Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 6
Ogöngur - brot úr hugmyndasögu Um efahyggju vegar var hún um margt ákaflega vel heppnuð. Prova d’orchestra, Hljómsveita- ræfíngin, var aðallega gerð fyrir sjónvarp, en eins og aðrar myndir Fellinis rataði hún víða upp á hvíta tjaldið. Myndin gerist alfarið á hljómsveitaræf- ingu og lýsir kostulegum samskiptum hljóð- færaleikaranna innbyrðis og við stjórnand- ann. Auðvitað fjallar myndin í raun og veru um eitthvað allt annað en hljóðfæraleik. La citta delle donne, Kvennabærinn, er ein af þessum kostulegu Fellini-myndum sem áhorfandinn á í stökustu vandræðum með að mynda sér ákveðnar skoðanir á. Það gekk sannarlega á ýmsu við gerð Kvennabæjarins. Nino Rota, nánasti sam- starfsmaður og vinur Fellinis, dó 10. apríl, 1979. Fellini var sem hálfur maður við frá- fall vinar síns. Ettore Manni, einn af aðal- leikurum myndarinnar, framdi sjálfsmorð áður en tökum lauk. Tökur voru stöðvaðar, en hófust stuttu síðar aftur. Þá handleggs- braut Fellini sig og önnur slys á starfsliði fylgdu í kjölfarið. Næst dó nuddari leik- stjórans og skömmu síðar móðir aðalleikar- ans, Mastroiannis. Auðvitað vakti Kvennabærinn sterk við- brögð, annað var nánast útilokað. Viðbrögð- in voru þó ekki einhlít, þótt ýmis kvenrétt- indasamtök tækju henni óstinnt. Við höfum þegar fjallað örlítið um samband Fellinis og kvenna: „Sumir óttast Guð, ég óttast konur“ er haft eftir Fellini. í Casanova lagði hann ímynd karlmannsins sem elskhuga í rúst, í La citta delle donne ímynd karl- mannsins sem yfirdrottnara. E la nave va, Og skipið siglir áfram, sem frumsýnd var árið 1983, er fantasía sem gerist á skemmtiferðaskipi, en hefur verið túlkuð sem óður til bíósins, til bíómyndar- innar, en jafnframt viðvörun við áhrifa- mætti sjónvarpsins, sem að mati Fellinis var að ganga af kvikmyndinni dauðri. Fell- ini óttaðist ragnarök kvikmyndarinnar, í því formi sem hann unni henni. Það var því rökrétt framhald að ráðast á gerviveröld sjónvarpsins. Það gerði hann í myndinni Ginger e Fred, Ginger ogFred, þar sem uppáhaldsleikaramir Giulietta Masina og MarceJlo Mastroianni fara á kostum í hlutverkum gamals danspars sem er dubbað upp fyrir framkomu í sjónvarps- þætti. Ginger e Fred var frumsýnd árið 1985 og gekk illa. Þegar hér var komið sögu ríkti kreppa í ítalskri kvikmyndagerð. Myndir lista- manna á borð við Fellini gengu illa og erf- itt var að fjármagna þær. Samt fannst Fellini hann ekki hafa játað kvikmyndinni nógsamlega ást sína. Það gerði hann enn einu sinni á ijúfsáran hátt í næstsíðustu mynd sinni, Intervista, ViðtaUð, frá árinu 1987. Intervista er að mestu leyti tekin í Cinecitta-myndverim og hefur yfirbragð sviðsettrar heimildarmyndar. Við fylgjumst með nokkrum japönskum kvikmyndagerð- armönnum fylgjast með Fellini og nánustu samstarfsmönnum, við leik og (aðallega) störf. Síðasta mynd Fellinis var La voce della Luna. Hennar verður ekki minnst sem eins af meistaraverkum leikstjórans mikla. Hún er af flestum álitin veikur endurómur fyrri afreka. Intervista hefði í sjálfu sér verið verðugri og fallegri kveðja í lok starfsæ- vinnar, en Fellini vissi ekki fremur en aðr- ir hvenær kallið kæmi. Fellini lést á sjúkra- húsi í Róm 31. október á síðasta ári. Hann fékk hjartaáfall tveimur vikum áður og lá í dái, tengdur við öndunarvél, síðustu tíu dagana. Það er erfitt að bera Fellini saman við aðra kvikmyndaleikstjóra. Það hefur þó verið gert og sérfræðingar hafa komist að ýmsum athyglisverðum niðurstöðum. Margir hafa nefnt Bunuel og Bergman sem andleg skyldmenni Italans, en athyglisverð- astur þykir mér samanburðurinn við Tarkovsld. Við fyrstu sýn virðast þeir eiga fátt sam- eiginlegt, en þegar dýpra er kafað kemur ýmislegt í Ijós. Báðir taka sér fyrir hendur ótal ferðir á vit minninganna og töfra fram stórfenglegar sýnir úr iðrum imdirmeðvit- undarinnar. Rússinn sveipar boðskap sinn dulúð og alvöru, en ítalinn dregur upp kostulegar skopmyndir af manneskjunni án þess að hæðast að henni. Tarkovski dáði Fellini, sérstaklega ljóðrænu hans. Þetta gæti verið æðsti dómur dauðlegs manns um verk Federicos Fellinis, við skul- um alltént gera hann að lokaniðurstöðu, því hann er kveðinn upp af mesta ljóð- skáldi hvíta tjaldsins. