Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1992, Síða 10
ferðamanna, sem heimsóttu hofið í pfla-
grímsferðum. Artemis var kona. hreinlíf,
en tákn fijósemi og jarðargróðurs, hin
mikla móðurgyðja þekkt um öll Austurlönd
og alit til Norðurlanda. Silfursmiðir í Efes-
us seldu á ferðamannatímanum fjöldamörg
smálíkneski af Artemishofinu og henni
sjálfri og er hún venjulega þakin að því
er virðist bijóstum á bringu og niður á
kvið. Reyndar telja fræðimenn nú, að
„bijóstin“ séu eistu nauta, sem fómað var
Artemis til heiðurs. Frábærar höggmyndir
sömu gerðar eru nú á safni nálægt Efes-
us. Páll postuli kom tvívegis til Efesus á
6. áratug eftir Krist. Fylgismenn hans
boðuðu kristna trú í útileikhúsinu mikla,
sem rúmaði a.m.k. 24 þúsund gesti. Postu-
lasagan segir frá því, að silfursmiðimir
stóðu fyrir uppþoti gegn boðskapnum, en
væntanlega hafa þeim verið hin veraldlegu
gæði hugleiknust. Demetrios silfursmiður
sagði: „Góðir menn, þér vitið að velmegun
vor hvílir á þessari atvinnu og þér sjáið
og heyrið að Páll þessi hefur með fortölum
snúið fjölda fólks... Hann segir að eigi
séu það neinir guðir sem með höndum eru
gjörðir. Nú horfír það ekki einungis iðn
vorri til smánar, heldur einnig til þess að
Moskan í Cordoba.
helgidómur hinnar miklu gyðju Artemisar
verði einskis virtur og að hún, sem öll
Asía og heimsbyggðin dýrkar verði svipt
tign sinni.“ Vinir Páis sluppu með naumind-
um frá þessum hagsmunagæslumönnum í
ferðamannaiðnaði, en borgarbúar æptu í 2
klst. samfellt „Mikil er Artemis Efesus-
manna.“ En síðan gerist undrið.
Jóhannes postuli, sem líklega er rétt-
nefndur höfundur guðspjallsins, sem við
hann er kennt, fluttist til Efesus og bjó
þar skv. sagnfræðingnum Eubiosi til
dauðadags. Honum til minningar var reist
þar mikil dómkirkja og standa bogar henn-
ar enn. Skv. Jóhannesarguðspjalli sá Jesús
á krossinum móður sína standa þar og
lærisveininn sem hann elskaði (þ.e. Jóhann-
es). Segir hann við móður sína „Kona, nú
er hann sonur þinn“, en við lærisveininn
„Nú er hún móðir þín“. Og frá þeirri stundu
tók lærisveinninn hana heim til sín.
Nærri má því geta, að María hefur fylgt
Jóhannesi til Efesus og væntanlega borið
þar beinin eins og hann. Reyndar var það
staðfest á frægu Alkirkjuþingi árið 431. Á
19. öld sá þýsk nunna, Katarina Emm-
erich, sem aldrei hafði yfírgefið klaustur
sitt, fyrir sér bústað Maríu. Lýsti hún leið-
inni þangað með svo mikilli nákvæmni, að
rústir hússins fundust á fjalli skammt frá
Efesus. Það var endurbyggt og nefnist nú
hús Maríu.
Tugþúsundir ferðamanna heimsækja
Efesus árlega. Fjölmargir þeirra ganga í
hús Maríu á fjallinu. Ekki þarf mikið hug-
myndaflug til að sjá ýmsar hliðstæður með
hinni fornu Artemis og Maríu mey og
furðuleg er sú tilviljun að báðar þessar
öndvegiskonur trúarbragða skuli hafa átt
sína helstu pílagrímsstaði í sömu borg.
Aðrir en ég kynnu að sjá silfursmiðina enn
að verki. Sáu þeir þess kost vænstan að
bjóða Jóhannesi og Maríu til Efesus? Sáu
Sambýli
trúarbragða
Leiðir kristinnar trúar,
íslams og hinna
rómversku trúarbragða
hafa hvað eftir annað
legið saman í löndunum
við Miðjarðarhafið.
María guðsmóðir tók við
af gyðjunni Artemis í
Efesus og moskan mikla
í Cordoba á Spáni var í
fymdinni rómverskt hof,
kirkja á tímum Vestgota,
moska
múhameðstrúarmanna
og loks dómkirkja
kaþólskra.
Eftir ÞÓRÐ HARÐARSON
Gyðjan Artemis, móðurgyðjan mikla. Hún virðist marg-
brjósta á myndinni, en hugsanlega eru þetta eistu nauta,
sem fómað var henni til heiðurs.
Rústir Jóhannesarkirkjunnar í Efesus.
jaldan verður ósætti jafn biturt og þegar ólík trúar-
brögð taskast á. Einu gildir þótt um líkan átrún-
að sé að ræða, af sömu rót. Nægir að minna á
hin miklu eingyðistrúarbrögð, sem áttu upptök
sín í Austurlöndum nær, kristna trú, gyðingatrú
og íslam. Fylgjendur þeirra hafa borist á
banaspjót frá upphafi, þótt öll boði þau
umburðarlyndi og náungakærleik.
I í þessu ljósi er fróðlegt og oft óvænt
að finna víða, einkum í nánd Miðjarðarhafs-
ins, stórkostleg merki um átakalítið sam-
býli eða samruna trúarbragða. Skammt
sunnan Ismir í Tyrklandi éru rústir grísku
borgarinnar Efesus, sem m.a. er kunn af
bréfum Páls postula. Þar var í fomöld ein
af stærstu hafnarborgum Miðjarðarhafs-
ins. Stolt borgarinnar var Artemishofíð,
sem taldist eitt af sjö furðuverkum verald-
I ar. Borgarbúar höfðu æmar tekjur af fjölda
Hús Maríu í Efesus