Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 2
Umhverfislýsingar Einars H. Kvaran þykja ónákvæmar, en skilgreining hans á Reykjavík þeirra daga sem „vaðstíg- vélabæ“ var áreiðan- lega við hæfi. Jafnvel langt framá þriðja áratuginn var búið í bæjum eins ogHlíð- arhúsum, sem hér sjást. Ljósm. óþekkt- ur. undir niðri leynist ósk um eigin velferð. Þor- bjöm er alltaf tvöfaldur í afstöðu sinni til sam- félags og sjálfs sín og þama á milli ríkir ekk- ert samræmi. Hann reynir að vera sterkur og framfarasinnaður einstaklingur en tekst það aldrei vegna síns innra ósamræmis. Honum verður aldrei Ijóst mikilvægi jafnvægis því hann eykur frekar á glundroðann í samfélag- inu, hvetur til átaka gegn Þorvaldi og hrekur hann að lokum úr embætti dómkirkjuprests. Þrátt fyrir þessa ósamkvæmni í persónu Þor- bjamar ræður hann bókstaflega öliu í Reykja- vík. Hann er stórbokki sem hefur komið sér vel fyrir í skjóli auðs og stjórnar samfélaginu af oíforsi. Rödd hans heyrist víða enda er hann ritstjóri Reykjavíkurblaðsins Öndvegis sem með mikilli útbreiðslu eykur vald hans og áhrif. Þar er stunduð æsifréttamennska sem byggir á því að gera lygar að almennum sann- indum og ýtt er undir rógburð og fals í samfé- laginu. Það skramskælir veraleikann og mál- flutningi þess er stefnt gegn öllum samfé- lagsumbótum. Mynd þess er mjög athyglisverð í sögunni því tilgangur þess er að rífa niður en ekki að reisa við. Það útvarpar aðeins einni rödd og er styrkasti hlekkurinn í því ofurefli sem Þorvaldur tekst á við í Reykjavík. Blaða- mennska og blaðaútgáfa gegnir veigamiklu hlutverki í Ofurefli og Gulli, reyndar einnig í öðrum skáldverkum Einars, og má fullyrða að hann sé fyrstur íslenskra rithöfunda að lýsa mögulegu hlutverki dagblaða í samfélags- gerðinni. Átök þessara tveggja einstaklinga mynda hreyfiaflið í frásögninni og um leið í samfélag- inu sjálfu. Markmið þeirra beggja miðar þó í raun og vera að þvi sama þó að viðhorfin og aðferðimar séu af ólíkum toga: að ná að vera hinum nafnlausa fjölda til leiðsagnar um hvað sé gott og hvað sé illt. Með hliðsjón af þessum átökum er samfélagið sett saman. Bygging þess er ákaflega einföld og lýtur ekki öðram lögmálum en væntingar þessara tveggja manna segja til um. Það á sér fáa ytri áhrifa- valda, er mjög afmarkað og lokað og nánast huglægt í einfaldleika sínum. Sögulok Ofureflis boða aðeins sýndarjafn- vægi því það lífsviðhorf sem verður ofan á í bókarlok byggir á blekkingum og er á engan hátt tilbúið að mynda heilt og ósundrað samfé- lag. Náðst hefur sátt á yfirborðinu en undir niðri bíða vandamálin úrlausnar. Hlutverk yfir- dómarans, föður Ragnhildar, er að varpa nýju ljósi á þetta misræmi. Ræða hans í lok sögunn- ar er stuðningur við hina nýju og samræmis- fullu hugmyndafræði Þorvaldar. Hinn mennt- aði heimsmaður stígur fram í bókarlok eins og guð úr vélinni og leysir hnútinn. Yfirdómar- inn er þannig sáttasemjari samfélagsins sem temur sér lífshætti beggja viðhorfa. Hann er menntaður fjölskyldumaður, lífsreyndur og staðfastur faðir sem getur greint samfélagið og skoðað það ofan frá. Hann er hlutlægur gagnrýnandi sem velur eftir