Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.1994, Qupperneq 5
1920 varðandi utanríkismál falssaga, sé tekið tillit til staðreynda sem birst hafa úr skjala- söfnun fyrrum alþýðulýðvelda og Sovétríkj- anna. Rússneskir sagnfræðingar telja nú, að saga Sovétríkjanna sé hrikaleg lygasaga allt frá 1917 og þar með hrynja þær forsendur sem voru grundvöllur söguskilnings vest- rænna marxista í sögutúlkun. Þessi falssaga snerti ekki lítið viðhorfin í íslenskri prólitík til utanríkismála. Marxistar (kommúnistar) hér á landi voru ósparir á að brigsla pólitísk- um andstæðingum sínum um landráð í sam- bandi við vestræna samvinnu í varnarmálum. En nú kemur á daginn að öll þau landráða- brigsl og svívirðingar voru á sínum tíma lygar einar og áttu sér upptök í þeim haganlega ofna lygavef sem valdahópar alþýðulýðvelda og Sovétríkjanna ófu af mikilli elju og iðni og sem teygðist um alla heima. Trúnaðarmenn KGB voru iðnir við vefnaðinn hér á landi sem annars staðar. Því hærra sem hrópin „ísland úr Nato herinn burt“ gullu því brýnni voru hagsmunir stórveldisins í austri. Sú tengsl voru á vitorði trúnaðarmannanna og þeirra sem dyggast unnu að „framgangi sósíalismans á íslandi". Því er kennslubókin „Uppruni nú- tímans" úrelt og það sem meira er falsrit varðandi íslensk utanríkismál á 20. öld. Aðrir þættir ríkisins eru einnig ófullnægjandi eða hallað réttu máli og er nánari grein gerð fyr- ir þeim þáttum og bókinni í heild á öðrum vettvangi sem og kennslubókum í íslands- sögu, sem ríkisútgáfan gefur út, en þær bæk- ur eru ritaðar frá samskonai' sjónarhóli og þessi bók. Á framhaldsskólastigi gefast valkostir í vali kennslubóka, bæði í Islandssögu og mann- kynssögu. Bækur þar sem höfundar skrifa söguna frá víðara sjónarhomi og hinn þröngi söguskilningur marxismans á sögulegri nauð- syn og einstefnu „samfélagsþróunarinnar“ gildir ekki, auk þess sem menningarsögunni er ekki sleppt, eins og í þeim þýddu kennslu- bókum í mannkynssögu sem flokkast mega til „skandinavískrar sagnfræði" (sbr. ritdóm Jóhanns Hjálmarssonar um ritröð AB; 15 bindi, í sl. mánuði í Morgunblaðinu). Eina mannkynssagan sem ætluð er grunnskólum er „Samferða um söguna“ sem kom út í þýð- ingu 1987, höfundur er sænskur, Bengt Ake Háger, önnur útgáfa 1990, þá gefin út í sam- vinnu við Námsgagnastofnun. Bók þessari er dreift í grunnskólana af stofnuninni. í annarri útgáfu bókarinnar leitast höfundur og þýðend- ur við að halla réttum staðreyndum á þann veg að byltingarnar í Austur-Evrópu verði í rauninni framhald til lýðræðislegs sósíalisma, í stuttu máli, leitast við að ljúga sig frá lygi fyrri útgáfu, en lygin um fyrri tíma stendur óbreytt. í framhaldsskólum eru valkostir, en furðu víða hefur ritið Mannkynssaga I—II eftir Asle Svein og Svein A. Aastad, þýðing 1985 og 1989, verið notuð. Saga þessi er marxísk „skandinavísk sagnfræði“ upp á sitt besta. Nú hagar svo til að í grunnskólakerfinu er sögu- og samfélagskennsla bundin við kennslubækur, sem eru afmarkaðar ákveðinni hugmyndafræði og þótt þessi hugmyndafræði — vísindalegur sósíalismi — sé nú marklaus og dauð með hnini valdakerfa Austur-Evr- ópu, sem voru reist á þeim fræðum, þá er haldið áfram að innræta nemendum grunn- skólanna þessi úreltu fræði með falsaðri út- málun þjóðarsögunnar og mannkynssögunnar. Þar er ekkert val, aðeins tiltækar bækur í þessa veru. Það var því skrýtið þegar einn frumkvöðla hinnar nýju söguskoðunar (feluorð um marxíska söguskoðun), kennslukraftur við Kennaraháskóla íslands, hélt því fram í um- ræðuþætti um skólamál í sjónvarpi nú í jan- úar, „að eldri bækur fræðslukerfisins væru úreltar". Séu einhverjar sögukennslubækur úreltar, þá eru það bækur ritaðar í anda hinn- ar nýju söguskoðunar. Minna má á að mynda- þáttur um þær skoðanir birtist á skjánum í þáttum Baldurs Hermannssonar, reyndar gróf útlistun en inntakið var þaðan runnið. í framhaldsskólakerfmu er um val kennslu- bóka í sögu og Islandssögu að ræða, þar hafa einokunarsinnar