Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 3
lEgwng 11E B S.SHl E B E E! SJ E ® 1] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit- stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100. List-banki Aðalstöðvar þýzka þjóðbankans, Deutsche Bank, eru í tveimur skýjakljúfum í Frankfurt. Þar var frá upphafi stefnt að viðamikilli lista- verkaeign, sem sífellt er bætt við og höfð er uppi í bankanum. Nýlega var hópi íslenzkra listamanna boðið að sýna þar, en á meðan var Seðlabankinn hér gagnrýndur á Alþingi fyrir stuðning við íslenzka myndlist. Einar H. Kvaran brýtur blað í þá veru að sögur hans Ofurefli og Gull gerast í Reykjavík snemma á öldinni. í hinn afturhaldssama vaðstígvélabæ kemur andleg hreyfing, en í sögunum takast á tvö ósættanleg lífsviðhorf. Jón Ózur Snorrason skrifar um Reykjavíkursögur Einars H. Kvaran. Fellini Til viðbótar við grein um Fellini í síðustu Les- bók skrifar Hilmar Oddsson um hin síðari ár í lífi Fellinis og seinni myndir hans, þar á meðal Júlíu og andana, Satyricon, Trúðana, Amarcord, Hljómsveitaræfinguna, Kvennabæinn, Skipið siglir, Ginger og Fred og Viðtalið. RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR Úr Ijóðabréfi til Natans Ketilssonar Sælu, bið ég, hljóttu hér, hryggðin niður falli í strá, sjáðu miðann, sem að þér sendir iðuljósa gná. Sjálfur veiztu eg þér ann, eiða þarf ei leggja við. Þér ég skildar þakkir kann þitt fyrir síðast tilskrifið. Um ógeðfelldu orðin þar, út sem skipti höndin þín, aldrei meiri undrun var inntakandi sálu mín. Hvernin gaztu, — er það eitt undrun stærstu gegnandi, — sjálfur mér það sárið veitt, sem ei græða ert megnandi? Hver útbjó þig hreysti með, er hafðir aldrei fyrri þú, mig álengdar svona séð sárkvalda að fengir þú? svo þig lifa sjái menn samstemmandi gáfum þín. Athugaðu, að eilífðin uppbyrjar, þá hérvist dvín. Mundu þessa mína bón, mörg þó gleymist hinna þér. Okkur fegrast yfírsjón ekki, þó að hötumst vér. Nafni leyna mun ég mín, muntu vita það með sann. Enn sem fyrri er ég þín, ástum bundin geðs um rann. Þú munt spyrja: auðs hver Eir? eg til gegni: það er sú, er ævilangt, ef ekki meir, ófarsæla gjörðir þú, — hver þér framar öllum ann, og ill þú skaptir forlög sín og sem gleyma aldrei kann ódauðlegum svikum þín. Rósa Guðmundsdóttir, oft nefnd Vatnsenda-Rósa (1795-1855) var frá Fomhaga I Hörgárdal, en átti víða heima, lengst I Húnaþingi, þ. á m. á Vatnsenda I Vestur- hópi. Ljóðabréfið er um tryggðarof ævintýramannsins Natans Ketilssonar, sem síðar var myrtur svo sem frægt er orðið. R B B HUGARFARS- MENNING Nýlega var um það fjallað í heimsfréttum, að páf- inn í Róm hefði fordæmt saurlífs- og ofbeldis- myndir í sjónvarpi og hvatt foreldra til þess að banna börnum sínum sjónvarpsgláp. Hann hafði sterk fordæming- arorð um þennan friðarspilli og glæpakenn- ara. Það er svo sem ekld ófyrirsynju, að hinn heilagi faðir skuli hafa þungar áhyggjur af þeirri stefnumótun, sem orðið hefur í þessum áhrifamikla fjölmiðli víða um heim. Hafa fleiri áhrifamenn tekið í sama streng og er forseti Bandaríkjanna þeirra á meðal. Ljóst er að ofneysla lélegs og ofbeldismettaðs sjónvarps- efnis forhejmskar unga sem aldna og elur oftan en ekki á lágum hvötum. Hver skyldi hafa trúað því fyrir rúmum aldarfjórðungi, þegar við íslendingar