- lenzkum trúarbrögðum og heimspekikenn- ingum, fara nú um heiminn og eiga sér áhangendur víða. Nýaldarhreyfingin er stað- reynd, þótt torvelt sé að átta sig nákvæm- lega á, hvað heima eigi undir því safnheiti og hvað ekki. Sumt af því efni eru athyglis- verðar hugmyndir og kenningar, annað sjálfsagt vafasamt, og vitanlega er hér margt knúið áfram af gróðahvötum ekki síður en góðum hugsjónum eða af innilegri þörf til að segja heiminum „sannleikann". En þetta er varla annað en það sem við þekkjum vel í fari kristinnar kirkju líka, að blóm kærleikans spretta kringum hitt og þetta. Viðbragð kirkjuþings haustið 1991 við þessum hræringum er tilefni þessarar hug- leiðingar um það, hvort kirkjan sé líkleg til að standa við þá almennu en miklu tilætlun að vera (ríkisskipuð) umsýslustofnun þess heilaga. Á þessu þingi hóf íslenzka þjóðkirkjan upp raust sína og varaði við hættulegum glundroða í trúarefnum, sérstaklega þeim hugmyndum sem komnar eru til okkar með nýaldarhræringunum, þannig að það gæti verið að verða til dálítið skrítinn og athygiis- verður trúarbragðagrautur, líka í okkar óblendnu menningu. Því var haldið fram að ýmislegt í kenningum þessum gæti verið óhollt, eða jafnvel hættulegt. En Vandinn Er Annar Kirkjan er að vísu í vanda, en sá vandi kemur ekki frá nýaldarhreyfingunni nema í litlu einu, heldur er hann miklu meiri og á sér eldri rætur. Það er svo margt sem í manninum býr, rétt eins og þokunni. Ef til vill hefur farið að koma vöxtur í eina undir- rót þessa vanda þegar í rómverskri fomöld þegar Cicero gamli (ef það var þá hann?) bjó til orðið realis, hlut-legur. Af því spratt svo orðið realitas, hlutlegleiki, raunveruleiki, en það barst svo_ hátt í tveimur árþúsundum síðar til okkar íslendinga sem sá veruleiki eða hugmynd um veruleika - raunveruleiki (orðið var víst ekki til hjá okkur fyrr en undir síðustu aldamót, en lýsingarorðið veru- legur er að vísu til í gömlu máli og þá í annarri merkingu) - sem við hugsum í nú orðið, hvað sem það er nú annars. Áður verð- um við að ætla að bara hafi verið til sannleik- urinn. Sú veruleikahugmynd sem fylgir þessu orði síðar hefur blátt áfram, með tilkomu raunvísindahyggjunnar, ýtt sannleikanum út úr því hásæti sem hann átti áður. Meðan kirkjan var hirðir og fulltrúi þess sannleiks sem mestu skipti manneskjuna, var þetta hásæti líka hennar hásæti. En hún hlaut að missa það - og virðinguna - um leið og annar sannleikur, veruleiki raunvísindahyggj- unnar, bolaði hinum frá og tók til sín nálega alla virðinguna, með því að telja trú um að hún byggi yfír, eða mundi verða í færum um, að finna og gefa manninum þann sannleik um heiminn og hann sjálfan sem allra mestu skipti. Nú eru þess á hinn bóginn mörg merki sýnileg, að trúin á getu vísindanna til þess að uppfylla þetta loforð er að veiklast, þrátt fyrir öll afrekin, mikil og óumdeilanleg. Þetta er vitanlega ein af ástæðum nýju hreyfing- anna. Raunvísindi leiða fram merkilega þekk- ingu, en þau fylla ekki þörf manneskjunnar, og hún leitar fyrir sér; raunvísindi skýra ekki undur lífsins, það undur sjálft að gras vex og líf kviknar í líkama móður og hún verður að fleirum. Raunvísindahyggjan hefur leitt af sér vissa tómleikakennd að þessu leyti. í slíku andrúmslofti eiga ný trúarbrögð góð tækifæri. Og fólk leitar heimsmyndar sem er heildstæð, en ekki í brotum. Þess geta nýjar hræringar einnig neytt. Merkilegt er það, að í vísindum um eðli efnisins eru sum- ir rannsakendur farnir að taka með í reikninginn nokkuð sem okkur, sem utan við stöndum, þykir vera farið að líkjast einhveiju „Kirkjan er að vísu í vanda, en sá vandi kemur ekki frá nýaldarhreyf- ingunni nema í litlu einu, heldur er hann miklu meiri og á sér eldri rætur“. Myndimar eru frá trúarlegum sam- konium þar sem aðrar leiðir eru farnar en í þjóð- kirkjunni. Að ofan: Frá sam- komu í Krossin- um.Að neðan: Að- ventistar á sumar- móti. yfimáttúrlegu og vera ef til vill í ætt við guðshugmynd. Þetta eitthvað er orðið að áhrifaþætti í þeim reiknilíkönum um