marxískra fræða ekki náð aðstöðu til jafn gegndarlausrar innrætingar og í grunnskólum. „Fornar dyggðir koma að litlu haldi“ við nútímalegar aðstæður, eins og segir í inn- gangi að samfélagsfræði frá 1977. Og vissu- lega komu „fornar dyggðir“ lítt við sögu innan valdakerfa alþýðulýðveldanna og Sovétríkj- anna. Þar var lygavefurinn ofinn og stjórna- raðgerðir byggðust á lygum, svikum, stuldum og morðum, eins og nú er almennt vitað, nema hvað íslenskir áhangendur „vísindalegs sósíal- isma“ virðast enn blýfastir í þeim rykfallna vegi lyginnar og láta ekki sitt eftir liggja að innprenta hina úreltu heimsmynd marxískrar söguskoðunar nemendum sínum, reyndar með smávegis tilburðum að í þá átt að „ljúga sig út úr lyginni" en í lokin virðist eins og ekkert hafi gerst. Skólakerfið er notað sem verk- færi, þar sem því verður við komið. Höfundur er rithöfundur og fynverandi kennari. Ogöngur - brot úr hugmyndasögu HUGHYGGJA Eftir ATLA HARÐARSON að má með nokkrum sanni segja að nútíminn hafi byijað á 17. öld. Þá urðu raunvísindi nútímans til og heimsmynd vísind- anna tók að móta hugs- unarhátt fólks. Á 17. öld fengu stjómmálin líka á sig þá mynd sem þau hafa enn því þjóðrík- ið festist í sessi og þingræði og borgaraleg- ir stjórmálaflokkar urðu til á Englandi. Englendingurinn John Locke (1632- 1704) er einn af þekktustu heimspekingum 17. aldar. Hann ólst upp og lifði alla ævi í miðju umróti enskra stjómmála og um- gekkst marga af fremstu vísindamönnum aldarinnar, eins og Robert Boyl# (1627- 1691) og Isaac Newton (1642-1727). Boyle var einn af upphafsmönnum nútíma efna- fræði og talsmaður þeirrar skoðunar að allt efni sé gert úr örsmáum eindum eða atómum. Newton þarf ekki að kynna. Hann er mesti eðlisfræðingur allra tíma. Locke var næmur á hræringar í andlegu lífi samtímans og segja má að hann hafi grafið upp, fágað og slípað heimspekilegar undirstöður þingræðis og borgaralegra stjórnmálaviðhorfa og hinnar vísindalegu heimsmyndar. Hið íslenska bókmenntafé- lag hefur gefið út frægasta stjórnspekirit hans, The Second Treatíse of Govemment, undir nafninu Ritgerð um ríkisvald. Annað af frægustu ritum Lockes heitir An Essay Concerning Human Understand- ing eða Ritgerð um mannlegan skilning, og fjallar um þekkingarfræðilegar undir- stöður vísindanna. Á 18. öld þótti talsmönn- um hinna nýju vísinda fáar bækur merki- legri en Ritgerð Lockes. Þeir jöfnuðu henni helst við höfuðrit Newtons, Philosophiae Naturalis Príncipia Mathematíca. En ekki voru allir jafnhrifnir af heim- speki Lockes. Konungssinnar og íhalds- menn töldu stjórnspeki hans ala á uppreisn- argirni og sjálfræðisfrekju hjá alþýðunni og ýmsum ldrkjunnar mönnum þótti vís- indaheimspeki hans líkleg til að magna upp guðleysi og efnishyggju. Þessar aðfinnslur voru hreint ekki úr lausu lofti ginpnar. Stjómspeki Lockes hvatti vissulega til upp- reisna og á 18. öld var hún notuð til að réttlæta uppreisn Norður-Ameríkumanna gegn yfirráðum Englendinga. Og þótt Locke hafi verið maður trúaður er margt í vörn hans fyrir heimsmynd vísindanna og bollaleggingum hans í Ritgerð um mannleg- an skilning vel líklegt til að grafa undan hefðbundnum trúarbrögðum. Eitt af því sem fór fyrir brjóstið á mörgum er í vi. grein, 3. kafla IV. bókai’ Ritgerðarínnar. Þar segir Locke: Vér höfum hugmyndir um efni og um hugsun, en ef til vill munum vér aldrei verða þess umkomnir að vita hvort til eru hugsandi verur sem eru einungis gerðar úr efni;... Þessi orð virðast kannski sakleysisleg, en það er ekki langur vegur frá þeim í hugmyndir um að mannshugurinn sé gerð- ur úr forgengilegu efni, hann sé ef til vill ekkert annað en heilinn eða partur af hei- lanum, og maðurinn þar með dauðlegur. Einn þeirra sem töldu ritgerð Lockes grafa undan trúnni á ódauðleika sálarinnar var þýski heimspekingurinn Gottfried Wil- helm Leibniz (1646-1716). Hann skiifaði raunar heila bók til þess að svara Ritgerð Lockes og rökstyðja kenningar sem hann taldi til