Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1993, Blaðsíða 9
I I ° Englaborgin - Castel Saint Angelo og brú yfir Tíberfljótið. trú. Ríki Gústafs Adólfs II. Ung missti hún föður sinn og settist í hásætið átján ára, en sagði upp vinnunni níu árum síðar. Hennar ríki var ekki lítið þá, en sagt er að katólska trúin hafi verið henni aðgöngumiði að evr- ópskri menningu, og trúna gat drottning ekki haft í laumi. Þarna páfamegin við ána hélt hún lengst hof og stofnaði eigin akadem- íur og þarna dó hún 19. apríl 1689. Það er verið áð gera upp höllina, en skrúðgarðurinn er opinn hveijum sem er og enn lifir akadem- ía (Accademia d’Arcadia) sem varð til hjá þessari merkilegu konu sem í Róm fékk tvö ný nöfn og hét þá Kristína María Alexandra. Það var páfinn Alexander sjöundi sem tók á móti henni á Þorláksmessu 1655 og lét gest sin búa í „húsi vindanna", einu innsta her- bergi Vatíkanhallarinnar, til að byrja með og sitja til borðs við hlið sér á svolítið lægri stól við svolítið lægra borð ... Og væri ég á gangi þarna hinumegin myndi ég von bráðar koma að fyrrverandi heimili bakarastúlkunnar La Fornarina, unn- ustu málarans Rafaels, þar sem nú er lúxu- sveitingastaður fyrir forvitið ferðafólk. En laufskálinn að húsabaki er lokaður á þessum árstíma. Ég var þar í gær og bekkirnir upp í ioft, af því að á ferðamenn er ekki að treysta nema í maí og fram til loka september. Það eru helst Japanir sem koma í stórum hópum allan ársins hring að skoða Péturskirkjuna, Vatíkansafnið og fornleifarnar. Og við litla blindgötu sem liggur út frá götunni sem teng- ir sögustaði Svíadrottningarinnar og ástkonu Rafaels, La Fornarina, liggur fangelsið „Reg- ina Celi“ sem þýðir drottning himinsins. Stundirnar fyrir heimsóknartíma er mikið líf á blindgötunni... og í daglegu tali kalla Rómveijar fangelsið „la gabbia“ eða fugla- búrið. Það er hrifsað í mig þar sem ég geng með hugann hinumegin við ána og horfi ekki leng- ur eitt né neitt, nema kannski oní múrinn sem ég geng á. Æ ... krakkakrílissneypurn- ar! Mér gefst enginn tími til að vorkenna þeim fyrr en ég er búin að hrista þau af mér og skamma á skandinavísku. Maður bregst við þegar hrifsað er í mann mörgum litlum frekum höndum sem orðlaust heimta sitt. Fyrst þegar ég sé þau hlaupa burtu með tjásulega bylgjupappaskiltið sitt, og heyri mann sem kemur á móti mér bæta við skammirnar á ítölsku, furða ég mig á því hvað þetta eru litlir krakkar sem sendir eru út til að ná lírum úr vösum og veskjum ferða- fólks sem er utan við sig. Þó ekki minni en svo að eiginlega ættu þau að vera í skóla á svona venjulegum nóvembermorgni. Hvenær ætla þau að læra að lesa? Bíður framtíð þeirra bara upp á það sem dæmir þau til að lifa utangarðs? Börn sígaunanna. En úr því ég vil vera utan við mig er kannski ráðlegt að koma sér niður á gras- ræmuna þennan spöl sem eftir er, hugsa ég og ákveð að taka næstu tröppur niður. Það er bál sem hindrar mig í miðjum tröppum. Ekki eldsvoði því þetta bál virðist vera til friðs og ætlað til að eyða einhveiju sem ekki verður nýtt. Ruslabrenna. Brennuhöfundur- inn bograr við bálköstinn. Tínir eitthvað sem ekki er sprek og bætir á eldinn. Svo lítur hann upp og beint inn í myndina sem ég er að hugsa um að' taka þaðan sem ég stend allnokkrum þrepum ofar með mínoltaappar- atið. En hann er of lítill á myndinni, eigin- lega ekkert andlit, svo ég tek vélina frá mínu andliti. Bjánalegt að ætla sér að taka mynd af manninum óspurðum. Samt er ég þegar búin að stela fáeinum myndum af fólki inni bæ. En fólk eins og breytist þegar það verður manns vart. Konan með stóru þvottak- örfuna á höfðinu í þröngri götunni var svo átakanlega myndræn ... en hún sneri sér við og hvæsti. Setti svo körfuna niður á öx- lina, þó hún væri með aðra körfu í hend- inni. Og gamla koban sem blundaði fram á hné