hræring- ar efniseinda, sem vísindamenn beita í leit sinni að skilningi. Menn hafa einnig fundið að í veröldum öreinda sem eru minni en atóm- ið virðist athugandinn ekki komast hjá að hafa áhrif á það sem hann athugar, heldur er sjálfur með í hreyfidæminu, ef svo mætti segja. Annað mál, sem ekki er auðvelt að skil- greina á hvem hátt tengist þessu, er það sem blindað tröll þyrfti til að neita, að það hvað menn fínna hlýtur ætíð nokkuð að fara eftir því, hvaðan og með hvetju menn leita, það er að segja mannshuganum með þeim hug- myndum og möguleikum sem í honum búa. Þetta er náttúrlega sama og játa, að fyrst kemur mannshugurinn, og að öll þekking er honum háð, getur aldrei orðið óháð honum. Þess vegna em líka mannvísindi fmmburður- inn meðal vísinda og hafa eiginleg réttindi og skyldur eftir því. Því em öll raunvísindi líka að merkilegum eðlishluta hugvísindi, og því er það líka, að raunvísindi geta orðið að mannskaðlegum eða jafnvel mannkynshættu- legum villutrúarbrögðum, þegar þeim líðst að gleyma uppmna sínum og eðli. Leit Mannsins Og VÍSINDI Mikil trú á sérhæfíngu, sérrækt sem hefur vissa tegund einangrunar í för með sér, hef- ur einkennt stefnu og störf í nálega hvers kyns vísindum síðustu öldina. Hvað sem líður árangri sérgreinanna, er erfitt að bera á móti því, að sérræktunin hafi að sínu leyti verið meinsemd í andlegu lífi, háskólalífí og rannsóknum. Það liggur vitanlega í orðinu mannvísindi að með því er átt við þau vísindi í samfellu sem fjalla um manninn. Þau fást í fyrsta lagi við mannshugann, eiginleika hans og það sem hann framleiðir, hvemig maðurinn kannar umhverfí sitt (einnig örófs- veraldir öreindanna) og býr til og miðlar vitn- eskju sinni á einhvers konar máli, sem við getum kallað sögu (enda þótt það sögumál sé sértækar formúlur eðlisvísinda). Þekking- arleit og þekkingarsöfnun er lífsnauðsyn, sem sjálfsagt má telja eðlislæga manninum. Svo einfalt virðist það. Þess vegna ætti vitanlega aldrei að meina manneskjunni að leita. Það verður hún að gera. Að leita er að sínu Ieyti það að vera manneskja. Það hlýtur að vera helzta mark og mæli- kvarði á lífshæfni (þjóð)menningar og trúar- bragða hennar að sínu leyti, hvemig henni tekst að gegna þessari þörf, ekki aðeins að leyfa hana, heldur einnig að vera vettvangur fyrir hana með því að styðja manninn í leit hans. Þótt menn skirrist oft við að skilgreina hugtök á borð við menningu, vil ég þó gera tilraun til að hjálpa lesanda til að sjá yfír það svið sem til íhugunar er með því að taka það saman í þremur samtengdum atriðum. Kjami þjóðmenningar álít ég að sé 1) það safn sameiginlegra hugmynda og skoðana um sannleika og veruleika, sem gerir fólki fært og eðlilegt að búa saman í samfélagi; 2) samkomulag um aðferðir til að jafna ágreining hvers konar, en ekki sízt um þau undirstöðuefni sannleiksins sem varða heims- mynd og sjálfsmynd; 3) nægilegt rými, sveigjanleiki og vilji til að leita að og taka við nýjum, lífsendurnýjandi sannindum. Sjálfsagt er sitthvað á kreiki núna, hér og þar, sem er varasamt eða jafnvel hættu- legt. Það er hluti eðlilegra tjáskipta að benda á slíkt, og deila getur verið nauðsynlegur hluti sannleiksleitar og ágreiningsjöfnunar. En hvenær hefur manninum ekki stafað hætta af hættulegum hugmyndum? í raun- inni er staða kirkjunnar þannig, nú og máski stundum áður, að hún er einn af keppendun- um í þeim kappleik, meðal annars við hliðina á allri nýrri öld, að bjóða (eða jafnvel selja?) leitandi manneskjum kosti sína í þvi efni að skilja sjálfar sig og fínna sér samastað í til- veru í heiminum og laga sig að honum (í samræmi við einhveija sögu sem trúað er). Takmörkun Umræðunnar Þó að ég sé ekki öflugur stuðningsmaður Lúthers né annarra upphafsmanna trúar- bragða, varð mér það talsVert sárt, - þegar ég fór að gefa því gaum í málflutningi bisk- ups og annarra klerka sem voru að tala um þetta efni, eða jafnvel önnur sem þá urðu uppi „á döfínni" - að þeim virtist fyrirmunað að láta heyra sig ræða um trú nema i merk- ingunni: sú einhvern veginn lögskipaða kristna og helzt lútherska guðstrú, þannig að mér fannst af því leiða bæði hugtakarugl- ing og einnig það, að ekki varð gerlegt að tala um kjarna vandamálsins, þegar kirkjan var að hefja upp vörunarrödd sína gegn trúar- bragðalegu villusveimi. Umræðan, eða það sem ég heyrði af henni, virtist mér því ekki ná vitrænum tilgangi. Mér virtist jafnvel að þessi fyrirmunun (ef það er rétta orðið) gæti verið hættuleg, mannskaðleg með því að vera þröskuldur í götu vitrænnar umræðu. Er þjóðkirkjunnar mönnum, af krafti stöðu sinnar, bundið fyrir munninn að tala opin- skátt frammi fyrir þjóðinni um þau fyrirbæri sem eru: trú, trúarþörf, trúarvandi og trúar- bragðavandi manneskjunnar, hvers manns? Ekki get ég^skilið, hví svo ætti að vera. En ef það er þannig, að verkefni þjóðkirkjunnar og presta hennar takmarkist við það að boða og rækja trú á einn guð nafngetinn og hans sérstaka fagnaðarerindi, og kirkjan eigi því ekki að vera til viðtals um uppsprettu alls þessa i manneðlinu, þá eru því með þessu settar mjög þröngar skprður á hvern hátt sú stofnun geti tekið þátt í og stutt fólk í and- legu og trúarlegu lífi þess. Þá væri vissulega orðið alvarlegt álitamál, hvort ekki væri sjálf- sagt réttlæti að búa þeirri trúarbragðastofn- un sömu lífskjör og öðrum slíkum með því að taka hana út úr fjárlögum okkar allra. Spumingin er mikilvæg. Hún hlýtur að vera það fyrir allt fólk sem hugsar um félagslíf sitt, en niðurstaða um svar kemur auðvitað ekki hér. Því að ef trú/guðstrú er ekki skilin öðru- vísi og víðara en það sama og lúterska boðun- in eða hvaða sérgreind trúarbragðaboðun sem væri, kemst skilningurinn ekki af stað úr sporunum; af orðræðu sem þannig er tak- mörkuð að upphafi sprettur ekki það sem víkkar hugsun, né umræða sem gæti orðið góður þáttur í andlegu uppeldi manna: Efni handa þeim að byggja sig upp af og með. Það sem ég á við er: hví segja mennirnir ekki það, sem ég held að sæmilega viti borið og hugsandi fólk viti í rauninni - (og skáld- in, sem em í raun og veni höfundar allrar rýni, hafa iðulega sagt, t.d. í þeirri setningu, að sannleikurinn býr ekki í bókum, heldur í fólki sem hefur gott hjartalag; núr eða fólk sem eftir er haft, að það trúi á „það góða og fagra") - eða mundi vita, nema þá af því að almenna orðræðan (sú opinbera, lög- gilta sannleiksgerð okkar) hefur haft ríka tilhneigingu til að loka fyrir aðgang að því að hugsa það (í því sjást víslega líka gömul og sterk áhrif kirkjunnar), nefnilega: að trú er lífsnauðsyn, ef til vill eðlislæg, eða að minnsta kosti mjög frumlæg og óhjákvæmi- leg, huglæg (upphaflega ómeðvituð) afstaða í þeim sem er lifandi, óhjákvæmilegur þáttur þess að lifa, þykist ég mega segja. Um orðið má sjálfsagt deila, en varla þessa verueigind. Sá sem ekki er haldinn og styrktur henni, nefnilega grunnlægri jákvæðri afstöðu til lífs- ins, og berst því af mætti sinnar eigin skepnu fyrir lífinu, - um hann held ég við mundum viðhafa orðið sjúkur, og hann er sá sem engu ann og „manngi ann, hvat skal hann lengi lifa?“. Og hugsa skal til barnstrúarinnar, þeirrar sem er til, og skynibornu fólki skiljan- leg eða að minnsta kosti skynjanleg, löngu áður en nokkuð í líkingu við guðshugtak tungumálsins er orðið til í vitund barnsins, að því er við fáum skilið. í þessu er líka að greina það sem í ritningum má lesa eða ráða, nefnilega um kærleikann sem þennan lífs- kraft frumtrúarinnar, lífið sjálft í þeim skiln- ingi. Lífsjákvæði sem er sjálfsagt og óefað og verður að vilja i manni, það er í raun frumtrú- in, að ég hygg. Trúarbrögð eru að sínu leyti (en ekki öllu) margvíslegar ofanábyggingar og útfærslur þessa. í rauninni er sá, sam- kvæmt því, ekkert síður trúaður sem afneitar bæði trú og guði eða guðum, en hann er auðvitað ekki trúaður maður í venjulegum skilningi trúarbragðanna. Niðurlag í næsta blaði. Höfundur er dósent við Háskóla íslands. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS 27. JÚNl 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.