fognuð- um komu þessa fjölmiðils? Helst höfðu menn áhyggjur af því þá, að íslenskri tungu væri hætta búin vegna þess erlenda efnis, sem sjónvarpið yrði að hafa á dagskrá sinni. En sá kvíði reyndist ástæðulítill, því þess er vel gætt að öllu töluðu máli erlendu fylgi íslensk- ur texti. Að vísu er þar misjafnlega vel að verki staðið, en þó engin ástæða til að skatt- byrðast út af því. Önnur lítil málsamfélög hafa orðið þar ver úti og nægir að nefna frændur okkar Færeyinga, sem hafaVneyðst til að hleypa dönskunni óþýddri í sjónvarp sitt málvöndunarmönnum til mikillar hrell- ingar. Sjónvarpinu er ætlað það hlutverk að fræða, skemmta og mennta. Við komu þess hingað virtist flest benda til þess, að upp myndi renna tímaskeið þar sem samheldni fjölskyldunnar yrði meiri. Ef til vill upphaf nýrrar baðstofumenningar eins og hún var talin hafa verið á vel setnum höfuðsetrum fyrri tíma. Að vinnudegi loknum gætu menn safnast saman við þennan undraskjá, notið fræðslu og lista af ýmsu tagi og vandaðrar skemmtunar. En margt hefur farið á annan veg og óneitanlega hefur þróun efnistaka sjónvarpsins orðið önnur, en flestir hugðu. Þess ber að gæta, að skuldinni verður ekki skellt á nýja tækni. Ekkert er því til fyrirstöðu, að hún geti unnið heiminum gagn, já bætt hann, ef vel er á haldið. Ýmislegt gott flýtur með hroðanum, sem sannar þá fullyrðingu. Meinsemdimar verða ekki rakt- ar til tækninnar. Þær eiga rætur sínar að rekja til almenningsálitsins, sem er mótað af auglýsingum, tísku og peningum. Þar kveður mest að tilhneigingu mannsins til taumleysis og græðgi. Hann hefur ekki tekið meiri andlegum framförum en það, að þessi áhrifamikli fjölmiðill getur orðið að viðsjáls- grip í höndum hans. Það er hægur vandi að fordæma og bann- færa, en að líkindum verður lítið með það gjört, jafnvel þótt sjálfur páfinn beiti því vopni nú. Fyrr á öldinni voru bækur brennd- ar vegna tilskipana heilagra fyrirrennara hans og jafnvel voru óþægir menn leiddir á bálkesti. En það leiddi ekki til neinnar bless- unar eða framfara. Þeim, sem prédika, verð- ur Ijóst fyrr eða síðar, að einhver hörmuleg- ustu mistök, sem hægt er að gera við boðun hugsjóna og sannfæringar, er að íþyngja öðrum með skoðunum sínum og trú. Oftar en ekki leiðir það til harkalegra öfga. Trú og lífsskoðanir hafa þá fyrst áhrif til góðs, ef þær byggja á einlægni og góðu hjarta- lagi. Góður hugur fær einn bætt siðferðisvið- horf og getur leitt til friðar og jafnvægis. Við móttöku friðarverðlauna Nóbels lagði þýsk-franski mannvinurinn, dr. Albert Schweitzer, áherslu á mátt andans: „Ekki má vanmetá mátt hans. Hann hefur sýnt sig í rás mannkynssögunnar. Hann hefur skapað hugarfar mannúðarinnar, en þaðan stafar öll framfór æðra, mannlegs lífs. Þegar vér til- einkum oss hugarfar mannúðarinnar, erum vér sjálfum oss trúir. Þá erum vér frjóir. Gagnstætt hugarfar er ótrúnaður við sjálfan sig, allra átta villa.“ Bönn, fordæming, refsivendir eru hvorki táknmyndir eða tjáningarleiðir þess anda. Sagan leiðir það í ljós eins og Schweitzer bendir réttilega á: „Á 17. og 18. öld sást, hvað andinn megnar. Hann leiddi þær þjóð- ir, sem áttu hann, út úr miðöldum, þ.e. hann kvað niður hjátrú, galdraofsóknir, pyndingar og ýmsa aðra grimmd og heimsku. Hann skóp nýtt í stað hins gamla á þann hátt, að það vekur síferska undrun hjá þeim, sem rekja þessa sögu. Það sem vér höfum átt og eigum nú af hugarfarsmenningu verður rak- ið til þessarar starfsemi andans.