Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 3
TEgpng 11 io] æj íöj Sl Si H il; S U [»] [D [1S1 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. íslendingar eru í vanda staddir, telur Jónas Pálsson fyrrv. rektor Kennaraháskólans í grein sem hann skrifar, og ennfremur að hættumerki megi víða greina. Flokkshagsmunir séu settir ofar þjóðarhagsmunum, en völd og vegtyllur fáeinna einstaklinga skipti meira máli en velferð almennings. Wagraer verður á Listahátíð 1994 í Reykjavík, því fyrirhugað er að setja upp valda kafla úr Niflungahringnum. Þetta risavaxna óperuverk er að hluta byggt á efni úr Eddunum og um tengingu Niflungahringsins við íslenzkar fornbókmenntir skrifar Árni Tómas Ragnarsson læknir. Lowell Fimmta bandaríska ljóðskáldið sem Sverrir Hólmarsson kynnir í Lesbók er Robert Lowell, sem lézt 1977. Þessum kynningum hafa fylgt þýðingar Sverris á nokkrum völdum ljóðum skáldanna og eru þýdd ljóð eftir Lowell bæði i rammanum á bls 3, svo og með greininni á bls 10. Stíll húsgagna, er heiti á ríkulega mynds- kreyttri bók eftir Helga Hallgrímsson, húsgagnaarkitekt. Þetta er menningar- sögulegt efni, sem blaðamaður Lesbókar hefur litið á og rakin er þróunin allt frá dögum Forn Egypta og fram til 1960. Skúnkatími (handa Elizabeth Bishop) Sverrir Hólmarsson þýddi Enn hefur einbúinn ríki hér á eynni vetursetu í sínu fábrotna húsi; ærnar hennar eru á beit út með sænum. Á biskup fyrir son. Ráðsmaður hennar er hreppstjóri hér í bænum. Hún er gengin í barndóm. Hana fýsir ákaft í vítt yfirstéttarrými Viktoríutímans, og kaupir upp alla kumbalda niður að sjó og lætur þá falla. Hér er allt í lægð — við misstum sumarmiljónerann okkar, sem var eins og klipptur út úr verðlista frá L.L. Bean. Og humarkarlar keyptu hraðsiglarann hans á uppboði. Rauðrefslitur leggst yfir Bláhæð. í dimmu að næturlagi kleif Fordinn minn upp hauskúpuhæð; ég kíkti á ástarbíla, hlið við hlið þar sem kirkjugarðurinn tekur við.. . Hausinn á mér er ekki í lagi. Bílútvarp jarmar „Love, 0 Careless Love.. “ I eyrum mér snöktir illskan um allan blóðsins veg einsog ég væri að kyrkja hann . . . Helvíti, það er ég; enginn er hér — nema skúnkar sem stunda næturyrkju, snuðra í tunglskininu eftir æti. Þeir feta á þófum eftir Aðalstræti: hvítar rákir, rauð augu af mánans eldi undir kalkturni sem hefst í háu veldi Þrenningarkirkj u. Ég stend við mitt hús á baktröppum og næturloftið bergi — skúnkamamma með ungahóp er í öskutunnu að grafa stingur oddmjóum haus í krús af sýrðum rjóma, lætur skottið lafa, og hræðist hvergi. Robert Lowell var bandarískt skáld, d. 1977, og visast hér til greinar um hann og Ijóðaþýðingar eftir Sverri Hólmarsson á bls 10. Grimmd og viðkvæmni vegast á mínum huga hefur oft verið bjart í kringum ijúpnaskyttur. Einkum vegna þess að meir hefur þurft að leita að þeim en nokkrum öðr- um sem ég man. Þó eru þær ekki eingöngu til skemmtunar. Um daginn kom skotveiðifé- lagsformaður i sjónvarpið, kapp- samur náungi en átti í vök að veijast. Ein- hveijir grátkallar vildu spilla fyrir ijúpnaslátr- un. Eg hjó eftir því að hann kallaði rök and- stæðinganna alltaf tilfinningarök. Ekki sagði hann beinlínis að ijúpnaskyttirí leysti flestan vanda. En það var a.m.k. bundið alvöru- þrungnum hagsmunum, vísindunum til dæm- is, og engum hégóma. Ég heyrði gjörla hvað formaðurinn sagði, en þótt dónalegt sé þá trúði ég ekki einu orði. Mér fannst allan tím- ann eins og hann væri að þýða úr einu máli á annað og færi ónákvæmlega með. í raun- inni væru hans rök líka tilfinningarök, hvað sem hann kallaði þau. En samkvæmt þýðing- unni vörðuðu ijúpnaveiðar eiginlega þjóðar- hag og skyttumar voru hugsjónamenn. Þetta getur átt við um fáeina sérvitringa. En væri ijúpnaskyttirí eins og hvert annað þjóðþrifaverk, þá yrði að ráða menn til þess. Eg held ég viti hvað þessir kallar eru áð gera. Þeir eru að drepa fugla. Ég held þeir séu undir sömu sök seldir og hatursmenn þeirra, ijúpnavinirnir: Þeir gera þetta af til- finningaástæðum. Það hrærir harðasta hjarta þegar þeir eru spurðir í fullri einlægni, hvort þeir geti ekki bara farið út í sveit og notið náttúrunnar. Spurningin er