Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 5
á hugtakinu. Ef við líkjum mannlegum sam- skiptum við spilamennsku þá eru réttindin eins og tromp. Hinir litirnir þrír eru svo eitt- hvað á borð við markmið, hagsmuni og óskir. Sá sem hefur réttinn má taka slaginn þótt aðrir láti út miklu hærri spil í öðrum lit. Ef við tökum réttindi alvarlega þá lítum við svo á að jafnvel mikilvæg markmið, hagsmunir og óskir verði að víkja fyrir réttindum sem kunna að virðast léttvæg. Ef stjómarand- stöðumennimir í sögunni hafa rétt til að tala gegn stefnu stjómvalda þá trompar þessi rétt- ur þann hág sem ríkið hefur af því að þagga niður í þeim. Þetta var um réttindi almennt og yfírleitt. Snúum okkur nú að mannréttindum. í hvers- dagslegri umræðu er nokkuð á reiki hvaða réttindi skuli telja til mannréttinda. Mér virð- ist vera nokkur tilhneiging til að nota þetta sæmdarheiti á öll réttindi sem menn hafa dálæti á eða telja sérstaklega mikilvæg. Þessi tilhneiging er skiljanleg því yfirleitt er litið svo á að mannréttindi vegi þyngra en önnur réttindi og með því að spila þeim út sé hægt að trompa ríkari hagsmuni en ella. Því er mörgum í mun að nefna sín spil mann- réttindi, eða jafnvel grundvallarmannréttindi. Þannig mátti til dæmis heyra fyrir nokkrum árum að sumir kölluðu það mannréttindi að fá að kaupa áfengan bjór. 4. HVAÐA RÉTTINDIBER AÐ TELJA TIL MANNRÉTTINDA? Þeir stjómspekingar sem mótuðu mannrétt- indahugtakið á síðustu árum 17. aldar og í upphafi þeirrar 18. litu svo á að til væru sið- ferðileg réttindi sem allir menn hafa, vegna þess eins að þeir eru menn. Frægasta greinar- gerðin fyrir siðferðilegum rétti allra manna er líklega Ritgerð um ríkisvald eftir enska heimspekinginn John Locke, sem uppi var á árunum 1632 til 1704. Þar heldur Locke því fram að sérhver maður hafi rétt til lífs, frels- is og eigna og helsta hlutverk ríkisvaldsins sé að verja þessi réttindi. Kenningar Locke um mannréttindi og hlutverk ríkisvaldsins urðu síðar grundvöllur frjálslyndra stjóm- málaskoðana á Englandi og í Vesturheimi. Síðan á dögum Locke hafa margir reynt að gera ítarlegri grein fyrir mannréttindum, það er þeim réttindum sem allir menn hafa. Undir áhrifum frá stjórnspeki hans vom ritað- ar réttindaskrár af ýmsu tagi og síðar stjóm- arskrár þar sem helstu mannréttindi eru tí- unduð. A þessari öld má sjá svipaða upptaln- ingu á mannréttindum í ýmsum alþjóðasátt- málum. Réttindaskrár 17. og 18. aldar, stjóm- arskrár þeirrar 18. og 19. og alþjóðasáttmál- ar þeirrar 20. gera yfirleitt ráð fyrir að hin mikilvægustu mannréttindi séu siðferðilegur réttur hver manns til lífs, heilsu, frelsis og eigna. Þessi réttindi eiga að mynda eins kon- ar vamargarð um hvem mann og koma í veg fyrir að honum sé fómað fyrir hagsmuni, óskir eða markmið annarra. Þau eru stundum kölluð gmndvallarmannréttindi. Ég kýs frem- ur að kalla þau náttúruleg réttindi því tilvist þeirra veltur hvorki á lögum né öðmm manna- setningum. Náttúmleg réttindi tryggja mönn- um hvorki líf, heilsu, frelsi né eignir. Þeirra eina hlutverk er að leggja blátt bann við því að menn séu drepnir, þeim misþyrmt, þeir sviptir frelsi eða rændir eigum sínum. Þegar talað em um mannréttindi er stund- um aðeins átt við náttúmleg réttindi. Það er að segja siðferðileg réttindi sem hver maður hefur andspænis öllum öðmm mönnum og banna að honum sé fómað fyrir hagsmuni eða markmið annarra. Oftast em þó svokölluð borgaraleg réttindi líka talin til mannréttinda. Borgaraleg réttindi em að hálfu lagaleg og að hálfu siðferðiieg. Þeirra helsta hlutverk er að tryggja að menn fái notið náttúruiegra réttinda í friði fyrir valdhöfum. Meðal borg- aralegra réttinda má nefna: