Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 6
Heimsfrægt myndefni og táknar beinlínis Island: Hvalnes undir Eystra-Horni. Við Mývatn. „Hér er allsstaðar óspillt náttúra“, sagði Austurríkismaður, nær Væri það nokkurs virði án mannvirkja? klökkur af hrifningu, þegar hann litaðist um á hlaðinu á bensínstöðinni við Skútu- staði. Þó virtist hann sjá tún og girðingar, hús og vegi og olíubletti á hlaðinu. Öræfín eru ekki fremst á óskalista útlendra ferðamanna ýsna margir halda, að erlendir ferðamenn komi hingað vegna hálendisins, víðerna án mann- virkja. Vegna hinnar „ósnortnu náttúru“ eins og við segjum á hátíðlegu máli. Þetta er al- rangt. Líklega fara innan við 10% allra útlend- „Margir sem ekki eru kunnugir íslenskri ferða- þjónustu, nota hana oft ranglega, ýmist sem rök fyrir einhverju sem þeir nefna náttúruvemd, eða sem rök fyrir óþarfa um- ferð eða mannvirkjum á hálendinu. Ennfremur hefur mér virst, að sumar rótgrónar ferðaskrifstofur átti sig ekki almennilega á því, hvar möguleikamir í ferðaþjónustu liggja.“ Eftir GUNNLAUG EIÐSSON inga, sem hingað koma á sumri hverju, inn á öræfí landsins. ísland er alls ekki jafn- þekkt og við ímyndum okkur. Margir vita, að eyjan okkar er til einhvers staðar hér í norðanverðu Atlantshafí, en mikið lengra nær þekkingin ekki, jafnvel í þeim löndum, er næst okkur liggja. Því síður, að menn viti nokkuð um „ósnortið" hálendið. Þegar ferðafúsir Evrópumenn hafa kannað nægju sína af fomum og nýjum menningarlöndum jarðar og skoðað mörg náttúruundur — þá fyrst snúa þeir sér að okkur. Ferðalag til íslands er dýrt, en forvitni og ævintýraþrá dregur margan af stað. Odýrasti kosturinn er að fara í tjaldferð, hossast skipulega í rútu þvers og kruss um þetta einkennilega og framandi eyland. Ráða engu sjálfur um framvindu ferðalagsins. Stansa hér, ganga þar, eta og tjalda þama. Forvitni og ferðaþrá margra er slík, að þeir greiða ofijár fyrir þessi ósköp, þótt þeir þekki hvorki haus né sporð á tjaldi og eigi ekki nokkum skapaðan hlut, til að gera tjald- ferð bærilega. Við getum rétt ímyndað okk- ur hvemig tíu, tólf eða nítján daga tjaldferð er í okkar blessaða vindasama landi með stanslausa rigningatíð. Það vesalings fólk, sem ekki hefur nema meðalfjárráð, hristist Þama bröltu þýzkir ljósmyndarar niður í fjöru til þess að taka myndir. Þó ekki aðeins vegna þess hve Eystra-Hom var fagurt þessa sólskinsstund. og skekst heilu dagana um svartar auðnir .hálendisins og sér ekki nokkum skapaðan hlut fyrir fomgum bílrúðum. Fólkið er kúg- uppgefíð eftir langa slagveðursnótt, reynir að þurrka klæði sín og fá yl í kroppinn, sefur. „Ósnortin náttúran“, heimsfræg og eftirsótt, nýtur sin hálfilla í þoku og sudda. Og þetta höldum við að sé það, sem ferða- mennirnir leita að. Veslings túristarnir. Ef ég ætti að sýna útlendingi land mitt, svo að hann fengi af því heildarmynd á stutt- um tíma, þá færi ég með hann um Suður- land. Á spottanum milli Reykjavíkur og t.d. Víkur í Mýrdal sér hann allt, sem landið á og að auki hvemig þjóðin býr í því. Þama er allt til alls. Af náttúrufyrirbærum t.d. hraun, vötn, ár og fossar, hverir af öllum- gerðum og gráðum og fjöll sömuleiðis, slétt- ur, sandar og melar, engi og móar og hag- ar, sjór og margar strandgerðir og þá ekki síst jöklar. Er þá ekki nærri allt upptalið. Svo sér útlendingurinn sjávarþorp, sveitir og búskaparhætti, verslunarstaði, híbýli manna, bíiaflota og vegakerfí, bankana. Hreint út sagt, allt. Og þessi mynd uppfyllir óskir meira en 90% erlendra ferðamanna, því langflestir þeirra, sem álpast upp á reg- in öræfi í skipulegri röð, fá sig fullsadda af auðnum. Þeir vilja sjá fólkið, hvemig það lifír og bjástrar. Helsta kvörtunarefni þeirra útlendinga, sem fara í langar öræfaferðir, er að þeir komast ekki í samband við lands- menn (fyrir utan verðlagskvartanir auðvit- að). Séróskir em margs konar, t.d. að mega fylgjast með fískverkun, skoða fískiskip eða Erþetta ekki ísland?Þarfastiþjónn túrhestanna umvafinn gufumekki úr nokkurs- konar gerfihver. Einmitt svona er tsland. Friðsæl Fljótsh Hekla og sunnlensku sveitirnar- em aug Kísiliðjuna, orkuver, Kringluna í Reykjavík eða heimili okkar. En í staðinn er strikið tekið á „ósnortna náttúruna“, ætt yfír fen og mýrar, hættuleg hraun og mannskæðar jökulár, yfír urð og grjót, áfram og áfram upp á jökla og niður aftur, yfir eldfjöll og hveri og skóga, upp á annað fjall og annað og annað og alltaf nið- ur aftur. Og svo bara tjalda, veskú. Það er ekki þetta, sem 150 þúsund túrist- ar óska eftir á hveiju ári. Ekki einu snni þeir, sem láta sig hafa þetta. Ef þeir vita nokkurn skapaðan hlut um ísland, þá er það helst eitthvað um þau náttúruundur, sem em nánast við hringveginn. Magnþmngin dulúð öræfanna orkar á mann á Kaldadal ekki síður en á öðmm hálendisleiðum. Út- -I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.