Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.09.1994, Blaðsíða 4
Er hægt að gera kjötvörar heilsusamlegri? Umræðan um áhrif mataræðis á líðan og heilsu fólks hefur stóraukist hin síðari ár. Almenn- ingur veit, að rétt mataræði skiptir miklu máli fyrir þroska barna, árangur í námi og starfi, og síðast en ekki síst heilsu á fullorð- Fitusýran omega-3 er okkur lífsnauðsynleg og hana fáum við einungis úr sjávarfangi. Nú er hinsvegar hægt að stýra henni í kjötvörur með því að gefa búpeningi fiskimjöl eða síld sem fóðurbæti. Eftir GUÐRÚNU V. SKÚLADÓTTUR insárum. I kjölfar vaxand velmegunar og breyttra lífshátta hefur tíðni alvarlegra sjúk- dóma aukist. Hjarta- og æðasjúkdómar eru meðal þeirra sjúkdóma, sem herja á íbúa iðn- þróaðra, vestrænna ríkja. Athuganir á orsök- um hjarta- og æðasjúkdóma hafa meðal ann- ars beinst að áhrifum mataræðis, einkum neyslu mettaðrar fitu. í lok 6. áratugarins vakti það athygli dan- skra vísindamanna, að dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma var lág meðal Eski- móa þrátt fyrir að stór hluti fæðu Eskimóa í Grænlandi væri fíturík. Fæða Eskimóa í Grænlandi var á þeim tíma nær eingöngu sjávarfang, einkum fískur, selir og hvalir. Sú spurning vaknaði, hvort eitthvað væri í fitu- ríka sjávarfanginu, sem drægi úr hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Svarið við spurn- ingunni lá í ákveðinni gerð ómettaðra fitu- sýra, svokallaðra omega-3 fitusýra, sem eru í miklu magni í sjávardýrum. Við rannsókn á fitusýrum í blóðfitu Eskimóa kom í ljós, að hlutur omega-3 fitusýra var töluvert meiri í blóðfitu þeirra borið saman við blóðfitu Dana. Þessi rannsókn staðfesti, að fitusýrur í fæðu endurspeglast í blóðfitu. í dag eru vísindamenn almennt sammála um, að ómettaðar fitusýrur af omega-3 gerð hafí verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúk- dómum, þ.e.a.s. að sjúkdómarnir orsakast ekki eingöngu af ofneyslu mettaðrar fitu í fæðu heldur einnig af skorti á ómettuðum omega-3 fitusýrum. FÆÐUKEÐJA OMEGA-3 FlTUSÝRA Talið er að ómettaðar omega-3 fitusýrur hafí verið aðalfituefni í frumum sjávarlífvera allt frá því að líf kviknaði í sjónum. Dýr og menn geta ekki búið til þessar ómettuðu omega-3 fitusýrur og verða því að fá þær úr fæðunni. Meðfylgjandi mynd sýnir í aðalat- riðum, hvernig omega-3 fitusýrur berast frá plöntusvifi (einkum svifþörungum) um fæðuk- eðju hafsins til húsdýra og mannfólks. Sjá skýringarmynd. HVAÐ ER FÆÐUFITA? Það sem í daglegu tali kallast fæðufita er að mestum hluta þríglýseríð. Meginuppistaða þríglýseríða eru fitusýrur. Fitusýrurnar eru ýmist mettaðar eða ómettaðar og ákvarðast það af uppruna fitunnar. Fæðufita úr dýrarík- inu (landdýr) inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum og hefur þann eiginleika að vera í föstu formi við herbergishita sbr. mör. Fæðufita úr jurtaríkinu inniheldur ómettaðar fitusýrur af omega-6 gerð sbr. jurtaolíur. Fæðufita úr sjávarfangi inniheldur ómettaðar fitusýrur af omega-3 gerð. Kólesteról er eitt af fituefnum fæðunnar og er bygging þess mjög frábrugðin byggingu þríglýseríða. Lengi Býr Að Fyrstu Gerð Mennimir eru eins og önnur dýr það sem þeir borða. Líkami manna og dýra getur ekki búið til einstakar ómettaðar fitusýrur af omega-3 og omega-6 gerð, sem eru líkaman- um Iífsnauðsynlegar. Þessar fitusýrur verða því að koma úr fæðu. Fitusýrur fæðufitu eru teknar upp í meltingarvegi eftir að fæðufitan hefur verið melt. Þaðan berast