Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1992, Blaðsíða 9
Guggenheimsafnið. Bygging Franks Lloyds Wrights þótti í fyrstu fáránleg, en þykir nú mikið dýrmæti. Aftur á móti þótti mörgum hin nýja viðbygging fjar- stæðukennd. Nýja útibúið í SoHo eftir Arata Isozaki. framhjá listaverkunum eftir því sem tilefni og aðstæður leyfðu. Þessi snilldarlega hug- detta, sem hefði verið hámark móðgunarinn- ar, komst aldrei í framkvæmd, en listamenn töldu sér engu að síður nóg boðið og undir forustu ekki minni stórkarla en de Konn- ings, Philips Gustons og Robert Motherwells fordæmdu þeir bygginguna opinberlega og lýstu henni yfir sem óhæfri til sýningarhalds. VlÐBYGGING VELDUR UPP- NÁMI Með viðbyggingu Gwathemey og Siegels hefur orðið nokkur bót á sýningaraðstöð- unni, en þó ekki mikið miðað við alla fyrir- höfnina og tilkostnaðinn sem hún hefur haft í för með sér. Satt að segja má það í raunnni furðu gegna hvað þessi látlausa blokk, sem skýtur hálf feimnislega upp kollinum fyrir aftan upprunalega húsið, hefur valdið miklu uppnámi og er ekki laust við að það hvarfli að manni að verið sé að breiða yfir eitthvað meira og alvarlegra mál með öllum látalátun- um. Nýju sýningarsalirnir gera safninu reyndar kleift að viðra umfangsmeiri málverk og skúlptúra í fyrsta skipti, þar á meðal samtímalist sem hefur tilhneigingu til að vera í stærri kantinum. Þrátt fyrir háa loft- hæð eru þeir engu að síður einkennilega þröngir og flangir og koma vart að öðrum notum en að veita smá innsýn inn í þann gloppótta lager sem safnið á af verkum frá því eftir síðari heimsstyijöldina. Til að bæta gráu ofan á svart hefur lyftu verið komið fyrir á miðjum hliðarveggnum á hverri hæð með þeirri afleiðingu að fólkstraumurinn sem berst upp með henni raskar stöðugt sjónlínu áhorfandans og spillir þannig fyrir skoðun verkanna. Vankantarnir á nýju álmunni eru þó ekki alfarið arkitektunum að kenna þar sem þeir urðu að glíma við þrengsli og miklar bygg- ingafræðilegar hömlur. Ráðamenn létu samt slíkar takmarkanir lítið á sig fá og færðu einfaldlega út kvíarnar með því að opna á sama tíma útibú í SoHo á Manhattan eftir japanann Árata Isozaki, sem m.a. hefur teiknað Samtímalistasafnið í Los Angeles. Segja má að helsti kosturinn við SoHo-úti- búið sé að ólíkt Stóra-Gugga „þvælist" arki- tektúrinn þar ekki fyrir myndlistinni. Þetta nýja húsnæði, sem er í laginu eins og tvískipt- ur gámur, býður auk þess upp á möguleik- ann að gera mun skilmerkilegri úttekt á ein- staka listamönnum og stefnum (hver salur er sjö metra hár og yfir 66 metra langur og hefur sýningarpláss safnsins við þetta næst- um þrefaldast, frá rösklega 14 þúsund upp í 36 þúsund fermetra, þannig að í heild hef- ur það núna til umráða meira en 48 þúsund fermetra). En mikið vill meira og hefur nú samningur verið undirritaður við baska um að koma upp „leppsafni" í Bilbao á Spáni árið 1996. Þetta verður þó aðeins fyrsti liður- inn í listrænni landnámstöku Guggenheim- stofnunarinnar, því að í bígerð er einnig að koma á fót „míní-Guggum“ í Salzburg í Austurríki, Tókýó í Japan, North Adams í Massachusetts í Bandaríkjunum og Varese á Ítalíu, fyrir utan Peggy Guggenheim í Fen- eyjum sem þegar hefur hafið starfsemi sína. Krens Veit meira Um PEN- ingaEnList Potturinn og pannan á bak við