Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1993, Qupperneq 5
Útsýni niður gilið undir klaustrinu í átt til Barcelona. undir öruggri stjórn Benediktsbræðranna sem eru manna viðmóts- þýðastir og hjálpsamast- ir undir kjörorðunum: Ora et labora - þú skalt biðja, tala og vinna. Eftir stórmessur dansa Katal- anar á kirkjutorginu sardana, óralangan keðjudans sem er merki samstöðu og gleði. Yfir klausturstaðnum sem unnt er að aka að eftir fjallvegi eða sækja heim í strengjabraut (800 m) gnæfa margir turnanna á fjallinu eins og ofurút- gáfa af frægri risakirkju Gaudís í Barcelona. Tannhjólabrautir liggja enn hærra upp og göngu- stígar hlykkjast um allt fjallið og þar er hægt að huga að gömlum einsetu- mannastöðum, kapellum, hlauparar og náttúru- skoðendur fjölmargir. Af hátindunum má sjá allt Pýreneafjöllum í norðri Costa Brava. Sanctuo bonauéturaoeiV ftrucríonciwumo2U5.,í bc quccuo: rirtutíbus cardtnðlíbus. Prentun bóka hófst á Montserr- at um 1490, 40 árum áður en prentverk var sett upp á Hólum í Hjaltadal. frá hvítleitum til hafs undan Auðveld aðkoma Beint flug sumarlangt til Barcelona auðveldar mjög heimsókn á Monts- errat. Frá borginni ganga hægfara lestir til nágrannaborganna og rétt um klukkustundar- ferð á kláfferjunni upp á fjallið. Fimm mínútna svifflug á streng skilar ferðalanganum að klaustrinu. Lofthræddir geta notað bíl eða rútu frá Barcelona, með eða án Ieiðsagnar. Nokkurra klukkustunda dvöl á Montserrat dugar til þess að drekka í sig mikið af umhverfinu og útsýninu en einn dag eða tvo þarf til að ganga um fjallið og kanna það vel. Hvort tveggja er tímans virði - næstum skylduför þeim er heimsækja Barcelona. Um það getur meðalfjöl- skylda íslensk vitnáð. Höfundur er jarðeðiisfræðingur og áhugamað- ur um ferðalög og fjallamennsku. Örsaga eftir RAYMOND CARVER Aðaltorgið á Montserr- at undir völubergs- hömrum fjallsins. Snemma þá um daginn brá veðri og snjórinn breyttist í skítugt leysingavatn. Það rann í taumum niður litla rúðuna sem var í axlarhæð og vissi út í bakgarðinn. Bílar ösluðu hjá úti á göt- unni. Þar var farið að rökkva. Inni var raunar líka farið að rökkva. Hann var að troða fötum niður í ferða- tösku inni í svefnherbergi þegar hún kom í dyrnar. Eg er fegin að þú ert að fara! Ég er feg- in að þú ert að fara! sagði hún. Heyrirðu það? Hann hélt áfram að láta eigur sínar niður í töskuna. , Drullusokkur! Ég er dauðfegin að þú ert að fara! Hún fór að gráta. Þú getur ekki einu sinni horfst í augu við mig, ha? Svo kom hún auga á myndina af baminu á rúminu og tók hana upp. Hann leit á hana. Hún þerraði augun og einblíndi á hann. Svo sneri hún sér við og fór aftur fram í stofu. Komdu með þetta, sagði hann. Þú skalt bara taka saman dótið þitt og koma þér út, sagði hún. Hann svaraði engu. Hann gekk frá ferða- töskunni, klæddi sig í frakkann, litaðist um í svefnherberginu. Að því búnu slökkti hann ljósið. Svo fór hann fram í stofu. Hún stóð í dyrunum að eldhúskompunni með barnið í fanginu. Ég vil fá barnið, sagði hann. Ertu bijálaður? Nei, en ég vil fá barnið. Ég bið einhvern að sækja dótið hans. Þetta barn snertir þú ekki, sagði hún. Barnið var farið að gráta og hún fletti teppinu af höfði þess. Æ, æ, sagði hún og horfði á barnið. Hann færði sig nær henni. I guðs bænum! sagði hún. Hún hopaði á hæli inn í eldhúsið. Ég vil fá bamið. Komdu þér út! Hún sneri sér við, rétti barnið upp í horn innan við eldavélina og reyndi að halda því þar. En hann náði henni. Hann teygði sig yfir eldavélina og tók föstu taki um barnið. Slepptu honum, sagði hann. Farðu, farðu! æpti hún. Barnið var ijótt í framan og það orgaði. í ryskingunum felldu þau blómápott sem hékk innan við eldavélina. Þá þrengdi hann henni upp að vegg. Var að reyna að losa greipar hennar. Hann hélt í barnið og lagðist með öllum sínum þunga. Slepptu honum, sagði hann. Ekki, sagði hún. Þú meiðir barnið, sagði hún. Ég meiði það ekkert, sagði hann. Inn um eldhúsgluggann féll ekkert ljós. Það var nærri myrkur. Hann þjösnaðist á krepptum fingrum hennar með annarri hendi og með hinni hendinni þreif hann organdi barnið upp á handleggnum rétt neðan við öxl. Hún fann að tak hennar var losað. Hún fann að barnið var að ganga henni úr greip- um. Nei! æpti hún í sama bili og hún missti takið. Hún skyldi ná því, barninu. Hún þreif í hinn handlegg barnsins. Hún náði taki um úlnlið barnsins og hallaði sér aftur. En hann ætlaði ekki að láta laust. Hann fann að barnið var að ganga honum úr greipum og kippti þéttingsfast á móti. Með þessum hætti var málið útkljáð. Asgeir Asgeirsson þýddi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. OKTÓBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.