bestu sannfær- ingu og boðar jafnvægi. Með afstöðu sinni forð- ar hann samfélaginu frá algerri upplausn, þög- ult og föðurlegt vald hans og sú virðing sem hann nýtur er samfélaginu nauðsynlegt. Þor- valdur er hrakinn á brott en vegna stuðnings yfirdómarans missir hann aldrei fótanna held- ur stofnar nýtt og betra samfélag utan við hið gamla: fríkirkjusamfélagið. Yfirdómarinn geymir þann lykil sem Þorvald skortir og um leið hreppir hann dóttur hans að launum. Hann breytist úr umkomulausu prestsefni í mikilsmetinn prest í eigin söfnuði og um leið úr einstæðingi í fjölskyldumann. Pannig boðar Ofurefli á ótvíráðan hátt sigur kjamafjölskyld- unnar yfír einverunni því hún er sá homsteinn sem hið nýja samfélag skal reist á. Táknnotkun í Ofurefli gegnir veigamiklu hlutverki. Hún er almenn og víða enda er sí- fellt verið að koma boðskap á framfæri. Heiti sögunnar er augljóst tákn og má reyndar segja um flest verk Einars að þau beri merkingar- hlaðna titla. Ofureflið myndar eiginlegt stef í sögunni og birtist það í ýmsum myndum, eink- um sem lýsing á veðurfari eða átökum við óblíð náttúraöfl. Um leið er það lýsing á ákveðnu hugarfari, ákveðnu sálarástandi og er tákn fyrir mótlætið í lífi hins unga og reynslulausa prests, hvemig það gerir hann að lokum nánast ónæman fyrir frekari áföllum. Skáldsagan Gull gerist í beinu .framhaldi af Ofurefli. A milli sagnanna líða sex ár og tímabundið jafnvægi hefur komist á í samfélag- inu. Hugmyndafræði Þorbjamar hefur orðið ofan á í baráttunni og hann er því aftur orðinn ótvíræður leiðtogi samfélagsins. Því má túlka Gull sem ákveðinn prófstein á það samfélag. Heiti sögunnar er táknrænt og vísar í tvær áttir, annarsvegar inn á við, til hugarfars eða sálarástands persóna, en hinsvegar út á við, þangað sem hugur flestra stefnir. Um leið er það hæðið með vísan til gullsins í sögunni sem aðeins liggur í loftinu sem óstaðfest fregn og reynist síðar aðeins verá grjót. Reykjavík breytist í gullbæ á svipstundu en án sýniiegra raka. Ekkert má rannsaka og aðeins er vaðið áfram í blindni. Ágirnd Þorbjarnar fer vax- andi, hann grípur fregnina á lofti og hugskot hans verður að gulli. Þegar draumnum í landi er lokið sér Þorbjöm í örvæntingu sinni hafið sem gullkistu: Og sjálfur stóð hann álengdar í lörfum og hlustaði á samræður um fyrri dýrð sína og núverandi niðurlæging. En þess ímilli bloss- uðu upp nýjar vonir. Það var heimska að hugsa um annað en sjóinn hér. Sjórinn er gullkista. Sjórinn á að gera okkur að mi- Ijónabæ.4 Söguhöfundur kannar styrk samfélagsins eins og það birtist í lok Ofureflis. Ytri áhrifa- valdar gera vart við sig og að lokum hafa þeir lagt samfélagið í rúst. Það kiknar undan fregninni um gullið og dagblöð bera með sér plágu. Öngþveitið verður að veraleika því vegna innri veikleika megna mennimir ekki að standast ytri skakkaföll. Leiðin liggur öll niðrn- á við og hvort tveggja, maður og samfé- lag, leysist hreinlega upp. Það sem bjó undir niðri í Ofurefli er komið upp á yfirborðið í Gulli því samfélagið, sem var farið að riðlast, er nú endaniega faJlið. Niðurstaða Ofureflis bendir í ákveðna átt. Hin kristilega