fitusýrur með blóði til fruma í veijum. Ómettaðar omega-3 og omega-6 fitusýrur fara aðallega inn í fitu- efni, sem er aðal uppistaða í himnum. Himn- ur umlykja allar frumur líkamans. Það er sérstaklega mikið af omega-3 fitusýrum í himnum um frumur í heila, sjónhimnu og sæði. Magn og hlutfall mettunar í fæðufitu ákvarðast af fóðri og hvaða dýrategund um er að ræða hveiju sinni. Dýrafita er í hugum fólks mettuð fita, það er að segja fituefni, sem inniheldur mikið af mettuðum fítusýrum. Fituvefur, sem er forðabúr fituefna líkamans, inniheldur mikið af mettuðum orkuríkum fitu- sýrum sbr. mör. Aftur á móti ber að hafa í huga, að ef fóður dýrs inniheldur mikið af ómettuðum fitusýrum, þá koma þær fram að hluta í líkama dýrsins. Himnur um frumur í líffærum eins og vöðvum, lifur og nýrum inni- halda þá ómettaðar omega-3 fitusýrur ásamt omega-6 fitusýrum, sem koma úr jurtaríkinu. því ekki nauðsynlegar í fæðunni. Ómettaðar omega-6 og omega-3 fitusýrur, sem líkaminn verður að fá úr fæðu, eru nauðsynlegar ein- staklingnum til vaxtar og viðhalds. Næring fyrstu æviskeið einstaklings, þ.e.a.s. fóstur-, nýbura- og ungbarnaskeið, er taiin geta skipt sköpum um þroska og heilsufar einstaklings síðar á lífsleiðinni. Abyrgð verðandi og mjólk- andi mæðra er því mikil. Rannsóknir gefa til kynna, að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma sé lág meðal þjóða, sem neyta mikils fisks, þ.e. fitusnauðrar og kó- lesterólsnauðrar fæðu. Aftur á móti er tíðni hjarta- og æðasjúkdóma há meðal þjóða, sem neyta fituríkrar fæðu, þ.e. fæðu, sem inniheld- ur mikið af mettaðri fitu og kólesteróli. Um þriðjungur dýrafitu (landdýr) er mettuð fita. Mikil neysla mettaðrar fæðufitu getur haft þau áhrif, að magn kólesteróls í blóði aukist og þar af leiðandi hættan á hjarta- og æða- sjúkdómum. Hjarta- og æðasjúkdómar voru sjaldgæfir hér á íslandi allt fram að stríðsárunum um 1940. Samkvæmt könnun Manneldisráðs- og heilbrigðiráðuneytis á mataræði íslendinga, sem fram fór á árinu 1990, er fituneysla þjóð- arinnar meiri en æskilegt er talið og reyndist fituneyslan meðal bænda mest. Aftur á móti hefur dánartíðni af völdum hjarta- og æða- sjúkdóma hjá íslendingum verið með því lægsta í Evrópu. Þessu má eflaust að ein- hvetju leyti þakka mikilli fisk- og lýsisneyslu íslendinga gegnum aldir, þ.e.a.s. neyslu omega-3 fitusýra, sem talin eru verndandi gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Veíjaskemmd er talin ein megin orsök margra sjúkdóma. Ómettaðar fitusýrur skemmast (þrána, oxást) auðveldlega í nær- veru súrefnis og annarra oxandi efna. Þegar ómettaðar fitusýrur í frumuhimnu oxast get- ur það valdið veíjaskemmd. Margir þættir geta haft áhrif á oxun ómettaðra fitusýra og þar með veijaskemmd. Þessir þættir eru meðal annars tóbaksreykur, mengun í lofti, aukaefni í fæðu, geislun og líkamlegt álag. Til allrar hamingju er fruma þannig úr garði gerð, að hún hefur varnarkerfi til að stand- ast margs konar utanaðkomandi álag um stundarsakir. Meðal þessara varnarkerfa eru andoxunarefnin E-vítamín, C-vítamín og beta-karóten, sem er forstig A-vítamíns. LOKAORÐ Ferli omega-3 fitusýra í fæðukeðjunni Sjávarfang: Plöntusvif framleiðir omega-3 fitusýrur með til- stilli sólarorkunnar (Ijóstillif- un). Dýrasvif (áta) étur plöntusvif. Loðna og síld fá omega-3 fitusýrur úr át- unni. Botnfiskar eins og þorskur, ýsa, ufsi og lúða, éta meðal annars loðnu og síld og fá þannig omega-3 fitusýrur. Fæða: Omega 