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. Inótt komu geimverur inn til þín og tóku úr þér heilann. Þær settu hann í krukku og fóru með um borð í geimskipið sitt. Þetta voru góðar geimverur og þær vildu ekki valda þér óþægindum. Þess vegna tengdu þær mænuna, sjóntaugamar og alla aðra enda og spotta sem standa út úr heilanum við vélar og tæki sem sjá,um að fóðra þig á svipuðum áreitum og þú hefðir orðið fyrir ef heilinn hefði verið kyrr inni í hauskúp- unni og þú hefðir vaknað og farið á fætur hér á jörðu niðri eins og þú ert vanur. Tækni geimveranna er nógu fullkomin til þess að þú verður ekki var við neina breyt- ingu á högum þínum þó skrokkurinn liggi dauður í rúminu og heilinn sé í krukku um borð í geimskipi á leið fram hjá tunglinu. Nú finnst þér þessi saga sjálfsagt ótrúleg enda er hún það. En getur þú vitað að hún sé ósönn? Þú getur auðvitað reynt að horfa í kringum þig. Ef sagan er ósönn þá snýst Eftir ATLA HARÐARSON Samtengingin oger af einhveijum ástæð- um of stutt í íslenzku nútíðarmáli. Menn teygja stundum lítið eitt á þess- ari samtengingu um leið og þeir íhuga framhaidið. Það er út af fyrir sig eðlilegt. En um hríð hefur það alls ekki þótt nóg. Fyrir fáeinum árum fór að bera á því í vaxandi mæli, að menn hnýttu sem sagt aftan við sam- tenginguna og, sem styttist við þennan félags- skap, svo aðeins o heyrðist. Þetta óþarfa sem- sagt var þó sjaldnast borið skýrt fram, heldur varð bæði úr því o-sensagt og annað ennþá linara afbrigði:o-sessat, eða bara o-sest. Þetta át hver eftir öðrum, bæði í daglegu mæltu máli og viðtalsþáttum í útvarpi og sjón- varpi. Svo gerðist það án þess að neinn tæki sérstaklega eftir því, að flestir urðu leiðir á sessat, eða hvort það var hitt, að nýtt töfra- orð fannst til að hnýta aftan við hina alltof stuttu samtengingu. Það var atviksorðið hérna, sem allt í einu komst í tízku. En í stað þess að segja og héma, segja næstum því allir o-héddna. Sem stendur er ekkert orð (eða orðasamband) eins ómissandi í íslenzku. Aðeins gamlir sérvizkupúkar og sveitamenn úr afskekktum héruðum geta stamað út úr sér setningu án þess að grípa til o-héddna. Hlustið bara á viðtölin við popparana og alls- konar viðmælendur, sem til að mynda koma í sófann í Dagsljósþætti sjónvarpsins eða í hausinn á þér ofan á öxlunum og Ijóseindir koma fyrst inn um augun úr þessari átt og svo úr hinni áttinni og einhver efnaferli í augunum þýða upplýsingamar sem ljó- seindimar bera yfir í rafboð sem heilinn fær eftir sjóntauginni. Ef sagan er hins vegar sönn þá senda vélar geimveranna þér boð sem hafa sömu áhrif í heilanum eins og ef hausinn snerist og ljóseindir kæmu fyrst inn um augun úr þessari átt og svo úr hinni áttinni. Þú hvorki sérð né finnur nokkum mun. Eftir smá umhugsun ertu væntanlega sannfærður um að þú getur engan veginn gengið úr skugga um hvort þú ert enn á jörðu niðri eða á leið framhjá tunglinu. Niðurstaðan er óhjákvæmileg. Þú veist ekki neitt. Þú veist ekki einu sinni hvort þú ert á jörðinni eða úti í geimnum, hvort jörðin og fólkið sem þú umgengst er til í alvöru eða hvort þú hefur tvær hendur og tvo fætur eða bara spotta sem tengjast við einhverjar vélar. Flest það sem þú telur þig vita með fullkominni vissu gæti verið tóm blekking. Þegar þú hefur komist að þessari niður- stöðu ertu orðinn efahyggjumaður og að- þáttinn hans Eiríks á Stöð 2. Ég gerði það að gamni mínu að telja þessi málblóm hjá einum viðmælanda. Honum tókst í nokkurra mínútna viðtali að segja o-héddna 40 sinnum. Það gæti verið rannsóknarefni fyrir mál- fræðinga að athuga þessa þörf á aukaorði með samtengingunni og í íslenzku og bera saman við erlend tungumál. Þessi samtenging er nákvæmlega eins í norsku og dönsku og svipuð í