Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 3
[m] [o] [S |ö] [u] @ [b] 0 [*| ® [5] Q] (n) H! Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Mann- réttindi eru þrenns konar, skrifar Atli Harðarson, heim- spekingur, í tilefni mannréttindadagsins 10. des.: Náttúruleg, borgaraleg og félagsleg. Sum mann- réttindi eru siðferðileg, önnur eru hálflagaleg og hálfsiðferðiieg og tryggja mönnum að þeir geti notið náttúrulegra réttinda. Forsídan Myndin er eftir flæmska málarann Hieronimus Bosch, 1450-1516, sem túlkaði í myndum sínum á ógnvekj- andi en hrifandi hátt stöðu mannsins í heiminum, veikleika hans og hégóma. Myndin heitir „Heyvagn- inn“, máluð 1485-90, og það er hluti hennar, sem hér er prentaður. Á hliðarvængjum er annarsvegar himna- ríki og hinsvegar víti, en miðhlutinn með heyvagninum er afar sérkennileg „allegóría" eða táknmynd fyrir mannkynið. Kóngar, keisarar og páfinn koma ríðandi á eftir heyvagninum, sem fiskmenni, eða dýrmenni draga. Á tímaskeiði fbrmbyltingarinnar fyrr á öldinni voru margir sem ekki kunnu að meta Bosch, en nú fer vegur hans og virðing vaxandi. Öræfin eru ekki fremst á óskalista erlendra ferðamanna og þeir verða afskaplega þreyttir eftir að hossast yfir Sprengisand, skrifar Gunnlaugur Eiðsson, sem verið hefur leiðsögumaður. Hann telur af fenginni reynslu, að gestir okkar vilji miklu fremur sjá byggðir og mannlíf og að þeir fái mest út úr leiðinni frá Reykja- vík austur að Höfn í Homafirði. T. S. ELIOT Örninn svífur Helgi Hálfdanarson þýddi Örninn svífur um hávegu himins, Bogmaður með hunda fylgir ferli hans, Ó þrotlaust hverfiflug hnitaðra stjarna, Ó þrotlaus nauðbundin hringrás árstíða, Ó heimur vors og hausts, fæðingar og dauða! Endalaus hringur hugsjónar og framtaks, Endalaus hugkvæmni, endalaus tilraun, Veitir þekkingu hreyfmgar, en ekki kyrrðar; Þekkingu máls, en ekki þagnar; Þekkingu orða, og fávizku um Orðið. ÖIl vor þekking ber oss nær fávizku vorri, ÖII vor fávizka ber oss nær dauðanum, En í nálægð dauðans engu nær Guði. Hvar er það Líf sem vér höfum glatað í líferni? Hvar er sú vizka sem vér höfum glatað í þekkingu? Hvar er sú þekking sem vér höfum glatað í kunnáttu? Hringrás himintungla í tuttugu aldir Ber oss fjær Guði og nær Duftinu. •~v Tomas Stearns Eliot, 1988-1965, var bandarískt Ijóðskáld, leikskáld og gagnrýnandi. Hann varð brezkur ríkisborgari 1927. Eliot telst brautryðj- andi á sviði nútíma Ijóðagerðar og einn helzti áhrifamaður í enskum bók- menntum eftir 1920. Bókmenntaverðlaun Nóbels hlaut hann 1948. B B Fötin skapa ekkert Nú fyrir skömmu horfði ég á þátt í sjónvarpinu mínu þar sem einn af forsvarsmönnum Sam- bands íslenskra sam- vinnufélaga var kallað- ur til viðtals vegna nöt- urlegrar stöðu þess fyr- irtækis. Spyrillinn var ungur maður sem spurði viðmælanda sinn nokkurra spurninga af miklum þjósti og reyndi síðan alit hvað hann gat til að koma í veg fyrir að hann gæti svarað. Viðmælandinn reyndist að þessu sinni prúðmenni þótt hann bæri sig að sönnu illa er hann komst ekki að með svör sín. Þessi ungi maður er síður en svo eins- dæmi. Á undanfömum árum hefur talsvert kveðið að sjónvarpsmönnum sem vaka yfir viðmælendum sínum eins og hrægammar eða reiðir hanar, uppbelgdir af eigin mikilleik og leyfa aumingja gestunum varla að komast að með nauðsynlegar upplýsingar