svo fyndin. En einkum er hún óþörf. Þeir njóta náttúrunnar út i æsar. Hún fær veður af þeim, kippist við, leggur á flótta, og þeir skjóta hana. Ég held að fáir njóti hennar meir. Hvað er nú verið að amast við þessu? Ríf- um við ekki í okkur miklu gáfaðri og tilfinn- inganæmari dýr en ijúpur, svo fremi sem aðrir fást til að sálga þeim? í því máli stend- ur enginn maður traustum fótum nema gras- bíturinn. Ég veit ekki betur en matreiðsla og listát séu orðin ein vinsælasta lífsfylling i öllum siðuðum löndum. Við viljum að vísu ekki sjá þegar maturinn er tekinn af lffí og setjum í lög að það skuli gert á mannúðlegan hátt. Það er að segja þannig, að okkur verði ekki bilt við þegar við fréttum hvemig farið var að. Sá maður þykir úrhrak sem ekki hef- ur skælt yfír dánum spörfugli. Hins vegar gæti verið óhentugt til frásagnar að gráta dauða hænu. Allt er málið sem sagt blandið. Ef við flettum upp i 1. Mósebók sjáum við að Guð segir gott þegar hann er búinn með landslagið og dýrin, en harla gott þegar hann er búinn að bæta okkur við. Þetta hefur stig- ið okkur til höfuðs. Sfðan hefur málið snúist um það hvemig við gætum haldið reisn okk- ar óskertri og helst aukið hana. Okkur hefur þá eðlilega orðið starsýnt á muninn á okkur og hinum dýmnum. Allt hefur verið tínt til. Við einir gátum hlegið, eldað mat, trúað á guð og skrifað bækur. Og í þetta sóttum við rétt okkar til að nota öll önnur dýr eftir þörf- um. Að vísu vantaði eitthvað á okkur. Árist- óteles bendir á það, í heiðarleikans nafni, að maðurinn sé eina skepnan sem ekki geti blak- að eyrunum. En því hefur lítt verið haldið á loft. Hér reið á að tína saman eiginleika sem bentu til yfirburða. Þá höfum við stundum látið okkur lítið nægja. — Það er trúa mín að maðurinn sé eina dýrið með hnúð í miðju andliti, segir í 18. aldar riti. Það var eitt markmið dýrafræðinnar að komast að því hvar hveiju dýri bæri að standa í tignarstiga sköpunarverksins. Maðurinn átti sinn stað vísan. Þessi mannremba ræður enn mestu í viðhorfum okkar til annarra dýra og er sæmi- legast að kannast við það. Rjúpnaskyttur eru nútímamenn, hvort sem þær koma úr dreifbýli eða þéttbýli. Þegar þær fara til ijúpna eru þær að svala þörfum, sem ættu að mega kallast frumstæðar án þess nokkur móðgaðist, og æfa íþróttir sem ekki koma lengur að neinum notum í daglegu lífi hér á landi. Persónulegar veiðar eins og ijúpnaveiðar hafa jafnan styrkt mig í þeirri trú að lítið hafi gerst frá því að við fórum urrandi um skóginn og bruddum bein. Sið- menningin felst í því að byssumar hafa batn- að og dýravinum fjölgað. Að vilja fullsiða mannkynið er fallega hugs- að. Og líklega mundi það duga okkur íslend- ingum til þeirrar frægðar sem við þráum svo átakanlega, ef okkur tækist að útiýma dráps- fýsn. En þetta kann að dragast. Á hinn bóg- inn getum við reynt að velja okkur menn- ingu. Við frábáðum okkur hnefaleika á sínum tíma. Vafalaust hefði almenn boxkunnátta sett svip á þjóðlífið og bókstaflegan á suma. Svo liðu tuttugu ár þar til vamirnar bmstu og inn fóru að flytjast sjálfsvamaríþróttir og myndbönd og hugmyndin að sparka í liggj- andi mann, og þá fór sem fór. Nú gætum við bannað ijúpnaveiðar. Við gætum bannað aðrar veiðar en fiskveiðar. Við gætum farið sjálfboðaferðir upp um fjöll og gefíð gömlum ijúpum liknarsprautur til að náttúran næði ekki að ganga frá þeim með sínum köldu ráðum. Friðunarmenn gera yfírleitt ekki at- hugasemdir við það hvernig villt dýr drepast, svo fremi sem þau fara ekki af manna völd- um. Vandlætingin er geymd mönnum, þar eð ekki þýðir að skamma náttúruna. En auð- vitað má ekki kasta hugsjóninni þótt erfitt sé að rísa undir hræsninni. í þessu máli eru öll rök tilfinningarök. Hér vegast á grimmd og viðkvæmni. Rjúpnaskytt- ur eru að sækjast eftir veiðinautn. En vilja ekki kannast við það, sumar af vondri sam- visku, sumar af hreinræktaðri karlmennsku. Nú leyfíst þeim að drepa sér til hressingar eins og öðrum leyfist að ganga á fjöll. Kannski þetta sé heilsugæsla þegar öllu er á botninn hvolft. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. OKTÓBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.