trúfrelsi, félaga- frelsi, atvinnufrelsi og rétt á óvilhallri máls- meðferð fyrir dómstólum. Þessi réttindi em ekki til nema þau séu bundin í lögum og það er hægt að útfæra þau á ýmsa vegu. En reynslan sýnir að þau em forsenda þess að náttúruleg réttindi séu virt. Á þessari öld hafa fleiri réttindi verið talin til mannréttinda. í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna em til dæmis tíunduð ýmis félagsleg réttindi auk hinna náttúrulegu og borgaralegu. Þau helstu em réttur á menntun og lágmarksviðurværi. Þessi félags- legu réttindi em lagaleg og þótt hæpið sé að setja þau á sama bekk og gmndvallarmann- réttindi þá em þau á vissan hátt rökrétt fram- hald þeirra náttúrulegu og borgaralegu, því eins og borgaraleg réttindi em forsenda þess að menn fái notið náttúmlegra réttinda em félagsleg réttindi oft forsenda þess að menn fái notið hinna borgaralegu. Mannréttindi em semsagt af þrennu tagi; náttúraleg, borgaraleg og félagsleg. Hin nátt- úralegu em siðferðileg réttindi sem glæpsam- legt er að bijóta gegn hvað sem lögin kunna að segja. Borgaraleg réttindi em hálflagaleg og hálfsiðferðileg og tryggja mönnum að þeir fái notið náttúmlegra réttinda. Félagsleg rétt- M'Atfrt í F S P I S T I L L Óskar fær orðin til að syngja indi ern; lagalegur:: réttpr til., iífsgæða. sem æskilegt er að tryggja mönnum eftir því sem kostur er, meðal annars til þess að þeir geti notið borgaralegra réttinda. Þegar ríkisstjómir em sakaðar um mann- réttindabrot er oftast átt við brot gegn nátt- úmlegum eða borgaralegum réttindum. Þær hafa sjaldnar ástæður til að bijóta gegn fé- lagslegum réttindum þvj þar sem þau era afsprengi laganna geta valdhafar afnumið þau eða skert með nýrri lagaSetningu. 5. Á Að Taka Mannréttindi Alvarlega? Nú þykist ég hafa gert nokkra grein fyrir hvað átt er við þegar talað er um mannrétt- indi. En spurningunum sem sagan vakti er enn ósvarað. Á að taka mannréttindi alvar- lega? Er ekki stundum nauðsynlegt að láta þau víkja fyrir hagsmunum ríkisins eða al- mennings? Hvaða rétt höfum við til að for- dæma stjórnarherrana í sögunni? Þeir geta rökstutt meðferð sína á stjórnarandstöðunni á að minnsta kosti tvo vegu: Annars vegar geta þeir sagt að vissulega séu mannréttindi mikils virði. Þau trompi tölu- vert mikilsverða hagsmuni en þegar þjóðar- heill sé í húfí verði réttindi einstaklinganna að víkja, nauðsyn bijóti lög. Það er að segja þeir geta haldið því fram að réttindi trompi hagsmuni aðeins að vissu marki. Þetta er eins og spilað væri tromp en sú undantekning gerð að ás í öðmm lit taki slaginn af lágspil- um í trompi. Hins vegar geta þeir hafnað öllu tali um réttindi og sagt að í mannlegum samskiptum séu engin tromp. Það eigi að spila grand. Sá sem spilar út miklum hagsmunum tekur þá slaginn ef andstæðingurinn getur ekki sett annað í en sitt litla líf. Þessi rök sem stjórnarherrarnir geta notað til að réttlæta meðferðina á stjórnarandstöð- unni virðast hreint ekki svo vitlaus. En ef við ætlum okkur að halda því fram að stjómvöld eigi ekki að fangelsa menn fyrir það eitt að segja skoðun sína þá verðum við að hrekja þau. Hér ætti ég kannski að hætta. Hlutverk mitt sem heimspekings er að vekja til umhugs- unar, leggja til spumingar fremur en svör. Ég get nú samt ekki stillt mig um að benda á nokkrar veilur í þeim rökum sem ég hef lagt stjómarliðum í munn. Þeir sem réttlæta mannréttindabrot með því að segja að nauðsyn bijóti lög em í reynd að fara fram á undanþágu frá því að hlýða lögunum. Valdhafar sem bijóta gegn náttúm- legum réttindum þegnanna dirfast yfirleitt ekki að setja almennar lagareglur sem leyfa slíkt athæfi heldur veita þeir sjálfum sér und- anþágu frá því að fara að