hugmynda- fræði samhjálpar og sameiningar hefur orðið undir í baráttunni og maðurinn er skilinn eftir í algera reiðileysi og merkingarleysi. Öllu er umsnúið og guð hefur týnst mönnunum. Guð er í raun úr sögunni en gullið komið í staðinn. Gullshugmyndinni fylgir ákveðin trú sem kem- ur í staðinn fyrir trúna á Jesú Krist. Hinn nýi sannleikur er efnislegur og takmark hans er aukið vald og aukin áhrif manna í krafti tak- markalausrar ágimdar. Þessi umskipti má sýna á eftirfarandi hátt: Ofurefli. Guð í sögunni — átök um guð. Gull. Guð úr sögunni — gull í staðinn. Á meðan Ofurefli var hetjusaga Þorvaldar er Gull harmsaga Þorbjamar. Hann blindast af einni ríkjandi hugmynd, sem reynist röng. Þess vegna ofmetnast hann og stígur yfir öll þau gildi sem honum ber að halda í heiðri. Þegar gullævintýrinu lýkur í landi festir hann í örvæntingu sinni kaup á ónýtum botnvörp- ungi og sendir á sjó í von um auðfenginn og skjótfenginn gróða. Skipið sekkur í óveðri og Þorbjöm stendur frammi fyrir því að hafa sent unga og sakiausa menn út í opinn dauð- ann vegna hömlulausrar ágimdar sinnar. Hon- um verður þá Ijóst að þama liggja mörkin. Hann hefur gert sig að hjáguði í samfélaginu og tekið sér vald yfir lífi og dauða. Hann ein- angrast og er ofsóttur svo að nálgast sturlun því hugmyndafræði hans hefur beðið algert skipbrot. Skammsýni hans og hömlulaus gróðahyggja hefur lagt samfélagið að velli og hann sjálfan. Líkami hans yfirbugast af and- legri þreytu. Þorbjöm reynir að forðast myrkr- ið og leitar í ljósið en smátt og smátt dregur úr þreki hans þangað til hann gefur upp öndina. Skáldsagan Gull er skrifuð sem rökrétt sið- ferðilegt framhald Ofureflis, til að undirstrika þá afstöðu hans að samfélag manna, án kristi- legrar handleiðslu, standist ekki. Reykjavík hrynur í þeirri mynd sem hún birtist í þessum sögum en með réttri breytni geta menn reist samfélagið við og hafið starf sitt að nýju en í annaiTÍ mynd. Dauðinn er því enginn enda- punktur í verkum Einars H. Kvaran heldur öðlast menn fyrirgefningu ef þeir sjá að sér og byrja líf sitt að nýju handan sögunnar og hins jarðneska lífs. Skáldsögur Einars H. Kvaran, Ofurefli og Gull, hafa að undirstöðu tvö andstæð lífsvið- horf sem stöðugt era að takast á, en það sem einkennir þær svo sterklega er hin móralska og kennimannslega afstaða söguhöfundar sem er algjörlega á bandi annars viðhorfsins. Sög- umar eiga að kenna lesandanum að sú samfé- lagsmynd, sem þar er dregin upp standist ekki. Hún er í senn ósiðleg og niðurdrepandi og því ekki mönnum bjóðandi. Sögurnar lýsa samfélagi í deiglu og það sem mestu máli skipt- ir er að söguhöfundur skilgreinir sundranina með því að láta aðalpersónu þeirra koma auga á hana og reyna að uppræta hana. Hlutverk Reykjavíkur í Ofurefli og Gulli er að vera sama- staður ólíkra persóna sem hver um sig stend- ur fyrir ákveðna lífsskoðun eða breytni. í höf- uðstaðnum búa því fremur öfl í mannsmynd en að um flóknar og litríkar persónur sé að ræða. Reykjavík myndar þannig táknræna umgjörð ákveðinna skoðana og átaka, hún er umhverfi samræðunnar. I sögunum er enginn samanburður við sveitalíf enda er