3-fitusýrur eru í afurðum sjávarfangs. Fiski- mjöl er eitt af afurðum sjáv- arfangs, einkum loðnu og síldar. Lýsi til manneldis er unnið úr þorska- og ufsalif- ur. Botnfiskar ásamt síld- inni eru megin uppistaða faeðu fólks úr sjávarfangi. Húsdýr: Þegar fóður er bætt með fiskimjöli eða fiskiolíu (lýsi) berast omega-3 fitusýrur úr fóðri inn í blóð, vöðva og aðra vefi húsdýra. Omega-3 fitusýrur eru einn- ig í eggjum og mjólk dýra, sem fengið hafa fóður bætt fiskimjöli eða lýsi. Menn: Þegar menn neyta fisks og lýsis fá þeir omega-3 fitusýrur inn í líkamann. Fitusýrugreining á fituefn- um í blóði einstaklings staðfestir, hvort viðkom- andi neytir sjávarafurða. ÁHRIF FÆÐUFITU Á Heilsu í dag hallast vís- indamenn að því, að há blóðfita einstakl- ings, sem er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúk- dóma, ákvarðist ekki eingöngu af erfðum heldur einn- ig af mataræði allt frá frumbernsku. Aðal fituefni blóð- fitunnar eru fitu- efnin þríglýseríð, sem inniheldur fitu- sýrur, og fítuefnið kólesteról. Mikil neysla dýrafitu er talin óæskileg heilsunni. Aftur á móti eru fítusýrur nauðsyn- legar mönnum og dýrum. Fitusýrur fituefna eru nauð- synlegar í himnum frumanna, sem mynda vefi eins og áður greinir. Fitu- sýrur gegna lykil- hlutverki í orku- efnaskiptum líkam- ans. Einnig eru fitu- sýrur mikilvæg efni til myndunar ýmissa efna, sem miðla boðum milii frumanna í líkam- anum. Menn geta búið til mettaðar fitusýrur og eru þær í kjölfar umræðna um áhrif mataræðis á líðan og heilsu fólks, hefur víða erlendis ver- ið lögð áhersla á að gera kjötvöru heilsusam- legri með tilliti til fituinnihalds. Fitusnauð kjötvara yrði lítið eftirsótt vara, þar sem fitu- efni hefur með bragð og gæði fæðu að gera. Fituefni eru því nauðsynleg í fæðu. Hér áður fyrr var sláturdýrum, sem voru markaðssett, gefið orkuríkt fóður (þ.e. fituríkt) til að flýta fyrir þyngdaraukningu. Þetta orkuríka fóður jók myndun fituvefja, sem innihélt að mestu mettaðar fítusýrur. Til að ráða bót á gæðum fæðufitu hafa erlendir vísindamenn gefið dýr- um, einkum svínum og hænsnum, fóður, sem bætt er fiskimjöli eða fiskiolíu. í kjöti þessara dýra endurspeglast fituefni fæðunnar, þ.e.a.s. hlutur omega-3 fitusýra eykst. Þó að gæði fituefna kjötvörunnar aukist við þessa fóður- bót þá er fóðurgjöfin vandkvæðum bundin. Geymsiuþol þessara afurða, sem innihalda mikið af ómettuðum omega-3 fitusýrum, er mjög takmarkað. Geymslan hefur áhrif á bragð (þránun) og um leið gæði. Þessar til- raunir hafa staðið yfir í nokkur ár og enn er bið á, að unnt verði að framleiða viðun- andi fóðurblöndu, sem inniheldur omega-3 fitusýrur og andoxunarefni til vernd'ar þrán- unar á ómettuðum fitusýrum. Fiskneysla þjóða er að hluta háð framboði ferskfisks og verðlagi. Við íslendingar höfum í aldaraðir átt því láni að fagna að búa í nálægð gjöfulla fiskimiða og eiga dugmikla sjómenn, sem hafa róið á þessi mið í öllum veðrum til að afla fanga. Þegar skyggnst er aftur í aldir er ljóst að húsdýr virðast einnig hafa notið auðs hafsins. Fyrri hluta þessarar aldar tíðkaðist víða á íslandi að gefa húsdýr- um síldarmjöl og jafnvel síld. Sá siður að gefa sauðfé fiskimjöl yfir fengitíma og fyrir burð mun vera algengur víða um land enn í dag. Kann að vera að íslenskir sauðfjárbænd- ur hafi í áratugi framleitt heilsusamlega af- urð, sem hefur viðunandi geymsluþol. Höfundur er lifefnafræðingur. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.