Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 4
Úr safni Deutsche Bank: Vatnslitamynd eftir Gerhard Richter, f. 1932. Hann er Jörg Immendorf, f. 1945. á m.a. þessa mynd, unna með blandaðri tækni og sýnist þekktur fyrir meistaralega tækni við abstraktmálverk. í fljótu bragði óhlutlæg, en sýnir þegar betur er að gáð mann að lesa í dagblaði. Listasafn Deutsche Bank Bankinn ver árlega stórfé til listaverkakaupa en kaupir næstum eingöngu verk þýzkra listamanna. Markus Liipertz, f.1941, á m.a. þessa mynd í bankanum. Hann er einn úr hópi þeirra Þjóðverja, sem urðu frægir á níunda tugnum. Aðalstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt. Listasafn bankans er ekki geymt íörygg- ishólfum, heldur er það til sýnis á næst- um öllum hæðum þessa stórhýsis. Itengslum við umræður um bflaeign Seðlabankans fyrr í vetur, var gert að umtalsefni að bakinn hefði einnig lagt fé í listaverkakaup og ætti dágott myndlistarsafn. Þess- ar umræður náðu inn á Alþingi og til nokkurrar furðu var það þingmaður úr röðum listamanna, rithöfundurinn Guðrún Helgadóttir, sem hneykslaðist ákaflega á þessu meinta bruðli bankans. Fyrir utan það örsmáa, sem Listasafnið, Háskólasafnið, Reykjavíkursafnið og Kópa- vogssafnið geta leyft sér að festa kaup á, hafa bæði Seðlabankinn og viðskiptabankamir stað- ið sig fyrirtækja best í því að styðja við bakið á myndlistinni og fyrir þann stuðning hafa myndlistarmenn verið mjög þakklátir. Þeir hafa verið svo til alveg háðir kaupgetu almenn- ings og nýir einkasafnarar virðast ekki verða til og taka við hlutverki sem menn eins og Markús í Héðni, Ragnar í Smára, Þorvaldur í Sfld og fisk, Sverrir í Sjóklæðagerðinni og Sverrir apótekari gegndu. Af þeirri ástæðu hefur verið dýrmætt að eiga að fyrirtæki með listrænan metnað, þar á meðal bankana. Það er með ólíkindum að slíkur metnaður skuli verða tilefni tfl gagnrýni á Alþingi og nær væri þingmönnum að gera eitthvað til að ýta undir listaverkakaup fyrirtækja en að ráðast á þá sem standa sig. í flestum löndum Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku treysta myndlistarmenn á opinber söfn, einkasöfn og stórfyrirtæki, ekki sízt bank- ana. Sum þeirra eiga geysilega verðmæt söfn og standa jafnvel að sýningarhaldi, svo sem Deutsche Bank í Frankfurt í Þýzkalandi. Fyrr í vetur bauð Deutsche Bank 5 íslenzkum mynd- listarmönnum að halda þar sýningu; þeim Sig- urði Örlygssyni, Jóni Axel Bjömssyni, Guð- rúnu Kristjánsdóttur, 'Helga Gíslasyni og Leifi Breiðfjörð. Eins og vænta mátti var vel að sýningunni staðið og seldust þrjú verk. I Frankfurt eru peningamir, segja Þjóðvefy- ar og maður trúir því þegar litast er um í borginni. Frankfurt er mesta skýjakljúfaborg í Evrópu; hæst ber Messeturm, sem jafnframt er hæsta hús í Evrópu, en tvo jafnháa tuma úr gljáandi stáli og gleri ber næstum eins hátt. Tumamir virðast standa á myndarlegum sökkli, en það er raunar víðáttumikil fjögurra hæða bygging, sem tengir tumana saman. Þetta eru aðalstöðvar Deutsche Bank. Hlutverk banka er að varðveita eignir sínar í þeim verðmætum sem ekki rýma eða eyð- ast. Með listasafni bankans, sem rekja má all- langt aftur í tímann, er ekki umfram allt litið svo á að verið sé að styðja við bakið á listmenn- ingunni. Menn líta á listaverkakaupin sem skynsamlega fjárfestingu, en jafnfram fer ekki milli mála að bankinn er ákaflega þjóðemis- sinnaður í vali sínu. Með „Nýja expressjónismanum" eða „nýja málverkinu" sem spratt upp á Ítalíu, en aðal- lega þó í Þýzkalandi um 1980, eignuðust Þjóð- verjar líklega um tvo tugi myndlistarmanna, sem náðu alþjóðlegri frægð og urðu geysilega verðmætir. Dýrseldastur hefur Anselm Kiefer verið. Söfn víða um heim vora í biðröð að kaupa myndir hjá honum og verðið á stóram myndum gat verið um milljón mörk. Það er kannski af þeirri ástæðu að Deutsche Bank á ekki nema eina stóra mynd eftir Kiefer, en eftir suma aðra, tfl dæmis Gerhard Richter, á bankinn þrjá tugi mynda. Að meðaltali á bank- inn um 10 myndir eftir hvem þeirra, sem telja má að hafi öðlast alþjóðlega frægð. í þeim heimi er gallhörð samkeppni og þeir sem ráða listtímaritum, sýningahaldi og innkaupum í Þýzkalandi, hafa staðið geysilega fast með sín- um mönnum. Það er greinilegt að ekki á að láta þá falla í verði. Aðalstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt vora byggðar á níunda áratugnum og þá gert ráð fyrir listasafninu, eða a.m.k. hluta þess, á öllum hæðum. Leitað var til 100 þýzkra mynd- listargallería og valið úr verkum eftir 125 lista- menn af 235 sem komu til greina. Á tveimur hæðum í sökkulbyggingunni er stóram verkum eftir marga listamenn komið fyrir, en í sjálfum tumunum er einn listamaður á hverri hæð. Þar eru smærri verk, grafík, verk unnin á pappír og með blandaðri tækni. Einn listamaður fær þann heiður ár hvert, að myndir eftir hann eru birtar í árskýrslu Deutsche Bank. Auk þess gefur bankinn ár- lega út glæsilegt dagatal með myndum úr safninu og listunnendum til leiðbeiningar hefur hann gefið út myndskreytt hefti sem heitir „Að sjá og upplifa nútímalist". GS. Anselm Kiefer, f. 1945, hefur að undanförnu verið dýrseldasti myndlistarmaður í heiminum. Texti undir myndinni vísar til orr- ustunnar í Tevtóborgarskógi, þeg- ar framrás Rómverja var stöðvuð. Horst Antes: Andlitsmynd. Kenni- mark listamannsins er ævinlega einn eða fleiri hausar með þessu lagi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.