allar þess- ar breytingar er fjármálavitringurinn og undraráðgjafinn Thomas Krens, er tók við stjórnartaumum safnsins af nafna sínum Thomas Messer fyrir fjórum árum. Krens, sem er af hinu nýja forstöðumannakyni og er viðskiptafræðingur að mennt, hefur enga gráðu í listfræði — sem í sjálfu sér þarf ekki að koma að sök — en er aftur á móti þeim mun fróðari í öllu er varðar peningaöflun, rekstur og kynningarstarfsemi. Þegar kapp- inn settist undir forstjórastýrið var hann heldur ekkert að dedúa við hlutina og setti sér strax það þrefalda takmark að auka við eign safnsins á listaverkum eftir síðari heims- styijöldina, sjá til þess að endurbæturnar á byggingu Wrights næðu fram að ganga og nýta sér frægðarljóma stofnunarinnar sem tálbeitu til að koma á fót útibúum í bæði Asíu og Evrópu. Til að ná fyrsta markmiðinu gerði Krens sér lítið fyrir og seldi þijú heimsfræg mál- verk í eigu safnsins árið 1990 og notaði ágóðann til þess að festa kaup á listaverka- eign ítalska greifans Giuseppe Panza er sér- hæft hafði sig í mínimalistunum. Þessi ein- kennilega söfnunaraðferð fór ekki fram aðf- innslulaust, ekki síst vegna þess að mörg þeirra 210 verka sem Guggenheim-safnið fékk í sinn hlut eftir að hafa pungað út tæpum 1,7 milljarði króna voru í formi frumr- issna (sjá greinar eftir undirritaðan íu Les- bókinni frá 12. og 19. janúar 1991). Spurn- ingin sem brennur því á vörum allra vantrú- aðra og íhugandi manna er hvernig Krens ætlar að fara að fjármagna hin markmiðin sem hann hefur sett sér og hefur þegar tek- ist að hrinda að hluta til í framkvæmd. Ef Krens hikaði ekki við að selja dýrustu perlur safnsins til að kaupa hugmyndir að listaverk- um sem rissaðar höfðu verið á pappír, af hveiju ætti hann þá að skirrast við að grípa til sömu ráðstafana til þess að greiða fyrir viðbygginguna og nýja útibúið í SoHo. Kostn- aður vegna þessara framkvæmda er áætlaður nema 3,7 milljörðum króna og ekki nokkur leið að sjá hvernig hægt er að brúa þessa skuldasúpu án þess að hreinsa enn frekar til í hinni svokölluðu „varanlegu" listaverkaeign safnsins. Raunar koma baskar til með að greiða 1,2 milljarða króna fyrir þau forrétt- indi að fá að flagga Guggenheim-nafninu, sem dregst frá upphæðinni, og eitthvað má búast við að aðsóknin að því á Manhattan muni aukast, en ef almenningur ætti alfarið að sjá um að greiða fyrir brúsann þyrfti safn- ið að laða til sín yfir 800 þúsund áhorfendur á ári, sem yrði næstum helmings fjölgun frá því sem áður hefur verið. Allt umstangið sem skapast hefur í kring- um Guggenheim-safnið væri þó kannski varla í frásögur færandi ef ekki væri meira í húfi en smávægilegar lagfæringar á heimsþekktri byggingu. Að selja skærustu perlur listasög- unnar úr augsýn almennings í myrkrakomp- ur einkasafnaranna er í sjálfu sér nógu ógn- vekjandi tilhugsunarefni, en þessi nýja út- þenslupólitík er ekki síður alvarleg þróun og boðar varla á gott, eða eins og listrýnir viku- blaðsins Village Voice komst að orði, myndi aðeins algjör listbjálfi geta litið á stofnunina einungis sem safn. Okkur ætti því að vera óhætt að stíga eitt skref aftur á bak og skoða hlutina í aðeins víðara samhengi. SÖFNIN UNDIR í SAMKEPPN- INNI í byijun síðasta áratugar vöknuðu forráða- menn nútímalistasafna við þann vonda draum að öll mótandi