sem áhorf- andinn á heimtingu á. Nú gæti maður auðvitað hugleitt þá þver- sögn sem í því er fólgin er starfsmaður upp- lýsingamiðils leitar út fyrir stofnun sína og býður til sín gestum til að leysa úr ákveðnum vandamálum, en kappkostar síðan að beina athyglinni að sjálfum sér með heldur dónaleg- um framíköllum og hallærislegum athuga- semdum. En kannski liggur svarið í augum uppi. Ótrúlega margir virðast halda að það sé ein- mitt hlutverk spyrla að hleypa viðmælendum sínum sem minnst að heldur láta sem mest á sjálfum sér bera, drýldni sinni og ókurt- eisi. Ég held að þetta sé spurning um sjálfsí- mynd sem hefur fest í sessi. Það er nefnilega staðreynd að ákaflega auðvelt er að búa til ímynd og selja síðan eins og hveija aðra vörur til manna sem ekki hafa staðfestu til að hugsa sjálfstætt. Manngerðir festast í sessi og tísku rétt eins og gallabuxur og ilm- vötn, umræddur sjónvarpsmaður var bara að leika hlutverk sem honum finnst hæfa spyrli. Þegar allt kemur til alls má kannski segja að í raun réttri sé þetta ein birting umbúðasamfélagsins svonefnda. Sjálfsagt er enginn svo grænn lengur að hann haldi að innihald skipti á vorum dögum jafnmiklu máli og umbúðimar. Daglega sann- færumst við um það að ekkert skiptir meira máli en umbúðimar — það sem okkur sjálfum er pakkað inn í auk alls þess sem við nötum og neytum. Umbúðir okkar mannanna em ekki lengur einungis það sem við klæðumst, húsin sem við búum í, bílamir sem við ökum. Umbúðir okkar em ekki síður staða okkar í samfélag- inu, fólkið sem við sjáumst með, skemmti- staðimir sem við sækjum, það sem við borð- um og drekkum og öll framkoma okkar í samskiptum við aðra. Þannig getur umbúðasamfélagið með læg- víslegum hætti, þegar því tekst best upp, skapað ákveðnar manngerðir sem hlýða í einu og öllu tilteknum boðum og bönnum sem þeim eru send með ýmsum hætti, t.d. gegnum auglýsingar. Að launum fá manngerðirnar aðdáun þeirra sem hugsa á sömu nótum — en minni lotningu þeirra sem sjá í gegnum svindlið. ' Ég varð sérlega undrandi þegar mér barst fýrir skömmu í hendur bæklingur einn frá einu tískuhúsi bæjarins. Þar hafði ég keypt nærbuxur á Hauk son minn og rauða þver- slaufu handa Magna vini mínum í afmælis- gjöf. Þetta olli því að ég telst nú til þeirra smekkmanna þjóðarinnar sem verðlauna skal með bókinni góðu. Ekki hafði ég blaðað lengi í bókinni er ég fann að skapið var farið að ýfast — hvað stundum verður, því miður. í bókinni eru að sönnu sýnd gríðarsnotur fot og inni í þeim fötum aldeilis gullfallegt fólk. Hefst ritið á því að sýnt er hvernig þetta undurfríða og vel klædda fólk eyðir tíma sínum frá mánudagsmorgni fram á aðfaranótt sunnudags. Klukkan 8.20 kemur fáklædd konan sér kyrfilega fyrir ofan á elskuga sínum full- klæddum næstum og togar í doppótt BOSS- bindi hans og snýr upp á í leiðinni — og ég held að ég sé enn að öfunda manninn enda bindið augljóst penistákn. Og svo líður vikan við það að skipta um föt, kyssast, stara dreymandi upp í loftið og vinna pínulítið. Þannig eru hjúin stödd við Ráðhúsið í Reykja- vík kl. 12.00 á fimmtudegi við kossaiðju og verð ég sérstaklega að dást að þeim fyrir það þar sem ég finn nefnilega fyrir alveg óvenjulegu náttúruleysi í námunda við það undur byggingarlistarinnar. Síðan líður föstudagurinn við hesta- mennsku og kelerí í hlöðu