Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 9
meiri áhrif á uppbyggingu borganna hafði þó félagsleg þróun. Langflestir borgarkjarnar héraðsins mótuðust snemma á miðöldum. A 13. öld myndaðist hér lýðveldi einstakra borga, ólíkt okkar í dag að því leyti að venju- legur borgari hafði mikil og bein afskipti af stjórnmálum. í alþýðuráðið, Primo Popolo, var kosið með hlutkesti á nokkurra mánaða fresti, til að forðast langa setu á valdastól. Þetta almenna og breiða lýðveldi varð að hluta að veruleika með aðstoð kirkjunnar. Klaustrin lögðu rækt við gersemar gamalla menninga auk iðngreina og fræddu lýðinn. Þessi tvö öfl, trúin og lýðveldi borgaranna, voru undirstaða sterkrar samfélagstilfinning- ar. Metnaður hverrar borgar beindist m.a. að uppbyggingu og að skipulag væri í háum gæðaflokki. Megináhersla var lögð á að vinna úr sérkennum staðhátta (genius loci) og á grundvelli þeirrar hefðar sem skapast hafði með tímanum. Til að koma þessum markmið- um í framkvæmd voru settar strangar reglu- gerðir og sýna skýrslur frá þessum tímum hversu mikill misskilningur það er, að borg- irnar hafi „vaxið“ meira eða minna af tilvilj- un. Við nánari athugun einstakra bygginga kemur í ljós, að tengslin við fortíðina slitnuðu aldrei. Menning Etrúska og Rómveija var þróuð áfram. Fyrirmyndir í arkitektúr voru til staðar og engin ástæða til að leita út fyr- ir héraðið. Menn voru sjálfum sér samkvæm- ir, engin tískufyrirbrigði eins og gotík eða barrokk náðu hér verulegri fótfestu. Arkitekt- úr Toscana ber ávallt einkenni klassísks ein- faldleika. Heildarform jafnt sem smáatriði eru „geometrísk“, ströng og þar af leiðandi skýr. Leitað er eftir látlausri tign og fágun, þeirri hófsemi, sem fínna má í landslaginu. Söguleg verðmæti og skilgreining á staðhátt- um voru undirstaða nýrra listrænna tjáninga. Ef litið er á hverfl nútímans til samanburðar verður ljóst hversu mjög þessi atriði eru van- rækt í dag. Mismunur gamla og nýja tímans er mest áberandi í rýmistúlkun. A Ítalíu er þörfin fyrir útirými vissulega áberandi sterkari en t.d. norðan Alpanna. Veðurfar leyfir meiri hreyfingar á götum og torgum. Til að stoltur limaburður og Iifandi framkoma Toscana- búans fái að njóta sín er þörf á rými bæði Sá geypilegi kostnaður og fyrirhöfn sem lagður var í byggingar, vekur til umhugsunar um margar nútíma bygg- ingar, þar sem einblínt hefur verið á kostnaðarhliðina. á götum sem torgúm. Samfélagsgerðin er minnst var á hafði mikil áhrif á gerð útirýma og þá sérstaklega torga. Mikilfenglegustu og listrænustu torgin eru tákn hugsjóna al- þýðunnar. Á öðrum torgum voru markaðir, enn önnur mynduðust fyrir framan kirkjur. Öllum er sameiginlegt, að manneskjan er mælikvarðinn. Höggmyndir og brunnar voru aldrei sett á mitt torgið, þannig að rýmið gat notast fyrir óþvingaðar hreyfingar. Hér kemur fólk saman og rökræðir öll hugsanleg mál. Líkja má þessum uppákomum við útileik- hús með samsvarandi handahreyfingum, svipbrigðalist og mælsku, allt kryddað mik- illi lífsgleði. Einkenni látlausrar tignar koma í ljós á torgunum, þar sem engu er ofhlaðið eða misgert, engum tilviljunarkenndum hlut- um fyrirkomið. Höggmyndir höfðu ákveðnu hlutverki að gegna, t.d. bendir David eftir Michelangelo á Piazza della Signoria í Flór- ens á innganginn í ráðhúsið, brúar bilið milli úti- og innirýmis. Á mörgum öðrum sviðum hefur þetta ein- kenni látleysis haldið sér að miklu leyti. Má þar nefna matargerð, sem er rómuð fyrir einfaldleika, þar sem hver hluti fær að njóta sín. Almennt er viðurkennt, að ítalska er hvað „hreinust" á þessum slóðum. Útlit versl- ana, fatatíska og annar handiðnaður endur- spegla sérkenni héraðsins. Þetta má í dag sannprófa með því að forð- Snemma á miðöldum myndaðist lýðræði einstakra borga í Toscana. Ráðhúsin voru tákn sjálfsstjórnar borganna og ólíkt Ráðhúsi Reykjavíkur voru ráðhúsin látin sýna þetta tákn út á við. nálægt, Bolgeri, er einnig ósvikin stemmn- ing. Af stærri borgum nálægt ströndinni hefur Lucca, upphaflega byggð af Rómveij- um, varðveist best. Piazza San Michele og Anfíteatro í Lucca eru tvö meiriháttar torg og leiksvið lífsfjörs. Hringleikahús Rómveija er enn í dag notað fyrir íbúðir, verslanir og markaði. í hvelfingu frá dögum Rómveija eru á boðstólum bestu vín héraðsins, Brun- ello og Vernaccia (Via dell Anfíteatro 5). Kjarni Volterra hefur algjörlega haldið and- rúmslofti miðalda, með eðlilegu borgarlífi og þess vegna áhugaverðari