lögum. En for- senda mannúðlegra stjómarhátta er réttar- ríki, það er að stjómvöld lúti almennum laga- reglum. Með því að segja að réttindi trompi hags- muni aðeins að vissu marki en víki þegar miklir hagsmunir em í húfi era stjórnarliðar raunar að krefjast sjálfdæmis um hvenær þeir þurfí að virða mannréttindi. í reynd þýð- ir þetta að valdhafar megi bijóta gegn rétti einstaklinga þegar þeir telja mikið í húfi. í stjómmálum er oftast nær mikið í húfi svo væri leyfilegt að fóma einum þegar almanna- hagur krefst þess þá krefðust hagsmunir al- mennings endalausra mannfóma. En sé bann- að að fórna einstaklingum á þann hátt sem stjómarherramir í sögunni gerðu verða þeir sem standa í svipuðum spomm að finna aðrar leiðir til að bjarga málunum. Og ef þeir verða að fmna aðrar leiðir er trúlegast að það tak- ist, því neyðin kennir naktri konu að spinna. Þetta var um fyrri rökin sem ég lagði stjórn- arliðum í munn. Lítum nú á þau seinni. Þau em á þá leið að mannréttindi séu ekki til, það sé spilað grand og svokölluð réttindi skuli sett á sömu vogarskálar og hveijir aðrir hags- munir og látin víkja ef þau reynast léttvægari. Gegn þessum rökum má segja allt það sem ég sagði gegn hinum fyrri og meira til. Mann- réttindi eru nefnilega ekki bara upp á punt. Þau eru til þess að fólk beri virðingu fyrir sjálfu sér og náunganum. Hlutverk þeirra er ekki að tryggja mönnum öll möguleg lífsgæði heldur að veija hvern mann gegn því að vera niðurlægður, kúgaður eða beittur ofbeldi. Sé því hafnað að réttindi einstaklinga trompi hagsmuni ríkisins þá er líf manna og frelsi lagt á vogarskálar eins og hver önnur verðmæti. Slíkur hugsunarháttur getur aldrei gengið í samfélagi jafningja, því þótt einhveij- ir séu ef til vill tilbúnir að meta líf og frelsi annarra til fjár þá hugsar enginn maður á þann hátt um sitt eigið líf. Valdhafar sem neita að taka mannréttindi alvarlega geta því ekki talið sömu lög gilda fyrir sig og aðra. Þeir hljóta að líta svo á að þeir séu af æðri tegund en þegnamir. Höfundur er heimspekingur og kennari á Akra- nesi. Greinin er byggð á erindi, sem flutt var á samkomu Amnesty International á Mannrétt- indadaginn, 10. des. í fyrra. ú hafa þau látið af störfum hún Hanna og hann Óskar Aðal- steinn á Reykjanesvita. Þetta er ekki minningar- grein, heldur lítill pistill um fólk. Fólk sem í næstum hálfa öld hefur verið ljósberar ís- lenskra sjófarenda. Fólk sem er gætt miklu meira lífi en margir sem enn eru ungir. Þess vegna er þetta ekki minningargrein, heldur pistill um lífið. Mér finnst ég hafa þekkt þau í áratugi, eða allt frá því ég las bókina „Dísir drauma minna“ um árið. Þá var ég ungur og vildi svo gjarnan vera rithöfundur, en þorði það ekki. Þess vegna virti ég þann kjark sem þarf til að skrifa svona bók. Bókina um ástina. Lengst vom þau á Galtarvita og þar ólu þau börnin sín upp. Svarrandi brimið lék þar stöðugt sína endalausu sinfóníu sem ekki verður skilin nema hafa tíma. Tíma til að hlusta og skilja, — enda er það einmitt einkenni þessara síungu hjóna. Þau gefa sér tíma til að skilja, — nokkuð sem nútíminn mætti læra af. Vestan úr hafi komu þær stöðugt, lægð- irnar sem þeim bar að fylgjast með, — enda upplýsingar um þær til Veðurstofunnar. Úr þeim upplýsingum var svo unnið til að unnt væri að spá fyrir um veðurfar næsta dags. En mér býr í huga, að hjónin á Galtarvita hafi ekki endilega litið lægðirnar þeim aug- um, heldur hafí þau talið að þar væm á ferðinni kærkomnir gestir úr ríki náttúmnn- ar, — því náttúra þessa harðbýla lands er einmitt vinur þeirra og frændi. Ég þekki ekkert náttúralegra fólk. Þessar vinkonur vestan úr hafí boðuðu komu sína með bliku. Síðan birtust þær, mismunandi