“ Schweitzer benti á það í Osló 4. nóvember 1954, að hinn sanni andi verður að fá taumhaldið aftur, ef við eigum ekki að farast. „Hann verður að gera kraftaverk aftur, eins og þegar hann leysti þjóðir Evrópu úr viðjum miðalda, en ennþá meira kraftaverk en þá.“ Svo sem kunnugt er var kjörorð Alberts Schweitzers það, að frumskilyrði fyrir fram- fórum á þessari jörð væri í því fólgið, að menn lærðu að bera lotningu fyrir lífinu. Hann lagði áherslu á það, að samúðin, sem siðfræðin byggir á, hafi því aðeins rétta dýpt, ef hún beinist ekki aðeins að mönnum, held- ur öllum lifandi verum. Ýmsum þótti hann ganga of langt í þessu efni, svo að ekki yrði á nokkurs manns færi, að uppfylla þær kröf- ur, sem hann gerði. Um það er erfitt að dæma, enda hafa ólík viðhorf leitt til langvar- andi deilna á sviði náttúruverndar. Eigi að síður hljótum við að finna sárlega til vanmátt- ar gagnvart þeirri köllun, sem í boðun Schwe- itzers felst, þegar við horfum enn á blóðug átök í Evrópu, styrjöld, sem minnir á hörm- ungar síðari heimsstyrjaldar. Og þá blasir við okkur sú staðreynd, að fátt hefur orðið kvikmyndagerðarmönnum og sjónvarpi rneiri uppspretta efnis en hörmungar þeirrar styrj- aldar, ógnir kynþáttafordóma þjóðernisstefn- unnar, sem fótumtróð allar mannúðarhug- sjónir, og varð mest hindrun gangkvæms skilnings þjóða í milli. Þrátt fyrir marg- brotna útleggingu þessa áhrifamikla fjölmið- ils, sem ætti að vera víti til varnaðar, blómg- ast fordómar, mannfyrirlitning og grimmda- ræði hliðstæðra þjóðernisstefna víða um heim. Það er vald en ekki réttur, hagsmunir en ekki siðferði, sem öllu stýra í alþjóðamál- um. Fjöldinn virðist helst fallast á, að þar sé um óbreytilegt lögmál að ræða. Ástæða er til að spyrja: Hvenær verður þessi bikar grimmdarinnar tæmdur? Hvenær verður sú breyting, þegar andinn nær tökum á okkur og leiðir okkur til þeirrar menningar, sem mótast af mannúðlegin hugsun? Schweitzer hafði þá bjartsýnu trú, að svonefndar menn- ingarþjóðir myndu ná því marki fyrir kraft andans. Hann var þess fullviss, að þær myndu hafa áhrif á alla menn, einnig villta og hálfvillta þjóðflokka. Hann efaðist ekki um, að þeir ættu í sér fólginn hæfileika til mannúðlegrar hugsunar, því öllum sé gefin samúð. „Hún er þeim gefin sem tundur, er bíður þess að tendrast af neista.“ Það er lærdómsríkt að kynnast viðhorfum þessa mæta mannvinar. Orð hans, byggð á orðinu eilífa og andanum helga, vekja vonir, þrátt fyrir mátt þeirra fjölmiðla, sem sjá sér hag í því, að birta efni, sem oftar en ekki elur á lægstu hvötum mannsins, með gróða- von eina í huga. Hann prédikaði með lífi sínu og starfi, boðaði þannig lotningu fyrir lífinu á áhrifamildnn og hljóðlátan hátt. flver sem það gerir og leiðir aðra með sér, hvort held- ur er í uppeldisstarfi, hverskonar samvinnu einstaklinga og þjóða, í listum og í vökulli þjónustu við höfund lífsins, lyftir menningu hugarfarsins sem menn sjá aftur til sólar og læra að þakka, elska og lofsyngja. BOLLI GÚSTAVSSON Á HÓLUM. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. FEBRÚAR 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.