maðurinn kominn þangað til að.vera. Það sem samfélagið í Reykjavík skortir öðra fremur er heild og innra samræmi þar sem menn lifa í fullkominni sátt hveijir við aðra, þar sem algert jafnræði ríkir og virðing, nokk- urskonar lífræn heild, ekki ósvipuð líkama og sál einnar manneskju. Þannig skapa menn höfuðstaðinn í sinni eigin mynd. Umhverfið er ákveðinn spegill mannlegra eiginleika og þannig breytir einstaklingurinn umhverfi sínu til góðs eða ills um leið og hann breytir sjálfum sér. Reykjavík sem hlutlæg staðarlýsing' er því höfundi ekki aðalatriði heldur er ætlun hans að varpa Ijósi á annað í fari manneskjunn- ar sem hann telur mikilvægara, en notar höfuð- staðinn sem nokkurskonar ramma utan um átökin. Það merkilega við samfélagsmynd þessara verka er að hún lýtur í raun sömu lögmálum og hver einstaklingur gerir. Reykja- vík er íverustaður manna á sama hátt og lík- aminn er íverustaður sálarinnar. Þannig er lesandinn sífellt minntur á hliðstæður milli hins ytra og hins innra, milli samfélags og einstaklings, þar sem þau átök, sem eiga sér stað í höfuðstaðnum og umhverfi hans, eiga sér einnig stað meðal ákveðinna einstaklinga. Þarfir samfélagsins era af nákvæmlega sama toga spunnar því án heils einstaklings verður aldrei til heilt samfélag. Heimildir: 1. Steingrímur J. Þorsteinsson, Einar H. Kvar- an, Andvari, bls. 3. 2. Sama rit, bls. 4. 3. Einar H. Kvaran, Ofurefli, bls. 16. 4. Einar H. Kvaran, Gull, bls. 268. Höfundur skrifar bókmenntagagnrýni í Morgunblaðið. Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast sam- þykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RÚNAR KRISTJÁNSSON Sveinbjörn Beinteins- son Sveinbjörn goði er fallinn frá, fróðleikshetjan klára. Svefninn langi seig á brá, svæfði þulinn hára. Hverfur þar af feðrafold falslaus vinur ljóða. Vefur nú hin vígða mold vökumanninn góða. Hann var skáld með skerpu og þor, skildi öðrum betur rök sem láta lífsins vor lifa í gegnum vetur. Sextíu og níu æviár undi á slóðum Draga, íslenskur í húð og hár, heiðursvinur Braga. Lengi man ég manninn þann máls í góðu standi. Nú er enginn eins og hann eftir hér á landi. Höfundur býr á Skagaströnd. ÍVAR BJÖRNSSON Seiður Fjall- konunnar Hún seiðir þá til sín úr sveitum og þeir sendast á vélknúnkcyggðum, ogsinna ei almennum siðgæðis- dyggðum, þó sjáist ei neitt fyrir snjó. Þeir æða til fjalla á farkostum bág- um í frosti og stormandi hríð ogsitja svo fastir í lautum oglágum um langnætti’ á hávetrartíð. Þótt fjallkonan okkar sé fögur að líta og faðminn sinn breiði’ okkur mót, er köld hennar blíða í búningnum hvíta og banvæn þau ástvinar hót. Hnfundnr er fyrrveranrii kennari í Reykjavík RÓSA JÓHANNSDÓTTIR Á haustdegi Sólin svo eldgul í augum mér kveikir í í fjarlægðinni býr hugur minn og lokar á eftir sér og þú líka bylgjandi hauststráin heiðgul falla fyrir vindinum og þér og ég líka það er kviknað í deginum rauðum sólgular logatungurnar teygja sig yfir allt og mig líka * rauðir íingur og gul tré stinga sér upp á milli grenitrjánna og einhvers staðar í fjarlægðinni býr hugur þinn og þú líka

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.