Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Page 4
Klaustrið og kirkjan á Montserrat. Greinarhöfundur tók myndirnar. Montserrat - mann- völdum á Montserrat. Var gerð af henni afar sérstök helgimynd (skúlptúr) úr dökku efni og varð hún samnefnari þeirrar til- beiðslu sem snéri að heilagri Maríu víða um Mið-Evrópulönd (kölluð La Moreneta, sú litla, dökka, eða þá Madonna de Monts- errat). Meira að segja voru fyrstu kirkjur í nýunnum Vesturheimi á dögum Kólumb- usar vígðar madonnunni á Montserrat. Páfar, kardínálar, keisarar, konungar og andans menn styrktu trúarstarfið á Monts- errat og brátt risu þar kapellur víðs vegar við einstigi fjallsins og einnig stórt klaust- ur og kirkja í gotneskum stíl. (á 15. öld). Pílagrímar streymdu að og verðandi dýrl- ingar, t.d. Ignatíus Loyola, dvöldu þar en kirkjur, kapellur og altari víðs vega um heim; allt frá Buenos Aires til Tókýó hafa smám saman verið vígð í nafni Maríu á Montserrat. Klaustrið varð auðvitað mennta- og menningarsetur eins og títt var. Prent- smiðja tók þar til starfa 1490 en elsti starf- andi kór heims varð þar til 1223 og má enn hlýða á drengjaraddirnar í Escolania syngja latneska og katalónska sálma og tónanir. Katalónska er sem kunnugt er all frábrugðin spænsku: sumpart nær lat- ínu en- hún. Herir Napóleons frá Frakk- landi gjöreyðilögðu meginbyggingar Montserrat árið 1811 og lagðist munklífi þar af til 1844 en nýjar og glæsilegar byggingar risu þar'aftur á síðustu áratug- um 19. aldar. Starfsemi þar varð fljótt öflug á ný og í samræmi við hefðir og Maríudýrkun. Tókst að hlífa Montserrat við yfirgangi Frankós eftir borgarastyij- öldina 1936-1939. Falangistum var sér- lega uppsigað við katalónska sérstöðu og hefðir enda átti lýðveldið einna mestan bakhjarl í Katalóníu. A vorum dögum koma hundruð þúsunda manna til Montserrat á ári hveiju; sumir í pílagrímsför, aðrir til að fá bót meina, enn aðrir í menningarsögulegum tilgangi og sumir til að njóta útivistar í stórbrotnu umhverfi. Monterrat er um margt þunga- miðja trúar, sjálfstæðishugsjóna og sjálfs- ímyndar Katalóníu. líf, náttúra og saga Iðandi mannlíf og útsýni Það er gaman að koma á Montserrat. Jarðbundinn náttúruvísindamaður og Um fjallið Montserrat sagði rithöfundurinn Göthe: - Hvergi nema á sínu eigin Montserr- at getur maðurinn fundið frið og hamingju. Og þeir eru fleiri andans mennirnir sem hafa lofað Montserrat þar sem það gnæfir yfir Engum dytti í hug að Montserrat sé mannabústaður, ef hann liti til Qallsins úr fjarlægð. Svo hefur þó verið síðan á 9. öld. Einsetumenn tóku að iðka þar sína trú, síðar munkar í klauStri og nú er þar geysistór trúar- og ferðamiðstöð með nokkrum ólíkindablæ. Eftir ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON hæðir og daladrög Katalóníu, skammt frá Barcelona. En fjallið er meira en upp- spretta andans handa skáldum og heim- spekingum. Það hefur verið tákn föður- landsástar, helgur staður og lærdómssetur öldum saman og nú einnig afar sérstætt útivistarsvæði. Nú þegar íslenskir ferðamenn taka æ oftar að bregða sér af sólarströndum Spán- ar til staða eins og Barcelona, þeirra ein- stöku og áhugaverðu borgar, hljóta þeir að svipast um eftir Montserrat sem bregð- ur nafni sínu og útlínum svo víða um Katalóníu. Eins og órætt risavirki Montserrat (Skarðafjail) er afar sér- kennilegt. Það rís aleitt, firnabratt og hátt upp af lítt skornu landi með tugum mjórra turna; geysistór setbergsblokk, skorin og tálguð af roföflunum, um 35 km norðvest- ur af Barcelona. Hæsti tindur íjallsins er 1.235 m yfir sjó en það gnæfir, án nokk- urs aðdraganda, eina 800-1.000 metra yfir umhverfið. Flughá þverhnípi eru skor- in djúpum rásum og sívalir turnarnir eru allt að 200 metra háir. Efnið í fjallinu er sandsteinn og völuberg, gjarnan kalk- steins, eða marmaravölur í fíngerðum, hörðum salla. Lagskiptingin er áberandi og viða er bergið gljáslípað af veðri og vindum. Skógarteygingar og runnar ná upp í hveija skoru og skriðu og beijarunn- ar eða blómplöntur skreyta lággróðurinn. Engum dytti í hug að Montserrat sé mannabústaður, ef hann liti til fjallsins úr fjarlægð. Svo hefur þó verið síðan á 9. öld. Einsetumenn tóku að iðka þar sína trú, síðar munkar í klaustri og nú er þar geysistór trúar- og ferðamiðstöð með nokkrum ólíkindablæ. Þétt stórhýsaþyrp- ing eins og hangir ofan í gili og út með þverhníptum klettum; háreist kirkja, Myndin af heilagri Mar- íu (La More- neta). margra hæða byggingar, torg, götur og breiðar steintröppur. Löng saga Fyrstu einsetumennirnir höfðust við í hellum og byrgjum á Montserrat um það bil þegar Island var að byggjast. Munka- regla heilags Benedikts reisti svo klaustur þar með tilstyrk kirkjunnar árið 1025. Helgi var mest á heilagri Maríu og breidd- ist fljótt út trú á kraftaverk af hennar fjallamaður er þar á vonarslóð og ekki spillir sagan fyrir sem loðir við hvern stein og jafnvel við kliðinn í heilögum lindum. Svalar hvelfingar og kyrrlátir gangar, torg með óviðjafnanlegu víðsýni undir brenn- heitri sól og margvísleg listaverk eru ekki hversdagskostur á íslenskum fjöllum. Auð- vitað er líka bullandi viðskiptapottur á staðnum. Þar ægir saman fjöldaframleidd- um minjagripum, skyndiréttum, klausturlí- kjörum, bókum, Maríumyndum og þvílíku, I 'i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.