Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 8
ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR Undir töfraboganum / augunum draummyndir undir töfraboga vængjaðar hugsanir flögra um strengi hörpunnar í ljóðrænu frelsi undirleikur á meðan líkamar taka hamskiptum og kampavínið slekkur arineldinn svo kvikni ekki í hjörtunum þá leysir þú af mér sálarfjötrana og ég klæðist þöglu frelsi í birtu næturstjörnunnar - síðan stöðvast tíminn í vatninu þar til sigurboginn svignar undan hita sólarinnar og við tekur myrkur dagstjömunnar þá Ieita ég litlu stúlkunnar með eldspýtumar og gef henni eld úr æðum mínum en þú veiðir hugsanafugla 7 skini mánans uns nýjar myndir fylla augun þú losar flöskutappa, lítur til sólar, en ég hlusta á bjarta þögnina og baðast Ijósskini meðan þú undirbýrð eldgönguna. Höfundur er kennari. INGVAR GÍSLASON Quo vadis, ísland? Vísun: „Hver myndi framtíð íslands verða utan EB? Horfumar em frekar skuggalegar..." Alfreð J. Jolson, biskup í Landakoti, Master of Business Administration. I. Quo vadis, ísland? Hvert er heitið för? 0g hvað mun ráða heillum feðraslóða? Er himnaríki’ á jörðu með heimsins þráðu kjör að hitta í lögum karlamagnúsþjóða? h. Að kennivald sé kaþólskt eitt og rétt, er kunnug sögn, sem votta bækur fróðar, og himnum krýnt á hæstu tróna sett var Heilagt Rómarríki þýskrar þjóðar. En augu páfans eygðu sjálf með raun og eyru námu kuldablá og þrútin, að Norðurslóð sé brýnt að blása í kaun er byljir mæða Þingvöll, Ok og Strútinn. Sem helgan föður henti stormaraun í hirðisför um íslands köldu sveitir, hann sá að þar mun bært að „blóta á laun", og búa eins og Drottinn kaus og veitir. III. Til afturhvarfs er ærin för og ströng, að endurreisa foma valdastóla. Um aldasjó mun leiðin þykja löng frá Landakoti aftur á bak til Hóla. Og hafí einhver átt þá stóru von, að ísland fengi rúm í páfadómi, má una um tíð við Ólaf Skúlason, um eilífð Guð vors lands í önn og tómi. Þótt lærðum sé það lítil andans mennt og Laxness sjálfur dæmi fræðin þvaður, þú virðir eitt sem var þér ungum kennt að vera „heimskur lútherstrúarmaður". IV. Er himnaríki’ á jörðu með heimsins þráðu kjör að hitta í löjgum karlamagnúsþjóða? Quo vadis, Island? Hvert er heitið för? Og hvað mun ráða heillum feðraslóða? Höfundur er fyrrverandí menntamálaráðherra og alþingismaður. UMHVERFI - ARKITEKTUR Oft mynduðust torg fyrir framan kirkjur. Hér voru haldnir markaðir. Manneskj- an er mælikvarðinn og rýmið notað fyrir óþvingaðar hreyfingar. Borgmenning Toscana Ferðamenn 20. aldar uppgötvuðu Toscana. Fyrr á tímum fóru Ítalíufarar til vatnanna sunnan Alpanna framhjá þessu héraði suður til Napolí- flóa, frá Feneyjum beint suður til Rómaborgar. í borg páfa var áður fyrr þéttsetið á kaffihúsum eins og Antico Caffe Greco, menn eins og Thorvaldsen, Wagner, Shelley og Byron. Út úr því fræga húsi var þverhausnum Schop- enhauer kastað af löndum sínum, þegar hann kallaði Þjóðverja „mestu fávita heims“. í dag eru slíkir staðir setnir af ferðamönnum og ekki einungis í Róm, heldur einnig í borg eins og Flórens, þar sem nútímamaðurinn reynir að nálgast „uppruna" sinn og mennt- amiðstöð miðalda. Vissulega ber þessi „mið- stöð“ höfuð og herðar yfir borgir Toscana, en í minni og óþekktari bæjum má ekki síður uppgötva marga perluna. Á þessum slóðum er borgmenning ævagömul og til fyrirmyndar hvað samskipti manna á milli viðvíkur. Það er a.m.k. staðreynd, að íbúar Evrópu í dag leggja mikið á sig til að komast burt frá nútímatækni heima við og halda á vit þess- ara gömlu borga, sem enn blómstra. Til að njóta slíks umhverfis er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir landslagi, arkitektúr, sögu, siðum og manneskjum í samhengi. í Toscana er sambandið tiltölulega skýrt. Fyrstu áhrifín mótast af landslaginu. Tosc- ana-héraðið er staðsett á milli tilbreytingar- leysis eyðimerkurinnar og margbreytileika landslagsins norðan Alpanna. Áberandi ein- kenni eru „klassískir“ samhljómar. Form- myndun er hófsöm, hæðardrög, dalir og tré mynda friðsaman samhljóm, formfastar og mjúkar línur. Sól og birta undirstrika þessi einkenni, gera landslagið „plastískt", mynda rými og laða fram smáatriði. Látabrigði eru hinsvegar ekki kröftug. Þetta skýrir sérstakt dálæti listamanna héraðsins fyrir höggmynd- um og teikningum. Mótun rýmis í arkitektúr má einnig skoða í þessu samhengi. Mun Tengslin við fortíðina slitnuðu aldrei. Menning Etrúska og Rómverja var þróuð áfram. Fyrir- myndir í arkitektúr voru til staðar og engin ástæða til að leita út fyrir héraðið. Menn voru sjálfum sér samkvæmir, engin tískufyrirbrigði eins og gotík eða barrok náðu hér verulegri fótfestu. Eftir GUNNLAUG BALDURSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.