nýbreytni var komin í hendurn- ar á galleríistum, stjórnendum tvíæringa og annarra listsamkunda og þeir voru hættir að vera virkir aðilar í umræðu líðandi stund- ar. Það sem vakti þá upp af þessum væra blundi hafði þó ekki fyrst og fremst með fræðimennsku að gera heldur peninga: vegna síhækkandi verðs á verkum liðinna meistara, sem tugfaldast höfðu í kostnaði á örfáum árum, voru söfnin ekki lengur í stakk búin að viða að sér mikilsverðum staksteinum í sögu myndlistarinnar. Efnahagssprengingin í upphafi áratugarins og sá gríðarlegi telq'uaf- gangur sem við það skapaðist leiddi til þess að moldríkir einkasafnarar og stórfyrirtæki víðsvegar um heim, ekki síst í Japan, tóku að ausa peningum í listaverk í fjárfestingar- skyni og til að ljá starfsemi sinni virðulegan, alþjóðlegan menningarblæ. Afleiðingin var sú að verðið skaust upp og söfnin urðu stöð- ugt oftar undir í samkeppni uppboðshúsanna um bestu bitana, þar til að lokum var svo komið að þau höfðu ekki efni á að verða sér út um eitt einasta verk sem verulegu máli skipti. Ekki hjálpaði heldur að breytt skatta- lög árið 1987 urðu þess valdandi að lista- verkaeigendur skrúfuðu næstum alveg fyrir gjafir sínar til safnanna vegna niðurfellingar á þeim sérstöku ívilnunum sem þeim hafði áður hlotnast fyrir snúð sinn. Fyrsti mótleikur safnráðenda við þessu andstreymi var að fá lánuð verk úr hirslum samstarfsbræðra sinna og efna til risastórra yfirlitssýninga, eða „blockbuster-shows" eins og þær eru kallaðar hér ytra, en þær settu eitt helsta kennimerki sitt á listalíf níunda áratugarins. Jafnframt því tóku þeir að ráða til sín fjármálaspekúlanta, ekki síður en list- fræðinga, er kunnu lag á að mjólka aura út úr hinum ríku og fá fyrirtæki til að styðja við bakið á sýningahaldinu gegn veglegum auglýsingum í katalógunum er básúnuðu góðvild og andlega göfgi þessara aðila. Þann- ig renndi t.d. Metropolitan-safnið á sínum tíma fyrir þá stóru með eftirfarandi beitu: „Mörg tækifæri standa þeim fyrirtækjum til boða á sviði almenningstengsla, sem styrkja við starfsemi safnsins og hinar fjölmörgu sérsýningar þess. Það hefur margsýnt sig og sannað að slíkur stuðningur getur reynst frumleg og spamaðarsöm lausn við að ná góðum árangri í markaðssetningu, einkum og sér í lagi ef ríkisstjórnir eiga í hlut eða um viðkvæm alþjóða- og neytendasamskipti er að ræða“. VIÐSKIPTARIS AR AÐ FEGRA Ímynd SÍNA Margir risafiskar létu ekki segja sér tvisv- ar og gleyptu agnið og veiðimanninn með, því þeim var ljóst að með þessu móti gæti þeim ekki einungis tekist að fegra ímynd sína og fengið almenning frekar á sitt band, rétt eins og með aðstoð við Ólympíuleikana eða peningagjafa til líknarmála, heldur gátu þeir einnig hylmt yfir þá hluta starfsemi sinn- ar er talist gætu í hæsta máta vafasamir. Þetta átti einkum við um fyrirtæki sem höfðu hagsmuna að gæta í þriðja heiminum, voru að reyna að koma ár sinni fyrir borð á hinum nýju mörkuðum Austur-Evrópu, sem þá fyrst höfðu tekið að opnast, eða voru með puttana á kafi í vopnabraski og vildu þvo sér um hendurnar á altarisklæði listarinnar. Sem dæmi að nefna þá kostaði olíufélagið Mobil, sem er einn stærsti bandaríski fjárfestinga- raðilinn í Suður-Afríku, alfarið tröllaukna sýningu er bar yfírskriftina „Fjársjóðir Fom- Nígeríu" og gerð var