sér fyrir utan elsta húsið á marsslétt- unni, Pantheon, hús allra guða . . . hún vakn- aði. Eins og hér hafí fólk augu í öllum líkam- anum. Eða innri augu sem nema allt ókunn- ugt er nærri þeim kemur. Brennuhöfundurinn gefur mér friðar- merki. Ég hef gengið framhjá búslóð hans sem stendur á efsta tröppupallinum í þrem svörtum pokum. Hann heldur nokkra fyrir- lestra áður en við kynnum okkur, því það gerum við fyrst þegar við kveðjumst. Einn fyrirlesturinn fjallar um Maríu Stúart sem hann dáir, og annar um hvernig listamaður- inn og arkitektinn Gian Lorenzo Bernini (1614-1680) hugsaði sér torgið fyrir framan Péturskirkjuna. „Jú sjáðu til, nú er ég faðir- inn og þú ert móðirin, stendur bara þar sem þú ert og hugsar sér ...“ Ég dett út úr hlut- verkinu þar sem ég stend í sömu sporum, hef aldrei fyrr verið sett í að leika hugsanir Berninis og skil ekki muninn á sögumanni og föðurnum, fer að velta því fyrir mér að kannski ætti ég að smeygja mér fram hjá bálinu. „Ég er intelektúell," segir hinn skoski Jón allt í einu og fer að tala um fólk sem á ekkert land og missir málið. „Sjáðu bara Kúrda og Lappa sem dæmi. Ég hef ekki áhuga á pólitík en ég lít svo á að hver mann- eskja eigi rétt á landi, maður á ekki að þurfa að afsala sér eigin tungumáli og menningu." Það brennur eitthvað í augunum á honum. Og síðasta ræðan er viðvörunarræða. „Don’t you ever never dear come down here on your own! Never alone.“ Svo heldur áfram og bendir til útskýringar á h næstum gagnsæ hér og hvar í tröppunum, og leggur áherslu á orð sín, svo mikla ac ég tek að fálma með fótunum eftir þrepurr afturábak upp tröppurnar meðfram múrnum ur heilagrar Birgittu af Vadstena. Svo kallar hann á eftir mér að rænir þig annar.” En ég ætla ekki til Capitólhæðar að komast inn fyrir múrana. Búin að mæta bæði ræningjum og útilegu mönnum. Svo hver ætlar þriðja þraut verða? Kannski villist ég. Finn hvergi ele. Verð villt fram í myrkur. Niðurlag í næstu blöðum. Höfundur er leikkona og býr í Svíþjóð. SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Móðir mín í blokk, blokk. Best sem stundar rokk, rokk. Gleymdu ekki að gefa mér gull í Barnið í sokk, sokk. frystinum Bráðum koma jól, jól. Ég sé enga sól, sól. í frystinum mitt litla hjarta kól, kól. Ef ég finnst þér gef, gef. Gjarna allt sem hef, hef. Mat og rúm og mikla gæslu, ef? ef? Höfundur er skólastjóri Klúkuskóla. JOHANNES ÚR MEÐALLANDI Hjartað mitt Dröfn Mörg stúlkan er fögur — ég nefni’ engin nöfn, en nýt þess þó sæll eins og Tómas hér forðum, en hugstæðust verðurhún, hjartað mitt Dröfn, sem hvíslar svo fögrum sælunnar orðum í eyra mér — hún er sú eina sem sér í andrá hvað býr í hjarta mér! Höfundur er ungt skáld í Reykjavík. INGUNN ÞÓRÐARDÓTTIR í Aþenuá sólmánuði í flugstöð fjarri ættlandi í stórborg bíðum við - tvö - í önninni, eftir farartæki að ferðast lengra. Eigum hlé - við tvö - í öngþveitinu finn ég öryggi sem þér er áskapað finn ró mitt í þysnum Til margra ára hefur þitt öryggi verið mér fylgispök gæfa er þú gefur án vitundar. Höfundur er hjúkrunarfræöingur. SIGRÚN RAGNARSDÓTTIR Borgarlíf mamma • Ástafar malbiksmamma í mömmuleik í pabbaleik sonur minn kennir undir jöklinum Iitlu systur á logandi eldur borgarheiminn sakna þín bryggjan er sem ókst dagleið burt frá mér bílastæði fyrir skip þungur sjórinn eins glampinn í augum þínum og svartir ruslapokar strokur handa þinna í rokinu á hörundi mínu mamma breiðir út strokur inn í ævintýri plastkortavængi engum sögð þerrar tár og 3 ævintýri sem flögra í myrkrinu þrjóskast við . við jökulrætur hægt, hægt fölnar myndin 1 logandi eldur af pabbanum sem týndist í lendum mér ? í stórborginni hægt - en örugglega Höfundur er framhaldsskólakennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30.. OKTÓBER 1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.