útlits, — með ólíkt viðmót. Sumar stormasamar, með ölduróti og brimi við klettótta strönd. Þær lömdu rennvotri hendi á gluggann, vældu ámátlega við burst- ir og þil. Rödd þeirra minnti á huldar vætt- ir, sem löngum hafa átt samastað í hug- skoti Vestfírðinga og hamraveggjum hrika- legra fy'alla. Aðrar hægfara og blíðlyndar. Þær liðu yfír heimili hjónanna á Galtarvita og vökvuðu þyrsta jörðina. Sjálf sólin að baki þeirra, tilbúin að bijótast fram þegar minnst varði, til að næra anda alls þess sem lifði á þessum afskekkta stað, — manna, dýra og grasa. En öllum var þeim fagnað jafnt. Ollu eðlilegu og náttúralegu er gert jafn hátt undir höfði hjá Óskari og Hönnu. GUÐJÓN SVEINSSON Trén í gardinum Ég veitti því áðan athygli að trén í garðinum hafa vaxið mér yfir höfuð hafa gert það í hljóðlausri ró og kyrrð koniu hér smá vorkaldan dag langa leið með eilítinn kvíða í grænu barri og nýútsprungnu brumi. Horfa nú niður til mín kvíðalaus hafa fest hér rætur þar hendur hlúðu að litlum rótum það vor. Þessir angar námu hjarta mitt limfagrir stofnamir hrífa hug , sem genginn er í bamdóm. Höfundur býr á Breiðdalsvík. Með sama hætti hafa þau jafnan fagnað mér. Þetta er fólk með önnur viðhorf og ómælda sannfæringu. Sannfæringu sem dugar til að hefja upp steininn sem liggur í götunni og geta sannað það. Þessi viðhorf birtast ekki síst í bókum skáldsins á Reykja- nesvita. Yrkisefnið er ekki endilega eitthvað stórbrotið eða ógurlegt, — öllu heldur nokk- uð sem maður hefur fyrir augum dags dag- lega en sér ekki. Skáldið bendir. •--- Bendingin er hnitmiðuð og óumdeilanlega rétt. Sá sem þú hélst að væri lítilsigldur bóndi í afdölum, er í raun konungur í ríki sínu, — ríki náttúmnnar. En hinn sem í augum lýðsins er stórbrotinn valdhafí er í raun fátækur kotbóndi í afdölum. Þetta er að vera „ljós heimsins“, — vita- ljósið sem aðrir stýra eftir. Þetta er að vera skáld. Sennilega væri best, ef unnt væri að koma málum svo fyrir að allir rithöfundar væm jafnframt vitaverðir. Úr vitunum er unnt að skoða mannlífið utanfrá, — eða eins og Óskar segir gjarnan: „Horfa á lífíð líkt og úr Hliðskjálf, eins og gömlu guðim- ir. Skoða það úr fjarlægð, án þess að vera virkur þátttakandi nema þegar maður vill.“ Með þessum hætti er hægt að varpa nýju ljósi á menn og málefni; kafa niður í undir- djúp vitundarinnar og bera allt það sem þar fínnst saman við það sem fyrir ber á torgum og strætum lífsins. Þetta hefur rithöfundur- inn Óskar Aðalsteinn gert í verkum sínum á svo listilegan hátt. En hvað einkennir þennan rithöfund mest? Að mínum dómi er það tónlistin í verkum hans. Það þarf mikinn sköpunarmátt, til að fá dauða bókstafi á blaði, til að syngja. Orðin til að stíga dans. Og þegar þessi orð og setningar hafa myndað með sér bandalag sem verður í fyllingu tímans stofn að sögu- persónum sem skapa sín eigin örlög svo maður gleymir því að hér hafi nokkur höf- undur komið nærri, — þá fer atburðarásin af stað. Sagan verður til. Leyndardómurinn sem fær lesandann til að gleyma höfundin- um en ganga þess í stað sjálfur inn í sög- una, hann er í rauninni það eina sem höfund- urinn á. Söguna eigum við. Óskar Aðalstein eigum við, því sagan og hann em eitt. Grétar kristjónsson. MAGNÚSFREYR ÓLAFSSON Væng- brotinn Ég er eins og vængbrotinn fugl sem lítur upp til himins ogsérhópinn sinn svífa þönd- um vængjum hverfa handan sjóndeildar- hringsins Kannski finnur mig einhver og gerir að sárum mínum svo ég geti rétt úr vængnum og hafið mig til flugs séð bjartan heiminn endurspeglast frá geislum sólarinnar eins og áður Höfundur býr á Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. DESEMBER1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.