en borgin S. Gi- mignano, sem orðin er miðstöð ferðamanna. I Volterra má finna arfleifð Etrúska í vönd- uðu safni. Alabastur-iðnaðurinn blómstrar og í verslunum getur að líta margan kosta- gripinn á milli ómynda. Sérlega fagur tijá- garður er við hliðina á kastalanum gamla, upplagður staður til hressingar. Olívur, prosciutto, pane, vernaccia fást hjá næsta kaupmanni á horninu. Samband af fugla- söng, leik og söng skólabarna ásamt stórkost- legu útsýni gerir svona stað ógleymanlega töfrandi. Örlítið sunnar er borgin Massa Maritima; Citta Veccia hefur ekkert breyst frá 13. öld. Torgið er fullkomið dæmi um stórbrotið úti- rými, tröppur notaðar líkt og bekkir í leik- húsi gefa möguleika á að fylgjast með því sem gerist á torginu. Hér getur að líta eina af perlum Toscana. Á þessum slóðum eru einnig hrífandi fiskiþorp, eins og Castilglione della Pescia, Port’Ercole og Talamone, sem öll bjóða uppá góða gistingu ásamt afbragðs fiskréttum, sérstaklega Ristorante „la Buca“ og gististaðurinn Capo d’Umo (apríl—sept.) í Talamone. Kalkhæðirnar sunnan Siena eru gróður- minni og stórbrotnari en „klassískt” landslag Chanti-fjallanna, miðdepils Toscana. Í þess- um kalkhæðum er'þekktust borgin Montalc- ino vegna mest rómaða og dýrasta rauðvíns Ítalíu, Brunello. Bragða má þó mun ódýrari yngri árganga, t.d. í Giglio. Nálægt borginni eru frægar freskur eftir Signorelli í klaustri, sem að hluta er opið; Monte Oliveto Maggiore. Monti del Chianti-fjallahryggurinn er mið- depill héraðsins með klassíska Chanti-rauð- vínið og dæmigerð bændabýli ásamt ólívuökr- um. Merkilegasta borg þessa svæðis er Arezzo, m.a. vegna stórkostlegs útirýmis, Piazza Grande og dómkirkjunnar, þar sem — ólíkt norrænni gotík miðalda — hugmyndinni um kirkju sem „sal borgaranna” var hrint í framkvæmd. í munkareglukirkju fransísk- ana, S. Francesco, eru freskur eftir Piero, sem síðar nefndist „della Francesca” eftir 14 ára vinnu við þessar myndir. Þeim má líkja við kvikmyndagerð í dag og málaranum við leikstjóra. Þessi stórbrotni leikstjóri, vís- indamaður, menntamaður og málari er ætt- aður úr héraðinu norðan Arezzo. 1 listasafn- inu í Sansepolcro eru nokkur verk eftir Pi- ero, m.a. Upprisa Krists, sem Aldous Huxley nefndi „mikilvægasta málverk heims". í hlíð- unum fyrir ofan Sansepolcro er lítill bær, Angiari, með stórkostlegt útsýni yfir Tiber- Dýrasta og besta rauðvín Ítalíu er framleitt í Montalcino; það er dæmigerður Toscanabær, byggður utaní hæð. í þessum bæjum voru settar reglur um skipu- lag og gerð og slá þær flest út, sem reynt hefur verið í skipulagi á 20. öld. Arkitektúr Toscana ber ávallt einkenni klassísks einfaldleika. Heildarform og smáatriði eru geómetrísk, ströng og skýr. Gömlu klaustrin vekja til umhugs- unar um, hvað fegurð og friður hefur að segja okkur, sem háð erum valdi samkeppninnar og hinna efnislegu gæða. ast slóðir ferðamanna. Skáldið og málarinn Hermann Hesse, höfundur Steppenwolf, sem á tímum hippanna varð þekktur, varð einna fyrstur til að uppgötva perlur Toscana í byij- un aldarinnar. í leit að upprunalegri bænda- og borgarmenningu ásamt listaverkum gerð- um af hugsjón og innblæstri fór hann fót- gangandi vikum saman um þessar slóðir (dagbækur og næmur fróðleikur er sett sam- an í vasabók: Hesse: Italien, Suhrkamp). Við sem búum við tímaskynjun kapítalismans notum yfirleitt aðrar aðferðir til að kynnast slíku. Til að mynda er það góður kostur að hreiðra um sig við Tyrrena-hafið, sunnan Livorno (Cesina Mare / S. Vicenzo) og heim- sækja borgir í stuttum dagsferðum. Mesta fegurð bæja við sjávarströndina er að finna í Castagneto Carducci. í örlitlu þorpi þar sléttuna. í þeim bæ hefur Piero haft einstakt tækifæri til að rannsaka samband nálægðar og fjarlægðar, sem hann síðan hefur nýtt í myndum sínum. Við í dag njótum gamla bæjarins Angiari (gisting La Meridiana) og frumleika vinsæls og ódýrs matstaðar rétt fyrir sunnan; Locanda al Castello. Með því að halda sér að minni borgum og bæjum er mögulegt að uppgötva þá upp- runalegu borgmenningu, sem Hesse leitaði að á sínum tíma. Yfirleitt er þar ósvikin stemmning, oft ótnilega óháð tímabundnum hagsmunaframkvæmdum, þannig að upp- runalegt umhverfi er enn óskert. Þessi stað- reynd gerir ferð um Toscana-héraðið ögrandi og ógleymanlega. Höfundur er arkitekt og starfar í Þýskalandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNl 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.