Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 7
F E RÐAMANNAST AÐ I R Klúður og náttúruspjöll við Gullfoss að verður að teljast grátlegt hvemig klaufaskap- urinn einn verður ofaná í því sem lítur að ferða- þjónustu og aðbúð við ferðamannastaði. Fjöldi landsmanna og yfirgnæfandi hluti erlendra ferðamanna leggur á ári hverju leið sína aust- Efsta myndin: Skálinn sem reistur hefur verið á flatlendinu vestur af GuIIfossi. Vegna hans og nýs vegar hefur orðið geysilegt upprót og náttúruspjöll, sem ekki er hægt að laga með sáningu. Miðmyndin: Göngustígurinn, sem búið er að leggja frá skálanum niður að brekkunni við fossinn. Neðst: Stiginn niður hlíðina hjá fossinum er alltof fyrirferðarmikill og stingur hrottalega í stúf við umhverfið. Jarðýtum hefur verið beitt á viðkvæman há- lendisgróður við vega- lagningu vestur af fossin- um og þar reistur skáli með snyrtiaðstöðu, sem öll skynsamleg rök mæla með að hefði átt að standa við malbikað bíla- stæðið hjá fossinum. Gullfoss ur að Geysi og Gullfossi; þetta er hin klass- íska eins dags ferðamannaleið frá Reykja- vík. í sumar mun vera von á 27 skipum með túrista; flestum verður þeim ekið þessa leið, sem á því herrans ári 1992 hefur ekki tekizt að fullu að leggja með bundnu slitlagi. Hinsvegar er búið að malbika fáfarinn veg frá Grindavík og vestur með ströndinni, sennilega vegna þess að samkvæmt lögmáli skæklatogsins hefur orðið að malbika einhversstaðar í Reykjaneskjördæmi, hvort sem þörf var fyrir það eða ekki. Ráðamenn þessa lands virðast alltaf hafa verið mjög sjóndapir á þýðingu ferða- þjónustunnar og þess sem gæti stutt hana. I samræmi við það hefur aðstaða ferða- manna við Gullfoss alla tíð verið til skamm- ar. Skást var hún þó á meðan gamli skál- inn stóð á sínum stað. Síðan hann var rif- inn hefur einber vandræðagangur einkennt afstöðuna gagnvart einhveijum nauðsyn- legum mannvirkjum við fossinn. Þurrsal- emi sem upp vom sett alltof langt í burtu voru misheppnuð framkvæmd, en góð snyrtiaðstaða er nauðsyn þarna, hvað sem líður veitingarekstri. Segja má, að hann geti ekki talizt brýn nauðsyn, þegar fáein- ar mínútur tekur að aka til næsta veitinga- húss. Nú hefur að lokum verið látið til skarar skríða og byggður ágætur og smekklegur skáli, sem hýsir snyrtinguna. En í. stað þess að byggja hann einfaldlega hjá mal- bikaða planinu við fossinn, hefur verið gripið til þess úrræðis að flytja Kjalveg 200-300 metra vestur frá fossinum og þar er skálinn. Lagður hefur verið göngustígur þaðan niður að brekkubrúninni við fossinn og síðan byggður stigi niður hlíðina; mikið ferlíki og ljótt, sem miklu meira ber á og miklu meira lýtir heildarmynd umhverfís- ins við Gullfoss en skáli við bílaplanið hefði gert. Eftir sem áður verða rútubílarnir, sem til að mynda aka fólki úr skemmtiferða- skipunum, að fara með farþegana niður á gamla planið, því þetta er að stórum hluta fullorðið fólk, stundum jafnvel aldrað, og mér skilst á fararstjórum, að það leggi alls ekki í að ganga niður stigann í hlíðinni. Allt þetta brambolt fyrir ofan fossinn er óþarft og til leiðinda. Gamli vegurinn, upphaf Kjalvegar, var að vísu ekki góður en hann lá í náttúrulegum beygjum og sveigjum um vallendisgróna Brattholts- hagana og stakk hvergi í augu. Það sama verður ekki sagt um nýja veginn vesturfrá, þar sem jarðýtum hefur verið beitt án forsjálni á viðkvæmt land, vaxið mosa og lyngi. Bæði meðfram vegin- um og nýja skálanum er mikið upprót eft- ir jarðýtur og landið stórskemmt. Þar hafa orðið náttúruspjöll, sem ekki verða aftur tekin. Þama gengur ekki að sá grasfræi eftirá; það mundi gerbreyta útliti og kar- akter umhverfisins, sem þarna einkennist af hálendisgróðri. Það er dapurlegt eftir öll þau ár, sem farið hafa í jaml, japl og fuður útaf því hvort hugsanlega ætti eða mætti gera eitt- hvað við Gullfoss, skyldi svo misheppnuð framkvæmd vera samþykkt. Og það er í hæsta máta raunalegt, að Ferðamálaráð og Náttúruvemdarráð skuli eiga þátt í þeirri náttúmskemmd, sem orðið hefur við vegarlagninguna. Sumstaðar má beita jarðýtum og bæta upprótið með sáningu. En á viðkvæmum stöðum verður að fara öðruvísi að. Þannig var til dæmis staðið að umdeildri framkvæmd þegar vegurinn var lagður yfír Bláskógaheiðina frá Þing- völlum að Gjábakka fyrir þjóðhátíðina 1974. Þá var efninu ekið á staðinn og umhverfisspjöll urðu engin. Þeir sem aka á eigin bílum munu líkt og áður fara beina leið á bílaplanið við fossinn. Þar er að jafnaði mergð einkabfla og rútubíla og hvort þessi snyrtingaskáli stæði þar einnig, gerir engan mun, en hefði verið til þæginda fyrir gesti. Engin frambærileg rök eru fyrir þeirri dellu sem orðin er. Gísli Sigurðsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNl 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.