þess fallnar að styrkja menn í trúnni á ódauðleika sálarinnar. Þessi bók heitir Nouveaux essais sur l’entendement humain og er heljarmikill doðrantur, meira en 500 síður. Annar heimspekingur sem skrifaði gegn kenningum Lockes var írinn George Ber- keley (1685-1753). í sínu frægasta riti sem heitir fullu nafni A Treatíse Conceming the Principles of Human Knowledge wherein the chief causes of error and difficulty in the sciences, with the grounds of sceptíc- ism, atheism, and in'eligion are inquii'ed into, en er yfirleitt kallað The Prínciples, er Berkeley ekkert að eltast við einstök smáatriði í kenningum Lockes eða heims- mynd vísind- anna. Hann ræðst beint á garðinn þar sem hann er hæstur og rökstyð- ur að þetta efni sem Boyle taldi vera gert úr atómum og Locke hélt að gæti kannski hugsað sé ekki til í raun og veru. Þessi kenning, að efnisheimurinn sé ekki til, er kölluð hughyggja. Rök Berkeleys fyrir hughyggjunni hafa valdið heimspekingum ómældum heilabrot- um. Þetta eru einhverjar glæsilegustu rök- færslur í allri heimspekisögunni og þótt ýmsir hafi átt bágt með að sætta sig við niðurstöður þeirra þá hefur mönnum reynst enn erfiðara að benda á villur í þeim. Marg- ir málsmetandi menn hafa talið rök Berkel- eys algerlega skotheld og síðan um daga hans hefur hughyggja átt verulegu fylgi að fagna meðal heimspekinga. En hvernig í ósköpunum ætli Berkeley hafi farið að því að rökstyðja þá skoðun að efnisheimurinn sé ekki til? Hér er ekki rúm til að gera rökum hans nein almenni- leg skil. En samt er hægt að benda á megin- drættina í einni af mikilvægustu rökfærsl- um hans. Berkeley gengur út frá því að öll þekking manna á hlutum eins og stokkum og stein- um, himintunglum og höfuðskepnum sé fengin 'gegnum skynfærin, með því að sjá hlutina, heyra í þeim, snerta þá o.s.frv. Séu einhveijar ástæður til að telja að efni sé til þá híýtur að vera hægt að rekja þær til skynjunar eða reynslu. En hvað skynjum við? Liti, hljóð, lykt, línm,) tóna, bragð og fleira í þeim dúr og allar þessar skynjanir eru sálarlífsfyrirbæri en ekki efnishlutir. Þeir sem aðhyllast heimsmynd Lockes, Newtons og Boyles halda að vísu að orsök sálarlífsfyrirbæris eins og skyiyunar á lit eða lögun sé sú að örlitlar agnfr rekast á augun og orsök þess að við heyrum hljóð sé sú að bylgjur skella á eyrunum. Enginn hefur nokkru sinni séð þessar agnir og engum dettur í hug að þær líkist litum hið minnsta. Það hefur heldur enginn nokkru sinni heyrt þessar bylgjm' og þær geta engan veginn líkst neinum hljóðum. Þessa kenningu, að efnishlutir orsaki skynjanir fólks, tætti Berkeley í sig. Hann benti á að hún geti alls ekki stuðst við neina reynslu því það sé með öllu útilokað að skynja orsakir skynjananna. Það er sama hvemig við horfum í kringum okkur, við sjáum aldrei neitt annað en liti og línur, skugga og form. Við sjáum aldrei orsakir þess að svona skynjanfr birtast okkur. Svip- aða sögu má segja um önnur skynfæri eins og heyrn, bragð-, lyktar- og snertiskyn og ef trú á tilveru efnishluta styðst ekki við reynslu þá er hún ekkert annað en endi- leysa sem enginn heilvita maður getur ver- ið þekktur fyrir að taka mark á. Berkeley leit svo á að hlutir eins og stokk- ar og steinar, hús og himintungl séu í raun og veru ekkert annað en skynjanir sem guð lætur fólki og öðrum skynjandi verum i té. Þau rök hans fyrir hughyggjunni sem hér voru tíunduð sanna að vísu ekki að guð almáttugur sé orsök þeirra sálarlífsfyrir- bæra sem við köllum skynjanir og þau af- sanna ekki að efnisheimurinn sé til. Berke- ley notar önnur rök til þess. En þessi rök sýna að það er eitthvað bogið við heims- mynd visindanna þar sem hún kvað styðj- ast við reynslu en engin reynsla getur rennt stoðum undir þá skoðun að sá efnisheimur sem vísindin fjalla um sé yfirleitt til. 'Höfundur er heimspekingur og kennari á Akranesi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. FEBRÚAR 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.