Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 4
Menningarsagan - í húsbúnaði egar litið er til þeirra gripa, þar á meðal hús- gagna, sem fundust í gröf egypzka faraósins Tutankhamens, þá flögrar fyrst að manni að mannkynið hafi lítið lært og litlum framförum tekið í húsgagnagerð síðustu 2300 árin. Það Rómanskur stíll: Grundarstóllinn úr búi Þórunnar Jónsdóttur. Hann er nú varðveittur á Þjóðminjasafninu. Nokkur orð um nýlega bók eftir HELGA HALLGRÍMSDSON, húsgagnaarkitekt, sem ber heitið STÍLL HÚSGAGNA og rekur þá þróun í máli og myndum frá því skráðar sögur hófust og framyfir miðja þessa öld. verður manni einnig ljóst þegar flett er bók Helga Hallgrímssonar, húsgagnaarkitekts, sem heitir Stíll húsgagna og út kom 1991. Það hefur verið óþarflega hljótt um þessa bók, sem rúmar þó ekki ómerkan þátt í menningarsögunni þessi árþúsund; nefni- lega hvemig þeir hlutir hafa litið út, sem menn hafa búið til og haft í kringum sig til þæginda og yndisauka. Helgi er meðal íslenzkra brautryðjenda í sinni grein; hann er fæddur 1911 og lauk prófi sem húsgagnaarkitekt frá Listiðnaðar- skólanum í Kaupmannahöfn árið 1938. Fjöldi íslenzkra iðnaðarmanna þekkir hann vel, vegna þess að hann kenndi teikningu og fleira við Iðnskólann í Reykjavík frá 1940 tii 1985 og var yfirkennari við skólann í 16 ár. Bókin er hin fyrsta sinnar tegundar sem út kemur á íslandi og ætti ekki sízt þess- vegna að þykja að henni nokkur fengur. Hún fjallar um helztu stílstefnur sem upp hafa komið í gerð húsgagna, fyrst í Egypta- landi, Mesópótamíu og Persíu, þá fomgríska tímabilið, veldistíð Rómveija og síðan það rómanska, sem blómstraði víða um Evrópu. Líkt og í flestum bókum um myndlistarsögu heimsins er ævinlega miðað við Evrópu eina og raktar stílbreytingamar sem þar urðu með gotneskum stíl, barroki, rókókó, nýklas- sík og loks modemisma. Það má segja að fræðimenn horfi oft nokkuð þröngt á heiminn, því þróuð hús- gögn og húsbúnaður vom að sjálfsögðu til víðar í heiminum og nægir að benda í því sambandi á Kína, elzta samfellda menning- arríki heimsins. Raunar gegnir nokkurri furðu í öllum yfirlitsbókum af þessu tagi, að sleppt er stíl víkingaaldar, þar sem sam- an fór fáguð hönnun og mjög flókin skrey- tilist, sem fékk hliðstæðu löngu síðar þegar Jugendstíll og Art Noveau blómstmðu í skamman tíma um síðustu aldamót. Spyija má: Hversvegna er útflúr Forn-Grikkja á súlnahöfuðum miklu merkari skreytilist en flúr og fléttur víkingaaldar á húsmunum og nytjahlutum eins og drykkjarhomum og skipum? YFIRSTÉTTAR- GRIPIR Gerólík skreytilist var í hávegum höfð meðal Forn-Egypta, en þess er að gæta að gripir þaðan - og ijöidi húsmuna frá fyrri öldum - eru sérsmíð- aðir módelhlutir handa yf- irstéttinni. Alþýðu manna í Egyptalandi hefur ekki einu sinni dreymt um gull- sleginn og fílabeinslagðan stól með útskornum ljóns- fótum eins og erfðaprins- inn Tutankhamen tók með sér í gröfina. Síðar á öldum kemur til skjalanna tak- mörkuð og handunnin fjöldaframleiðsla fyrir efnaða borgara og yfir- stéttina. Og að lokum: Vélvædd fjöldafram- leiðsla handa hvaða Meðal-Jóni sem er. Forn-Egyptar voru farnir að. spónleggja og Forn-Grikkir fundu upp tvö nytsamleg tæki til húsgagnagerð- ar: Rennibekk og hefil, eða svo segir Helgi í téðri bók. Þessar fornu suðrænu þjóðir - og Rómveijamir einnig - hafa ekki verið innan- Barokk: Skápur smíðaður í Andwerpen um 1650. Efnið hússfólk eins og við og er harðviður, ekta gull, fílabein og skjaldbökuskel. húsgögn hafa ekki Borð með hirzlu úr grafhýsi Tutankhamens frá því fyrir 2300 árum. skipt höfuðmáli. Meðal Grikkja- og Rómveija raunar einnig - var legubekkurinn öndvegis- húsgagn. Menn lágu mestan part útaf, eða risu upp við dogg þegar þeir mötuðust. Það er að vonum, að Rómveijar litu umfram allt á notagildi; í listum voru þeir ekki mjög skap- andi. Nytjahlutir voru í grófari kantinum; þó em til dæmi um listrænt form og fágaðar skreytingar. STÓLL HÚSTRÚ ÞÓRUNN- AR ísland kemur ekki við þessa sögu fyrr en á rómanska skeiðinu, sem nefnt hefur verið svo og var ríkjandi úti í Evrópu frá því um 1000 til 1200. Það má gera því skóna að höfðingjar Sturlungaaldar á íslandi hafi átt einhver húsgögn í rómönskum stíl, því þeir vom sigldir menn og kunnugir tízku og tíðar- anda úti í Evrópu. Rómanski stíllinn ríkti einnig í húsagerð, svo sem kirkjubyggingum, og það er merkilegt, að