út af örkinni af Metro- politan-safninu árið 1980, en á sama tíma seldi Mobil eldsneyti til bæði hersins og lög- reglunnar er sá um að halda uppi aðskilnaðar- stefnunni með oddi og sverði. Svipað er að segja um annan nafntogaðan velunnara safn- anna, hollenska rafeindafyrirtækið Philips, sem á yfir sex milljarða í eignum í Afrflcu og hefur meira en 2.000 blökkumenn hjá sér þar í vinnu. Philips meinaði ekki eingöngu þeim svörtu frá læri í útvarps- og sjónvarps- viðgerðum. Það framleiddi líka mest allt af rafeindainnvolsinu í stríðþyrlurnar sem seldar vom til hinnar hvítu stjómar Ian Smiths í Zimbabwe og sá um að útvega suður-afrísku lögreglunni flarskiptabúnað þrátt fyrir yfir- lýst hafnarbann Sameinuðu þjóðanna. Þá má geta þess að á meðan þýski súkkulaði- kóngurinn Peter Ludwig, sem talinn er með áhrifamestu söfnumm í heimi í dag, var að reyna að blíðka stjórnir „austantjaldsríkj- anna“ og fá þær til að leyfa sér að setja upp verksmiðjur í löndum sínum keypti hann grimmt verk eftir þarlenda listamenn og kom þeim á framfæri í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum. Niðurstöðuna af þeim málaumleit- unum mátti m.a. sjá á síðum listtímaritanna, sem þakin vom í áróðursgreinum fyrir so- véskri eftirhermulist er hafði ekkert nýtt fram að færa Vesturlandabúum. Söfnin högnuðust ekki síður á þessum við- skiptum en fyrirtækin og um miðjan áratug- inn var svo komið að mörg þeirra höfðu jafn- vel slegið stærstu fótboltafélögunum við hvað vinsældir og aðsókn snerti, en þá tók aftur að syrta í álinn. Ástæðan fyrir fækkun um- fangsmikilla yfírlitssýninga var einfaldlega sú, að tryggingakostnaðurinn varð fljótlega nánast óviðráðanlegur, þannig að söfnin sáu sér ekki annað fært en að draga saman segl- in að miklu leyti þrátt fyrir stuðning fyrir- tækjanna. Safnráðendur tóku þess vegna að leita á önnur mið, sem vom þeim reyndar ekki með öllu framandi, því þeir höfðu þegar tekið að dorga þar dálitlu áður. Fram undir 1980 létu flest söfn sig mest litlu varða þær hræringar sem áttu sér stað í samtímalistalífinu og leituðust aðallega við að fylla upp í listasögulegar eyður með kaup- um á gömlum verkum fremur en splunkunýj- um. Nútímalistasafnið í New York, sem stofnað hafði verið næstum gagngert til að koma bandarísku expressjónistunum á fram- færi á sínum tíma, hafði dregið mörkin ein- hvers staðar við poppið; Metropolitan-safnið hélt sig langt aftur í öldum og Guggenheim- safnið lét sig eiginlega eingöngu gamla ab- straktið varða. Þegar forstöðumennimir átt- uðu sig á að þeir voru ekki lengur færir um að geta keypt sögufræg verk fóru þeir í auknum mæli að leita á náðir lifandi lista- manna. Gallinn var hins vega sá, að söfnin höfðu sérfræðinga á sínum snærum sem vissu hversu oft Picasso hafði farið á fyllerí árið 1929 en þekktu aftur á móti oft fjarska lítið til þess sem var að gerast í samtímalistinni. Til að ráða bót á málinu tóku þessar stofnan- ir að ráða til sín yngri og „djarfari" listfræð- inga, sem höfðu alla nýjustu straumana á hreinu, og er óhætt að segja að á níunda áratugnum hafi átt sér stað mesta upstokkun í annálum listasafnanna frá því eftir síðari SJÁ NÆSTU SÍÐU I LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. DESEMBER 1992 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.