einni í iðjagrænni toðu en laugardagurinn fer í kampavínssupl í glæsilegu umhverfi með fleira fólki, fríðu og fallega klæddu. Allt er þetta góðra gjalda vert. Okkur er einfaldlega sýnd veröld hinna ungu, ríku, fallegu og hressu sem allt geta sem við get- um ekki. Margt í riti þessu hlýtuf að fara alvarlega' fyrir bijóstið á þeim sem ekki hugsa á stein- aldarvísu. Þar rísa hæst aldeilis ótrúlega kauðskar lýsingar þeirra sem telja skal til draumaprinsa og -dísa. Einkum er mér hug- leikinn kaflinn um karlmenn þá sem teljast einhvers virði að mati tískUhússins. Kafli sá heitir „Svona vill konan hafa þig“. Og nú bið ég ykkur, lesendur góðir, að halda ykkur í eitthvað naglfast. Þar er karlmanninum ráðlagt að hafa blá eða brún augu, eiga skutbíl, eitt eða tvö böm af fyrra hjónabandi, bæði eldri en 10 ára, eiga aðlaðandi föður en ljóta móður, að bera ör nokkur, hafa mikið hár eða lítið og í því skýra liti, eiga föt fyrir eina og hálfa milljón, hafa fremur stóran og gildan skaufa og skarta líkama sem er grannur og þjálfað- ur ofan mittis, hafa stinnan rass og stíf læri og vera ómenntaður eða hámenntaður, vera himinhár frá jörðu eða dvergvaxinn, hafa minnst 180.000 kr. á mánuði í tekjur og eiga von á arfi, hafa mígreni og þjást af þung- lyndi, en gæta þess að fá ekki gyllinæð. íbúðin, sem karlinn skal eiga, er sérkenni- leg; hún samanstendur af tveimur baðher- bergjum með verönd og engum garði og hlýt- ur þá að vakna sú spurning hvar allir fata- skápamir eiga að vera. Það er ekki árennilegt að líta í eigin barm eftir lestur þennan um hinn seljanlega mann. Maður gengi ekki út á útsölu, ekki brunaút- sölu, ekki á síðasta degi útsölu, varla í Kola- portinu. Mér finnst því engin goðgá þótt ég mælist til þess að umrædd tískuverslun hefji samtundis framleiðslu og sölu á BOSS-haus- pokum til notkunar fyrir þá sem ekki stand- ast kröfurnar og geta því varla látið sjá sig á almannafæri. Mér sýnist það vera mestallt karlkynið og sölumöguleikar því miklir á slík- um pokum. Það er varla von að umrædd tískuvöru- verslun eigi upg á pallborðið hjá konum um þessar mundir. í umræddu riti er margundir- strikuð sú hugmynd um konuna sem ég hélt að væri löngu búin að ganga sér til húðar. Kvenmynd ritsins okkar á sér ekkert annað takmark í lífinu en að giftast, með illu eða góðu. Ferlegasta ógæfa þessara kvenna er sú að giftast ekki. Óvinur konunnar númer eitt er karlinn sem ekki vill kvænast. Bækl- ingurinn okkar bregst við allri þessari óham- ingju með því að kenna konum mörg og lævísleg ráð til að koma karlinum í hnapp- helduna þar sem hann er best geymdur. Bæklingur þessi er kennsluefni um margt og hreint ekki alvondur. Ég lærði það t.d. að brókin sem ég keypti handa syni mínum heitir boxer og fleira get ég nefnt sem ekki er ónýtt í ritinu, t.d. grein eftir Óttar Guð- mundsson lækni sem er svo skemmtileg að hún getur bætt fyrir marga delluna í ritinu. Ég held líka að ég hefði látið margt óátalið ef vandað mál og stíll hefði komið við sögu sem því miður er ekki raunin. Hallærisskapurinn verður einfaldlega of áberandi og þá verður maður ósjálfrátt mæddur og miklar fyrir sér þroskaleysi mannskepnunnar og skrifar grein sem þessa. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. DESEMBER 1992 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.