húsgögnin; allra handa kistur og skápar, taka svip af bygging- arlistinni. Algengt var t.d. að skápar væru eins og turnar í laginu og þá með háu risi. Kistur voru gjarnan járnslegnar, en þó með skreytingum. Gmndarstóllinn, sem hér er mynd af og varðveittur er á Þjóðminjasafninu, er dæmi um rómanskan stíl; formið traustlegt, en ríkulegar skreytingar skornar í viðinn. Það var Þómnn á Grund í Eyjafirði, dóttir Jóns biskups Arasonar, sem átti stólinn. Bróðir hennar, Ari lögmaður á Möðrufelli átti annan samskonar, og er sá varðveittur í Kaup- mannahöfn. Stólarnir voru lengi í kirkjunni á Gmnd í Eyjafirði og því nefndir Grundar- stólar. í bókinni eru myndir af norskum stól- um í rómönskum stíl og svipar þeim mjög til Grundarstólanna. Gotneski stíllinn leysir af þann rómanska og er talinn standa frá 1150-1530. Háreistar kirkjur með súlum og fleygbogahvelfingum höfðu sín áhrif á allskonar innanhússgripi; það er eins og flestir hlutir togni á hæðina. Jafnframt urðu skápar algengari hirzlur en kistur. Á tímabilinu 1420-1600 stóð það blóma- skeið í myndlist og arkitektúr, sem nefnt hefur verið Renaissance, eða Endurreisnarst- íll. Þessi breyting, sem tók mið af glæstri fortíð, átti upphaf sitt á Ítalíu og þessi tízka kom vel fram í húsgögnum frá þessu tíma- bili. Menn vom mjög með annað augað á fornri byggingarlist Egypta og Rómveija og þeim hnitmiðuðu hlutföllum, sem þar var unnið með. Mikið er um kistur og skápa frá þessu tímabili. Þrátt fyrir ríkulegan útskurð er heildarformið einfalt og hreinlegt. Myndir em skomar í hurðaspjöld og víða eru skorn- ar út eftirlíkingar af grískum súlum. Á þessu tímabili verður armstóllinn algengt húsgagn. Fyrir utan Italíu náði þessi stíll sérstaklega blóma í Hollandi og hollenskir renaissance- skápar frá tímaskeiði Rembrandts eru marg- ir stórfenglegir gripir. KONUN GLEGUR ÍBURÐUR Með vaxandi áherzlu á íburð verður bar- okkið til og ríkir milli 1600 og 1700. Hús- gögn jafnt sem byggingar urðu sífellt efnis- meiri og má vel segja, að þetta hafi gengið út í öfgar. Þó stíllinn eigi upprana sinn á Italíu, þykja frönsk húsgögn þessa tímabils taka öðram fram; stíllinn var þar í landi kenndur við Loðvík XIV. Þarna var leið til að ná þeim íburði, sem þótti við hæfi við konungshirðir og gat sá íburður orðið með ólíkindum eins og sjá má af meðfylgjandi mynd af skáp frá Andwerpen. Þróunin frá barokkinu hlaut að verða til meiri léttleika og fágunar og það gerðist með Rokokó-stílnum, sem ríkti mestalla 18. öldina. Þessa fágun má einnig sjá í myndlist aldarinnar, einkum franskri, en um áhrif á ytra útlit bygginga er varla að ræða. Það sem við þekkjum bezt frá þessu tímabili eru armstólar í Rokokó-stíl með snúnum, grönn- um fótum og rósflúruðu silkidamaski á sess- um og bökum. Stólar af þessu tagi hafa orð- ið einskonar klassík og hafa jafnvel þótt stofuprýði við hliðina á módernískum hús- gögnum í híbýlum nútíma góðborgara. Aðr- ir, þar á meðal Helgi Hallgrímsson, eru á þeirri skoðun að húsgögn í þessum fágaða skreytistíl njóti sín ekki til hlítar nema í stof- um eða herbergjum þar sem fyllsta samræm- is sé gætt. Um helzta brautryðjanda stílsins, arkitektinn, gullsmiðinn, myndhöggvarann og skreytingateiknarann Meissonier, segir Helgi að hann hafi lagt áherzlu á að engin bein lína fyrirfindist i húsgagninu. Stólar breyttust vemlega á þessu tímabili og til varð sérstakt hægindi, mitt á milli sófa og stóls; nefnt á frönsku Chai.se longue, og af því dregið Sesselon í öðrum málum. Sérstakt afbrigði stílsins þróaðist í Englandi, kennt við Thomas Chippendale. Eftir frönsku byltinguna verður enn stíl- breyting: „Tími hins fijálsa forms, sem roko- kótíminn hafði að vissu leyti verið, var nú liðinn. í staðinn komu beinar eftirlíkingar fornra húsgagna og skreytinga frá Egyptum og Rómveijum ásamt vissri einföldun, sem var að miklu leyti vegna áhrifa frá Eng- landi“, segir Helgi í bók sinni. Vegna dálæt- is Napóleons á rómverskum stríðshetjum varð til sá stíll, bundinn við yfirstéttina, sem nefndur hefur verið Empire. Hann ríkti fyrri- part síðustu aldar. Þetta er eins og við mátti búast í rómantísku stefnunni; menn litu til fortíðarinnar með glýju í augum. Af sama brunni er ausið í því sem síðan var kallað klassík, eða nýklassík og var aðallega enskur stíll á öldinni sem leið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.