sænsku. Ekkr minnist ég þess að hafa heyrt Norðurlandamenn nota þessa tagl- hnýtingu og það er af og frá að hliðstæða hennar heyrist í ensku. Kannski er þetta ein- faldlega vegna þess að okkur sé stirðara um mál; að málhugsun okkar sé eitthvað seinvirk- ari og að við grípum þessvega einhver auka- orð eins og bjarghring á meðan við áttum okkur á því hvemig við stautum okkur út úr framhaldinu. Að minnsta kosti þarf ekki ann- að en að hlusta á Breta og Bandaríkjamenn tala sitt móðurmál í útvarpi eða sjónvarpi til að heyra að enskan stendur út úr þeim eins og buna. Mér heyrist raunar að það sé svipað í frönskum og þýzkum ljósvakamiðlum. Tafs, stagl, endurtekningar og mismæli heyrast þar afar sjaldan. Aftur á móti þarf ekki lengi að hlusta á útvarp eða sjónvarp hér til að heyra mállýti af þessu tagi, jafnvel hjá þulum sem eiga þó að vera til fyrirmyndar að þessu leyti. GS. hyllist meira að segja mjög róttæka gerð heimspekilegrar efahyggju. Og hvað með það? Er ekki allt í lagi að sætta sig bara við að vita ekki neitt? Heimspekileg efahyggja á sér langa sögu. Sumir segja upphafsmann hennar vera Pyrrón frá Elís í Grikklandi. Aðrir rekja sögu hennar lengra aftur. Pyrrón frá Elís var uppi um 360 til 270 f.Kr. Um hann segir í Islensku alfræðibókinni sem Öm og Örlyg- ur gáfu út árið 1990: ..talinn upphafsmaður efahyggjunnar; taldi að þar eð ekkert yrði vitað með vissu ættu menn ekki að halda neinu fram án fyrirvara heldur lifa í sátt við óvissuna og öðlast þannig sálarró. Eins og Sókrates, sem uppi var einni öld fyrr, eignaðist Pyrrón lærisveina og fylgis- menn en skrifaði aldrei neitt svo hugmynd- ir hans eru einungis þekktar af frásögnum annarra. Sagan segir að hann hafi ferðast alla leið til Indlands með herjum Alexand- ers mikla og kynnst ,nöktu heimspekingun- um‘ þar. Að hve miklu leyti hann sótti efa- hyggju sína í smiðju þeirra vitum við ekki. Efahyggja var öflug heimspekistefna allt frá dögum Pyrróns til loka fomaldar. Með hmni'vestrómverska ríkisins á fyrri hluta 5. aldar týndu Evrópumenn niður miklu af menningu sinni og þar á meðal efahyggj- unni. A endurreisnartímanum kynntust þeir henni aftur, lásu m.a. um pyrrónisma í gömlum bókinn eftir Sextus Empiricus, en hann var upp á sitt besta um 200 e.Kr. Fáir nýaldarheimspekingar hafa lifað í sátt við óvissuna eins og Pyrrón gerði. í staðinn hafa þeir keppst við að kveða pyrr- ónismann niður og sanna að það sem þeir telja sig vita það viti þeir í raun og vera. Sá heimspekingur seinni alda sem hvað frægastur hefur orðið af glímu sinni við vofu pyrrónismans er frakkinn René Desc- artes sem uppi var á árunum 1596 til 1650. Hann reyndi að sýna fram á að þekking manna standi traustum fótum með því að sanna fyrst að til sé góður guð sem geti engan veginn látið það viðgangast að menn séu blekktir um alla hluti. Mér vitanlega hafa rök hans aldrei sannfært neinn sem ekki var fyrirfram ákveðinn í að láta sann- færast. Vilji menn kynna sér sönnun Descartes á tilvera guðs og rök hans gegn efahyggju geta þeir lesið 4. kafla bókar hans Discours de la méthode. Islensk þýðing Magnúsar G. Jónssonar á bókinni kallast Orðræða um aðferð og kom út hjá Hinu íslenska bók- menntafélagi árið 1991. Þeir sem geta hvorki lifað í sátt við óviss- una né gert sér rök Descartes að góðu verða að finna einhver önnur rök til að sýna fram á að þekking sín hvíli á öruggri undirstöðu. Það væri góð byrjun að finna sannfærandi rök gegn því að telja sig vera heila í krakku. Höfundur er heimspekingur og kennari á Akranesi. GUÐJÓN SVEINSSON í djúp- skóginum Hvítt frostið hefur fryst hjarta mitt er dreymir gullhlóm heit augu í rakamettum skógi djúpanna þar drjúpa perlur af laufum sumardaganna vín aftanroðans vermir sálir dýrkenda fegurðarinnar bogalínur brjósta er tíminn hefur hægt sogið úr stinnleika hvítt frost í hjarta mér andvana minningar reika eyðihjam tilverunnar. Höfundur býr á Breiðdalsvík. Talmál O-HEDDNA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.